Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku: Hrafnkela, Ijóð. □ Útgefendur: Ragn- ar Ingi og Inga Þórðardótt- ir, Q Laugarvatni, 1974. ÞEGAR mér hafði borizt þessi bók, fletti ég henni um stund og greip niður í hana hér og þar. Svo skellti ég í góm og hugsaði með mér: „Æ, hví er hann nú að kosta þetta á prent, þessi raunar ljóð- elski og hagmæiti ungi maður? Þau voru smekklegri og betur formuð, kvæðin, sem ég neitaði að láta frá mér í bókarformi, þegar ég var tvitugur. Humm, en biddu nú við,“ hélt ég áfram: „Blindskerin þín, þar sem þú birt- ir ljóð, ævintýri og sögur — varstu þar ekki að þreifa fyrir þér? Jú, jú. Þú vildir fá vitneskju um, hvort dómbærum mönnum þætti skáldskapur þinn nokkurs virði og væntir lika leiðbeininga, sem gætu hjálpað þér til að átta þig á, hvaða form mundi henta þér bezt.“ Ég fleygði ekki kverinu frá mér, leit á titilsíðuna, sá, að þar stóð: „Utgefendur Ragnar lngi og Inga Þórðardóttir, Laugarvatni". Og allt í einu sá ég „pilt og stúlku“ stika hlið við hlið úti und- ir beru lofti. Þau leiddust hönd i hönd, sveifluðu handleggjunum og sungu — sungu rímaða endi- leysu, sem unaðsólga ástar og æsku lagði þeim á tungu. Kaldur gustur lék í hári þeirra og þyrlaði um þau mjöll, en kalt — óekki, gusturinn bar með sér ilm af laufguðum björkum, sem blandaðist angan rjóðra vanga. . Skyndilega stanzaði stúlkan og sagði: „Nú veit ég, hvað við eigum að gera. Við eigum aö gefa út dálítið sýnishorn af kvæð- unum þinum, sjá og heyra, hvað sagt verður um þau, við stöndum bæði undir kostnað- inum — og á titilblaðinu á að standa: Utgefendur Ragnar Ingi og Inga Þórðar, — svo verður seinna sagt: Hún leiddi hann inn í bókmenntir þjóðarinnar." Ég vona, að einhver segi: „En gaman, að svona líf skuli ennþá vera i karlinum.“ Nema nú minnt- ist ég þess, að ég hafði séð, að í kverinu var kvæði, sem heitir Inga. Eg las það nokkuð vandlega, og svona er það: Marga liðna daga ég daufur var á reiki, með döpur harmakvein. Ég andaðist eitt kvöldið úr vfxilskuldaveiki, með vaxtakrabbamein. Líkkistan var steinsteypt og loftið þungt þar inni, en lítil sorgin var. Þvf Ifkið þótti fara vel í Ifkkistunni sinni, ég lifði dauður þar. Þá læddist þú þar inn eins og Iftið, fallegt kvæði um Iff og von og trú. Þú gafst mér þetta Iff, sem við lifum sfðan bæði f laumi ég og þú. Ennþá hækka vextir vfxilskulda minna, og vetrargustur hvín. Þá vermi ég mitt hjarta við arin augna þinna, Inga, stúlkan mfn. Hja, eitthvað var nú þarna, sem vert var að athuga: dálítió óvenju- leg hugkvæmni, við skulum segja skáldleg og skemmtileg glettni og ef ekki rökvísi, þá að minnsta kosti tilfinning fyrir því, að lík- ingarnar í fyrstu vísunni yrðu að móta kvæðið sem heild, — og loks: höfundurinn virtist hafa gert sér grein fyrir, að sú ástar- játning, sem honum lá á hjarta, yrði áhrifaríkari en ella með því að láta hana njóta samanburðar víð jafnválegar plágur og víxil- skuldaveiki og vaxtakrabbamein. Sama skilnings og fram kemur í þessu ljóði á skáldlegu gildi sam- ræmdra líkinga gætir í kvæðinu Skugginn, en höfundinum tekst þar ekki að koma líkingunni sómasamlega til að skila í síðasta erindinu, og þar með 'slokknar hinn skáldlegi neisti kvæðisins. I ljóðunum. Þrjár myndir og Óvin- ur kemur fram ótviræður hæfi- leiki til að móta allathyglisverða ljóðheild, en báðum þessum kvæðum spillir höfundurinn með haltrandi rökvísi i meðferð máls- ins og skorti á smekkvisi í orða- vali. Sama máli gegnir um fleiri kvæði í bókinni, sem í er skáldleg kveikja, og sum eru óhæf til birt- ingar, bæði sakir heildarinnar og einstakra atriða. Höfundurinn á í fórum sínum bæði glettni og kímni, en mér virðist ástæða til að minna hann á það, að hinar vand- látu og erfiðu systur, rökvísi og smekkvísi, verða að vera með í ráðum, þó að ljóði sé ekki ætlað annað hlutverk en að vekja bros nú slegið botninn í þennan ritdóm með þessum ályktunarorðum: Ragnar Ingi hefur drýgt margar syndir gegn ljóðdísinni í þessu kvæðakveri, en samt sem áður tel ég, að sitthvað bendi til þess, að hann geti orðið ekki einungis snjall hagyrðingur — en góða hagyrðinga tel ég raunar menn- ingarlegt þarfaþing — heldur jafnvel fjölhæft og skemmtilegt skáld. Hann er í senn dreyminn og raunskyggn, og hugkvæmur er hann. Hann getur formað haglega þjóð hans ekki vera í samræmi við þessa fullyrðingu. Fjórar útgáfur hafa verið prentaðar af Þyrnum og mig minnir fimm af Eiðnum. Auk þess hafa auðvitað bæði Þyrnar og Eiðurinn verið prent- aðir í heildarútgáfunum af ritum Þorsteins, og þær eru orónar tvær, önnur alveg ný af nálinni. Ljóð fárra skálda hafa verið jafn- mikið sungin og ljóð Steingrims Thorsteinssonar, og þó eru kvæði hans nú hærra sett en nokkru sinni fyrr siðan um aldamót. Ungur hagyrðingur þreifar fyrir sér eða hlátur, og vissulega skiptir það nokkru máli, hvort lesandinn hlær við höfundinum eða að hon- um — sem sé á hans kostnað. Þess skal svo getið, að nokkur lýtalaus ljóð eru í bókinni, en þau eru ekki að sama skapi veigamikil að efni og orðfæri. Ragnar Ingi er mjög bragslyngur. Hann yrkir dróttkváeðar vísur og jafnvel hár- rétt kveðna hrynhendu. Og hring- hendur getur hann rímað. En svo lætur hann sér sæma að mis- þyrma ferskeytlunni eins og þetta erindi sýnir: Æskustöðvum fór ég frá feginleikinn dvfnar. Fjarlægð gerir fjöllin blá, ef ferðu nær þá hrynja vonir þfnar Vissulega sæmir engu skáldi að vanda lítt til efnis og forms, — og sizt Ragnari Inga, sem lofar há- stöfum virðingu skálda liðins tíma fyrir gyðju skáldskaparins, en segir nútímaskáldin yrkja og rita þannig, að „Hljóð er nú gyðjan, hnípin feðranna storð. Eg held að þau blygðist sfn fyrir hið ritaða orð.“ Ragnar Ingi birtir fremst í bók sinni hugnæmt, látlaust og vel formað ljóð, sem hann nefnir Römm er sú taug. Það fjallar um fossandi læk „austur í Hrafnkels- dal“ — en í rauninni fyrst og fremst um áhrif þessa lækjar á hinn opna og ómótaða hug Ragn- ars Inga, er sat oft sem drengur í kvöldhúmi og hlustaði draumsæll og daumsár á niðinn, sem varð að söguljóðum í skynjan hans. Þar eð þessi dreymni og einföruli drengur ólst upp á menningar- heimili gáfaðra foreldra og eldri systkina, hefur hann snemma lært að meta vísur og kvæði í þjóð legu formi, og ef til vill hefur hinn „sífellt ungi“ bunulækur orðið honum fyrst og fremst flestu öðru kærari sakir þess, að hann hefur freistað hans til að fella í stuðla þau seiðmál, sem þeir vinirnir voru einir um á fögr- um síðkvöldum, þá er „yfir hvold- ist undrarökkur austur í Hrafn- kelsdal.“ Hið gamla ljóðform hef- ur síðan orðið hinum unga brag- smið i héraði bragsnillinganna Stefáns Ólafssonar og Páls Ólafs- sonar hjartfólgin arfleifð, sem hann hefur reynzt svo tryggur á skólaárum sínum, að hann hefur staðið af sér hnútur og skens skólafélaga sinna og dálæti fjöl- margra menntamanna og ung- skálda á hinu órímaða ljóðformi. Svo hefur þá vísan Formbylting orðið til einhvern tima, þegar hann hefur átt í vök að verjast meðal félaga sinna, verið.orðinn vígmóóur, en þó verið hress og stæltur: Aðyrkja Ijóð á reikingsvél er afskaplega gaman einkanlega vegna þess, hve stefnan sú er ný. Styðja svo á takka og leggja Ijóðið saman og láta síðan birta það sem kemur út úr því. Þarna hefur honum vissulega tekizt upp, miðað við tilefni og tilgang, og ef ekki hefði komið til lokaljóð bókarkornsins, hefði ég Ragnar Ingi Aðalsteinsson ljóðheild, og ennfremur bregður hann fyrir sig skáldlegum líking- um. Hann er og hressilega hrein- skilinn um sig og sitt, og bæði getur hann verið gráglettinn og notalega kíminn. En honum ber brýna nauðsyn til að þjálfa smekkvisi sína á hvers konar ljóð og ljóðagerð, með lestri bæði inn- lendra og erlendra bókmennta og viðtölum við menn, sem eru í senn ljóðelskir, Ijóóvísir, dóm- greindir og hleypidómalausir. Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN Svo er þaö þá lokaljóóið í bók- inni: Eins og harðsporar eru Ijóð mfn á órfmaðri öld. Eins og harðsporar. Vindar nýrra tíma hafa feykt burt forminu gamla. Forfeður vorir kváðu drótt- kveður, hrynhendur og kvæði f ramma rfms og stuðla og formi sem vindar feyktu brott. Eins og harðsporar urðu eftir þeir fáu, sem voru fastir í rammanum og standa eins og nátttröll yfirgefnir á auðri jörð. Eins og harðsporar. Þarna virðist Ragnar Ingi boða það, að hann hafi gefizt upp á að yrkja rímuð ljóð. Ekki getur það verið sakir þess, að honum veitist ýkja örðugt að rima. Hitt mun frekar ástæðan, aó um hann og hina gömlu ljóðhefð hafi frá mál- vinum og að minnsta kosti óbeint i ræðu og riti frá ýmsum miðaldra og yngri menntamönnum, skáld- um og leirhnoðurum, leikið nepja, sem hafi haft á hann svip- uð áhrif og hinn víðkunni heila- þvottur, enda er nú svo komið, að sú skoðun hefur verið látin „á þrykk út gá“, að það hafi fellt í gildi ljóð Þorsteins Erlingsson- ar, hve oft og víða þau séu sungin — og auðvitað er þetta því aðeins sagt, að ætlazt er til, að almenn- ingur trúi því. Það er svo annað mál, hvort það hefur við rök að styðjast. Minnsta kosti virðast vinsældir ljóöa Þorsteins með Vissulega eru því hin rímuðu ljóð ekki aðeins sungin. Menn lesa þau og læra, hafa þau yfir og raula þau fyrir munni sér jafnt upp til dala og út til nesja og við stýrið og vélarnar úti á miðum og á siglingum með ströndum fram og um heimshöfin. Mér er það vel kunnugt, að jafnvel hin sums staðar alltorræðu kvæði stór- skáldsins Einars Benediktssonar læra menn úr öllum stéttum og á ýmsum aldri. Sumir alþýðumenn kunna fleiri kvæði þessa skáldjöf- urs en rúmast mundu þéttletruð í einu hinna mörgu kvera órímaðra ljóða, sem út hafa komið siðustu áratugi eftir fleiri höfunda en mitt meira en hálfáttræða minni kann viðhlítandi skil á i fljótu bragði. Annars þurfa skáld hínna órimuðu ljóða síður en svo að óttast, að ljóð þeirra verði lærð, sungin eðarauluðsvomjögaðþau glati við það gildi sinu. Því miður verður ekki jafnvel það fegursta og veigarhesta af slíkum ljóðum þorra sæmilega vitiborinna Is- lendinga slíkur brunnur andlegr- ar uppörvunar, hugmynda, hugg- undar og unaðar sem hið rímaða mál hefur verið þeim um aldir og er mörgum enn á þessari „órim- uðu öld“, svo að ég noti orð Ragn- ars Inga — það er öld tilviljunar- kenndrar og lítt viðráðanlegrar þróunar I félags- og menningar- málum. Ragnar Ingi segir: Eins og harósporar urðu eftir þeir fáu, sem voru fastir f rammanum og standa eins og nátttröll yfirgefnir á auðri jörð. Auð jörð þýðir ávallt jafnt í rituðu sem mæltu máli snjólaus jörð, en Ragnar Ingi mun þarna eiga við auðn, — eða óbyggða jörð. „Fastir i rammanum og standa eins og nátttröll yfirgefn ir á eyðijörð.“ Ojæja, ég lit fyrst á það, sem næst mér hefur verið undanfarið: Það er ekki ýkjalangt síðan Guðmundur Böðvarsson lézt og lét eftir sig á borði við bana- beðinn langt og fagurrímað hátiðaljóð handa Borgfirðingum. Árið 1956 kom út heildarútgáfa á rúmlega tveggja áratuga skáld- skap hans, og í haust sem leið voru gefin út sem fjórða bindi ritsafns Guðmundar æskuljóð hans og þriðja útgáfa fyrstu ljóða- bókarinnar, sem kom frá hans hendi. Og hvað um þjóóskáldið Tómas Guðmundsson, sem sjötíu og þriggja ára gamall leysti, svo að segja á seinustu stundu, úr vanda þjóðhátíðarnefndar? Ég hef ekki tölu á útgáfunum á heildarsafni þeirra ljóða, sem hann þegar hefur bókfest, en sú siðasta kom út fyrir jólin 1974! Og ljóð hans fljúga á vængjum fag- urra tónsmíða landshornanna á milli. Ekkert af miðaldra og yngri skáldum okkar yrkir betur en Hannes Pétursson. Hann yrkir yf- irleitt rímuð ljóð, og árið 1971 kom frá honum ljóðabók, sem heitir Rimblöð. Sú bók flutti okk- ur á sjötta tug ljóða, sem öll eru ferhendur, og mér kom til hugar, að með hinum alþýðlegu og prýði- lega ortu ferhendum, sýndi Hannes lit á að gegna svipuðu hlutverki og þeir Snorri Sturlu- son og Loftur Guttormsson forð- um, þá er þeim virtist íslenzkri skáldskapar- og menningarhefð háski búinn. Þá vil ég ekki láta þess ógetið að Heiðrekur Guómundsson gaf út fyrir tveim- ur árum sína beztu bók — rimuð ljóð, sem sýna að hann er enn í vexti sem skáld og persónuleiki, er skyggnist jafnt af djarfri ein- lægni í eigin barm og svipast um á sviði torræðra vandamála samtím- ans. Hann orti og handa Þingey- ingum hátíðaljóð i fyrra, sem að minum dómi jafnast á við flesta slika ljóðaflokka fyrr og síðar. Næst nefni ég Ölaf Jóhann Sigurðsson, sem nú er maður rúmlega hálfsextugur og hefur í samfellt hálfa öld fylgzt náið meó þróun íslenzkra bókmennta og er fjölvís um erlendar. Á siðasta hausti kom frá hans hendi ljóða- bókin Á brunnum, sem ég hygg að sé fegursta skáldrit hans, að ekki undanskildum Litbrigðum jarðarinnar, Spóa og bezt rituðu köflunum í Fjallinu og draumn- um, en öll hin fjörutíu og sex ljóð i Að brunnum eru ljóðstöfuð og í mörgum ljóðunum notar skáldið endarím. Svo er það Matthías Johannessen, sem mun einna fjöl- hæfastur og svipbrigðaríkastur af núlifandi skáldum okkar og rithöfundum. Meiri hluta ljóða hans er órimaður, þó að i hinum órímuðu ljóðum hans bregði oft fyrir ljóðstöfum og stundum endarími. Hið órímaða form virð- ist mér og vera honum eðlilegur tjáningarháttur, veita honum það andlega olnbogarúm, sem hann þarfnast, þá er hann i sínum löngu ljóðaflokkum tekst á við torræð og veigamikil viðfangs- efni. En hins vegar hefur hann svo notað ljóðstafi og endarím í sumum tærustu og fegurstu ljóð- um sínum. Loks vil ég láta þess getið að tveir tiltölulega ungir menntamenn, sem gefið hafa út ljóðabækur, þeir Hjörtur Pálsson og Njörður P. Njarðvik, forðast engan veginn hið bundna form. Hió langa ljóð Njarðar um hrika- fegurð vestfirzkrar náttúru er bæði kjarnort og kliðmikið. Það er síður en svo, að ég meti ekki að verðleikum vel ort og veigamikil órímuð ljóð. I bernsku fékk ég mikið dálæti á Ljóðaljóð- unum, og á skólaárum mínum þýddi ég furðu haglega dönsk og norsk ljóð órímuð. Ég hef og reynt aó fylgjast með formbreyt- ingum í erlendri ljóðlist. En ávallt hef ég verið uggandi um það, að einsýnir forystumenn og unnendur órímaðra ljóða kæmu því inn hjá ungum skáldum og yfirleitt hinni ungu kynslóð menntamanna, að ekki væri í rauninni unnt að yrkja í hinu forna og langþjálfaða formi ljóó, sem túlkuðu á viðhlitandi hátt lifviðhorf nútimamannsins, og við liggur, að sú skoðun sé sumum trúaratriði. Minnir þaó mig oft og tiðum á þetta, sem stóð í Rauðum pennum 1935 i tilefni hins svo- kallaða sósíalrealisma: „Utan við þá voldugu bókmenntahreyfingu, sem hafin er, getur ekkert skáld staðið, sem ætlar sér nokkra fram- tíð.“ Og ennfremur: „Sökum sinna raunhæfu sjónarmiða eru það kommúnistarnir einir, sem geta lýst veruleikanum á sannan og hlutlausan hátt. Aðrir verða að dylja eða ganga duldir sannleik- ans um hlutina. Því er það komm- únistanna að skapa listaverkin, sem fela sannleikann í sér.“ Fyrir allmörgum árum fór dr. Björn Þorsteinsson til Tékkóslóvakíu. Þegar hann kom aftur sagði hann, að þar væru allar bókaskemmur fullar af óseljanlegum sósíalrealisma. Og hann ráðlagði ráðamönnum bókaútgáfu að láta þýða og gefa síðan út — hvað haldið þið? Virka daga, sem ekki verða gefnir út I neinu landi aust- an járntjalds frekar en aðrar bækur eftir mig, enda hef ég af sérstökum ástæðum bréf upp á það, að rétttrúaðir Islendingar eru ráðunautar menningarleið- toga járntjaldslandanna um val á íslenzkum bókum til útgáfu. Það er óhugnanleg tilhugsun með tilliti til íslenzkrar þjóð- menningar i framtiðinni, að hin Framhald á bls. 45

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.