Morgunblaðið - 15.10.1975, Page 46

Morgunblaðið - 15.10.1975, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTOBER 1975 Landhelgisgæzlan ekki nógu vel útbúin: „Verður hægt að verja þessa stóru landhelgi?" „Það vitum við ekki og það er víst bezt að segja sem minnst um landhelgisgæzluna, en hins vegar er það ljóst að hún getur aldrei varið 200 mflna mörkin nákvæmlega." „Á að semja við Breta og Þjóðverja?" „Við eigum ekki að tala við Þjóðverja en við eigum að semja við Breta til skamms tíma og lofa þeim að vera f 1—2 ár að veiðum utan við 50 mílna mörkin. Þjóðverjar hafa hins vegar hagað sér þannig gagn- vart Islendingum, að það er engu líkt. Og ef við eigum að ræða við þá, verða þeir fyrst að sjá um að tollfvilnanir íslands gagnvart Efnahagsbandalagi Evrópu taki gildi.“ Gæzlan þarf fleiri skip Skipverjar á Svani RE eru að gera skipið klárt til síldveiða, en það hefur verið í viðgerð að undanförnu. Aftur á bátapalli hittum við Ragnar Ingibergs- son stýrimann og hann sagði m.a.: „Mér lfzt vel á útfærsluna eins og flestum. Ef útfærslunni verður framfylgt og landhelgin varin af einhverju viti, þá er þetta sennilega lokaáfangi okkar í landhelgismálum." „En finnst þér landhelgis- gæzlan nógu vel búin skipa- kosti og flugvélum til þess að hægt sé að verja þessa víðáttu- miklu lögsögu?" „Það er ekkert vafamál að gæzlan þyrfti að hafa fleiri skip til þess að sinna sfnu hlutverki betur.“ „Á að semja við Þjóðverja eða Breta?“ „Við eigum ekki að semja við þá og eigum ekki að semja við útlendinga." „ Viö skulum aðeins semja í stuttan tíma” Rætt við nokkra sjómenn um 200 mílna útfærsluna Erfitt að verja stóra lög- sögu „Mér lízt mjög vel á út- færsluna," sagði Ingimundur Magnússon skipstjóri og aðal- eigandi Svans, „annars held ég að við þurfum að vera vel vak- andi yfir öllum hræringum f þessum málum. Þá er land- helgisgæzlan ekki nógu vel út- búin, því þetta er geysileg vfð- átta, sem þarf að verja. Ef vel á að vera þarf landhelgisgæzlan bæði fleiri skip og flugvélar, enda mjög erfitt fyrir fá skip að verja lögsöguna." „Hvað viltu segja um samninga við aðrar þjóðir?" „Bezt væri að þurfa ekki að semja, en svo getur farið að það þurfi að semja við Breta og eða Þjóðverja á einhvern hátt, en það verður þá að vera til skamms tíma og helzt alls ekki hleypa þeim inn fyrir 50 milna mörkin." {>.0. ÞAÐ er stór dagur I augum flestra sjómanna landsins I dag, þegar Islendingar ná þeim áfanga að ráða nú yfir land- grunninu öllu. t tilefni út- færslu fiskveiðilögsögunnar I 200 mflur skrapp Mbl. niður að höfn f gær og ræddi þar við nokkra sjómenn, sem voru að störfum I skipum sfnum. Sumir voru að landa fiski, aðrir að mála skipin, verið var að skipta um vél I einu og eitt skipanna var að fara á sfldveiðar. Sjómennirnir voru einkum spurðir um þrennt, útfærsluna, landhelgisgæzluna og samninga við aðrar þjóðir. Landhelgisgæzlan ekki nógu vel búin tækjum „Mér lfzt vel á útfærsluna," sagði Atli Örvar vélstjóri á Kóp RE, en þegar okkur bar að garði var verið að ljúka við löndun á 16 tonnum af fiski sem báturinn hafði fengið á 7 dögum. „Vonandi á útfærslan eftir að bera einhvern árangur, þannig að við öflum meir en nú. Um þessar mundir er allt dautt á miðunum og mikið þarf að hafa fyrir þvf að ná í fiskinn. Þá eigum við ekki lengur að láta erlenda togara skaka á okkar miðurn." „Telur þú þetta vera lokaáfangann í landhelgis- baráttu íslendinga?" „Sennilega er þetta loka- áfanginn, en hins vegar má reikna með að einhverjar breyt- ingar verði á landhelgismálum f framtíðinni.“ „Finnst þér landhelgisgæzlan nógu vel búin tækjum, þannig að hún geti varið landhelgina?" „Að mínu mati er hún ekki nógu vel búin. T.d. þarf hún fleiri flugvélar og það þarf ekki að sjá eftir þeim aurum, sem til þeirra kaupa renna. Hins vegar held ég að skipin séu orðin nógu mörg. Þá held ég, að við eigum ekki að semja við Breta og Þjóðverja.“ Ekki lokaáfanginn „Það var orðið bráðnauðsyn- legt að færa út landhelgina, þvf við verðum að hafa yfirráð á hafsvæðinu kringum tsland. Ég held þó að þetta verði ekki loka- áfangi okkar í landhelgis- málum, þvf varla verður alltaf miðað við einhverjar vissar fjarlægðir," sagði Sigurður Petersen stýrimaður á Kóp. „Getur landhelgisgæzlan varið þessa stóru fiskveiðilög- sögu?“ „Það held ég ekki. Land- helgisgæzlan hefur aldrei verið nógu vel útbúin, hvort sem við höfum haft fjögurra, tólf eða fimmtfu mílna fiskveiðilög- sögu. Þó svo að við færum fisk- veiðilögsöguna út í 200 mílur, þá er svæðið sem varðskipin þurfa að gæta, lítið stærra en áður, því miðin hér við land eru þau sömu. Með betri flugvéla- kosti er hægt að hafa miklu betra eftirlit en nú úr lofti, en ég vil ekki tjá mig og hef ekki þekkingú til að segja hvaða flugvélar ætti að kaupa.“ „Eiga Islendingar að semja við Breta og Þjóðverja?“ „Ég held að það verði slagur, hvort sem við semjum eða ekki. Ummæli brezkra ráðamanna nú nýverið gefa heldur ekki tilefni til samninga, og þvi ættum við ekki að leggja neina áherzlu á samninga við þá. Og ef af samningum verður á ekki að Ingimundur Magnússon Kunnum ekki að nýta landhelgina Um borð i Arnarnesinu hitt- um við eiganda þess og skip- stjóra Jón Guðjónsson. Hann sagði okkur að verið væri að skipta um vél í bátnum og um leið væri tækifærið notað til að „skvera“ hann vel. Þegar Mbl. spurði Jón um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar f 200 mflur sagði hann: „Það var nauðsynlegt fyrir okkur að færa út landhelgina í 200 mílur og hefði átt að vera búið að því. Hins vegar er ég handviss um, að við höfum ekkert að gera með þessa stóru landhelgi, þar sem við kunnum ekki að nýta hana. Það verður að vera mikil breyting á, ef hrossakaup og vitleysa eiga ekki að vera allsráðandi, þegar kemur að friðunaraðgerðum og vísindalegri nýtingu land- helginnar.“ „Er þetta lokaáfangi íslands í útfærslumálum?" „Það held ég, komumst við miklu lengra út?“ „En landhelgisgæzlan er hún nógu vel búin og eigum við að semja við Breta og Þjóðverja?" „Gæzlan er alveg nógu vel undirbúin til að verja þessa landhelgi okkar. Og við eigum skilyrðislaust að semja við Breta og Þjóðverja um veiðar inn að 50 mílna mörkunum. Við höfum hvorki bolmagn né efni á þvi að semja ekki við þessar þjóðir. Sjálfir seilumst við eftir afla upp f fjörusteina annars- staðar og mótmælum kvóta- skiptingum, sem samþykktar eru og á ég þar við okkar fram- hvað þeir vildu segja um út- komu varðandi sildveiðar í færsluna. Norðursjó." „Tvö hundruð mflurnar eru Bræðurnir Stefán og Guð- bjartur Einarssynir Frá höfninni, varðskipið Þór f baksýn. — Ljósm. Mbl.: Brynjólfur. Ragnar Ingibergsson Sigurður Petersen Semja yið Breta en ekki Þjððverja Uti við Granda lá Aðalbjörg RE og voru eigendur hennar, bræðurnir Stefán og Guðbj'art- ur Einarssynir, að mála bátinn þegar Mbl. bar að garði. Að sjálfsögðu spurðum við þá fyrst Jón Guðjónsson það sem koma skal víða um heim. Og að sjálfsögðu er þetta lokaútfærsla okkar, þvf ekki getum við fiskað á botnlausu vatni. Núna verður að nota tækifærið og stöðva algjörlega smáfiskadrápið sem er hreint hryllilegt."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.