Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 47 Ljósm. Sv. Þorm. VOGASKÓLI — Byggingarframkvæmdir eru fyrir nokkru hafnar við nýja álmu Vogaskólans í Reykjavík. Eins og menn vita, fer hluti af starfsemi Menntaskólans við Tjörnina nú fram í Vogaskóla og stefnt er að því, að öll starfsemi skólans flytjist þangað. Heimilistæki og smábílar fjúka út EFTIR þeini upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, hefur sala f heimilistækjum og notuðum bifreiðum verið gífur- lega mikil síðustu daga. Flestar heimilistækjaverzlanir borgar- innar standa nú að mestu auðar, þar sem þær hafa ekki fengið afgreiddar vörur úr tollvöru- geymslu frá því f iok janúar. A bflasölum er ekki einn einasti smáblll lengur, — þeir hafa hreint og beint fokið út sfðustu daga, eins og einn bílasalinn sagði. Halldór Snorrason hjá Aðal- bílasölunni sagði að salan undan- leið, og nýttist aðeins rétt rúmur helmingur þessara sæta. Þrátt fyrir 13% niðurskurð á sætafram- boðinu á sl. ári skánaði ástandið sáralítið og allar horfur eru á að flugfélögin verði enn að herða sultarólina á þessu ári. farna daga hefði nálgast kaupæði, en samt hefði hann séð fjörugri sölu. Fyrst og fremst væru það hinir minni bilar sem rynnu út, frá V-Evrópu og Japan, hinar smærri gerðir af amerisku bílun- um seldust einnig, en engin hreyfing væri i þeim stærri. Finnbogi Asgeirsson hjá Sveini Egilssyni sagði að þeir ættu nú engan notaðan bil — salan hefði verið gífurlega fjörug. Hins vegar væri ekki raunhæft að tala um sölu á nýjum bilum, þar sem þeir hefðu ekki fengist útleystir i lang- an tima, en enn biði fólk sem ætlaði sér að kaupa nýja bíla og þá væri einkum verið aó kaupa litla bila. Páll Stefánsson hjá Raftorg sagði, að hjá þeim væru öll heim- ilistæki seld, þó svo að eitthvað væri eftir inni i verzluninni. Það væru aðeins tæki sem ætti eftir að aka út og tengja hjá fólki. Hann sagði, að þeir hefðu ekki getað leyst út ný heimilistæki síð- an 30. janúar og hefði það komið sér mjög bagalega. — Við svona breytingar eins og nú, er gjaldeyririnn hækkar um 25%, kemur upp gífurlegt vanda- mál hjá okkur við að leysa út vörurnar, þar sem allur lager verður að seljast samkvæmt eldra verði. Sem dæmi um hækkanirn- ar sem orðið hafa, þá kostar þvottavél núna 84 þús. kr., en kostaði 39 þús. kr. fyrir ári. Páll sagði, að áður en talið um gengisfellinguna byrjaði að heyr- ast hefði verið byrjað aó votta fyrir miklum samdrætti í sölu raf- tækja og gert væri ráð fyrir að á þessu ári yrði litil sala miðað við s.l. ár. Birgir Örn Birgirs hjá Heimilis- tækjum sagði, að hjá þeim væru öll stærri tæki búin og það fyrir 2 vikum. — Þetta væri endurtekn- ing frá þvi I haust, er gengið var fellt siðast. SUS-stjórn mót- mælir frumvarpi — Norður- landaráð Framhald af bls. 1 tekur við embætti skrifstofu- stjóra finnska þjóðþingsins. Ragnhildur drap í ræðu sinni á þau tákn norrænnar samvinnu, sem Islendingar hefðu fyrir aug- um i daglegu lífi sínu, Norræna húsið, Norrænu eldfjallstöðina og uppbygginguna í Vestmannaeyj- um, sem Norðurlandaþjóðirnar hefðu lagt veglegt lið. Síðan lagði hún út af því, að þing Norður- landaráðs skyldi haldið i Þjóðleik- húsi Islendinga og sagði þá til, er héldu þvi fram, að þar væri stjórnmálastarfió á sinum stað. En líklega væri þetta ekki eins niðrandi og til væri ætlazt, því að leikstarfsemi og stjórnmálastarf- semi ættu margt sameiginlegt, m.a. væri báðum ætlað að vera spegilmyndir þjóðlífsins. (Ræða Ragnhildar Helgadóttur er birt í heild á bls. 3 i blaðinu í dag). Að ræðu sinni lokinni tók Ragn- hildur við fundarstjórn og voru þá afgreiddir tíu dagskrárliðir, flestir viðvíkjandi málsmeðferð á þinginu og atkvæðagreiðslum, sem verða með nafnakalli. Þá var kjörin upplýsinganefnd ráðsins og eiga i henni sæti tveir fulltrúar frá hverju landanna; af Islands hálfu Gylfi Þ. Gíslason og Jón Skaftason, frá Danmörku Chr. Christiansen og Robert Petersen, frá Finnlandi Kalevi Kivistö og Juhani Saukkonen, frá Noregi Guttorm Hansen og Jo Benkow og frá Svíþjóð Sture Palm og Per Olof Sundman. Loks var kosió i nefnd menningarmálasjóðsins, aðalfulltrúar og varamenn; frá Is- landi Gylfi Þ. Gislason, til vara Ragnhildur Helgadóttir, frá Dan- mörku Robert Pedersen, til vara Svend Haugaard, frá Finnlandi Mauno Forsman og til vara Elsi Hetemaki, frá Noregi Per Borten, til vara Liv Stubberud og frá Sviþjóð Paul Jansson, til vara Jo- hannes Antonsson. Laust eftir klukkan tólf var gert hádegisverðarhlé en kl. 14 áttu að hefjast almennar umræð- ur. — 300 millj. Framhald af bls. 48 neytiskostnaður íslenzku flug- félaganna um 112% á sl. ári einu saman. Hallinn i innanlandsfluginu varð um 50 milljónir króna á sl. ári eftir því sem áætlað er, og hallinn á N-Atlantshafsflug- leiðinni nam um 250 milljónum króna. Er ljóst að samdráttur hef- ur orðið á þeirri flugleið hjá Loft- leiðum, eins og raunar allflestum flugfélögum veraldar, en ekki liggja fyrir tölur um það hversu sá samdráttur er mikill. Engu aó siður er ljóst að sæta- nýting Loftleióa á N- Atlantshafsflugleiðinni hefur verið mjög góð á sl. ári og langt umfram meóallag. Árið 1973 voru um 17 milljónir sæta í boði meðal allra flugfélaganna sem halda uppi áætlunarflugi á þessari flug- KOMIÐ hefur í Ijós, að af- greiðslutfmi véla til Kröfluvirkj- unar er styttri en gert var ráð fyrir í upphafi og gera menn sér nú jafnvel vonir um að virkjun komist í gang 1977, þ.e. ekki taki nema 24 mánuði að reisa virkjun- ina f stað 43 eins og upphaflega var áætlað. Páll Lúðvíksson, varaformaður undirbúningsnefndar Kröflu- virkjunar, sagði er Morgunblaðið ræddi við hann í gær, að undir- — Wodehouse Framhald af bls. 1 aristókratiska brezka húmors, og skapaði persónur á borð við Bertio Wooster, hinn dæmigerða hástéttarséntilmann, og Jeeves, þjón hans, sem sjálfsagt eiga eftir að lifa lengi. Vettvangur sagna Wodehouse var tíðast aristókratískt sæluríki þess tima- bils sem kennt er við Játvarð kóng. Wodehouse bjó i Banda- ríkjunum siðustu 35 ár ævi sinn- ar, en var aðlaður af Breta- drottningu um s.l. áramót. Hann skrifaði alveg fram í andlátið. búningsvinna héldi áfram af krafti og er það verk að mestu i höndum verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen. Strax og vorar verður byrjað að bora og framkvæmdir hefjast á staðnum á svipuðum tíma. — Frumáætlun gerir ráð fyrir að virkjunin verói byggð á 43 mánuðum, en nú er greinilegt að afgreiðslutími véla er mun styttri en gert var ráð fyrir, og ef það stendur gerum við okkur vonir Stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna mótmælir harðlega frumvarpi til laga um samræmda vinnslu sjávarafla og veiða, sem háðar eru sérstökum leyfum er nú liggur fyrir Alþingi. Stjórn S.U.S. telur að Sjávarútvegsráðu- neytið hafi alla möguleika á þvi í dag skv. núgildandi lögum að tak- um aó virkjunin verði reist á 2 árum og komist í gang 1977, sagði Páll. Kröfluvirkjun á að verða i fullri stærð samtals 55 megawött, en gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun í tveimur áföngum og 1. áfanginn verði 30 megawött. Kostnaöaráætlun var gerð á árinu 1973, en nú þarf að endur- skoða hana, þar sem miklar breytingar hafa orðið á öllum sviðum. marka bæði afla og sókn og vernda þannig stofna rækju- og skelfisks eins og rétt þykir hverju sinni. Þau ákvæði frumvarpsins, sem stjórn S.U.S. mótmælir sérstak- lega og telur afar varhugaverð, eru ákvæði 1. gr. frv. þar sem sjávarútvegsráðherra og embætt- ismönnum hans er veitt heimild til að setja reglur um skiptingu afla rnilli vinnslustöðva og enn- fremur ákvæði 2. gr. frv. þar sem gert er ráð fyrir því, að sömu aðilar geti upp á sitt eindæmi ákveðið, hverjir byggja megi vinnslustöðvar eða auka afkasta- getu þeirra, sem fyrir eru i þeim greinum veiða, sem háðar eru sér- stökum leyfum skv. 1. gr. Ljóst er, að frumvarpið stórefl- ir rikisafskipti og þjappar öllu valdi, í þvi máli sem frv. ræðir um, í hendur ráðherra sjávarút- vegsmála hverju sinni, sem auð- veldlega getur leitt til misnotkun- ar og hlutdrægni. Stjórn S.U.S. minnir þingmenn á, sérstakléga þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, að of mikilli rik- isíhlutun um atvinnurekstur hef- ur alltaf, fyrr eða siðar, fylgt stöðnun, spilling, og versnandi lífskjör. BLÍ efnir til happdrættis BLAKSAMBAND Islands hefur ákveðið að efna til happdrættis til fjáröflunar fyrir sambandið. Dregið verður í happdrætti þessu 20. marz n.k. og eru vinningar 10, þeirra á meðal tvær ferðir til sólarlanda. Utgefnir miðar eru 5500 og verð hvers miða er kr. 200.00. — Franska kvik- myndavikan Framhald af bls. 46 KINNHESTURINN: La Gifle, gerð 1974. Leikstjóri: Claude Pinoteu. Leikarar: Lino Ventura, Annie Girardot og Isabelle Adjani. Jean er prófessor um fimmtugt, fráskilinn, en býr með aðlaðandi konu og dóttur sinni. Hann fellur i ónáð hjá skólayfirvöidum út af smáatriði og segir upp starfi sinu i vonsku. Sambýliskonunni líst ekki meir en svo á fjárhags- grundvöllinn í nánustu framtíó, svo hún pakkar saman og fer. Isabelle, dóttir hans, er átján ára og langar til að flytjast að heiman í ævintýralegra um- hverfi, en faðir hennar neitar henni um það. Hún er hins veg- ar enginn eftirbátur föður sins i rifrildum og endar eitt þeirra með þvi, að hann slær hana eftirminnilega utan undir. En Isabelle á einnig f striði við fleira, vinnuna, strákana, bæ- inn og peningana og yfirleitt allt. Persónur myndarinnar elt- ast hver við aðra og í hringiðu lífsins skiptast á skin og skúrir. KALDHÆÐNI ÖRLAGANNA: L’Ironie du sort, gerð 1974. Leikstjóri: E. Molinaro. Aðalleikarar: Claude Rich, Jean Dessailly og Pierre Clémenti. Sagan gerist í sióari heims- styrjöldinni árið 1943, og fjallar um frönsku andspyrnuhreyf- inguna. Antoine, meðlimi i hreyfingunni, hefur verið falið að drepa þýskan herforingja, sem hefur undir höndum nöfn á félögum i hreyfingunni. Takist honum það, bjargar hann félögum sinum og yfir- manni, Jean, sem reyndar er æskuvinur hans, en týnir lífinu sjálfur. Mistakist honum, veróur Jean skotinn. Loka- niðurstaðan af gerðum hans skiptir miklu máli og snertir ýmsa, hver svo sem hún verður, m.a. Önnu, vinkonu Jean og Antoine, sem á von á barni Antoine. í myndinni eru báðir þessir möguleikar sýndir, annar i litum en hinn svart/hvitu. Er hér vafalaust um all forvitnilega mynd að ræða. AUTT SÆTI: La Caise vide, gerð 1975. Leikstjóri: Pierre Jallaud. Aðalleikarar: Martine Chevali- er, Maxime Le Forestier. Anna, sem er 22 ára býr ein með syni sinum, Sainúel. Lif hennar er reglubundið; vinna úti allan daginn, hlaup með drenginn í pössun og úr pössun. Allir dagar eru eins nema sunnudagur, sem hún helgar syni sínum. Af og til rifjar Anna upp minningarnar um föður drengsins, Marc, sem var fréttaljósmyndari og fór viða. 1 einni för sinni til Afríku hverfur hann sporlaúst og Anna hefur lifað i minningunni um hann siðan. Af tilviljun kynnist hún Maxirne, ungum og dulum tónlistarmanni og sinám saman vikja minningarnar um Marc úr huga hennar. Þegar Maxime tjáir henni svo ást sina. er hún reíðubúin að taka henni, en vill þó ekki binda sig til langframa vegna Samúels. En samband hennar við Maxime hefur endurvakið lífslöngun hennar. 1. áfangi Kröfluvirkj- unar í gang 1977?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.