Morgunblaðið - 15.10.1975, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.10.1975, Qupperneq 47
47 Sjálfstæðisfélögin: Fundur um útfærsluna í 200 mílur SJALFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík efna í kvöld til fundar um útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mflur. Fundurinn verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu og hefst klukkan 20.30. A fundinum munu Geir Hall- grímsson, forsætisráðherra og Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, flytja ræður. Leiðrétting I FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um sýningu Ragnars Páls listmál- ara á Kjarvalsstöðum féllu niður gæsalappir á kafla f fréttatilkynn- ingu frá Ragnari Páli þar sem sagði m.a.: „Sýning Ragnars Páls er opin daglega kl. 16—22 til sunnudagskvölds 19. október og þar fær almenningur að kveða upp sinn dóm um réttmæti ákvörðunar sýningarráðs Kjar- valsstaða, sem að meirihluta var skipað listamönnum, en það var núverandi hússtjórn, sem leyfði Ragnari Páli að sýna að Kjarvals- stöðum.“ — Sjómenn Framhald af bls. 48 ingu vegna óhagstæðrar stærðar- flokkunar á fiski og ört minnk- andi afla. Mest vegna þess að fiskimenn fá ekki raunverulegt verð til skipta. Okkur er ekki unnt að skilja hvers vegna fiski- menn einir allra stétta þurfi að lækka í launum þegar laun ann- arra stétta hækka svo sem fram kemur I nýlegu hækkuðu land- búnaðarverði og ýmissi þjónustu. Einnig lýsum við vantrausti á fulltrúum sjómanna, útgerðar- manna og oddamann sem sæti eiga f Verðlagsráði sjávarúfvegs- ins. Krefjumst við lagfæringa á fiskverði okkur til hagsbóta og teljum hæfilegan frest eina viku svo róðrar ekki falli niður og öll forsenda hlutaskipta sé ekki al- gjörlega brostin." Morgunblaðið hafði í gærkvöldi samband við Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra og spurði hann um skeytið frá bátaflotan- um. „Það er rétt,“ sagði Matthías, „að fjöldi skipa hefur sent mér skeyti sem sjávarútvegsráðherra, en ég vil taka fram að hér er um alvarlega missögn að ræða hjá þeim sem standa fyrir þessari undirskriftasöfnun. Ég vil vekja athygli á þvf að fiskverð hækkaði frá 1. jan. s.l. um 14,5—15%, frá 1. júní s.l. um 11—12% og frá 1. okt. um 4,5—5%. Hér er allt miðað við ársafla, en miðað við haustafla er hækkunin um 3,3% nú. I áætlunum Verðlagsráðs um skiptingu S þorski á vetrarvertfð, þ.e. jan.—maf, var reiknað með að 41,8% væri í stærsta flokki (75 sm og yfir), 41,5% í millistærð (54—74 sm) og 16,7% smáfiskur (43—54 sm). í reynd miðað við þann fisk sem kom á land á vetrarvertíð og umreiknaðist sem óslægður fisk- ur upp á 151 þús. tonn, voru 20200 tonn óflokkuð. Þar var yfirstærð, 75 sm og yfir, alls 68,7% og milli- stærð 27,8% og 3,5% var smáfisk- ur. Þetta þýðir ekki að stærð fisksins hafi verið þessi, heldur verð, en hins vegar er mér alveg ljóst að það er betri útkoma á þessum árstíma en öðrum. Nú er verðjöfnunarsjóður fisk- iðnaðarins tómur að undanskil- inni saltfiskdeild. Þvf hefur rfkis- sjóður, til þess að greiða fyrir því að fiskverð næðist, heitið þvf að ganga i ábyrgð fyrir verðjöfn- unarsjóðinn til áramóta, en ætlað er að þessi ábyrgð muni nema allt að 45 milljón kr. á haustvertfð. Viðmiðunarverð verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins námu um 1860 millj. kr. og talið er að þau muni nema á þessu ári 2100 millj. kr. miðað við núverandi gengis- skráningu og markaðsverð. Þetta er f fyrsta skipti sem rfkissjóður verður á þennan hátt að ganga f ábyrgð fyrir Verðjöfnunarsjóð. Ástæðan er of lágt verð á öllum afurðum erlendis á undanförnum tæpum tveimur árum. Það þarf hins vegar engan að undra þótt það verði lækkun á millistærð ufsa ef við lítum á það að frystur ufsi er seldur á 63,50 kr. pundið miðað við sif-verð en þorskur að meðaltali á 119,75 kr. pundið miðað við sif-verð, en þetta meðal- verð er reiknað af blokk og frystum fiskiflökum. Meðalverðið á ýsu er 115 kr„ 118 kr. á steinbít og 77 kr. á karfa. Samkvæmt ákvörðun verðlagsráðs verður mest hækkun á stærsta þorsk- inum, eða úr 42,80 kr. kg í 47 kr. og millistærð úr 35,80 f 38 kr. Steinbíturinn hækkar úr 25,10 í 26 kr. og karfi úr 19. kr. í 19.50. Stórufsi stendur í stað f 26,50, en millistærðin lækkar úr 20,60 kr. f 17.50. I heild, eins og ég hef áður sagt, er um hækkun á fiskverði að ræða en ekki lækkun og því hljóta þessar fréttir að vera rang- túlkaðar fyrir sjómönnum. Við stöndum nú frammi fyrir því, tslendingar, að Verðjöfnun- arsjóður er tómur og afurðaverð okkar engan veginn nægilega hátt miðað við framleiðslukostnað, en leiðin til þess að sigra þessa erfið- leika er ekki sú að sigla í höfn og hætta veiðum, því ríkissjóður getur á engan hátt staðið undir aðalatvinnuvegi iandsins, það er aðalatvinnuvegurinn sem hefur fyrst og fremst staðið undir þjóðarbúskapnum og þegar syrtir í álinn eins og nú gerir þá þýðir ekkert að snúast við vandanum á annan hátt en taka á honum og sigrast á honum. Hins vegar er mér bæði ljúft og skylt að taka fram að ég tel að mörg störf I landi séu allt of hátt launuð miðað við störf sjómanna. Staða útgerðarinnar er mjög slæm og við verðum því fyrst og fremst að hugsa um að halda eðlilegri starf- rækslu atvinnuveganna þar til úr rætist. Hins vegar finnst mér mjög óverðskuldað það vantraust sem kemur fram í skeytinu f garð þeirra manna sem vinna að verð- lagningu sjávarafurða lögum sam- kvæmt, þvf að þeir eiga við ákaf- lega mikla erfiðleika að etja og hafa lagt sig alla fram um það að gera sitt til þess að leysa I bili þennan mikla vanda.“ Morgunblaðið hafði einnig sam- band við Ingólf Ingólfsson full- trúa Farmanna- og fiskimanna- sambandsins f Verðlagsráði og yfirnefnd. Hann sagði um skeytið: „Þeir sem standa að sendingu skeytisins gefa ákveð- inn frest til lagfæringa, eins og þeir orða það, en þeir benda þó ekki á nein sérstök atriði og virðast ekki heldur hafa kjörið sér neina talsmenn sem að sjálf- sögðu þyrfti ef til viðræðna ætti að koma. Það er hins vegar ekki óeðlilegt að töluverðrar óánægju gæti, en þetta mál er eins erfitt að eiga við eins og raun ber vitni. Að þessu sinni erum við fulltrúar seljenda kallaðir sökudólgarnir og kemur þar vel á vonda, en við teljum að aðstæður séu þannig að við höfum gert svo rétt sem við gátum miðað við aðstæður og for- sendur sem lögin ætla okkur að vinna eftir, en við erum bundnir lögum um verðákvörðun í megin- atriðum. Hins vegar ef við gætum ákveðið fiskverð án slíks tillits, þá væri gaman að lifa. Staða Verðjöfnunarsjóðs er skýr, tómur, en hann hefur greitt verulega með verðinu til selj- enda, því markaðsverð er iægra á mörgum tegundum framleiðsl- unnar en svo að það borgi sig hreinlega að veiða þær tegundir og ,þar á meðal er ufsinn eitt mesta vandamálið um þessar mundir. Það má lfka taka það fram að það er erfitt að gera samanburð í snöggu bragði t.d. miðað við fisk- verð í Færeyjum eins og gert hefur verið. Þar er verðjöfnunar- sjóður í gangi sem greiðir helm- ing ufsaverðsins til seljenda og þessi mál eru svo margslungin að það þarf að huga að mörgu áður en hægt er að taka afstöðu í við- miðun, en á morgun verður nýtt fiskverð ákveðið í Færeyjum svo þar er ekkert víst heldur." Kristján Ragnarsson, formaður LltJ, sagði um skeytið: „Það gætir örugglega mikils misskilnings í þessu máli, eða að mennirnir hafa ekki haft næga vitneskju um verðákvörðunina, því að f henni felst verðhækkun, sem nemur 3,3—4,6% eftir þvi hvort miðað er við væntanlegan haustafla eða ársafla. Það hefur komið skýrt fram f fréttum hvert afurðaverð er nú á fiskafurðum okkar og hver staða verðjöfnunar- sjóðs er. Verðlagsráð á þvf ekki annarra kosta völ en að miða við þær staðreyndir, en það hefur hins vegar ekki aðstöðu til að leysa efnahagsvanda þjóð- arinnar." + Innilegar þakkir sendum við öll- um þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför elskulegs sonar okkar og bróður, RÚNARS ' BJÖRGVINSSONAR. Björgvin Sveinsson, Hólmfrlður Vigfúsdóttir, og systkini hins látna. Móðursystir mín, + SOFFÍA JÓHANNSDÓTTIR, Hverf isgötu 112, lézt i Landakotsspltala mánudaginn 13. október. Fyrii hönd vanda- manna, Arndfs Stefánsdóttir. Systir okkar. + SVAVA THORDERSEN, Ölduslóð 4, Hafnarfirði, andaðist 14 október Sigrfður Thordersen, Helga Thordersen, Stefán Ó. Thordersen. t Ástkær eiginkona min, móðir, tengdamóðir og amma. HULDA ANDRÉSDÓTTIR, Sogavegi 210, Reykjavík, andaðist i Borgarspitalanum 1 3. þ.m. Stefán Þ. Gunnlaugsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Kveðjuathöfn um móður okkar, tengdamóður og ömmu, VIGDÍSI LYDÍU SIGURGEIRSDÓTTUR, frá Ólafsvik, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16 október kl. 3 e.h. Jarðsett verður frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 1 8. október kl. 2 e.h. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför, KARLS G. PÁLSSONAR, Grettisgötu 48 B, Sérstakar þakkir færum við stjórn og starfsmannafélagi bifreiðastöðvar- innar Bæjarleiða Jóna V. Guðjónsdóttir, Ólafur G. Karlsson, Guðrún A. Árnadóttir og barnabörn. + Þökkum af alhug, samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar, fósturföður, tengdaföður afa og langafa, JÓNASAR JÓNSSONAR, f.v. kaupmanns. Sérstakar þakkir færum við stjórn og kór Filadelfiusafnaðarins. Guðrun S. Jónasdóttir Guðbjörn Bjarnason Bergdís R. Jónasdóttir Guðm. H. Sigurðsson Ingólfur R. Jónasson Marta Jónsdóttir Jóhann M. Jónasson Sigriður Gunnarsdóttir Sigurður Sigurðsson Margrét Eggertsdóttir Björgvin K. Grfmsson Ásta M. Guðlaugsdóttir barnabörn og barnaharnabörn. + Útför föður okkar KARLS WÍUM VILHJÁLMSSONAR verður gerð frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 10.30. 16. október klukkan * Helga Wíum Brynjólfur Wíum + Móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma, RUTH JÓNSDÓTTIR frá Patreksfirði, lést i Vífilsstaðaspltala aðfaranótt 14 október Sigurður Jónasson, Hildur Bjarnadóttir, Álfheiður Jónasdóttir, Jakob Ágústsson, börn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför ÁSGEIRS JÓNSSONAR, Kópavogsbraut 80. Jóhanna Sigurðardóttir, Björn Ásgeirsson. Jón Snorri Ásgeirsson, Sigurður Ásgeirsson. + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu og móður okkar ÖNNU VÍDALÍN PÁLSDÓTTUR. Durihaga 1 7. Reykjavfk Valdimar Hildibrandsson, Guðjón Már Valdimarsson. Páll B. Vfdalfn Valdimarsson. + Hjartans þakkir til allra er vottuðu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar STEINUNNAR PÁLSDÓTTUR, Fögrubrekku 1, Kópavogi. Fyrir hönd ættingja Jón Þorvaldsson. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát, sonar okkar og bróður HAUKS KRISTJÁNSSONAR Ágarðsveg 7. Húsavfk. Gerður Björnsdóttir Kristján Arnljótsson Björn Kristjánsson Sigurbjörg Kristjánsdóttir Hulda Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.