Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 35 sígildar sögur Mitt að hugsa um mín börn. ÞEGAR Garðar Cortes réðst í það lofsverða framtak um jóla- leytið að láta nemendur Söng- skóla síns æfa og flytja tónverk- ið Missa in Agustiis eftir Haydn, þá vakti sérstaka eftir- tekt mína sópransöngkona í hópi einsöngvara, en það var Ingveldur Hjaltested. Þar sem ég geri ráð fyrir að fleirum en mér leiki hugur á að vita ofurlitið um hennar hagi, þá spjallaði ég við hana kvöld- stund að loknum starfsdegi hennar í Iðnaðarbankanum i Hafnarfirði. Ég hef sungið svo lengi sem ég man, segir hún, og að syngja er það sem mig hefur alltaf langað til að gera, en forsjónin hefur hagað lífi mínu þannig að söngur hefur verið mér dægra- stytting og upplyfting. í Þjóð- leikhúskórinn fór ég þegar hann var stofnaður og í honum söng ég í fimmtán ár. Það var nú stundum hálfgert basl að komast á æfingar. Svoleiðis var að ég gifti mig ung Einari Þ. Einarssyni og eignuðumst við fyrsta barnið okkar þegar ég var átján ára, þegar ég var tuttugu og fjögurra hafði ég eignast fjögur. Fyrstu tvö bú- skaparárin áttum við heima í Reykjavík, en fluttum þá upp að Vatnsenda til föður mins, sem þar var bóndi. Þarna upp- frá áttum við heima í sjö ár. Til þess að komast á æfingar Hjá kórnum, þurfti ég aó taka bíl- inn, sem fór að ofan kl. fimm á daginn, hanga svo hjá kunn- ingjunum til kl. hálfníu á kvöldin, þá hófst æfingin, taka svo bíl upp að Rauðhólum að æfingu lokinni, og ganga þaðan heim en það tók um tuttugu mín. En hvað um það mér fannst þetta borga sig, maður hafði ekki ráð á því að fara mikió hvort sem var, svoleiðis að þetta var eiginlega mín ein- asta upplyfting. Söngurinn hefur verið mér dægrastytting og upplyfting Frá Vatnsenda fluttum við til Hafnarfjarðar og þar höfum við átt heima síðan. Ég lærði á orgel i föðurhús- um, en þar var mikið sungið, mér hefur verið sagt að ég hafi kunnað rétt og sungið alla jóla- sálmana þegar ég var tveggja ára. Seinna lærði ég á píanó, en þá fékk ég að æfa mig hjá Sigurveigu systur minni, en hún átti þá heima stutt frá okk- ur. Hljóðfæri eignaðist ég ekki sjálf fyrr en í fyrra. Þegar hann Demetz var hér og kenndi söng fór ég til hans i tíma, og varð sárleið þegar hann flutti norður, hann var svo lifandi og góður kennari. Seinna var ég i tímum hjá Maríu Markan, það var voða Rætt við Ingveldi Hjaltested gaman, María er ekki einungis ein glæsilegasta söngkona sem þessi þjóð hefur átt, heldur er hún líka hressileg og hlý manneskja og góður kennari. Fyrir átta árum fór ég til Englands, á þriggja mánaða söngnámskeið, það var að sjálf- sögóu ógurlega gaman að geta stundað nám eins og mig hafði alltaf langað til, geta einbeitt sér að þvi. En ég saknaði heim- ilis mins. Ég er víst ósköp gamaldags í hugsun, en mér hefur alltaf fundist það vera mitt verk að hugsa um mín börn, og aðrir hlutir hafa verið mér þýðingarminni. Aðrir hafa önnur sjónarmið, en það eru þeirra sjónarmið. Hérna áður gerði ég töluvert af þvi að koma fram á skemmtunum, en hætti þvi eiginlega alveg fyrir sex árum. Þá fór ég að vinna úti, krakkarnir voru öll í skóla, og ég mátti bara til. Maðurinn minn er lærður loftskeytamaður, og i fyrra gat hann fengið starf loftskeyta- manns á norsku flutningaskipi, hann hefur alltaf langað til þess að ferðast, svo hann tók þetta starf og ráðgerði að verða lengi í burtu. skömmu seinna var skipið selt en hann hafði þó komist alla leið til Kína. Þang- að hafði hann alltaf langað til þess að koma. Þar sem börnin okkar eru öll uppkomin, og far- in að lifa sinu lífi, þá fannst mér að nú gæti ég farið að hugsa um min áhugamál og lét því innrita mig í Söngskólann þegar hann hóf göngu sína. Þuríður Pálsdóttir kennir mér söng, og miklu meira en það. Þuriður er mjög góður músikant, og mér finnst það hafa verið mikið lán fyrir mig að hafa kynnst henni. Síðastliðið haust kom hingað þýskur maður, Hanno Blascke að nafni, hann er prófessor í söng við Tónlistarháskólann í Múnchen. Hann hélt námskeið hjá félagi einsöngvara og bauð mér til sin í tíma í Tónlistarhá- skólanum, í fjóra mánuði til aó byrja með. Hann setti mér fyrir að læra óperuaríur, og þá sér- staklega eftir Wagner. Auðvit- að kann ég töluvert af óperuarí- um, maður lærir þær meó því að taka þátt i óperuflutningi. Það segir sig sjálft. Það sungu margir góðir söngvarar í Þjóð- leikhúsinu þegar ég var þar i kórnum, t.d. Nicolai Gedda, ég var alveg bergnumin þegar hann söng. Það hafa margir rétt mér hjálparhönd, en hann Pál.Kr. Pálsson orgelleikari hefur í gegn um árin verið mér sönn hjálparhella, alltaf tilbúinn að leika undir með mér, það hefur verið mér alveg ómetanlegt. Mér finnst það rétt sem hann Garðar gerði, aó láta nemendur skólans æfa og flytja verk, það er fólki hvatning að vinna að ákveðnu marki, og eins að koma fram og spjara sig. Og þar með kveð ég þessa björtu konu og óska henni vel- farnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.