Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1975 HÓFSAMIR menn fóru með sigur af hólmi á nýafstöðnum fundi kin- verska alþýðuþingsins. hinum fyrsta sem haldinn hefur verið i tiu ár. Fyrst og fremst var þingið sigur fyrir Chou En-lai forsætisráðherra sem hefur um eins árs skeið sætt gagn- rýni róttækra manna. Ný stjórnarskrá. sem þingið sam- þykkti, á meðal annars að tryggja verkamönnum verkfallsrétt og bændum rétt til að eiga jarðir sinar og rækta þær. Embætti forseta var lagt niður svo að Kina er að heita má eina landið í heiminum sem hefur engan þjóðhöfðingja. Síðast en ekki sizt skipaði þingið nýja stjórn þannig að nú er stjórn Kína fullskipuð í fyrsta skipti siðan hreinsanirnar voru gerðar á árum menningarbyltingar- innar. Að visu gegnir kinverska alþýðu- lýðveldið aðeins þvi hlutverki að samþykkja ákvarðanir sem kínversk- ir forystumenn hafa komið sér saman um, en ákvarðanirnar sýndu að meiri samstaða hefur náðst um markmið og leiðir með kinverskum forystumönnum en dæmi eru um siðan menningarbyltingunni lauk. Eftir þingið situr samhent rikisstjórn að völdum i Kina og hún virðist vera traust i sessi Yeh og Teng Þótt Chou forsætisráðherra þjáist af hjartasjúkdómi og hafi legið lengi í sjúkrahúsi fór ekki á milli mála að hann átti mestan þátt i viðtækri endurskipulagningu sem var gerð á ríkisstjórninni og æðstu stjórn flokksins með samþykki alþýðu- þingsins. Sjálfur var Chou endurkjör- inn forsætisráðherra, en mikilvæg- ustu breytingarnar voru þær að Yeh Chien-ying var skipaður landvarna- ráðherra og Teng Hsiao-ping fyrsti varaforsætisráðherra. Yeh Chien-ying landvarnaráðherra er 76 ára að aldri og er í raun og veru eftirmaður Lin Piaos marskálks þar sem enginn maður hefur gegnt þessu embætti síðan marskálkurinn, sem var á sinum tima staðgengill Mao Tse-tungs formanns, lézt í flug- slysi 1971 eftir meinta tilraun til þess að ráða formanninn af dögum. Yeh var á sinum tíma einn helzti samningamaður Kinverja i viðræðum þeirra við Henry Kissinger, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, og hefur lengi notið mikils álits bæði í flokkn um og hernum. Hins vegar hefur hann alltaf verið eindreginn stuðn- ingsmaður Maos og trúr þvi boðorði hans að „flokkurinn stjórni fallbyss- unum." Skipun hans í stöðu land- varnaráðherra sýnir þvi að flokkur- inn hefur treyst yfirráð sinum yfir hernum, en talsvert hefur borið á þvi að undanförnu að ýmsir yfirmenn hans hafi reynt að vera sjálfstæðir og fara fram án tillits til vilja flokks- ins. Teng er sjötugur að aldri og er i raun og veru staðgengill Chous í starfi sinu sem fyrsti varaforsætis- ráðherra, en jafnframt var hann kjör- inn einn af sex varaformönnum flokksins. Teng féll i ónáð i menn- ingarbyltingunni og sætti hörðum árásum, en síðan henni lauk hafa áhrif hans aukizt jafnt og þétt. Upp- hefð hans nú er þvi talinn mikill persónulegur sigur, ekki sizt vegna þess að eitt sinn kallaði Mao hann „leynilegan útsendara". Þar sem Teng gegnir nú valdamikl- um embættum bæði i rikisstjórninni og flokknum eru völd hans sennilega meiri en opinberir titlar hans segja til um. Margir telja vist að Teng sé nú liklegasti eftirmaður Chous og jafn- vel Maos, en margir efast um að þeir eigi langt eftir ólifað. Síðan þingið var haldið hefur Teng jafnframt verið skipaður forseti her- ráðsins og Yeh yfirmaður stjórnmála- deildar hersins. Þannig vill Peking- stjórnin áreiðanlega vera viss um hollustu hersins og jafnframt sýna að hún óttist ekki uppreisn i hernum. Valdhafarnir i Peking vilja umfram allt tryggja að herinn haldi sér utan við stjórnmálin, en auk þess eru Teng og Yeh báðir fyrrverandi her- menn og líklegt að herinn sé ánægð- ur með forystu þeirra. Ósigur róttækra Chou forsætisráðherra, Yeh land- varnaráðherra, Teng varaforsætis- ráðherra og aðrir ráðherrar nýju stjórnarinnar eru reyndir og hæfir menn sem hafa unnið saman i marga áratugi og liklegt er að þeir njóti vinsælda meðal almennings. Þeim er það sameiginlegt að þeir eru hófsam- ir í skoðunum og frábitnir tilraunum á við þær sem voru gerðar f menn- ingarbyltingunni. Á alþýðuþinginu kom líka fram að þeir munu halda áfram þeirri stefnu að bæta sambúð ina við erlend ríki og leggja áherzlu á efnahagslega uppbyggingu heima fyrir i stað baráttu fyrir hugsjónaleg- um rétttrúnaði. Sigur hinna hófsömu á alþýðu Hver tekur við af Mao? Chiang Ching áhrifum þeirra hafi verið útrýmt. Þeir standa enn traustari fótum i valda- kerfinu. En ef til vill er mikilvægara að þrir nýir menn hafa verið skipaðir i valdamikil embætti: Chang Chun- chiao, Hua Kuo-feng og Chen Hsi- lien. 0 Chang Chun-chiao á sæti í stjórnmálaráðinu og var nú auk þess skipaður einn hinna sex varafor- sætisráðherra Áður fyrr var hann einn af foringjum flokksins í Shang- hai og átti þátt í ofsóknum gegn flokksstarfsmönnum sem féllu í ónáð. Þess vegna hefur Chang lengi verið talinn tilheyra hinni vinstri- sinnuðu Shanghai-kliku, en nú virð- ist hann hafa gengið i lið með hóf- sömum. Mikilvægt var að hann var sá maður sem kynnti hina nýju stjórnarskrá á alþýðuþinginu. I ræðum sínum á þinginu forðaðist hann vigorð vinstrisinna og lagði áherzlu á „bæði aga og frelsi". 0 Hua Kuo-feng er 53 ára og var einnig skipaður varaforsætisráð- herra en gegnir jafnframt starfi öryggisráðherra. Hua er frá Hunan eins og Mao og hefur fengið skjótan frama þar sem hann var ekki skipað- ur í stjórnmálaráðið fyrr en 1973. Embætti hans er varasamt þar sem óstaðfestar fréttir herma að tveir fyrirrennarar hans hafi verið ráðnir af dögum, en Ijóst er að áhrif hans eru mikil bæði í landsmálum og mál- um dreifbýlisins. 0 Chen Hsi-lien er 62 ára og er stjórnmálaráðsfulltrúi auk þess að vera varaforsætisráðherra. Hann er einn fárra hermanna sem gegna valdamiklum embættum bæði i flokknum og stjórninni. Hann er nú yfirmaður Pekingherstjórnarsvæðis- ins og hefur jafnframt á hendi yfir- stjórn varna Innri-Mongoliu og Norð- ur-Kina ef Rússar gera árás á landið. Hann er einn af fáum yfirmönnum hersins sem komust klakklaust gegnum menningarbyltinguna og margt bendir til þess að hann geti orðið landvarnaráðherra. þinginu var svo alger að hinir rót- tæku fengu engan fulltrúa í stjórn- inni þótt þeir væru býsna háværir á fundum þingsins. Jafnvel kona Maos, Chiang Ching, fékk ekkert ráðherraembætti og þó benti margt til þess í fyrra að áhrif hennar hefðu aukizt. Þar að auki virðist hún hafa sótt fast að fá embætti menningar- ráðherra, en i hennar stað fékk Iftt þekkt óperutónskáld, Yu Hua-yung, það embætti sem er sérstaklega eftirsóknarvert i augum hinna rót- tæku vegna menningaráhuga þeirra. Menn úr svokallaðri „Shanghai- kliku" róttækra manna fengu heldur engin ráðherraembætti, hvorki Wang Hung-wen, sem hefur verið kallaður eftirlæti Maos og er eini fulltrúi þeirra f stjórnmálaráði flokks- ins, né annar helzti foringi þeirra, Yao Wen-yuan. Þar með er Ijóst að verulega hefur verið dregið úr áhrifum róttækra á menningarsviðinu sem áður voru al- ger en þar með er ekki sagt að Ósigur Maos Þótt traust stjórn sé setzt að völd- um i Kina og hún eigi að tryggja rikiserfðirnar þegar Mao hverfur af sjónarviðinu er ekki hægt að útiloka möguleikann á harðri valdabaráttu. Að visu virðist Teng helzt koma til greina sem eftirmaður Maos að Chou undanskildum en Teng er gamall. Sama máli gegnir með flesta hina forystumennina. Enn hafa hinir róttæku mikil völd i flokknum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.