Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 36
.36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1975 I Skóla- fólk hjá Morgun- blaÖinu ____I Höfundar greinarinnar, Guðni Guðnason og Rafn Harðarson. GUÐNI Guðnason og Rafn Harðar- son, nemendur í Vogaskóla, ræða í eftirfarandi grein um þá ákvörðun að færa Menntaskólann við Tjörn- ina inn í Vogaskóla: Þegar á þessa hlið málsins er litið sjá menn, að Vogaskóli er vel til fallinn, fjárhagslega. Veruleg fækkun hefur orðið á börnum i skólahverfum í norð-austur hluta Reykjavíkur (Laugarnes-, Lang- holts- og Vogaskólahverfum) og horfur á að þeirri þróun sé ekki lokið. 1 áætlunum varðandi framtíð Vogaskóla var miðað við það, að skólaárgangur i þessu hverfi verði um 255 nemendur og Voga- skóli verði með þrískiptan aldurs- árgang, þ.e. 75—90 nemendur í árgangi. Skólaárið 1975—1976 munu sækja skólann nemendur úr Vogahverfi í forskólabekkjum, 1.—6. bekk barnaskóla og 1.—4. bekk gagnfræðastigs nema þeir, sem hyggja á verknám i 3. bekk, nám í almennum bóknámsdeild- um eða verslunardeildarnám. Samkvæmt þvi verður Vogaskóli frá 1. sept 1976 með forskóla- deildir og 1.—6. bekk grunnskóla úr Vogahverfi, en nemendur 7.—9. bekkjar flytjast I Lang- holtsskóla. Flestir nemendur 1. bekkjar M.T. hófu nám i húsa- kynnum Vogaskóla haustið 1974 og 1. og 2. bekkjar nemendur verða þar skólaárið 1975/76, en haustið 1976 mun M.T. að öllu leyti flytjast þangað. Skóli í fararbroddi Burt séð frá kostnaðarhliðinni er Vogaskóli ekki best til þess fallinn að ieysa húsnæðisvanda- mál M.T. Vogaskóli byrjaði t.d. fyrstur með valgreinakerfið og er Valgerður Harðardðttir. óskir, en taldi þó mjög líklegt, að þeir hefðu a.m.k. komið með ein- hverjar ábendingar um tilfærslur kennara. „Eg tel Vogaskóla alveg tví- mælalaust fyrsta fullkomna grunnskóla Reykjavíkur, og mitt persónulega álit er, að best hefði verið að byggja nýtt húsnæði fyr- ir M.T., en ég er alveg viss um að til þess hefði ekki fengist nægi- legt fé. En ástæðan fyrir þvi að Vogaskóli varð fyrir valinu tel ég að hafi verið fjárhagslega hliðin.“ Þessu svaraði menntamálaráð- herra þeirri spurningu okkar, hversvegna Vogaskóli hefði orðið fyrir valinu. Þegar við spurðum hann um, hvort fullnægja þyrfti kröfum grunnskólafrumvarpsins i menntaskóla, sagði hann „að þeir féllu undir sér löggjöf". Menntamálaráðhera vildi ekki segja meira um málið, þar sem honum var ekki vel kunnugt um aðdraganda þess. Halldóra Björnsdóttir. 8 nýjar kennslu- stofur í Langholtsskóla Þá snerum við okkur til fræðslustjóra, og hafði hann þetta um málið að segja: Árið 1977 er ráðgert að grunn- skólakerfið komi á og allir gagn- fræðáskólar landsins verði orðnir fjölbrautaskólar. Er ráðgert að þeir verði allir jafn fullkomnir og Vogaskóli, ef ekki fullkomnari. Til þess að nemendur Vogaskóla geti flust í Langholtsskóla þarf að byggja 8 kennslustofur fyrir þá, en leikfimisalur sá, sem byggja verður, hefði komið upp hvort sem nemendur Vogaskóla kæmu inn eða ekki. Kennarar flytji sig með nemendum sín- um Frá fræðslustjóra fórum við til skólastjóra Vogaskóla og báðum um hans álit á málinu. Hann sagði, að Vogaskóli væri eini skól- Ðauðastríð Vogaskóla Ákvörðun fræðsluyfirvalda að færa Menntaskólann við Tjörnina inn í Vogaskóla hefur verið gagn- rýnd mikið af nemendum og kennurum Vogaskóla. Kennarar og nemendur skólans eru mjög andvígir þeirri tilfærslu og væru þeir sjálfsagt reiðubúnir að gera allt, sem i þeirra valdi stendur til að stöðva framkvæmd hennar. Við munum ræða þetta mál hér stuttlega og birta viðtöl við ýmsa aðila. Ástæðan fyrir þvi að Mennta- skólinn við Tjörnina tekur við húsnæði Vogaskóla er sú, að hús- næði M.T. er ófullnægjandi. Fyr- irhugað var að byggja hús fyrir Menntaskólann við Tjörnina á lóð inn við Suðurlandsbraut skammt frá verslunarhúsinu Glæsibæ, en nýja skólahúsið myndi kosta mikla fjármuni og stendur ríkis- sjóður einn undir þess konar kostnaði. Varðandi húsnæði fyrir menntaskólann í norð-austur hluta Reykjavíkur voru athugað- ir, með tilliti til byggingarkostn- aðar, þeir valkostir að byggja nýj- an menntaskóla eða að taka Laugalækjarskóla eða hluta Voga- skóla til menntaskólahalds. Athugun leiddi eftirfarandi 1 ljós: 1. Nýbygging mennta- skóla. Húsrými það, sem menntaskóla er ætlað í Vogaskóla er um.þ.b. 23.000 rúmmetrar. Byggingar- kostnaður þess húsrýmis án bún- aðar og lóðargerðar má nú áætla um.þ.b. 440 millj. kr. 2. Laugalækjarskóli sem menntaskóli. Stækkun Laugalækjarskóla í þá veru að húsrými þar verði jafn- stórt fyrirhuguðu menntaskóla- rými í Vogaskóla yrði u.þ.b. 12.200 rúmmetrar og kostnaður yrði um 230 millj. kr. Auk þess yrði þá að byggja við Laugarnes- skóla fyrir 7.—9. bekk grunnskóla fyrir a.m.k. 60—70 millj. kr. Ef þessi leið yrði valin myndi það því kosta um 300 millj. kr. í bygging- arframkvæmdum. 3. Menntaskóli í hluta af húsnæði Vogaskóla. Byggingarþörf vegna þessa val- kostar er stækkun Langholtsskóla og viðbygging við Vogaskóla. Áætlað er að sú stækkun Lang- holtsskóla, sem leiðir af þessum valkosti, kosti 50 millj. kr. og stækkun Vogaskóla um 60 millj. kr. Þannig að valkostur þessi mun kosta um 110 millj. kr. i bygging- arframkvæmdum. Sigurgeir Sigmundsson. sú framkvæmd ein af fáum stór- framkvæmdum, sem kostaði ekki svo mikið sem einn eyri. Voga- skóli var fyrstur til að taka upp starfskynningarviku fyrir nem- endur og má nú segja að hver einasti skóli a.m.k. í Reykjavík sé búinn að taka hana upp. Einnig hefur Vogaskóli kynnt nemend- um ýmis fyrirtæki og þar var byrjað á fullorðinsfræðslu i fyrra, þar sem elsti nemandinn var á fimmtugsaldri. Helgi Þorláksson hefur verið skólastjóri Vogaskóla frá stofnun hans, og hefur hann átt mikinn þátt í uppbyggingu skólans og efl- ingu félagslífs innan hans. Helgi á mikið hrós skilið fyrir framgang sinn í þessum málum og er órétt- látt gagnvart honum að leggja skólann niður á meðan horfur eru á velgengni skólans sé ekki lokið. Best hefði verið að byggja nýtt hús, en f jármagn skorti Við höfðum tal af nokkrum aðilum varðandi þetta mál, og koma svör þeirra hér á eftir. Fyrst spurðum við Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaáð- herra, hverjir hefðu lagt fram grunnskólaírumvarpið. Hann svaraði því til, aðGylfi Þ. Gíslason hefði fyrst lagt það fram árið 1969, en tveimur árum síðar lagði Magnús Torfi Ölafsson það fram. Þá var vísað til þingnefndar, en gert að lögum árið 1974. Siðan spurðum við, hvort óskir og ábendingar af hálfu kennara og skólastjóra Vogaskóla hefðu verið teknar til greina. Þegar ákvörðun var tekin um breytingu Vogaskóla í menntaskóla. Kvað hann sér ekki kunnugt um, að þeir hefðu sent frá sér formlegar Gunnar T. Gunnarsson. Einar Einarsson. inn í Reykjavík sem hefði alla bekki frá forskóladeildum og upp í 10. bekk gagnfræðadeildar. Svo sýndi hann okkur áætlun um fjöl- brautaskóla í Reykjavik. 1 norð-austur hluta Reykjavík- ur verða tveir fjölbrautaskólar. 1 vestur hlutanum verða 4 fjöl- brautaskólar og þar af verður byggður nýr skóli við Vonar- stræti. Þegar við spurðum hann um fækkun á norð-austur hluta Reykjavíkur, sagði hann að fækk- un í því hverfi væri ekki meiri en i öðrum hverfum. Til að svara þeirri spurningu, hver yrðu afdrif kennara, vitnaði hann í svohljóðandi bréf frá menntamálaráðherra: „i samræmi við þessar breyt- ingar munu fastir kennarar á gagnfræðastigi, er nú starfa við Vogaskóla, þurfa að flytjast að öðrum gagnfræða- eða grunnskól- um borgarinnar, þegar verkefni þeirra lýkur við Vogaskóla. Væri til dæmis æskilegt, að þeir, sem kenna við gagnfræða- stig Vogaskóla á vetri komanda, flytji sig siðan i Langholtsskóla með nemendum sínum. Það skal þó greinilega tekið fram að tekn- ar munu til greina þær óskir, sem kennarar kunna að hafa um að flytjast að tilteknum skólum, svo fremi að starf sé þar fyrir þá.“ Að lokum fengum við persónu- legt álit Helga Þorlákssonar skólastjóra á breytingunni. Hann sagði að hann væri mjög á móti henni og að bygging nýs skóla væri rétta lausnin. Þó kvaðst hann hafa heyrt að það væri óhag- stætt fjárhagslega. Álit nokkurra nem- enda Að síðustu báðum við nokkra nemendur að svara þessari spurn- ingu: Hvað segir þú um þá ákvörðun fyrrverandi mennta- málaráðherra að leggja niður fyrsta og fullkomnasta grunn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.