Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975.
111
Piltur og stúlka
Eftir Jón
Thoroddsen
anna á milli auk alls annars. Eftir að búið var að
kveikja og borða, minntist Sigríður á, hvort ekki ætti
að fara að spila; það þótti þeim Indriða og Ormi gott
ráð, Ingveldi þótti og gaman að spila, og var hún sú
f jórða, og er nú farið í alkort.
Við Indriði verðum saman, sagði Sigríður,
Spilin skulu ráða, sagði Ormur; því ekki var honum
meir en svo um að vera saman við móður sína, er
hann vissi, að hún var sjaldan vön að fá lýju.
Hjartakóngur er hér, sagði Indriði.
Og hérna er hjartadrottning, og þá erum við
saman, Indriði minn, eins og ég vildi; og fáðu nú
gott, því við eigum að vinna.
Er þá tekið til að spila og gekk þeim Indriða betur;
hver strokan og múkurinn eftir annan.
Nú skulum við einu sinni fá stroku, Ormur litli!
sagði Ingveldur, í því hún rétti spilin að Indriða til
að draga, en það er verst, að hún Sigga á útsláttinn.
Nei, nei, ekki held ég verði stroka í þetta sinn,
segir Sigríður ofur glöð, í því hún tók upp spilin, því
hérna fékk ég fjóra besefa í einum slag.
Fjóra besefa í einum slag! Þá verður að gefa upp
aftur.
Æ, nei, móðir mín góð, þeir voru ekki nema þrír,
en þann fjórða fékk ég í öðrum slagi; ég hef ekki
nema níu á hendinni.
Víst voru þeir fjórir í einum slag, spilið er ónýtt.
Varð þá að vera sem Ingveldur vildi, og gefur hún
upp aftur.
Það var þá ekki verra, sagði Sigríður í hálfum
HOGNI HREKKVISI
Einn hamborgara — og annan með fiskhausum
hljóðum og ætlar að stíga fætinum ofan á tána á
Indriða, og átti það að þýða hjartatvistinn, en sté í
þess stað óvart ofan á fótinn á móður sinni undir
borðinu.
Þetta spil er ógilt, sagði Ingveldur, þá er hún
skoðaði hjá sér spilin og sá að stóra brúnkolla var
hæsta spilið. Þú sagðir honum Indriða til og steigst
ofan á fótinn á mér, stelpan þín, og svo stelur þú úr
stokknum, held ég, og því fæ ég ekki roð.
Nei, það gjöri ég ekki móðir góð!
Ætlar þú að bera á móti því, sem ég sé? Ég vil ekki
spila við þig; það er bezt að fara í þjóf og láta hýða
þig-
Þá kölluðu allir: Já þjóf! Við skulum fara í þjóf. —
En Ingveldur vildi nú ekki spila meira og varð svo
ekki úr spilamennskunni framar, enda var þá farið
að líða á vökuna, og vildi Indriði fara að fara heim.
Bjarni hreppstjóri skipaði einum af vinnumönnum
sínum að fylgja Indriða yfir að Hóli, en bað Indriða
að koma þar oftar, er hann hefði tíma til — því mér
segir svo hugur um, að þú verðir gæfumaður, og eru
komur þínar hingað mér kærar.
Sigríður litla beiddi föður sinn að lofa sér að fylgja
Indriða á veg ofan fyrir túnið, og leyfði hann það.
Þegar komið var ofan fyrir túnið, segir Sigríður við
Indriða:
Hér verð ég að snúa aftur, Indriði minn. Ég má
ekki fylgja þér lengra í þetta sinn, en þetta sagði
hann faðir minn mér, að ég skyldi gefa þér, því hann
veit að þú ert smiðsefni; en þessir leppar eru frá mér
sjálfri, ég hef prjónað þá sjálf; og vertu nú sæll og
blessaður! Og komdu bráðum yfir um aftur, ef þú
getur, því mér þykir svo vænt um að sjá þig og get
aldrei gleymt þér.
Indriði kyssti Sigríði fyrir gjafirnar og þótti harla
vænt um þær, einkum hefilinn og sögina, sem Bjarni
hafði sent honum.
Ekki fundust þau Sigríður oftar þennan vetur; en
nokkrum sinnum kom hann að Tungu á þeim missir-
um, og varð ætíð mikill fagnaðarfundur með þeim
Sigríði, er þau sáust, og skildust jafnan með blíðu.
Líður svo fram til þess, að Sigríður er staðfest.
Faðir hennar kenndi henni spurningarnar og að
skrifa og dálítið i talnafræði; þótti presti, er hún var
fermd, að hún væri afbragð annarra barna að
kunnáttu og hrósaði gáfum hennar og stillingu. Ekki
tók Sigríður eins miklum framförum til handanna;
móðir hennar hafói hana til alls, sem gjöra þurfti á
heimilinu, eins og aðrar griðkonur; nam hún að
sönnu öll innanbæjarverk, sem hún sá fyrir sér, og
tóvinnu, sem tíðast er í sveitum, en ekki fékkst
móðir hennar við að kenna henni hannyrðir eða
matreiðslu; kunni hún þó hvorttveggja vel. Bjarni
hreppstjóri ámálgaði það oft við konu sína, að Sigríði
væru kenndir saumar og matartilbúningur, en Ing-
veldur sagöi jafnan, að hún vænti þess ekki, að Sigga
yrði sú fyrirmannsfrúin, aó hún munda þurfa mikils
FERDIIVIAIMD
IJ 1 j i T~
» ^ i
s
(TkðfnofQUAkQÍfinu
Feðurnir
læra smá-
barna nostur
Skýrt er frá þvf f dönskum
blöðum, að fæðíngarstofnun
ein f Kaupmannahöfn, hafi
tekið upp nýjan þátt f starf-
semi sinni sem svo mjög þykir
vænleg til árangurs. Feður
barnanna koma þangað á
kvöldin tii þess að læra að ann-
ast um reifabörn sín sjálfir.
Þetta er gert á þann hátt að
eftir að reglulegum heim-
sóknartfma er lokið, fá þeir að
dvelja eina klukkustund með
eiginkonu og barni og er þess-
um tíma til þess varið að
feðurnir læri að annast barnið
sjálfir. Á þennan hátt eiga
eiginmennirnir að vera orðnir-
vei skólaðir í öllu smábarna-
nostrinu er móðir og barn
koma heim af fæðingarstof-
unni. — Um ieið öðlast þeir
lika þá reynslu að þeim er vel
ijóst að það er mikil vinna að
annast um börnin, eins og
komist er að orði í fréttagrein
um þetta i Politiken.
Ég vil lika sjá, ég vil líka sjá!
Gunna — þetta er nú einum
of, þó þú viljir rifta trúlofun-
inni.
Jæja, þá erum við
komnir á botninn.
Hvor verður á undan niður?