Morgunblaðið - 27.04.1975, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.04.1975, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen ég veit, en þú veizt ekki, af því þú- ert ókunnugur hérna syöra; settu þig niður! Æ, segðu mér það einhvern tíma seinna, sagði Indriði og horfði upp eftir melunum og sá, að stúlkurnar, sem þeir höfðu séð áður, voru snúnar aftur og voru þegar komnar að vörðunni; ég vil, að við göngum nú heim aftur og vitum, hvort ekki er búið að bera á borð fyrir okkur morgunverðinn. Þaó er og satt, ég er orðinn matlystugur aftur, þó ég gleypti laxinn í gær, sagði Sigurður og stóó upp aftur, en þarna eru stúlkurnar þínar komnar aftur; ég vissi það, að þær mundu fara hér um aftur; en hvaða lafalúði er það, sem kominn er í fylgi með þeim? Láttu mig sjá! Það er líkt honum kaupmanni Möller, já, það er enginn annar en hann! Nú, er þetta kaupmaður Möller? sagði Indriði og brá nokkuð við, svo aö Sigurður tók eftir því og lítur framan í hann og segir: Þekkir þú kaupmann Möller? Nei, en ég hef heyrt hans getið, sagði Indriði og leit aftur til þeirra Sigríðar, rétt í því þær gengu fram hjá vöróunni. Indriði þekkti þá glöggt, að annar kvenmaðurinn var Sigríður. Þekkir þú kvenmanninn, lagsmaður? Hvernig getur þú hugsað, að ég þekki hana? sagði Indriði. Ég þekki engan mann hérna syðra. Ég spyr þig að því, af því mér heyrðist þú segja áðan, að hún væri lík stúlku, sem þú hefðir þekkt fyrir austan. Já, en nú sé ég, að það er ekki sem ég hélt. Það var líklegra, en hitt sé ég, að kaupmaðurinn þekkir hana. Guð gæfi, að ég væri danskur eins og hann. Séróu ekki, hvernig hann hoppar og skoppar kringum þær, eins og hann sé á hjólum? Þetta kemur sér nú vel við stúlkurnar, að tarna. Æ, hvað varðar mig um það, sagði Indriði fremur önuglegur í svari. Það getur verið, lagsmaður. En hvað kemur til, að mér sýnist þú lítir eins illilega til hans eins og þig sárlangaði til að berja hann? HOGNI HREKKVISI Maður segir bara svona, Högni. Hvers vegna ætti mér að geta dottið það í hug? sagði Indriði. Hann hefur ekki gjört mér neitt illt, manntötrið, það ég viti. Meðan þeir ræddust þetta við, höfðu þeir gengið ofan af vörðunni og héldu nú beina leið heim eftir stignum. Þær stöllur og Möller fóru spölkorn fyrir og þó svo langt, að ekki máttu þeir heyra orðaskil á því sem þau ræddust við. Sigríður hafði tekið barnið á handlegg sér, því það var orðið þreytt af gangin- um; en kaupmaður gekk rétt við hliðina á henni og ræddi við hana, og það sá Indriði, að hún einu sinni leit um öxl, og sýndist honum hún festa snöggvast augun á sér, en leit aftur af honum, og þótti honum sem tillit hennar væri á þann hátt sem þá er menn líta á einhvern, er þeir þykjast þekkja, en geta þó ekki komið fyrir sig. Ekki töluðust þeir félagar meira við, og gengu þeir þannig niður í bæinn, að jafnan voru þær Sigríður góðan kipp á undan. Loks koma þær að húsi einu, og þar fara þær inn, en kaupmaður kveður þær, og sér Indriði, að hann tekur um leið í höndina á Sigríði. Þeir Indriði gengu heim, og var Indriði mjög svo daufur og fátalaður það eftir var dagsins; þóttist hann nú sjálfur hafa séð þess nokkur deili, sem hann af hendingu heyrði um getið um morguninn. Hann vill fyrir hvern mun hitta Sigríði; vissi hann nú og, hvar hún átti heima, og ásetur sér að ganga á fund hennar daginn eftir. En sem hann er að hugsa um þetta mál. dettur honum það í hug, að svo megi fara, að hann annaóhvort ekki hitti Sigríði heima, eða þó að hann finni hana, að hann þá geti ekki talað einslega við hana; virðist honum það því ráðlegast, að hann skrifi henni til bréf og hafi það með sér til vonar ogvara, aðhanngetiskiliðþað eftir þar í húsinu. Þetta gjörir hann og gengur síðan niður í bæinn og til húss Á. kaupmanns. Litlu fyrr en Indriði kom þar, var maddama Á. farin út. Hún átti kunningjakonu fram á Nesi og var stundum vön að ganga þangað, þegar gott var veður, með börn sín, og þetta sinn var hún þangað farin og Sigríður með henni, og leiddi hún börnin. Kaupmaður Á. var í búð, og var enginn heima nema Guðrún ein. Indriði ber þar að dyrum, og kom Guðrún þegar til dyranna. Indriði var svo klæddur, að hann var á bláum treyjufötum úr vaðmáli; Guðrúnu grunaði helzt, að gestur mundi vera einhver útróðrarmaður; henni þótti því réttast að hafa vaðið fyrir neðan sig og lauk stofunni ekki upp nema til hálfs og stóð svo á þrepskildinum og hélt annarri hendinni um sneril- inn, eins og hún vildi láta hann skilja, að þess konar menn væru menn vanir að láta afleysa erindi sín fyrir utan stofudyrnar, án þess að þeir væru leiddir í stofu. Indriði heilsar Guórúnu hæversklega og tekur síðan til orða: Strákurinn sem lék á tröllkarlinn sér inn í fjallið. „Hérna er ég búinn að ná í strákinn, sem tók silfurendurnar mínar og rúmteppið, dóttir mín góð,“ sagði risinn. „Nú skulum við fita hann dálítið, slátra honum svo og bjóða skyldfólkinu okkar í veislu.“ Þetta þótti dóttur tröllkarlsins þjóðráð, og svo var hann settur í afhelli einn lítinn og þar fékk hann allt það besta, sem hann gat óskað sér, bæði í mat og drykk, og eins mikið af öllu og hann vildi. mcötnorgunKoffinu I New York er risið hæsta hús í heiminum, The World Trade Cent- er. Stórbyggingin er 110 hæðir og því nokkru hærri en Empire State- byggingin. Þetta feikna mannvirki hefur risið á svæði þar sem áður voru rúmlega 160 hús og byggingar. Byggingin samanstendur af tveim skýjakljúfum, sem hvor um sig er nákvæmlega 412 metrar á hæð. — Þegar grunnurinn var grafinn var grafið fyrir sökklunum niður á 20 metra dýpi. Þarna undir gömlu byggingunum lágu göng neðanjarðar- brauta, sem á annað hundrað þús. manns fara um meó lestunum á hverjum degi. Það varð að flytja til neðanjarðar- göngin og aldrei mátti loka þeim einn einasta dag. Uppgreftinum frá skýjakljúfunum var ekið þangað sem hann var notaður til þess að gera nýtt land, sem er 95.000 fermetrar. 1 stórbygg- inguna hafa farið um 200.000 tonn af stáli og í rafleiðslur byggingar- innar yfir 3000 km eða álíka vegalengd eins og frá Kaupmannahöfn til Aþenu. Fimm þúsund manns hefur tekið þátt í smíði þessarar miklu byggingar, sem mun kosta um 850 milljónir Bandaríkjadala. Lyftu- kerfi hússins er mjög fullkomið að sjálfsögðu og ferðin upp tekur aldrei meir en tvær mfnútur þó svo þú ætlir þér upp á þá allra efstu, eða bara á miðhæðina. Arkitektar byggingar- innar eru Minoru Yamasaki og Emerý Roth. Hugmyndina að byggingunni á einn af Rockefellurunum, David, sem setti hug- myndina fram árið 1959. Ég er ekki alvön skrifstofu- störfum en er alltaf til taks þegar haldin eru skrifstofu- partf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.