Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 39
39 Elín Sigmunds- dóttir — Minning Fædd 22. júlf 1890 Dáin 31. janúar 1975 Ég hef verið eitthvað ónóg sjálfri mér, eins og stundum er sagt, viss um að ég fæ fréttir. Svo hringir síminn, og er ég látin vita að mín kæra fóstursystir, Elín Sigmundsdóttir, hefur verið að losna úr sínum jarðlífsböndum. Guði sé lof, hún var svo þreytt, búin að bíða svo lengi. Elín var fædd að írafelli, Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði. Nokkurra ára gömul fluttist hún að Vindheimum i Skagafirði, með foreldrum sínum, Moniku Sigur- laugu Indriðadóttur og Sigmundi Andréssyni. Doc. ph. dr. Ladislav Heger Nokkur minningarorð Doc. ph. dr. Ladislav Heger fæddist 3. febrUar árið 1902 í Nyklovice á Mæri i Tékkóslóvakíu. Hann lagði stund á þýska málfræði og bókmenntir við Karlsháskólann í Praha, há- skólana í Brno og Berlín og norræna málfræði við Kaup- mannahafnarháskóla 1926—1927. Lektor I dönsku og þýsku við Karlsháskólann i Praha var hann á árunum 1928—1931, þá mennta- skólakennari í Praha uns hann var skipaður dósent við heim- spekideild Karlsháskólans i Praha árið 1937, en ekki auðnað- ist honum þá að taka við því emb- ætti, vegna þess að leppstjórn Þjóðverja tók völdin í Tékkóslóvakíu síðla árs 1938 og Þjóðverjar lokuðu öllum tékkneskum háskólum, eftir að þeir hefðu hernumið landið vorið 1939. Eftir heimsstyrjöldina var hann skipaður dósent enn á ný við heimspekideild Karlsháskóla og var það þangað til að hann varð bókavörður við Háskólabókasafn- ið í Praha árið 1948, og gegndi hann því embætti uns hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Árið 1955 varð hann aukakennari i þýzku við háskólann í Olomouc á Mæri og ferðaðist þangað reglu- lega frá Praha til að sinna þvi starfi. Dr. Heger helgaði ævi sina þýð- ingum úr norrænum málum eink- um íslensku og vann mjög að út- breiðslu þeirra. Þýddi hann Grett- is sögu (kom út árið 1957), Eddu- kvæði (komu út árið 1962), Eiríks sögu rauða, Eyrbyggju, Gisla sögu, Laxdælu, Njáls sögu og Ölafs sögu helga (komu allar út árið 1965) og auk þess allvíðtækt úrval úr norrænum sagnadöns- um, sem enn er óútgefið. Lagði hann með þýðingum sínum grundvöll að þekkingu tékknesks almennings á íslenskum fornbók- menntum. 1 þýðingum dr. Hegers sameinaöist visindaleg vand- virkni skáldlegum innblæstri, enda tóku hinir bókelsku landar hans þýðingum hans svo vel, að þær höfðu skemmri viðdvöl í bókabúðum en margar bækur aðr- ar. 1 viðurkenningarskyni fyrir þessi ómetanlegu þýðingarstörf bauð íslenska ríkisstjórnin dr. Heger hingað til lands sumarið 1966 og ferðaðist hann þá víða um og flutti einnig fyrirlestur við Há- skóla Islands. Dr. Ladislav Heger lést að heimili sinu í Praha hinn 18. janúar síðastliðinn. Hallfreiður Örn Eiríksson. Minningarnar streyma fram, 8 ára barn kom ég til foreldra henn- ar, svo það var hún, sem breiddi ofan á mig og minnti mig á bæn- irnar mínar, eftir að ég varð að fara úr foreldrahúsum. Aldurs- munur okkar var 8 ár, það er of mikill til þess að eiga samleið á þvi aldursskeiði. En seinna þegar ég óx upp, skildi ég hve vel hún vildi mér alla tíð. Ung fór hún að heiman og stofnaði sitt eigið heimili með manni sínum, Eggert Jónssyni frá Nautabúi, sem var einn af glæsi- legustu ungum mönnum í sveit- inni. Hann er einnig horfinn héð- an fyrir allmörgum árum, en dæt- urnar, tengdasonur og barnabörn eru hérna megin við tjaldið. Það var ómetanleg hamingja fyrir hana að njóta umhyggju dætra sinna, Sólveigar og Sigurlaugar, tengdasonar og barnabarna þar til yfir lauk. Ég var tvo vetur á heimili henn- ar í Reykjavik, lærði þar margt sem kom mér vel, er ég stofnaði mitt eigið heimili, því reglusemi og umgengni öll var eins og bezt mátti verða. En eitt var það, sem snart mig mest, hve hún, aðflutt sveitabarnið, þekkti marga sem þörfnuðust hjálpar. Þá var ekki ellilífeyrir eða neinskonar aðstoð frá því opinbera, enda liðin meir en 50 ár. Það var hvorki mælt eða vegið sem hún lét af hendi rakna, og þar vissi vinstri hönd ekki hvað sú hægri gerði. Mér er sér- staklega minnisstæð gömul ein- stæðingskona, gleðin hennar og þakklætið eru mér ógleymanleg. Svona var Elin. í huga mínum rúmast varla allt það þakklæti, sem ég vil senda fyrir alla hennar góðvild og vin- áttu við mig og börnin min, sem hún hefur náð til. Þetta eru aðeins örfá brot minninga, sem ég sendi með ástarkveðju fyrir allt. Guð blessi hana og ástvini hennar alla. Steinunn Hjálmarsdóttir. Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. TOKUM VIÐ HUSNÆÐI BREZKA HEIMSVELDISINS ER VIÐ FLUTTUM AÐ BAN KASTRÆTI 11 1. Teiknivinna: Tökum að okkur flesta teiknivinnu sem lýtur að gerð auglýsinga, bæklinga, merkja og fleira, ásamt annarri fagvinnu þar að lútandi 2. Auglýsingaþjónusta: Starfrækjum birtinga- og dreifingaþjónustu fyrir viðskiptavini vora. 3. Kvikmyndun: Tökum að okkur sjónvarpsauglýsingar bæði kvikmyndir og kyrrmyndir Einnig auglýsingar fyrir kvikmyndahús 4. Ljósmyndun: Sjáum um hverskonar Ijósmyndaþjónustu hvort heldur er iðnaðar- eða auglýsingaljósmyndun 5. Triclamp Höfum umboð fyrir hið heimsþekkta hillu- og sýnmgarkerfi frá Svíþjóð Auglýsingastofan FORM, Bankastræti 11, sími 12577.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.