Morgunblaðið - 09.06.1976, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUK 9. JUNÍ 1976
Engar viðræður
við útvarpsmenn
Málið lagt fyrir kjaranefnd í dag
ENGAR viðræður hafa farið fram
milli fulltrúa Starfsmannafélags
útvarpsins og fjármálaráðu-
neytisins vegna sérkrafna starfs-
Sauðárkrókur:
Fundur for-
sætisráðherra
verður í kvöld
GEIR Hallgrfmsson, forsætisráð-
herra, efnir til fundar í félags-
heimilinu Bifröst á Sauðárkróki f
kvöld kl. 20.30 og er fundurinn
öllum opinn. Mun forsætisráð-
herra halda ræðu og svara fyrir-
spurnum fundargesta. Þetta er
fyrsti fundurinn af fjölmörgum,
sem forsætisráðherra mun efna
til með fbúum í hinum ýmsu kjör-
dæmum landsins, en næsti fund-
ur verður á Blönduósi annað
kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.30.
Á föstudag heldur forsætisráð-
herra fund á Húsavík og á laugar-
dag á Akureyri.
fólks útvarpsins en að sögn Dóru
Ingvadóttur, formanns Starfs-
mannafélagsins, er nú af þeirra
hálfu verið að undirbúa tiltekin
gögn til að leggja fyrir kjara-
nefnd. Yfirvinnubann útvarps-
manna verður eftir sem áður f
gildi og hafði það þau áhrif um
hvftasunnuna að engar fréttir
voru f útvarpinu hvorki á sunnu-
Framhald á bls. 47.
Þórólfur Gunnar Tryggvason
23 ára gamall maður
drukknaði í Núpá
Akureyri 8. júní.
ÞÓRÓLFUR Gunnar Tryggvason,
23 ára, drukknaði í Núpá f Sölva-
dal, aðfararnótt hvítasunnudags.
Hann var einhleypur og til heim-
ilis hjá foreldrum sfnum á Litla-
Hamri f Öngulsstaðahreppi. Hann
lætur eftir sig þriggja ára gamlan
son.
Átta menn fóru með fjárrekstur
fram á afrétt á laugardagskvöld,
og var Þórólfur meðal rekstrar-
manna. Þeir voru á heimleið og
komnir norður fyrir eyðibýlið
Kerhól f austanverðum Sölvadal
um klukkan 2,30 um nóttina
þegar Þórólfur heitinn tók sig
útúr hópnum og reið niður að
ánni, þar sem venjulega er vað,
beint á móti Draflastöðum, en á
þeim bæ býr fólk, sem Þórólfur
heitinn þekkti vel.
Áin var í hrokavexti þessa nótt
og á þessum slóðum fellur hún í
þröngum gljúfrum með iðum og
straumköstum. Þórólfur hafði tvo
til reiðar og komst klakklaust út f
miðja ána, en þar hreif straumur-
inn hesta og mann og færði allt í
kaf. Þeim skaut upp litlu neðar og
þá hékk I Slfur enn í hestinum,
en sökk svo aftur og hvarf.
Hestarnir komust lifandi í land.
Einn rekstrarmanna gerði til-
raun til að ná Þórólfi neðar i ánni
en það var vonlaust. Rekstrar-
mennirnir hófu þegar leit og
einnig voru Flugbjörgunarsveitin
og hjálparsveit skáta á Akureyri
fengnar til aðstoðar. Lík Þórólfs
fannst svo um klukkan hálf niu á
hvítasunnudagsmorgun, skammt
frá Melgerði, þar sem Núpá fellur
í Eyjafjarðará, um 9 km frá slys-
staðnum. Sv. P.
Landshappdrætti
S j álf stæðisflokksins
(Ljósm. Mbl.Ól.K.M.)
Farþegar Sunnu sem fóru með flugvél Arnarflugs til Malaga á laugardag en nýstúdentar úr Verzlunar-
skólanum voru þar f jölmennir.
lM
Ljósm.: Emilía.
ÞESSI brúðhjón koma úr sitthvorri áttinni. Hann
kemur frá Bandaríkjunum, en hún frá Danmörku.
Þau k.vnntust á Islandi og gengu í heilagt hjóna-
band í Mosfellskirkju laugardag fyrir hvítasunnu.
Hún heitir Gitte Nielsen og er dóttir sendiherra
Dana á tslandi, en hann heitir Richard Irving og er
sonur fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á tslandi.
V-þýzkur
togari var
sviptur veiði-
réttindum
hér við land
Yfir 60 erlend
skip á veiðum
YFIR 60 erlend fiskiskip voru
hér við land f gær samkvæmt upp-
lýsingum formælanda Land-
helgisgæzlunnar. Þar á meðal
voru 24 brezkir togarar og var 21
þeirra á veiðum úti af Vestfjörð-
um á svæðinu frá Straumsnesi að
Víkurál en þrír voru fyrir austan
landið, þar af einn á siglingu.
Varðskipsmenn hafa undan-
farna daga farið um borð í mörg
innlend og erlend fiskiskip og
kannað veiðarfærabúnað þessara
skipa. Ekkert athugavert hefur
komið i ljós nema um borð í ein-
um v-þýzkum togara — Bremer-
haven — en sá reyndist vera með
klæddan vörpupoka. Eftirlitsmað-
ur frá þýzku aðstoðarskipi fór um
borð í togarann og staðfesti hann
mælingar varðskipsmanna. Verð-
ur Bremerhaven þar með strikað-
ur af skrá yfir þau skip sem hér
við land mega veiða.
Alls var í gær hér við land 21
v-þýzkur togari, vart varð Við einn
belgískan togara og tvo færeyska
auk þess sem allmargir færeyskir
og norskir fiskibátar voru að veið-
um hér við land.
Þyrlur sóttu hrakta og sjúka
útlendinga upp á hálendið
SLYSAVARNAFÉLAGINU barst
tvfvegis aðstoðarbeiðni um hvfta-
sunnuna vegna erlendra ferða-
langa f óbyggðum tslands, og voru
þyrlur fengnar til að sækja fólkið
f bæði skiptin.
Að því er Hannes Hafstein,
framkvæmdastjóri SVFl, tjáði
Mbl. í gær, var það á laugardag að
Slysavarnafélaginu barst beiðni
um aðstoð um Hveravelli vegna
fjögurra útlendinga sem lent
höfðu í hrakningum þar ekki alls
fjarri. Voru þetta Svisslendingur,
Austurríkismaður og tveir Þjóð-
verjar sem ætluðu fótgangandi
norður Kjöl til Blönduóss.
Þeir komu til Hveravalla á
föstudag eftir erfióa göngu allt
frá Sandá en héldu síðan sem leið
liggur norður eftir. Gekk sú ferð
greiðlega allt þar til þeir komu að
Seyðisá. Var flóð í henni og
straumur mikill en útlendingarn-
ir freistuðu þess þó að fara yfir
ána í bandi. Þegar til kom reynd-
ist áin of straumþung svo að þeir
fóru á bólakaf i ánni og náðu
landi við illan leik, einn þeirra
brákaður á mjöðm en annar með
meiðsli á hné.
Af hálfu SVFl var kannað
hvort nokkur farartæki væru
nægilega nærri til að sækja menn-
ina en í ljós kom að það yrði of
seinlegt, svo að varnarliðið var
fengið til að senda þyrlu eftir
mönnunum og flutti hún þá til
borgarinnar.
Á hvítasunnudag barst SVFÍ
sfðan hjálparbeiðni frá langferða-
bifreið frá Guðmundi Jónssyni,
sem var uppi við Drekagil. I bíln-
Framhald á bls. 47.
DREGIÐ var hjá borgarfógeta f landshappdrætti Sjálfstæðis-
flokksins 4. júnf s.I.
Upp komu eftirtalin vinningsnúmer:
Nr. 35291 Kanarfeyjaferðir Flugleiða fyrir 2.
Nr. 74167 Kanaríeyjaferðir Flugleiða fyrir 2.
Nr. 29133 Kanarleyjaferðir Flugleiða fyrir 2.
Nr. 231 Til New York með Flugleiðum fyrir 2.
Nr. 3505 Mallorkaferðir Urvals fyrir 2.
Nr. 19440 Mallorkaferðir Urvals fyrir 2.
Nr. 57877 Mallorkaferðir Urvals fyrir 2.
Nr. 27804 Mallorkaferðir Urvals fyrir 2.
Nr. 37841 Ibizaferðir Urvals fyrir 2.
Nr. 74623 Ibizaferðir Urvals fyrir 2.
Nr. 46867 Ibizaferðir Urvals fyrir 2.
Nr. 50789 Ibizaferðir Urvals fyrir 2.
Nr. 1676 Til Kaupmannahafnar með Flugieiðum fyrir 2.
Nr. 74116 Til London með Flugleiðum fyrir 2.
Eigendur ofantaldra vinningsmiða framvfsi þeim f skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins, Bolholti 7, Reykjavfk.
(FróttatilkynningJ
Arnarflug fór fyrstu ferð-
ina fyrir Sunnu til Malaga
NYJA flugfélagið — Arnarflug — flaug utan með fyrstu
farþega sfna sl. laugardag. Var flogið til Malaga með
farþega á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu.
Að sögn Gunnars Þorvaldssonar
hjá Arnarflugi eru fastar leigu-
ferðir félagsins að hefjast um
þessar mundir. Flugvél félagsins
flytur t.d. reglulega sólarlanda-
farþega Sunnu og Samvinnuferða
en auk þess eru inn á milli leigu-
ferðir með einstaka hópa. T.d.
kemur flugvélin í næstu viku með
farþegahóp frá Dusseldorf fyrir
þýzka ferðaskrifstofu og er
áætlað að þaðan verði reglulegar
ferðir hingað til lands með ferða-
mannahópa á hverjum laugardegi
i sumar. Einnig eru í ráði ferðir
með iþróttamannahópa og sitt-
hvað fleira kvað Gunnar félagið
vera með í takinu.
Þegar flugvélin fór í sína fyrstu
ferð var hún að koma beint úr
skoðun og var þvi verki raunar
ekki alveg lokið, þvi að enn er
eftir að mála flugvélina algjör-
lega og ganga frá merkingum.
Verður lokið við það þegar vélin
kemur heim aftur.