Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1975 ^ 22 022- RAUÐARÁRSTÍG 31 tel 14444 * 25555 BlLALEIGA CAR RENTAlI € BILALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL 24460 28810 piorviecn Útvarp og stereo, kasettutæki BÍLALEIGA Car Rental SENDUM 41660-42902 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR REIMTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR MARGFAUUR JHorannMrt.M^ Sr. BOLLr GÚSTAFSSON i Laufási: il hvers er að verja löngum tima til að semja hátiðlega pré- dikun fyrir kristinn söfnuð á annríkistímum? Fæstir prestar eða prédikarar komast hjá ásókn þeirrar spurnar, hvort tíma og orku sé varið til gagns fyrir heilagt málefni. Það er notalegt að sitja við skrifborð í vistlegu bókaherbergi með góð gögn við höndina; láta hugann reika og leita orða, skipa þeim í setningar, ætluðum til að vekja en ekki svæfa. Þær eiga að vekja menn til umhugsunar um iífsnauðsyn kristinnar trúar til frelsunar frá synd og dauða. En þótt hik og efasemdir láti stundum á sér kræla, þá fer andinn jafnan með sigur, ef Kristur er boðaóur. Það er and- inn, sem úthellt var yfir kristna lærisveina á stofndegi kirkj- unnar. Sá andi leiddi Jesúm út í auðnina til þess að hans yrói freistað; hann reyndur við upp- haf starfsdagsins hér á jörð. Þessi andi veitir boðendum orðsins þrek til að bera sann- leikanum vitni, hvað sem á bjátar, og þeir segja við hverja úrtölurödd: „Vík burt Satan, því ritað er: Drottinn, Guð þinn, átt þú að tilbiðja og þjóna honum einum." (Matt. 4. kap. 10. v.). — „Krossferli að fylgja þfnum/fýsir mig, Jesú kær.“ Þessi viljayfirlýsing hlýtur að koma fram í hugann við upphaf föstunnar. Tfma sorgar og þunglyndis, kann einhver að segja. Er það nú ábætandi hér á meðal okkar, já, við þær að- stæður, sem við Islendingar bú- um? Loks eftir þá miklu and- legu áreynslu, sem ömurlegt skammdegismyrkur og óblið og erfið veður vetrar á norðurslóð hljóta að hafa á ibúana þar, þá eiga menn að loka augunum fyrir hækkandi sól og lifa í ein- hverri uppgeróarsút vegna þessara dapurlegu atburða úr grárri fyrnsku. Það eru engin undur, þótt ýmsum verði á að hugsa þannig, þvi að sú villa er útbreidd, að rjúfa beri atburð- ina úr samhengi, t.d. að ætla huganum ekki að meðtaka meira um föstutímann en lam- andi áhrif frá ofurþunga þeirra kvala, er Kristur fyrir oss auma leið. En það minnir á mann, sem virðir fyrir sér olíumál- verk, gengur fast að því og ein- blínir í gegnum stækkunargler á svarta blettinn í neðra horn- inu til vinstri; á einn biksvart- an skugga í margbreytilegri, lit- rikri mynd, sem krefst þess að staðið sé álengdar fjær og horft á heildina til þess að tignar, fjarlægóar og fegurðar lista- verksins verði notið. Krossferill Jesú, kvöl hans og dauði eru til einskis án þess dásamlega, sterka ljóma, er stafar frá upp- risunni, af sigri hans yfir synd og dauða, sem getur af sér bjartsýni og sannfæringu um dýróiega ávexti trúarinnar. — Þegar komið er í húsakynni sumarbúða kirkjunnar við Vestmannsvatn, veita menn athygli miklum trékrossi fyrir miðjum vegg í aóalsal búðanna. Er nær dregur hausti og birtu tekur að bregða á kvöldin, þá er það áhrifaríkt á bænastund, þegar öll ljós eru slökkt í saln- Leiddur af andanum um, nema kertaljósin, sem börnin tendra á altarinu og ljós frá lömpum að baki krossinum. Þarna blasir við mjög einföld en táknræn mynd af föstunni. Skugga ber á t'rékrossinn svo hann er dökkur og dapurlegur, eins og tákn þess mótlætis, er frelsarinn varð að taka á sig fyrir syndugt mannkyn, en að baki honum annað krossmark, ljómandi og af ijósi gjört, sigur- tákn, lífsins merki. — Röddin, sem forðum reyndi að freista Jesú í auóninni hljómar ekki síst i ýmsum tóntegundum og með fjölbreytilegum blæbrigð- um á föstunni. Hún segir: „Blessaður reyndu að komast léttar frá þessum hugleiðingum um kross og kvöl, eða slepptu þeim helzt alveg, enda stangast þær illilega á við mannlega skynsemi og raunar álit ýmissa heimsfrægra fræðimanna. Er ekki svo fjölmargt, sem er miklu meira virði en þessir gömlu steinrunnu siðir og sög- urnar fornu. Slepptu því að hugsa um það allt og baðaðu hugann í raunsærri trúarbrögð- um nútímans studdum vís- indum og merkilegum til- raunum. Jesús verður að taka tillit til þeirra hvort eð er og gjöra svo vel að slá striki yfir ýmislegt, sem hann forðum sagði. Eða láttu t.d. raunhæf viðfangsefni eins og stjórnmál koma í þeirra stað. Það eru nefnilega til stjórnmálastefnur, sem geta hæglega fullnægt trúarþörfinni,“ segir þessi læ- vísarödd. Og hún hlakkaryfir gengi þeirra þjóðfélagsstefna, sem kúga kristna menn og alla þá, sem meta sannleikann ein- hvers, og markvíst stefna þær að þvi að afmá kirkjuna af yfir- borði jarðar eins og hættuleg skáld sem ekki þegja um það sem miður fer. Við veitum því athygð, er við lesum freistinga- söguna, að Jesús var leiddur af andanum út í eyðimörkina, til þess að hans yrði freistað. Leiddur af heilögum anda Guðs til þess að takast á við niðurrifs- öflin. Hann skyldi reyndur til þrautar áður en hann kæmi opinberlega fram í nafni Guðs föður. A sama hátt reynir andinn okkur. Hann iætur okk- ur glíma við hik og efasemdir. Hann ætlar trú okkar aó sigra fyrir hjálp Jesú Krists. Hún verður að skírast í eldi mótlætis og standast það, enda er hún ekki ein. Frá bridgefélaginu Ás- arnir í Kópavogi Sveitakeppninni er nú lokið — en alls voru spilaðar 18 um- ferðir. Sveit Rúnars Lárusson- ar sigraði örugglega eftir að hafa haft forystu alla keppn- ina. 1 sveit Rúnars eru ásamt honum tveir bræður hans Her- mann og Ólafur og faðir hans Lárus Hermannsson. Staða efstu sveita varð þessi: Rúnars Lárussonar 293 Valdimars Þórðarsonar 259 Þorfinns Karlssonar 244 Ragnars Hansen 210 Sverris Kristinssonar 197 Páls Þórðarsonar 192 Meðalárangur var 180. Næsta mánudag spilum við sveitakeppni við Bridgefélag Hafnarfjarðar — en annan mánudag hefst barometer- keppni en hún verður auglýst nánar síðar. XXX Frá Tafl- og bridge- klúbbnum. Nú er lokið 5 umferðum af 9 i sveitakeppni meistaraflokks og er staða efstu sveita þessi: Tryggva Gislasonar 79 Þórarins Árnasonar 77 Þórhalls Þorsteinssonar 61 Kristínar Ólafsdóttur 61 Bernharðs Guðmundssonar 52 Sigurjóns Tryggvasonar 49 1 fyrsta flokki eru spilaðar ellefu umferðir og af fimm loknum er staðan þessi: Braga Jónssonar 86 Kristínar Þórðardóttur 83 Viðars Jónssonar 82 Guðrúnar Jörgensen 70 Rósmundar Guðmundssonar 70 Óskars Friðþjófssonar 48 Sigríðar Ingibergsdóttur 45 Stefáns Jónssonar 45 Sjötta umferðin verður spil- uð í Domus Medica á fimmtu- daginn kemur og hefst kl. 20 stundvíslega. XXX Aðeins er nú eftir að spila tvær umferðir í Aðalsveita- keppni Bridgefélags Reykja- víkur og virðist ekkert geta komið í veg fyrir, að sveit Hjalta sigri með yfirburðum: Hjalta Elíassonar 228 Þóris Sigurðssonar 204 Helga Sigurðssonar 188 Jóns Hjaltasonar 169 Þórarins Sigþórssonar 167 Björns Eysteinssonar 148 Gylfa Baldurssonar 144 1 siðustu umferð vann sveit Þóris nauman sigur á sveit Hjalta, eða 11—9. Næsta um- ferð verður miðvikudaginn 19. febrúar kl. 20 og spila þá sáman m.a. sveitir Hjalta og Jóns Hjaltasonar. XXX Eins og kunnugt er fór TBK til Huddersfield á sl. sumri og mun bridgefélagið i Hudders- field endurgjalda heimsóknina á sumri komandi. TBK fékk bréf fyrir skömmu — og segir að þeir óski eftir að koma með 30—40 manna hóp 6.—13. júní nk. TBK hefur haldið fund um málið og samþykkt þennan tíma. Hafa þeir sent út bréf og tilkynnt þeim að þeir séu mikið velkomnir til Islands. Lítið fleira er fréttnæmt um heimsókn þessa að svo stöddu en eitthvað er undirbúnings- vinna hafin og munum við birta nánari fréttir frá dagskrá heim- sóknarinnar og heimsókninni almennt svo fljótt sem unnt er. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.