Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLÁÐIÐ, SÚNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 15 ekki einu sinni. En svo var ég einhvern tíma meö kassagítar heima og fór aö fikta viö þetta og út úr því kom lag sem ég kallaði, Komdu í kvöld“ og þaö lag tókum við svo í útvarpsþætti hjá Andrési Indriðasyni að mig minnir. Fyrstu lögin sem komu út á plötu voru svo „Bláu augun þín“ og „Fyrsti kossinn" sem voru á fyrstu Hljóma-plötunni. — Er eitthvert eitt lag sem þú heldur meira upp á en önnur af þvi sem þú hefur samið? „Nei, það er ekkert eitt lag sem ég held upp á, en hins vegar finnst mér sum þeirra mjög þunn og lítið varið í. T.d. önnur Hljóma- platan þar sem „Ertu með“ og það rusl er á, finnst mér meó því lélegra sem ég hef gert og ég hreinlega skammast min fyrir þá plötu. Af því sem ég er ánægður með finnst mér „... Lifun“ hafa tekist vel og ég er líka nokkuð ánægður með seinni L.P. plötu Hljóma. „Hljómsveitabransinn er harður skóli...“ „Okkur er mjög hlýtt til I.onlf Blú Bois ...“ — Notarðu einhverja sérstaka aðferð við að semja lögin? „Nei, ég hef enga sérstaka for- múlu við það. Sum lögin sem ég á píanó og önnur á gitar. Stundum sem ég hljómaganginn fyrst eða þá að ég sest niður og söngla einhverja laglínu sem seinna verður svo lag, — þetta bara kem- ur svona af sjálfu sér.“ — Telurðu þig hafa orðið fyrir áhrifum frá einhverjum sér- stökum i sambandi við tón- smíðarnar? „Brian Wilson i Beach Boys hefur haft mikil áhrif á mig, en hann hefur gert marga skemmti- lega hluti á sínum ferli. Hann tekur klassiska músík og blandar henni saman við raddaðan söng, svona svipað Four Freshmen, og þessu stóra Phil Spector sándi og gerir úr þessu músik sem verður hans eigin. Ég hef líka orðið fyrir sterkum áhrifum frá soul-músik og Bacharach, en hann var eigin- lega sá fyrsti sem ég tók mið af í sambandi við mín eigin lög.“ — Nú útseturðu sjálfur bæði þín eigin lög og fyrir ýmsa aðila, — hefurðu lært eitthvað í þeim efnum? „Ég fór til Þorkels Sigurbjörns- sonar í þrjá mánuði og lærði mikið af því og svo hef ég orðió mér úti um góðar bækur. Ég er nú frekar seinn að skrifa ennþá, en ég hef gaman af að fást við þetta og ætla að halda þvi áfram.“ Ánægjulegur Ameríkutúr „Ég byrjaði á þessum útsetning- um fyrir aðra með fyrstu 12 laga plötunni með Ríó. Það var upp- hafið að samvinnu sem seinna leiddi til þess að ég fór með þein) i Ameríkutúrinn 1973. Þeir höfðu fengið tilboð um að halda hljóm- leika í skólum viðs vegar um Bandarikin og Trúbrot var þá ný- hætt svo að þeir buðu mér með. Þetta var mjög ánægjulegur túr. Við vorum í tæpa fjóra mánuði, ferðuðumst um, kynntumst nýju fólki og sáum nýja staði. Sérstak- lega fannst mér gaman þær þrjár vikur sem við vorum í Winnipeg i Kanada. Það eina sem mér fannst skemma þennan túr var ameríkaninn sem var með okkur, Robert Force. Mér likaði aldrei við hann. Hann var einn af þess- um dæmigerðu loftkastalakörlum og hann var alltaf að koma með alls konar hugmyndir sem ekki | Framhald á bls. 45 „... sum laganna sem ég á píanó“. nógu gott, — hvað með þetta Aphex-tæki sem blásið hefur ver- ið upp í sambandi við upptökurn- ar á Pelican-plötunum? „Þetta Aphex er nú ekki eins mikið undratæki og af er látið. Þetta virkar þannig, að það er hægt að setja það á hvert hljóð- færi þannig að það ræður bjögun- inni. Þetta getur hjálpað stúdió- um eins og Shaggy dog en góð stúdíó hafa ekkert með það að gera. Ef þú hlustar t.d. á Hljóma- og Pelican plöturnar heyrirðu strax að upptakan á þeim er ekki góð. Á Change- plötunni er upptakan mun betri enda er hún tekin upp i mjög góðu stúdíói og án þess að notað sé Aphex. Annars hef ég heyrt að „Rúnar hafði farið til Skotlands með 3. flokki I.B.K. og kom heim með litla plötu með einhverjum gæjum sem hann sagói að væri að gera allt vitlaust í Englandi. Þetta var fyrsta bitlaplatan sem ég heyrði, með laginu „From me to you“. Mér fannst Bítlarnir ekkert sérstakir til að byrja með. Það var eiginlega ekki fyrr en eftir aðra L. P. plötu þeirra „With the Beatles“ að þetta var komið nokkuð á hreint. En eftir það var maður líka búinn að bíta á. Eggert Kristinsson hafði farið til Englands um þetta leyti og kom heim uppfullur af bitlaæðinu. Upp úr því spratt svo hugmyndin um Hljóma.“ — Hvenær gerðuð þið ykkur fyrst grein fyrir hinum gífurlegu vinsældum sem hljómsveitin hlaut svo til strax í upphafi? „Ég man það ekki, svei mér þá. Ég held þó að hljómleikarnir frægu í Háskólabíói hafi fyrst opnað augu okkar fyrir því að við áttum Itök i fólkinu." (Slagsíðan mundi gjörla þessa hljómleika. Hún hafði mætt tii leiks sem aðdáandi Tóna sálugú en farið út sem ólæknandi aðdáandi Hljóma, þess albúin að vaða eld fyrir hljómsveitina). „Svo fórum við að spila mikið út um land og vinsældirnar komu smátt og smátt. Pétur östlund kom inn í þetta ekki löngu seinna og hann hafði mjög þroskandi áhrif á komið í lög á Islandi að bannað væri að neyta cannabis og okkur sárnaði hvernig tekið var á þessu máli. Þetta var blásið upp í blöð- unum og okkur var neitað um vinnu á mörgum stöðum. En okk- ur tókst þó að komast yfir þetta með tímanum.'' Menn þurfa að fá sér einn I framhaldi af þessu barst talið að líferni hljómsveitarmanna og hinu alræmda sukki sem margir telja að viðgangist í hljómsveita- bransanum: „Þessi vinna höfðar mikið til tilfinninga manna og getur verið bæði þreytandi og taugastrekkj- andi, — t.d. hef ég aldrei losnað að fullu við sviðsskrekkinn. Það er þvi kannski eðlilegt að menn leiðist oft út í einhverja vitleysu. Sérstaklega á þetta við um brennivinið, sem er alltaf innan seilingar þar sem maður er að vinna. Menn þurfa þá aó fá sér einn til að vera í formi og oft erða sjómaður þeir í Change hafi hug á að kom- ast til Los Angeles og ég held að það sé það besta sem þeir gætu gert.“ Eitthvað nýtt í aðsigi „Þó að poppið í dag einkennist mikið að góðri músík og góðum upptökum er eins og menn viti ekki almennilega hvað þeir eigi að gera næst. Mér finnst eins og það hafi skapast einhvers kon- ar tómarúm eða ástand líkt og var rétt áður en Elvis og Bítlarnir komu fram. Ég hef á tilfinning- unni að eitthvað nýtt sé í aðsigi, — sprenging í likingu við rokkið eða bítlaæðið. Þessi nýja stefna mun þá bera músíkina af þeirri braut sem hún er á núna. En ný músík er ekki nóg. I þessum bransa hefur alltaf eitthvað ann- að fylgt músíkinni eins og t.d. ný tíska eða persónuleiki, sem hefur mikið að segja í þessu. Ég held að einhver sem uppfyllir þessi skil- yrði eigi eftir að koma fram á næstunni. Hann liggur nú ein- hvers staðar í herbergi og veit jafnvel ekki að hann er sá sem koma skal.. Fannst Bítlarnir ekkert sérstakir fyrst „Það var eiginlega fyrir til- viljun að ég fór út í músikina. Þetta var ekki ákveóió fyrirfram heldur kom það einhvern veginn af sjálfu sér, — ég bjóst frekar við því að verða sjómaður eða eitthvað þess háttar. Það var til hálf ónýtur gítar heima sem frænka mín átti og ég fór að fikta við hann. Annars byrjaði ég mina spilamennsku sem trommari í skólahljómsveit. Éggatekkert á trommurnar og hægði öll lög um helming. Við spiluðum einu sinni í pásu hjá hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík en Berti var þá söngvari i þeirri hljóm- sveit. Ég man að hann stóð þarna álengdar og horfði á mig, — svo hristi hann hausinn og labbaði í burtu. Þá hætti ég á trommunum og fór að spila á bassa. Það gekk aðeins betur og seinna skipti ég við annan gitarleikarann og síðan hef ég haldið mig vió gítarinn. Ég fór í hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar sem var svona rokk- band af gamla skólanum en stuttu seinna komu Bítlarnir fram á sjónarsviðið og þá breyttist margt...“ — Hver voru fyrstu kynni þin af Bítlunum? okkur. Hann kenndi okkur t.d. að gera mun á góóri og slæmri músík og ég tel mig hafa notið góðs af hans áhrifum allt fram á þennan dag.“ Poppmúsíkin ekki lengur fersk og ný „Ég finn mikinn mun á að spila núna og á þessum fyrstu árum poppsins. Þá var miklu meira spenna í fólki. Músíkin var ný og fersk, en nú er þessu tekið eins og sjálfsögðum hlut og það er niður- drepandi. Maður vill að það sé eitthvað að ske og hluti af þessari vinnu er að skapa spennu, en það er orðið erfitt núna vegna þess að poppmúsíkin er hætt að vera fersk og ný.“ Slagsíðan spyr Gunnar á hvaða tímabili á ferli sinum hann hafi haft mesta ánægju af spila- mennskunni: „Það var gott timabil um það leyti sem við tókum upp fyrstu stóru plötuna með Hljómum. Þá unnum vió mikið og æfðum mjög vel. Skemmtilegasta tímabilið er þó líklega fyrstu mánuðirnir i Trúbrot. Þá vorum við mjög frjó- ir, — t.d. gerðum við mikið af því að útsetja ýmis lög sjálfir og reyndum að skapa okkar eigin stíl. Og ég held að okkur hafi tekist það sem við ætluðum okk- ur, a.m.k. finnst mér að ég hafi fengið það út úr Trúbrot sem ég bjóst við.“ — Hvernig var samkomulagið í Trúbrot þar sem svona margir góðir voru saman komnir? „Það var mismunandi eftir því að hverju við vorum að vinna. Það var t.d. mjög gott á meðan við vorum að æfa upp fyrsta prógramið og á meðan það var aó spilast út. Svo lentum við í gömlu ballspileriis-hringiðunni og þá fór það að versna. Það batnaði svo aftur þegar við fórum að vinna að „L'ifun" og eftir það var það svona upp og ofan og ég held að það hafi ekkert verið verra en gerist og gengur í þessum bransa." — Þið lentuð í viðkvæmu máli á þessu timabili, „dópmálinu" svo- kallaða, — hvernig kom það til? „Það byrjaði þannig, að það hafði verið fylgst með okkur um tima og ameríkani sem var mikið með okkur var tekinn og hann játaði aó hafa gefið okkur að reykja. A þessum tíma var ekki verða þeir fletri. Spilabransinn er harður skóli og þeir eru fáir sem koma bindindismenn út úr hon- um. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef dregið mig út úr ballspileríinu. Ég er einfald- lega ekki nógu stabill til að standa edrú uppi á sviði á meðan allir eru fullir i kringum mig.“ . .Lifun“ tókst vel — Hvenær samdirðu fyrsta lag- ið? spyr Slagsíðan og víkur talinu að tónsmíðum Gunnars: „Það var einhvern tíma á fyrstu árum Hljóma. Þá var þaó orðið mjög áberandi erlendis að músikantarnir sjálfir semdu lög sin. I fyrstu hafði ég enga trú á að ég gæti þetta, — ég reyndi það Slagsíðan rœðir rið (iunnar o Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.