Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1975 200 mílur 29 HINN 30. júní 1958 var sett reglugerð um útfærslu fiskveiðiland- helgi Islands úr fjðrum mílum í tólf, og skyldi hún ganga í gildi 1. september sama ár. Grundvöllur þessarar reglugerðar var lagður með setningu laga um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins árið 1948, en reglugerðin kom f framhaldi af friðunarreglugerðum, — frá 1950 um verndun fiskimiða fyrir Norðurlandi — og frá 1952, um verndun miða umhverfis landið allt. Þar markaðist grunnlína af fiskimiðum umhverfis landið, og skyldi fiskveiðilandhelgin verða 12 mílum utar. Reglugerðin gerði ráð fyrir því, að íslenzk skip mættu veiða innan hinnar nýju landhelgi upp að f jögurra mflna mörkunum. Helmurinn lilær allur að aðgjörð- um þeirra á Islandsmiðum Eiríkur Kristöfersson lét Bretann ekki eiga hjá sér en svaraði með annarri tilvitnun í Salómon: Því að til einskis liggur netið útþanið í augsýn allra fleygra fugla og slíkir menn sitja um sitt eigið lff, liggja f launsátri fyrir sjálfum sér. Þannig fer öllum sem fíknir eru í rangfenginn gróða: fíknin verður þeim að fjörlesti. Þessi orðaskipti urðu fleyg og birtust á forsíðum stórblaða víða um lönd. Um svipað leyti segir Eiríkur Kristófersson, að þarna sé fyrst og fremst um að ræða taugastríð, og telji hann, að Bretar verði fyrri til að bila á taugum en Islendingar, eins og raunar rættist. Undir þetta tók Þórarinn Björnsson skipherra á Ægi. Hann segir f viðtali við Mbl.: „Bretarnir vita víst ekki, að við höfum aldrei tapað stríði. Heimurinn hlær allur að aðgjörð- um þeirra á Islandsmiðum. Og það er að vonum, en þetta er ekkert venjulegt „stríð'*. Þetta er nefnilega taugastríð og þar er það ekki endilega aflsmunurinn, sem úrslitunum ræður." I sama streng tóku erlend blöð í auknum mæli, þar á meðal brezk. HEIMKOMA FANGANNA — HAMAR OG SIGÐ VIÐ HUN 1 náttmyrkrinu aðfaranótt laugardagsins 13. septem- ber komu níu menn gangandi að Aðalbílastöðinni í Keflavík. Þaðan óku þeir að lögreglustöðinni á staðn- um. Þarna voru komnir varðskipismennirnir níu, sem teknir höfðu verið herfangi 2. september og haldið um borð í Eastbourne i 11 daga. Herskipið hafði laumazt í áttina að Reykjanesi, siglt inn í landhelgina og sett mennina út í árabát. Um’20 mínútna róður var í land, en herskipið brunaði til hafs. Hér á landi var heim- komu mannanna fagnað, og létu þeir ekki illa af dvölinni um borð í Eastbourne. Áfram hélt þófið á miðunum. 3. október sigldi brezkur togari, Bancuo, á Ægi úti fyrir Langanesi er varðskipið ætlaði að stöðva veiðar togarans í landhelg- inni. Laskaðist Ægir nokkuð og braut togarinn stjórn- borðsbjörgunarbát varðskipsins, en slys urðu engin á mönnum. Bretar beittu ýmsum ráðum til að auka fjölbreytn- ina í þorskastríðinu. I október dró brezkur togari rússneska fánann að húni innan íslenzku landhelginn- ar. Tíðindin bárust til Moskvu frá fréttaritara Tass hér á landi, og var svo illa tekið, að sjálfur Gromyko, forseti Sovétríkjanna, gekk á fund brezka sendiherr- ans í Moskvu til að afhenda mótmælaorðsendingu sovézku stjórnarinnar. Og áfram héldu íslenzku varðskipin að reyna að verja landhelgina fyrir ágangi brezkra fiskiskipa, en við ofurefli brezka flotans var að etja. Þó skarst hvorki verulega í odda né heldur var gefizt upp. Stóð svo linnulftið í tvö ár. Islendingar sendu harðorðar mótmælaorðsendingar f óvinaherbúðirnar, og mátti heita, að þær væru orðnar fastur liður. Mótmælunum var í engu sinnt, heldur var haldið uppteknum hætti. Það var fyrst er alþjóðaráðstefna um réttarreglur á hafinu hófst í Genf árið 1960, að Bretar létu af hernaðarlegum afskiptum á Islandsmiðum. MIÐAR 1 SAMKOMU- LAGSATT Sumarið 1960 ákváðu ríkisstjórnir Islands og Bret- lands að hefja samningaviðræður. Frá því að útfærsla landhelginnar fór fram 1. september 1958 höfðu tvisvar orðið stjórnarskipti hér á landi. Vinstri stjórn- in fór frá síðast á árinu 1958. Við tók minnihlutastjórn Alþýðuflokksins og sat hún fram á sumar 1960. Þá tók við völdum Viðreisnarstjórn Sjálfstaeðisflokks og Al- þýðuflokks undir forsæti Ólafs Thors. Fyrsta skrefið í samningaviðræðunum var fundur Ölafs Thors og brezka forsætisráðherrans, Harolds Macmillan, í septembermánuði 1960, en þá var Macmillan á leið á allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna. Að fundinum loknum lýstu báðir yfir því, að viðræður hefðu verið vinsamlegar, og Iétu þeir í ljós vonir um að árangur yrði af áframhaldandi samninga- umleitunum. I kjölfar Macmillans kom brezk sendinefnd til Reykjavíkur í októbermánuði, auk þess sem utanríkis- ráðherrar landanna, Guðmundur I. Guðmundsson og Sir Alec Ðouglas-Home, áttu viðræður um málið í París í desember, en þar stóð þá fundur utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalagsins. SAMNINGAR TAKAST Niðurstaða þessara margþættu samningaviðræðna kom í ljós 27. febrúar 1961. Þá flutti ríkisstjórn íslands tillögu til þingsályktunar um að Alþingi heimilaði ríkisstjórninni að leysa fiskveiðideiluna við Breta með eftirfarandi skilyrðum: 1. Bretar viðurkenndu þegar í stað 12 mílna fisk- veiðilandheigi Islands. 2. Bretar viðurkenndu þýðingarmiklar grunnlínu- breytingar á fjórum stöðum umhverfis landið, og fæli þetta í sér stækkun fiskveiðilandhelginnar um 5065 ferkílómetra. 3. Brezkum skipum yrði heimilað að veiða á tak- mörkuðum svæðum á milli 6 og 12 mílna marka innan landhelginnar. Skyldu þessar heimildir gilda í þrjú ár og aðeins takmarkaðan tíma á ári hverju. 4. Ríkisstjórn Islands lýsti því yfir, að hún myndi halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar Al- þingis frá 1959 um útfærslu fiskveiðilögsögunnar við Island, og að ágreiningi um hugsanlegar aðgerðir skyldi vísað til Alþjóðadómstólsins. Þingsályktunartillagan var samþykkt með 33 at- kvæðum þingmanna stjórnarflokkanna gegn 27 at- kvæðum þingmanna Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins. I Lundúnum var það haft eftir áreiðanlegum heimildum, að samkomulag hefði raunverulega tekizt er Guðmundur 1. Guðmundsson og Sir Alec ræddust þar við rétt fyrir jólin. Áður en þetta var höfðu Islendingar lýst sig reiðu- búna til að vísa landhelgisdeilu við Breta til Alþjóða- dómstólsins, m.a. árið 1952. Af því varð þó ekki, þar sem brezka ríkisstjórnin taldi vandkvæði á því að tryggja, að skilyrðum Islendinga um afnám löndunar- bannsins yrði fullnægt. Viðbrögð við samningunum voru á ýmsan veg, svo sem vænta mátti. Togaramenn í Bretlandi kváðu samningana vera svik við brezka fiskimenn, og yrði afleiðing þeirra atvinnuleysi og tekjumissir í brezkum fiskiðnaði. Islendingar fögnuðu hins vegar ákaflega, og daginn eftir að samningar tókust var fyrirsögnin með „styrjaldarletri" yfir þvera forsíðu Morgunblaðsins: STÓRSIGUR ÍSLANDS. Islenzku varðskipsmennirnir við heimkomuna til tslands. Aftari röð frá vinstri: Björn Baldvinsson, Guðmundur Sörlason, Ólafur Gunnarsson, Guðmundur Karlsson, Hrafnkell Guðjónsson og Olafur Valur Sigurðsson. Fremri röð: Jóhannes Elfasson, Hörður Karlsson og Karl Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.