Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 Starfsfólk ÍSAL gaf #0 þús. kr. í snjóflóðasöfnunina STJÓRN starfsmannafélags ISAL afhenti í gær Norðfirðingafélag- inu í Reykjavík rösklega 400 þús. kr. til snjóflóðasöfnunarinnar vegna náttúruhamfaranna í Nes- kaupstað. Söfnun félagsins hófst um 10. jan. s.l. og lauk þann 24. janúar. Að meðaltali gaf hver starfsmaður Álfélagsins upphæð, sem svarar 700 krónum. Það var Birgir Thomsen, for- maður starfsmannafélags ISAL, sem afhenti Þórleifi Ólafssyni, formanni Norðfirðingafélagsins, gjöfina að viðstöddum stjórnar- mönnum úr báðum félögum. hefur aðalstöðvar sínar í Seelis- berg í Sviss. Markmið félagsíns er að kynna hér og kenna innhverfa íhugun með opinberum fyrirlestrum og námskeiðum. Jafnframt því sem félagið stuðlar að almennum vís- indalegum rannsóknum á áhrif- um íhugunarinnar á einstakling- inn og umhverfi hans, stendur það fyrir fræðilegum fyrirlestr- um um vísindi skapandi greindar, eða Science of Creative Intelligence (SCI). Sú grein hef- ur verið tekin á námsskrá ýmissa æðri skóla í Evrópu og Ameríku. Formaður íhugunarfélagsins er Sigurþór Aðalsteinsson, arkitekt. Jörð til sölu Tilboð óskast í jörðina Innri-Bug, Fróðárhreppi, Snæf.s. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð sendist Mbl. fyrir 1. marz merkt: „Jörð — 9660''. Vöru- og áhaldageymsla Orkustofnun óskar eftir húsnæði til vöru- og áhaldageymslu vegna jarðborana ríkisins. Æski- leg stærð 2—400 fm. Nánari upplýsingar í síma 1 7400. Orkustofnun. íbúð til sölu við Arnarhraun. Jarðhæð, 96 fm, 3ja herbergja. Allt sér. Upplýsingar í síma 53229. 200 fm lagerhúsnæði óskast í austurborginni. Má vera lágt undir loft. Góð aðkeyrsla skilyrði. Tilboð merkt: „Lagerhúsnæði — 9559" send- ist augl.d. Mbl. Barnaheimili Erum að stofna lítið barnaheimili nálægt mið- bænum. Getum bætt við tveimur börnum helst á skólaaldri. Ætlumst til að foreldrar taki virkan þátt í uppbyggingu og rekstri. Nánari uppl. í síma 271 90 milli kl. 5 — 7 í dag og á morgun. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir janúarmánuð er 17. febrúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þri- riti. Fjármálaráðuneytið 10. febrúar 1975. Fyrirlestur um íhugun á Kjarvalsstöðum 15. JANÚAR s.l. var stofnað félag áhugamanna um innhverfa íhug- un eða „Transcendental Meditation", sem er íhugunar- tækni Maharishi Mahesh Yoga. Félagið nefnist Islenzka íhugunarfélagið og starfar það í tengslum við International Meditation Society (IMS), sem Gísl í Menn tmkólan - um við Hamrahlíð ANNAÐ kvöld frumsýna nem- endur í Menntaskólanum í Hamrahlíð Gísl eftir Brendan Behan. Leikritið var fyrst sýnt hér f Þjóðleikhúsinu fyrir um það bil einum áratug, en hefur síðan verið sýnt víðar um land. Þetta er viðamesta verkefni, sem sett hefur verið á svið í Menntaskólanum við Hamrahlíð til þessa, en sýningin tekur um tvo tima. Um tvo mánuði hefur tekið að æfa leikritið og hefur verið æft á hverjum degi frá áramótum. Leikarar eru átján og fjórir hljóð- færaleikarar taka þátt i sýning- unni. Að sögn ieikenda slagar tala þeirra, sem unnið hafa að þessari uppfærslu, hátt upp í fjörutíu. Aðalhlutverkin eru í höndum Ragnheiðar Tryggvadóttur, Karls Ágústs Ulfssonar, Stefáns Tryggvasonar, Bjarnar Loga Björnssonar, Sigríðar Þorgeirs- dóttur, Jóns Inga Guðmunds- sonar, Helgu Haraldsdóttur og Jakobs S. Jönssonar. Við brugðum okkur á æfingu í síðustu viku og ræddum við nokkra leikendur. Þeir sögðu, að æfingar hefðu gengið vel, og var auðheyrt, að tíminn, sem undir- búningur hefur tekið, er ekki tal- inn eftir. Ráðgert er að sýna leik- inn a.m.k. fjórum sinnum. Ætlun- in er að fara með stutta kynning- ardagskrá í hina ýmsu skóla borg- arinnar, og sögðu leikendurnir að þetta væri að sjálfsögðu gert til að laða að áhorfendur að sýningunni sjálfri. Stefán Baldursson er leikstjóri, en Jónas Árnason þýddi leikritið. Leikmynd teiknaði Björn Leó Jónsson en hún er að öllu leyti unnin af nemendum sjálfum. Aðgöngumiðar að sýningum verða seldir í anddyri Mennta- skólans við Hamrahlíð. 1 Gfsl er sungið, dansað, rifizt, faðmazt og fluttar eldheitar hugsjónaræður til skiptis, enda eru trar þekktir fyrir stormasöm samskipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.