Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 23 leikum. A þessum svióum hefur þegar veriö leitaó hófanna um tvíhliða samstarf, og telur ráð- herranefndin æskilegt, aö gengió verði frá samningum eins fljótt og kostur er á. Ef mér leyfist að víkja sérstak- lega að stöðu Islands þá hefur island yfir að ráða mjög mikilli orku, bæði ónotaðri vatns- og varmaorku. Við höfum áhuga á því að nýta þessa orku m.a. eins og áður er sagt til þess að gera atvinnulíf okkar f jölbreyttara, en það mun útheimta mikla fjár- festingu og við teljum nauðsyn- legt, að vandaðar rannsóknir fari áður fram og örugglega sé gætt ýtrustu krafna um umhverfis- vernd. Við viljum gjarnan i þess- um efnum eiga samstarf við aðrar Norðurlandaþjóðir, en vafalaust verður einnig á þessu sviði eink- um um tvíhliða samninga að ræða. Á janúarfundi forsætisráðherra Norðurlanda og samstarfsráð- herranna var rætt um gildi þess að hafa samráð um nýtingu auð- linda Norðurlandaríkja og áætlanagerð um meiriháttar fjár- festingarverkefni á því sviði. Nýting auðlindanna hefur grund- vallarþýðingu hvort sem á hana er litið frá sjónarmiði einstakra Norðurlanda, heimshluta þess, er Norðurlöndin mynda, eða heims- ins alls. Samþykkt var, að ráð- herranefndin léti gera skýrslu um það hvernig ríki Norðurlanda eru á vegi stödd, að því er varðar hráefni og auðlindir, og kanna möguleika á nánari samvinnu i því skyni að tryggja sem besta nýtingu þeirra auðlinda, sem fyrir hendi eru. Vió erum i engum vafa um, að könnun sem þessi hefur ekki ein- göngu gildi fyrir okkur, sem Norðurlönd byggjum, heldur get- um við með þessum hætti og að- gerðum i kjölfar könnunarinnar gert það," sém í okkar valdi stendur til þess að brúa bilið milli þróunarríkja og iðnvæddra. En þegar við ræðum um orku- lindir og aðrar auðlindir, sem Norðurlönd kunna að hafa yfir að ráða, þá er þörf á umfangsmikilli fjárfestingu, bæói af hálfu ein- staklinga og hins opinbera, ef hagnýta á þessar auðlindir. Og væntanlega má gera ráð fyrir, að fjárfestingaþörfin fari vaxandi á næstu árum. Mörg þessara verk- efna hafa beina og óbeina þýðingu fyrir fleiri ríki Norður- landa, og eigi mun síður vera þörf á fjármagni til að standa straum af kostnaði af útflutningi, sem getur skipt Norðurlönd miklu. Þá er ljóst að flest Norðurlandaríki munu um margra ára skeið þurfa að taka fé að láni erlendis. Þess vegna er það skoðun ráðherra- nefndarinnar, að sameiginleg lán- taka allra Norðurlandarikja geti orðið hagstæðari þeim hverju fyrir sig bæði fjárhagslega og þannig að lánþegi verói síður háð- ur lánveitanda, en ef hvert land fyrir sig stendur að slikri lántöku. Um þessi mál var fjallað á janúarfundinum. Menji komust að þeirri niðurstöðu, að norrænn fjárfestingarbanki gæti gegnt mikilvægu hlutverki ásamt þeim lánastofnunum sem fyrir eru, við fjármögnun fjárfestingar og út- flutningsverkefna, sem hafa sam- norræna þýðingu. Samþykkt var á fundinum að tillaga um stofnun norræns fjárfestingarbanka skyldi samin eins fljótt og kostur er á til frekari meðferðar i ráð- herranefndinni. Tillagan skal m.a. miðuð við, að Norðurlanda- ríkin leggi fram stofnfé, að fjár- magns verði að öðru leyti aflað meó lántökum, og fjárfestingar- bankinn verði rekinn eftir megin- reglum bankastarfsemi í sam- vinnu vió lánastofnanir, sem fyrir eru í hverju landi, viðkomandi opinberar stofnanir og einka- aðila. Það er ætlun ráðherra- nefndarinnar, að bæði gerð tillög- unnar og frekari meðferð hennar verði hraðað eftir föngum. Þá tel ég rétt fyrir hönd ráð- herranefndarinnar að víkja aó enn einum fram- leiðsluþætti, vinnuaflinu. Sam- komulagið frá 1954 milli Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um sameiginlegan vinnumarkað á Norðurlöndum hefur að mörgu leyti komið al- menningi i þeim löndum mjög að gagni. Það hefur haft í för með sér, að um 880.000 manns hafa flust búferlum yfir landamærin á Norðurlöndum. Þessi tala tekur einnig til þeirra, sem flust hafa til baka. Þessi fjögur lönd hafa á liðnum árum öðlast umfangs- mikla reynslu af sameiginlegum vinnumarkaði, með hvaða hætti hann hefur áhrif á og verður fyrir áhrifum af efnahagslegri og fé- lagslegri þróun í hinum einstöku löndum, svo og hver áhrif sameig- inlegur vinnumarkaður hefur á kjör launþeganna. Miðað við þá reynslu, sem fengist hefur, telja löndin fjögur nú forsendur vera fyrir því að auka samstarfið varð- andi hinn sameiginlega vinnu- markað. Jafnframt hefur þröunin og breyttar kröfur varðandi stefnu í atvinnumarkaðsmálum skapað þörf á nýjum markmiðum og aðferðum. Við veróum að stefna að því að tryggja rétt allra til nytsamlegra starfa og skapa einstaklingum raunverulegt frjálsræði til að velja sér vinnu- stað. Hið norræna samstarf á sviði umhverfisverndar hefur á árinu miðað áleiðis með tilkomu Norð- urlandasáttmálans um umhverfis- vernd en Norðurlandaráð átti frumkvæói að þeim sáttmála. Hinn norræni sáttmáli er einstæð- ur á alþjóðlegum vettvangi. Von okkar er sú, að hliðstæð samvinna geti einnig hafist milli annarra landa. Miklu máli skiptir fyrir áframhaldandi þróun alþjóðasam- starfs í umhverfismálum, að sú von rætist. Skaðvaldar þeir, sem ógna umhverfi okkar láta ekki staðar numið við stjórnsýsluleg mörk milli þjóðlanda. Á sviði samgöngumála er vinnu að verkefni, sem varðar framtið- artilhögun, umferðar almennings- farartækja i þéttbýli á Norður- löndum, það langt komið, að fyrsta hlutaskýrsla liggur þegar fyrir. Niðurstöður þær, sem fást af þessu verki, hafa vafalaust verulega þýðingu á sviði efna- hagsmála, umhverfisverndar og skipulagsmála. Hér er um að ræða lausn á alvarlegu vandamáli allra borga á Norðurlöndum, er snertir beint, daglegt líf almennings. Sama máli gegnir um annað um- fangsmikið verkefni, STINA, varðandi vegagerðartækni, sem unnið er að á vegum ráðherra- nefndarinnar. i lok október 1973 samþykkti Norðurlandaráð ályktun, þar sem beint var til ráðherranefndarinn- ar tilmælum um að efna til könn- unar um kosningarétt og kjör- gengi i sveitarstjórnarkosningum. Að því er mér er tjáð, hefur starfshópur sá, sem ráðherra- nefndin fól þetta verkefni, ekki fram að þessu fundið nein meiri- háttar tæknileg vandkvæói á þvi að lögleiða kosningarétt og kjör- gengi á Norðurlöndum fyrir norr- æna rikisborgara þar sem þeir eru búsettir. Gera má ráð fyrir, að tímaáætlun um framkvæmd hugs- ■ aniegra lagabreytinga i þessa átt og tilhögun slíkra reglna verði með mismunandi móti i hinum einstöku löndum. Áður en ég lýk máli minu, vil ég vikja með nokkrum orðum að starfsháttum Norðurlandaráðs, og þá fyrst að samskiptum ráðherra- nefndarinnar og Norðurlanda- ráðs. A Álaborgarfundinum í nóv- ember var af hálfu ráðherra- nefndarinnar lögð áhersla á mik- ilvægi þess að vinna í sameiningu að þvi á grundvelli fenginnar reynslu, að efla tengsl ráðsins og ráðherranefndarinnar jafnt og þétt og laga þau að þróuninni á sviði norrænnar samvinnu. Ráð- herranefndin lítur mjög jákvætt á viðræður, sem framundan eru um fjárhagsáætlun ársins 1976 og ættu að gefa tækifæri til ýtar- legra skoðanaskipta um ráðgerða starfsemi ráðherranefndarinnar. Á haustfundi Noróurlandaráðs í Álaborg var einnig gerð grein fyrir nokkrum sjónarmióum ráð- herranefndarinnar varðandi meg- inreglur um upplýsingaskyldu norrænna samstarfsstofnana. Ráðherranefndinni hefur borist umsögn frá laganefnd Norður- landaráðs um þetta mál. I um- sögninni er svo sem kunnugt er gerð tillaga um nokkru viðtækari upplýsingaskyldu á tilteknum sviðum en hinn sameiginlegi starfshópur ráðherranefndar Norðurlanda og Norðurlandaráðs hefur mælt með, en þau meðmæli. voru samþykkt einróma nema varðandi eitt atriði. Ráðherra- nefndin væntir því vióræðna við fulltrúa Norðurlandaráðs um þetta mál, sem svo miklu skiptir okkur öll, áður en hvor aðili um sig staðfestir formlegar reglur. Ráðherranefndin telur öðru fremur mikilvægt, að norræn samvinna standi traustum rótum meðal almennings á Norðurlönd- um. Leggja verður mikia áherslu á upplýsingastarfsemi um for- sendur norrænnar samvinnu, ár- angur hennar og markmið. Sam- eiginleg skýrsla frá skrifstofun- um um skipulag og tilhögun norr- ænnar upplýsingastarfsemi hefur verið lögð fyrir Norðurlandaráð og ráðherranefndina. Starfsmenn þeir i skrifstofum ráðherranefnd- arinnar, er vinna að upplýsinga- miólun, hafa stofnað til samstarfs við skrifstofu >. forsætisnefndar ráðsins um hina . sameiginlegu upplýsingastarfsemi. Þá hefur einnig verið leitað eftir samræm- ingu og samstarfi við Norrænu félögin og upplýsingadeildir utan- ríkisráðuneytanna á Norðurlönd- um um markmið og verkaskipt- ingu í norrænu upplýsinga- og kynningarstarfi. Ráðherranefnd- in leggur áherslu á að efla upplýs- ingastarfsemina enn frekar. Forseti. Menningarmálin hef ég ekki gert að umtalsefni, þar sem starfsbróðir minn mun gera þeim málum skil i sérstakri framsögu. Að lokum vil ég leggja áherslu á, að á vegum ráðherranefndar- innar er stöðugt unnið að því að færa út kvíar starfseminnar, þannig að hún taki til enn fleiri sviða. Ég vil láta i ljós það persónu- lega sjónarmið, að fjölþjóðastofn- anir, ekki síst þær, sem orðnar eru rótgrónar, eru oft gagnrýndar fyrir það, að starfsemi þeirra sé farin að snúast meira um þær sjálfar en beina hagsmuni þeirra rikja, sem eiga aðild að þeim. Stofnanir Norðurlandaráós eru ungar að árum, og enginn getur með réttu' haldið því fram, að starf þeirra sé á þann veg, að þar sé ekki lagt höfuðkapp á að greiða fyrir framgangi þeirra mála, sem rikisstjórnir og þjóðþing land- anna eiga frumkvæði að og skipta almenning á Norðurlöndum máli. Stuðla ber að því eftir fremsta megni, að starf þessara stofnana eins og öll starfsemi Norðurlanda- ráós sé ávallt i lífrænum tengsl- um við alla þjóðfélagshópa norr- ænna ríkja. Norrænu samstarfs- þáttunum fjölgar stöóugt, en með- an samvinnan er i svo örum vexti, verðum við samt að fara fram með fullri gát, til aó við reisum okkur ekki hurðarás um öxl. Sparnaður í umsvifum hins op- inbera er lykilorð i stjórnmálaum- ræðu og raunveruleg nauósyn í öllum rikjum Norðurlanda. Mikil- vægt er þvi að gera sér grein fyrir, að einmitt með norrænu samstarfi höfum við tök á að koma við raunhæfum sparnaði fyrir Norðurlönd í heild. Visinda- rannsóknir, þróunarstarf, kann- anir og áætlanagerð munu krefj- ast sifellt meira fjármagns. Við getum sparað takmarkað fjár- magn og náð betri árangri meó því að vinna saman. Ég vil ljúka máli rnínu með því að leggja áherslu á, að norræn samvinna er enn sem fyrr lifandi raunveruleiki til hagsbóta fyrir sérhverja þjóð Norðurlanda og Norðurlönd sem heild — fyrir einstaklingana og alla hina al- þjóðlegu þróun og því ber okkur að vernda og efla slíka samvinnu. Fróði SH—15. 13. 150 tonna báturinn á flot hjá Slippstöðinni FÖSTUDAGINN 14. febrúar var hleypt af stokkunum hjá Slipp- stöóinni h.f. 150 lesta fiskiskipi, sem er 13. skipið sem smíðað hefur verið hjá fyrirtækinu i svo- nefndri raðsmíði. Skipið hlaut nafnið „M/B FRÓÐI SH—15“ og er eign Vig- lundar Jónssonar í Ólafsvík. Skipið er útbúið til línu- neta- og togveiða. Aðalvél skipsins er af gerðinni MANNHEIM og er 765 hestöfl við 850 snúninga á mínútu. Tvær hjálparvélar eru einnig af gerðinni MANNHEIM. I skipinu er háþrýstikerfi af RAPP gerð og öll fullkomnustu fiskleitartæki og má þar m.a. nefna höfuðlinumæli. Skipið er búið tveim radsjám KELVIN-HUGES sem draga 64 og 36 milur. Einnig má nefna að í skipinu er miðunarstöó, lóran, vegmælir, síma- og kallkerfi, út- varp, segulband og sjónvarp. Skipstjóri á FRÓÐA verður Pét- ur Jóhannesson og Sólbjartur Júlíusson 1. vélstjóri. Skipið verður afhent innan skamms og heldur þá strax til veiða. Loðnuveiðar bann- aðar á nóttunni frá Hrollaugseyjum vestur fyrir lngólfshöfða LOÐNUVEIÐAR hafa nú verið bannaðar að næturlagi á svæðinu frá Hrollaugseyjum og nokkuð vestur fyrir Ingólfshöfða. Er þetta gert til þess að vernda síld- ina, sem heldur sig á þessum slóð- um, en á nóttinni gengur sfldin á grynnra vatn en hún heldur sig á yfir daginn. I fréttatilkynningu frá sjávar- útvegsráóuneytinu segir, að i gær hafi verið sett reglugeró um bann við loðnuveiðum árið 1975. Er hér um að ræða bann á loðnuveiðum fyrir Norður- og Austurlandi á tímabilinu frá 1. marz til 15. maí, en frá 15. maí til 1. ágúst eru allar loðnuveiðar bannaðar. Sams kon- ar reglur voru í gildi á s.l. ári. Þaó nýmæli er hins vegar í reglugerð þessari að frá gildistöku hennar þar til öðru vísi verður ákveðið eru allar loðnuveiðar bannaðar innan fiskveiðilögsögunnar milli kl. 21.00 og 07.00 á svæði fyrir suðurströnd lslands, sem tak- markast að austan af 16° v. lgd. og að vestan af 17° v. lgd. I fréttatilkynningunni segir, að ákvæði þetta um bann við loðnu- veiðunum að næturlagi frá Hrol- laugseyjum og vestur fyrir Ing- ólfshöfða taki þegar gildi, og sé sett t.l verndar síldarstofninum, sem haldi sig nú á þessu svæði og blandist loðnunni á næturnar þegar síldin gangi á grynnra vatn en hún heldur sig á yfir daginn. Verði breytingar á þessum göng- um sildarinnar verða væntanlega gerðar samsvarandi breytingar á reglugerðinni, en þess er vænst af ráðuneytinu að ef það skyldi henda skipstjóra loðnubáta þrátt fyrir allt að fá sild, þá sleppi þeir slíkum köstum þegar i stað. Verð- ur fylgst með þvi hversu vel mun takast til i þessu efni. Leikfélag Neskaupstaöar sýnir verk Bertolts Brechts Leikfélag Neskaupstaðar gekkst fyrir leiklistarnámskeiði fyrir félaga leikfélagsins og kenn- ara í janúars.l. Leiðbeinandi var Erlingur E. Halldörsson og sóttu 12 manns námskeiðið sem byggð- ist á margvíslegum æfingum til að æfa þátttakendur í leikrænni tjáningu. Einnig var tekið mið af aðferðum og hugmyndum Bertolt Brechts, þar sem tilgangur leikfé- lagsins með námskeiðinu var m.a. Hætta við að sýna á Kjarvalsstöðum MORGUNBLADINU hefur nú borizt fréttatilkynning frá þeim Hringi Jóhannessyni og Leifi Breiðfjörð, þar sem skýrt er frá þvi, að þeir hafi afturkallað beiðnir um leigu á vestursal Kjar- valsstaða til sýninga á þessu ári. Leifur Breiðfjörð ætlaði að halda þar í vor sýningu á steind- um glermyndum og í haust ætlaði Hringur Jóhannesson að halda málverkasýningu. að vinna að dagskrá er byggðist á verkum Brechts. Erlingur E. Halldórsson leik- stýrir þessari dagskrá og þau verk sem valin hafa verið til flutnings eru þættirnir „Gyðingakonan", „Kritarkrossinn" og „spæjarinn", öll úr „Ótti og eymd i 3ja ríkinu", sem Brecht samdi um ástandið i Þýzkalandi nasista. Auk þess verða fluttir söngvar úr Túskild- ingsóperunni, sem Þjóðleikhúsið sýndi fyrir nokkrum árum. Sem titill þessarar dagskrár hefur verið valið tilsvar gyðinga- konunnar: „Þið verðið að finna ykkur nýja bridgefélaga". Áfengi stolið BROTIZT var inn í veitingastað- inn Silfurtunglið í fyrrinótt og þaðan stolið áfengi af barnum. I fljótu bragði varð ekki séð hve miklu var stolið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.