Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 Franska kvikmyndavikan ÞRIÐJA franska kvikmynda- vikan er framundan í Háskóla- bíó, dagana 18.—25. febrúar. „Allt er þegar þrennt er“ segir máltækið, en vonandi á það ekki við um þetta menningar- framlag Frakka. Þó mun fram- hald á slíkum kvikmynda- vikum ákvarðast verulega af þeim áhuga, sem áhorfendur munu sýna þessari viðleitni sendiráðsins. 1 stuttu máli er það helst að segja um þessa kvikmyndaviku, að hér getum við kynnst verkum yngri leik- stjóra en áður, þó nokkrir þeirra séu þegar þekktir hér. Yves Robert gerði ma. annars myndina um „Manninn á svörtu skónum“, sem ýmsir muna eftir, og Jacques Deray Dagskrá frönsku kuikmynda vikunnar 18. FEB., ÞRIÐJUDAGLIH: kl: 17:00 Einkasýning. kl: 19:00 tirsmiðurinn I Sl. Paul. kl: 21:00: Leikarinn. 19. FEB., MIÐVIKUDAGUR: kl: 17:00 Borsaiino & Co. kl: 19:00 Einkasýning. kl: 21:00: tirsmiðurinn f St. Paul. 20. feb. engin sýning. 21. FEB., FÖSTUDAGUR: kl: 17:00: Kinnhesturínn. kl: 19:00: Borsalino & Co. kl: 21.00: Einkasýning. 22. FEB., LALIGARDAGUR: kl: 17:00: Kaldhæðni örlaganna. kl: 19:00: Kinnhesturinn. kl: 21:00: Borsalino & Co. 23. FEB., StlNNUDAGUR: kl: 17:00: Autt sæti kl: 19:00: Kaldhæðni örlaganna kl: 21:00: Kinnhesturinn 24. FEB. MANUDAGtiR: kl: 17:00: Leikarinn kl: 19:00: Autt sæti kl: 21:00: Kaldhæðni örlaganna. 25. FEB., ÞRIÐJUDAGUR: kl: 17:00: Ursmiðurinn í St. Paul kl: 19:00: Leikarinn kl: 21:00: Autt sæti. gerði einnig fyrri „Borsalino"- myndina. Hér getur hins vegar að líta fyrstu myndina eftir Bertrand Tavernier, sem er fyrrverandi kvikmyndagagn- rýnandi, en þannig hófu Truffaut, Chabrol og Godard einnig feril sinn. „Autt sæti“ er nýjasta myndin á vikunni og er sýning hennar hér frumsýning utan Frakklands. Þetta er önnur mynd leikstjórans Pierre Jallaud, en þessi mynd mun sýna einna skýrast, hvaða stefnu ungir kvikmyndagerðar- menn í Frakklandi aðhyllast 1 dag. Hér á eftir fara efnisúr- drættir úr öllum myndunum á kvikmyndavikunni, en vegna rúmleysis I dag, verður frekari umfjöllun um breytingar í franskri kvikmyndagerð að bíða betri tíma. Rétt er að geta þess að allar myndirnar eru með enskum texta. S.S.P. EINKASÝNING: Projection Privée, gerð 1974 Leikstjóri: Francois Leterrier. Aðalleikarar: Francoise Fab- ian, Jane Birkin, Jaques Weber. Denis Mallet, leikstjóri undir- býr töku kvikmyndar; efnið sækir hann í einkalíf sitt. Fyrir um það bil tíu árum yfirgaf hann ástmey sína, Mörtu, og tók saman við tískuteiknarann Camillu. Af þessum vinslitum leiddi dauða Mörtu, en Denis hafði aldrei komist að þvi, hvort um var að ræða sjálfs- morð eða slys. I handritinu nefnir hann Camillu Helenu, en getur engan veginn gert það upp við sig, hvernig Marta dó. — 1 hlutverk Helenu vill Denis endilega ráða unga, enska sýn- ingarstúlku, þó hún sé ekki leikkona, en Camillu finnst, að nú ætli gamla sagan að fara að endurtaka sig. Hún reynir að ráða sér bana, en er bjargað og segir hún Denis sannleikann um Mörtu. tJRSMIÐURINN 1 ST. PAUL: Leikstjóri: L’Horloger de St-Paul, gerð 1973. Austurbæjarbíó Óbyggóirnar kalla O Norsk-ensk, frá 1973. Leik- stjóri: Ken Annakin, með Charlton Heston, Michelle Mercier, George Eastham. Þessi fáránlega mynd hlýtur að valda öllum vonbrigðum. Kvikmyndun hinnar gullfall- egu sögu Jacks London er heillandi og stórfenglegt við- fangsefni, og jafnframt erfitt og krefst mikilla hæfileika sem þvi miður virðist skorta algjörlega hjá Annakin og co. Útilokað er að taka einhver dæmi úr myndinni til að lýsa ömurteik hennar, því þessi kvikmyndagerð er langdregið dæmi um gjörsamlega stein- gelda, blásnauða kvikmyndun. Svo virðist vera að allir henni viðkomandi hafi lært hand- brögð sín af rússnesku mynd- inni „Börn Grants skipstjóra”, er var sýnd hér í sjónvarpinu á nýársdag. Dýrin sleppa að sjálfsögðu, eins vel og efni standa til, frá sinu, og það má vera að einn og einn óviti hafi af henni eitt- hvert gaman. En ég vil hvetja alla þá sem una bók Londons að sitja heima, frekar en að horfá á þessa misþyrmingu. Tónabíó: Karl í krapinu Þeir félagarnir úr „Trinity” myndunum, Bud Spencer og Terence Hill, eru orðnir feiki- vinsælir hér sem annars staðar. Ég get ekki neitað því að vera einn af þeim mörgu sem hafa gaman af þessum nýjasta „grín-dúett“, kvik- myndanna. „Týpurnar” eru skemmtilegar andstæður og þá skortir ekki nauðsynlegt skop- skyn. FLATFOOT státar að- eins af Spencer, þrátt fyrir það er myndin lengst af ágætis aðhlátursefni. En undir lokin fara barsmíðarnar að verða nokkuð leiðigjarnar, líkt og tónlistin, sem hljómar likt og hjáróma, vesaldarleg stæling af PINK FLOYD. S.V. Leikstjóri: Bertrand Tavernier. Aðalleikarar: Philippe Noiret, Jean Rochefort. Lögreglustjórinn í St. Paul hverfinu í Lyon, færir úrsmiðn- um Michel þær fregnir, að kvöldið áður hafi sonur hans, ásamt stúlku nokkurri myrt verkstjóra, sem vann i verk- smiðju þar í grenndinni. Höfðu þau rænt líkið og kveikt í bil hans. Michel er furðu lostinn á þessu athæfi, sem hann átti ekki von á af syni sínum. Hann reynir sjálfur að rannsaka málið, en verður þá fyrir því, að neyddur til meðvitundar um raunveruleikann í kringum sig. LEIKARINN: Salut I’artiste, gerð 1974. Leikstjóri: Yves Robert. Aðalleikarar: Marcello Mastro- ianni, Francoise Fabian, Jean Rochefort. lartiste G vinir hins myrta ráðast inn i búð hans og lendir hann i hörku rifrildi við vin sinn, Antoine. Lögreglustjór- inn fylgist hins vegar með viðbrögðum og þján- ingum Michels, sem hefur ver- ið rifinn upp úr sínu hvers- dagslega, þægilega iífi og er nú Nicolas er 45 ára gamall leikari, engin stórstjarna en fólk kannast við andlitið, án þess aó vita hvað hann heitir. Myndin segir frá lífi hans i Parísarborg árið 1973. Nicolas stundar gróðakapphlaupið af mikilli elju, hleypur frá einum staðnum til annars, úr einu hlutverki i annað, alltaf á síðustu stundu. Einkalífi hans er eins háttað; hann á tvær fallegar konur, hleypur á milli þeirra, elskar þær báóar; hann á tvö heimili og gengur erfið- lega að velja á milli. Og þvi fer sem fer. BORSALINO&CO.: Gerð 1974. Leikstjóri: Jacques Deray. Aðalleikarar: Alain Delon og Catherine Rouvel. Borsalino & Co. er hefndar- saga sem gerist i Marseilli 1934. Þessi mynd er framhald mynd- arinnar Borsalino, sem gerð var af sama leikstjóra og sýnd var hér fyrir nokkru. Lýstí sú mynd ævintýrum tveggja glæpa- manna, Siffredi og Capella, sem bundnir voru órjúfanleg- um vináttuböndum. 1 lok þeirrar myndar var Capella myrtur og í upphafi þessarar er Siffredi (Delon) staðráðinn í að hefna vinar síns. Hann losar sig við morðingja Capella með þvi að hrinda honum út úr lest á fleygiferð. Volpone, sem stóð að baki morðinu á Capella, hyggur á hefndir. Hann eyði- leggur alla starfsemi Siffredi (næturklúbba og vændishús), nær honum á sitt vald og niður- lægir hann. En þar með er sagan ekki öll, og i lokin er okkur lofaó framhaldi. Framhald á bls. 47. Harold og Maude og Hal Ashby Harold og Maude *-*- (Æska og Elli) Sýningar- staður: Háskólabíó. Bandarísk frá 1972, Paramount. Kvik- myndahandrit: Colin Higgins; tónlist: Cat Stevens, ieikstjóri: Hal Ashby. Aðalleikarar: Ruth Gordon, Bud Cort, Vivian Picl- es og Cyril Cusack. Þessi sérstæða mynd fjallar um tvitugan pilt, sem á við miklar sálarflækjur að glíma. Hann er gjörsamlega undir- okaður af drottnunargjarnri móður, sem reynir ótrúlegustu leiðir til að gera hann „eðlileg- an“, eins og hún segir. En það er afturámóti áttræð kerling, hress og kát, sem kemur pilti á réttan kjöl, og kennir honum að njóta lífsins. Hér er farið með efni, sem ætla mætti að útilokað væri að kvikmynda af nokkru viti. Vin- áttu- ástarsamband á milli tví- tugs manns og áttræðs gamal- mennis. Sjálfsagt upplagt efni fyrir sóðaklámmyndafram- leiðendur, en sem betur fer, líka fyrir hæfileikamann eins og Hal Ashby. Þetta er mynd sem að er einkar hugljúf og heillandi, oft á tíðum, í öllum fáránleikanum. Spaugilega furðuleg, samt sem áður ærið trúverðug. Þrátt fyrir að mörg atriðin jaðri við hreinan skripaleik, þá ber að varast að taka myndina sem „farsa”. Undirtónninn er alvarlegur, jafnvel hálf — tragískur, og hann skín ætíð i gegn, ef að er gáð. Leikstjórinn, Hal Ashby, (sá skeggjaði á bak við glerhurð- irnar í atriðinu úr leiktækja- sainum), er tvimælalaust einn af efnilegustu leikstjórum Bandaríkjamanna, og er spáð miklum frama. 1 hitteðfyrra lauk hann vió myndina THE LAST DETAIL, en sú hefur notið feikimikilla vinsælda og hlotið mjög góða dóma, og þá ekki sist Jack Nicholson í aðal- hlutverkinu. í’yrir örfáum dögum var frumsýnd nýjasta mynd hans, SHAMPOO, með þeim Warren Beatty og Julie Christie. Á SHAMPOO hefur verið lokið miklu lofsorði, og viróast margir álíta að þetta verði ein af aðalmyndunum í ár. Ashby hefur greinilega góð tök á leikurum sínum. Ruth Gordon er, hreint út sagt, full- komin sem hið síunga gamal- menni, og sjálfsagt verður það kraftaverk aldrei endurtekið, að ná leik útúr þessum Bud Cort. Allir leikarar í aukahlut- verkum komast sérlega vel frá sinu, og þá sérstaklega Charles Tyner, (Þýska leikritaskáldið i THE PRODUCERS) sem Vict- or frændi. Cat Stevens hefur séð um tónlistina í myndinni. Hefur frumsamið titillagið, en notar þar fyrir utan mörg af sínum gömlu og fallegu lögum, (aðal- lega af LP plötunni THEA FOR THE TILLERMAN), og hefur tekist einstaklega vel að fella þau og textann að efni myndarinnar. Sæbjörn Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.