Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 29 Frystihúsið í Neskaupstað af stað um mánaðamót? Steypusalan og Bifreiðaþjónustan senn í nýtt húsnæði NU MUN vera búið að flytja mest alla svartolfuna frá brakinu af sfldarverksmiðjunni f Neskaup- stað í smábátahöfnina þar, auk þess sem nokkuð mikið af olíu var sett f birgðatanka verksmiðjunn- ar. Byrjað var á þessu verki skömmu fyrir sfðustu helgi og gert var ráð fyrir að það tæki 3 daga. Hinsvegar á eftir að ffn- hreinsa svæðið í kringum verk- smiðjuna, og getur það tekið lang- an tfma. Fyrir utan svartoifusvað- ið, þarf að hreinsa upp rotvarnar- efnið nitrite og vítissóda sem lentu undir snjóflóðinu. Að sögn Ragnars Sigurðssonar, starfsmanns Viðlagasjóðs í Nes- kaupstað, var upphaflega áætlað að það magn af svartólíu og snjó, sem þyrfti að fjarlægja af verk- smiðjusvæðinu, næmi um 8000 rúmmetrum. 2000 rúmmetrar voru settir í birgðatanka verk- smiðjunnar en hinu átti að aka í smábátahöfnina, en þar var útbú- in lokuð kví til geymslu á svartolí- unni. „Það er unnið allsstaðar af miklum krafti og stefnt er að því að frystihúsið komist i gang í lok febrúarmánaðar, jafnhliða þvi sem gert er við skemmdir er unnið við niðursetningu á nýjum vélum og endurbótum á húsinu, sem að sjálfsögðu er þá gert á kostnað Sildarvinnslunnar. Steypusalan og Bifreiðaþjónustan fá inni í söltunarhúsi Mána á næstunni og starf þeirra fyrir- tækja hefst innan tíðar. Þá er Steypusalan, sem er í eigu Gylfa Gunnarssonar, búin að festa kaup á nýjum tækjum." Ragnar sagði að það kæmi betur og betur i ljós, að bræðslan liti mjög illa út, en lítið hefði enn verið hægt að lita á tækin vegna oliunnar. Nú er búið að hreinsa Myndir og texti: r Þórleifur Olafsson lager- og mjölhús og verkið komið það langt að hægt er að fara að líta á vélarnar til að sjá hvað er nýtilegt. „Hins vegar get ég ekkert sagt um framtíð bræðslunnar. Um þessar mundir er unnið að hönn- un hafnarsvæðisins með það i huga að ný fiskimjölsverksmiðja verði reist þar. Á rannsóknarstöð- inni á Keldum er verið að gera módel að höfninni og þar velta menn fyrir sér nokkrum hug- myndum um nýju höfnina. Þó eru víst tvær hugmyndir sem koma fyrst og fremst til greina og munu niðurstöður bráðlega liggja fyrir. Það hafa allir komið sér saman um og allar niðurstöður benda til þess, að bræðslan verði byggð á garðinum austan við lokuðu höfn- ina. Þar verður þá gerð mikil upp- fylling, sem bræðslan verður byggð á. Er þetta meðal annars gert til þess, að ekki þurfi að dýpka alla höfnina vegna djúp- ristu margra hinna stærri loðnu- skipa.“ Fremst á myndinni er stærri ketillinn sem var í sfldarverksmiðjunni og þar á bak við eru soðkjarnatæk in. Þessi mynd þarfnast ekki nánari útskýringa. Snjór er enn mikill f Neskaupstað, þrátt fyrir að mikið hafi þiðnað að undanförnu. Hér má sjá hvernig menn hafa þurft að moka sig inn í bflskúrana sfna. Ljósm. Mbl.: Þórleifur Ólafsson. Svartolfu og snjó mokað á einn vörubflanna. Séð inn yfir Neskaupstað. Með furðu skjótum hætti tókst að koma niðursuðuverksmiðjunni í gang og þar vinnur nú f jöldi kvenna Unnið er af miklum krafti við að endurbyggja frystihúsið, en þessi við niðurlagningu á sjólax, eins og sjá má á þessari mynd. mynd er úr vinnslusalnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.