Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 Ræða Geirs Hallgrimssonar, forsætisráðherra, á fundi Norðurlandaráðs í gær Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, flutti ræðu á þingi Norðurlandaráðs síðdegis í gær. í ræðu þess- ari gerði forsætisráðherra m.a. grein fyrir skýrslu ráðherranefndar Norðurlandaráðs en Geir Hallgrfmsson hefur að undanförnu gegnt for- mennsku í ráðherra nefndinni. Ræða forsætisráð- herra fer hér á eftir: Virðulegi forseti. Ég vil í upphafi máls míns bjóða ykkur, sem eruð komin langt að, velkomin til Islands á fund Norðurlandaráðs. Við Is- lendingar kunnum vel við okkur hér norður i Atlantshafi, í útjaðri hins norræna samfélags, en engu að síður er það okkur kærkomið að vera nú um nokkurra daga bil i miðpunkti hins norræna sam- starfs, sem við væntum okkur svo mikils af. Norræn samvinna hefur á liðnu ári skotið enn dýpri rótum en áður og mikilsverð skref hafa verið stigin til að auka samstarfið, þanníg að þaó tekur nú til flestra sviða þjóðlifsins. Það er bæði til staðar pólitískur vilji og almenn- ingsálit á Noróurlöndum til að efla norrænt samstarf, svo að stuðla megi með raunhæfum aðgerðum að þróun, sem er þjóð- um Norðurlanda til hagsbóta. Ráðherranefndin hefur gert grein fyrir starfsemi og áætlun- um sínum i skýrslu þeirri, sem hér liggur fyrir, og telur mikils- vert að fá álit Norðurlandaráðs varðandi það, sem gert hefur verið, og það, sem gera á eða gera ber. Norræn samvinna getur þvi aðeins haldið áfram að þróast og orðið árangursrík að traust og virkt samstarf takist milli full- trúa þjóðþinganna og ríkisstjórn- anna. Efst á dagskrá er fólkið og auó- lindirnar. Við verðum að gera okkur grein fyrir, hvernig við í sameiningu og hver fyrir sig get- um best nýtt auðlindir okkar, þannig að þjóðfélagsþegnum Norðurlanda megi koma að nv'it' gagni. Efnahags- og orkuvandamálin og vandkvæði þeim tengd hafa sett svip á umræður á liðnu ári á Norðurlöndum sem annars stað- ar. Þegar Norðurlandaráð kom saman til fundar í Stokkhólmi fyrir ári, vissum við í megindrátt- um, hvað í vændum var, en örðugt var þá að sjá algjörlega fyrir, hverjar afleiðingarnar yrðu. Nú vitum við meira og við getum líka greint þau djúpu spor, sem orku- kreppan hefur markað í efna- hagsmálum Norðurlanda sem annarra. Nú gerum við okkur grein fyrir, að orkuskorturinn og hið háa verð á orku er væntanlega staðreynd, sem við verðum að búa við til frambúðar. Orkuvandinn hefur valdið hin- um norrænu þjóðum mismunandi búsifjum, en allar hafa þjóðirnar orðið fyrir barðinu á honum. Allar þjóðirnar eiga í höggi við verðbólgu, verulega röskun á greiðslujöfnuði og atvinnuvanda- mál, að vísu með mjög mismun- andi hætti. Eg leyfi mér í þessu sambandi að víkja sérstaklega að málefnum lands mfns og geta í stuttu máli þess mikla vanda, sem að okkur Islendingum steðjar í efnahags- málum. Nú i þessari viku hefur gengisskráningu krónunnar verið breytt, og hún lækkuð um 20%. Gengisbreyting þessi er einn meginþátturinn í efnahagsráð- stöfunum, sem ríkisstjórnin mun beita sér fyrir í því skyni að mæta þeim miklu breytingum til hins verra, sem orðið hafa á ytri skil- yrðum þjóðarbúskaparins síðustu mánuði einkum vegna ört versn- andi viðskiptakjara og tregari sölu á íslenskum útflutningsaf- urðum. Við þessar aðgerðir og þeim sem í kjölfarið koma hefur ríkissljórnin þau meginsjónarmið að leiðarljósi, að tryggja fulla at- vinnu og gjaldeyrisstöðu lands- ins, svo að standa megi við alþjóð- legar skuldbindingar, ekki verði lagðar óeðlilegar hömlur á inn- flutning til landsins, og efla megi fríverslun, sem tryggt geti lands- mönnum kjarabætur til lengdar. Efnahagslíf Islands er mjög einhæft og byggist enn sem fyrr að mestu leyti á fiskveiðum, þótt við höfum leitast við að breikka grundvöll þess, m.a. með stóriðju í samvinnu við erlenda aðila. í því efni hefur athygli okkar beinst til Norðurlandanna ekki síður en annarra landa. Af einhæfnínni leiðir, að afkoma þjóðarbúsins sveiflast jafnan i samræmi við kjör á fiskmörkuðum og það afla- magn, sem fæst á miðunum við landið. íslendingar ráða ekki þróuninni á erlendum mörkuð- um, en þeír geta sjálfir komið i veg fyrir að fiskimiðin eyðist og stuðlað að þvi að treysta stöðug- leika í fiskafla með verndar- aðgerðum. Einmitt þess vegna hefur islenska ríkisstjórnin ákveðið að færa efnahagslögsögu Íslands út í 200 sjómílur á þessu ári, eins og ég greindi Norður- landaráði frá á fundinum í Ála- borg í nóvember sl. Tilkynning um útfærsludaginn verður gefin út að athuguðu máli eftir fund hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf, sem ráðgert er að ljúki 10. maí n.k. Við vonum, að á hafréttarráðstefnunni náist alþjóðlegt samkomulag um haf- réttarmálefni, og þar verði viður- kennt í eitt skipti fyrir öil, að strandríki hafi sjálf ákvörðunar- vald um nýtingu auðlinda hafsins 200 mílur frá ströndum sínum. Hér er um algjört lífshagsmuna- mál islensku þjóóarinnar að ræða, eins og m.a. sést nú á aðsteðjandi vandamálum hennar. Ég mun nú víkja aftur sérstak- lega að málefnum er ráðherra- nefndin fjallar um í skýrslu sinni. Sameiginleg efnahagsleg vanda- mál okkar eiga fyrst og fremst rætur að rekja til þróunar alþjóð- legra viðskiptakjara og þau ber að leysa með alþjóðlegum aðgerðum. Við verðum að gefa því gætur að stefnan í orkumálum, iðnaðarmál- um, atvinnumálum og umhverfis- málum er nátengd. Á árinu 1974 hefur ráðherranefndin tekið þetta til könnunar og mun halda áfram athugunum sínum. Einn veigamesti þátturinn fjall ar umnorræntsamstarf á sviði orkumála. Skýrsla um þessi efni var samin af embættismanna- nefnd um iðnaðar- og orkumál af tilhlutan ráðherranefndarinnar og send ráðherranefndinni í( desember s.l. I skýrslunni er1 varpað ljósi á, hvernig málum er háttað á orkusviðinu, samhliða ] hefur einnig verið reynt að meta ákveðin skilyrði til iðnaðarþróun- ar, enda mun samstarfið á sviði orkumála gegna mikilsverðu hlut- verki til örvunar iðnaðarsam- starfs, þegar litið er til nokkurrar framtiðar. Ráðherranefndin hefur gert grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi samstarfió á sviði orku- mála á grundvelli þessarar skýrslu. Sú greinargerð var send Norðurlandaráði 29. janúar s.l. Hér mun ekki fjallað ítarlega um niðurstöóur ráðherranefndarinn- ar, þar sem þetta mál er sérstakt dagskrármál seinna á fundinum, en þó skal vikið að nokkrum meginatriðum. Brýnasta verkefnið er að kanna hvaða möguleikar og skilyrói eru til samstarfs á hinum ýmsu svið- um orkumála. Hvað oliuna snertir beinist áhuginn einkum að þvi hvernig afla megi nægilegs olíu- magns og tryggja nægar birgðir, og varðandi jarðgas koma einnig til rannsóknir á nýtingarmögu- Þrír norrænir forsætisráðherrar. Geir Hallgrímsson heilsar Anker Jörgensen, forsætisráóherra Dana en til hliðar stendur Olof Palme, forsætisráðherra Svía. Norræn samvinna er lifandi raunveruleiki til hagsbóta fyrir hverj a J)j óð Norðurlanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.