Morgunblaðið - 04.11.1976, Side 28

Morgunblaðið - 04.11.1976, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4, NÓVEMBER 1976 Samstarfsnefnd SUS, SUJ og SUF: Vilja taka upp persónu- kjör með valkostum A TIMABILINU desember 1975 til október 1976 hefur verið starf- andi samvinnunefnd skipuð full- trúum frá Sambandi ungra fram- sóknarmanna, Sambandi ungra jafnaðarmanna og Sambandi ungra sjálfstæðismanna f þeim tilgangi að gera tillögur til ofan- greindra sambanda um sameigin- lega stefnu þeirra f kjördæma- og kosningaréttarmálum. Þeír sem tekið hafa þátt f starfi nefndarinnar eru: Jón Sigurðsson og Magnús Ólafsson frá S.U.F., Bjarni Magnússon og Finnur Torfi Stefánsson frá S.U.J. og Haraldur Blöndal, Jón Steinar Gunnlaugsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson frá S.U.S. Leggur samvinnunefndin til að tekin verði upp við kjör hér á landi tilhögun sem kalla mætti „persónukjör með valkostum", þannig að framboð verði einstakl- ingsbundið og reglur verði settar um það með hverjum hætti stjórnmálaflokkur hefur for- göngu um framboð og flokksaðild- ar frambjóðenda sé getið á kjör- seðli. 1 sameiginlegri álitsgerð um kjördæmaskipan og kosninga- réttarmálefni segir svo: I fyrsta lagi höfum við orðið sammála um þá grundvallarreglu að sem næst 2.000 til 2.600 at- kvæði verði að baki hverjum þingmanni á Alþingi. Af þessari reglu verði leiddur heildarfjölci þingsæta á Alþingi, þannig að gert er ráð fyrir nokkurri fjölgun eftir þvf sem kjósendafjöldi kann að vaxa f landinu. Af þessari reglu verði einnig leitt það mis- vægi sem mest má verða á at- kvæðisrétti f landinu, og verði það aldrei meira en 1 : 1,3. sér- staklega við dreifbýli andspænis þéttbýli. I öðru lagi erum við sammála um að leggja til að þingsæti f hverju kjördæmi landsins verði sjö eða átta. Er þá gert ráð fyrir því að til grundvallar verði lögð 7 þingsæti fyrir hvert kjördæmi, en reynist nauðsynlegt að breyta frá þeirri skipan vegna fyrstu regl- unnar, þá verði bætt við einu þingsæti fyrir fjölmennasta/íjöl- mennustu kjördæmi. I samræmi við þetta bendum við á hugsan- lega kjördæmaskiptingu um land- ið sem hér segir: Vesturland og Vestfirðir, Norðurland vestan- vert, Norðausturland, Suðaustur- land, Miðsuðurland, Suðvestur- land, Reykjavík — fjögur kjör- dæmi Þessi skipting er að vísu aðeins einn kostur margra sem til greina gætu komið, en settur fram sem hugmynd. 1 annan stað verður að leggja á það áherslu að hér er ekki tekin afstaða til þess hvernig þessi kjördæmi skuli skilgreina nákvæmlega eða hvar mörk þeirra skulu liggja um landið. 1 þriðja lagi náðum við sam- komulagi um það, að ef fyrsta og önnur regla rekast á, þ.e.a.s. þeim tiltölulega jöfnuði atkvæðisréttar sem kveðið er á um í fyrstu reglu innan þess ramma þingsætafjölda og kjördæmaskiptingar sem önn- ur regla fjallar um, — þá verði SAMKVÆMT upplýs- ingum Björns Stefáns- sonar hjá Hitaveitu Suð- urnesja verður frysta heita vatni hitaveitunnar hleypt á hitakerfi húsa í Grindavík n.k. laugardag. Verið er að ljúka götulögn- um í tveimur áföngum af alls þremur í Grindavík og mörkum kjödæma breytt á þá lund að markmiðunum verði náð. Við slíkar breytingar verði mark- mið tilhögunarinnar það sjónar- mið sem stuðst er við, en ekki umdæmaskipting landsins á öðr- um vettvangi. 1 fjórða lagi teljum við skyn- samlegast að sérstök nefnd skip- uð af Hæstarétti fjalli um þessi mál og framkvæmi þær breyting- ar sem nauðsynlegar og réttmæt- ar teljast. Sett verði þau ákvæði að endurskoðun tilhögunarinnar fari fram þegar ofangreindar reglur krefjat og ekki sjaldnar en á tólf ára fresti. Varðandi stærð kjördæma er rétt að taka tvennt fram sérstak- lega. 1 fyrsta laga teljum við að kjördæmi með færri þingmenn en sjö tryggi minnihlutahópum ekki nægilega aðstöðu, frá lýðræðis- sjónarmiði séð, og er þá miðað við að uppbótarsæti verði engin. I öðru lagi ber að leggja á það áherslu að landfræðileg stærð kjödæmis og landfræðilegir minnihlutahópar innar stórra heilda horfa allt öðruvísi við þeirri skipan kosninga sem hér er gerð tillaga um en þeirri sem nú viðgengst á Islandi. Persónukjör með valkostum, sem hér er gert ráð fyrir, tryggir miklu betur að- stöðu slfkra minnihlutahópa en sú lokaða listaframboðs-tilhögun sem nú tíðkast. Skíra í sundlaug Austurbæjarskóla A FUNDI fræðsluráðs Reykjavík- urborgar 18. október sfðastliðinn var tekin fyrir beiðni um skfrnar- athafnir f sundlaug Austurbæjar- skólans og var hún samþykkt af fræðsluráði. I fundargerð segir svo: „Lagt fram bréf forseta Kirkju Jesú Krists af sfðari daga hei'.ög- um f Reykjavík, með ósk um alnot af sundlaug Austurbæjarskóla tal skírnarathafna á laugardögum fyrir fyrsta sunnudag f mánuði hverjum. Fræðsluráð samþykkir afnotin fyrir sitt leyti". Dýrmætum tækium stolið DVRMÆTUM hljómflutnings- tækjum var í fyrrinótt stolið af radfóverkstæði i miðbænum. Verðmæti tækjanna er hátt á annað hundrað þúsund krónur. Málið er í rannsókn. Meðvitundarlaus SYSTKININ, sem lentu f umferð- arslysi á Skúlagötu f fyrrakvöld, liggja á Borgarspftalanum. Píltin- um lfður eftir atvikum, en stúlk- an liggur enn meðvitundarlaus á gjörgæzludeild. Hún mun þó ekki vera talin f lffshættu. verður fyrst hleypt heitu vatni á hitakerfi Festi og nokkurra íbúðarhúsa þar í grennd, en síðan fjölgar tengingum í hús á næstu vikum. Björn kvað heim- taugagjald vera 173—200 þús. kr. og væri miðað við taxta í Reykjavík að viðbættri 25% hækkun. — Gæzlan Framhald af bls. 44 Baldur f slipp og viðgerð þegar viðgerðinni á Þór lýkur um 20. þ.m. Sagði Pétur að viðgerðin á Baldri myndi taka langan tfma. Morgunblaðið hafði samband við Valdimar Indriðason forstjóra á Akranesi f gær og innti hann eftir þvf hvað þeir ætluðu sér að gera við Ver. Kvað hann þá hafa f hyggju að selja skipið og er málið á viðræðustigi um þessar mundir við útgerðarfyrirtækið Samherja en að þvf standa Hafnfirðingar, Grindvíkingar og Barðinn í Kópa- vogi. Fyrsti formlegi viðræðu- fundur verður n.k. mánudag, en Samherji á skuttogarann Guð- stein sem er systurskip Vers. Valdimar kvað þá hafa f hyggju að verða sér úti um minna skip sem væri hentugra fyrir þá, og að þeir hefðu ekki í hyggju að senda Ver á veiðar fyrst um sinn meðan verið væri að ræða málin. — Háhyrningar Framhald af bls. 44 „Jóhönnu". Kvað hann henni líða mjög vel hún æti yfir 20 kfló af sfld og makrfl á dag. Þegar f ljós hefðí komið að ekkert amaði að dýrinu, hefði hann sleppt tveimur höfrung- um út f laugina til hennar í fyrradag og virtist „Jóhönnu" lfða mjög vel við að hafa þennan félagsskap. Hins vegar yrði ekki farið að æfa hana af kappi fyrr en eftir 1 mánuð eða svo. Sem kunnugt er er sædýra- safnið Marineland skammt frá Nizza f Frakklandi. Eigandi þess, franski viðskiptajöfurinn Roland de la Poype er nú að reisa nýtt sædýrasafn f París, sem verður það stærsta í Evrópu. I því skyni hefur hann ákveðið að fá leyfi til að veiða þrjá háhyrninga við tsland næsta haust. Verða þeir geymdir í húsi f sædýrasafn- inu sem verður álíka stórt og Laugardalsldhöllin. Mjög fullkominn hreinsiutbúnaður verður í lauginni, sem háhyrningarnir verða í, og hitastig vatnsins verður haft það sama og þeir eiga að venjast við náttúruleg skilyrði. Gáfu aflann, 4 tonn, til styrktar vangefnum FJARSÖFNUN Hjálparstofnunar kirkjunnar til styrktar málefnum vangefinna gengur vel að sögn Guðmundar Einarssonar fram- kvæmdastjóra Hjalparstofnunar- innar. Kvað hann undirtektir mjög góðar, bæði hjá fyrirtækj- um, stofnunum og einstaklingum. Listar ganga vlða og einstakling- ar hafa gefið allt upp ( 25 þús. kr. 6 millj. kr. eru til I sjóði hjá Hjálparstofnuninni, en markmið- ið er að sú upphæð verði 15—20 millj. kr. I gær barst sérstætt framlag frá skipverjum og útgerð skuttogar- ans Vestmannaey. Var skipið að koma heim til Eyja úr vel heppn- aðri söluferð til útlatlda og á heimleiðinni brugðu þeir trollinu f sjó og fiskuðu 4 tonn af góðfiski. Andvirði aflans gáfu þeir tii söfn- unarinnar en hér er um að ræða 200—300 þús. kr. Þá er áformað að tilvonandi fermingarbörn f Vestmannaeyjum gangi f hús þar á föstudag og laugardag til að safna peningum til styrktar mál- efnum vangefinna. — Moynihan Framhald af bls. 1. 1 rfkisstjórakosningunum sigraði demókratinn John D. Rockefeller, frændi hinna fyrr- verandi ríkisstjóra Nelson Rocke- fellers og Winthrop Rockefellers, repúblikanann Cecil Underwood i Vestur-Virginíu. I Illinois sigraði repúblikaninn James Thompson, sem hefur saksótt 200 menn fyrir spillingu, þar á meðal um 25 að- stoðarmenn Richard Daleys, borgarstjóra f Chicago. I Missouri sigraði demókratinn Joseph Teasdale Christopher Bond ríkis- stjóra. Frú Dixy Lee Ray sigraði í ríkis- stjórakosningunum f Washington- ríki og þar með eru konur rfkis- stjórar f tveimur ríkjum. Kona sem var f framboði fyrir repúblikana f ríkisstjórakosning- unum í Vermont tapaði hins vegar og eina konan sem bauð sig fram til öldungadeildarinnar tap- aði. Litlar breytingar urðu í full- trúadeildinni þrátt fyrir skoðana- kanr.anir sem sýna óánægju kjós- enda með þingið og stjórnina í Washington. I Utah tapaði demókratinn Allan Howe, einn þeirra sem var viðriðinn kynferðishneyksli þingmanna en f Michigan sigraði Donald Reigle sem einnig' var viðriðinn hneykslið. Þekktir öldungadeildarmenn eins og Edward Kennedy, Hubert Humphrey og Edmund Muskie sigruðu auðveldlega. I Virginfu tapaði Elmo Zumwalt aðmíráll, fyrrverandi yfirmaður sjóhersins, sem var í framboði fyrir demó- krata, fyrir Harry Byrd sem var óháður. Repúblikaninn Lowell Weicker, sem sat I Watergate- nefndinni, sigraði f Connecticut. I Ohio sigraði fyrrverandi öldunga- deildarþingmaður Howard Metzenbaum, frambjóðanda repúblikana og þingmanninn Robert A. Taft jr. með naumum atkvæðamun einnig, en hann hefur setið á þingi f eitt kjörtfma- bil. — Tek óhræddur.. . Framhald af bls. 16 demókratavélunum. Carter naut stuðnings mikils meirihluta blökkumanna og fólks af inexikönskum uppruna, en hins vegar hlaut hann minna fylgi en margur demókrataframbjóðandi hefur fengið meðal kaþólikka og Gyðinga. „SIGUR MINN OG BANDARlKJANNA," SAGÐICARTER Klukkan var fjögur i nótt er Carter kom á fjölmennan fund stuðningsmanna sinna i aðalbæki- stöðinni í Atlanta í Georgíu til að fagna sigri. Hann sagði að þetta væri mikill sigur fyrir sig og Bandárikin. Sér fyndist sól vera að rísa á yndisleg- um degi. Hann sagðist ekki eiga svör við öllum vandamálunum en hann myndi leggja sig fram um að leiða þjóðina á braut efnahags- legrar uppbyggingar og samein- ingar. Hann sagði að kosningabar- áttan hefði verið löng og hörð og hann hefði ekki getað fengið betri eða heiðarlegri mann sem and- stæðing en Gerald Ford forseta. Hann sagðist hafa fengið reynslu sína og traust frá bandariskum kjósendum og hann myndi áfram leita stuðnings þeirra við lausn vandamálanna. Carter og fjöl- skylda hans voru greinilega hrærð og glöð en hann lét til- finningarnar ekki bera sig ofur- liði fyrr en um sjöleytið í morgun, er hann kom til heimabæjar síns í Plains í Georgíu, þar sem þau hjón tárfelldu í faðmlögum, er vinir þeirra og stuðningsmenn fögnuðu þeim. Carter mun nú hvilast næstu daga áður en hann hefur af fullum krafti undir- búning að stjórnarskiptunum. FORDARNAÐI ______CARTER HEILLA________ I skeyti sem Ford forseti sendi Carter í dag, sagði hann að þar sem nú væri ljóst, að Carter hefði sigrað, sendi hann honum beztu heillaóskir. Ford sagði það hefði verið sinn mesti heiður að fá að þjóna þjóð sinni, fyrst sem þing- maður, síðan varaforseti og síðan forseti og hét því að hann og stjórnin myndu á allan hátt að- stoða Carter við stjórnarskiptin og það væri hlutverk Carters og sitt að leiða þjóðina sameinaða á braut friðar og velmegunar. Þrátt fyrir skoðanaágreining hefði Carter allan sinn stuðning, sagði Ford í skeytinu og hann bæði guð að blessa hann. Nánustu samstarfsmenn Fords segja að ósigurinn hafi verið mikið áfall fyrir hann og fjöl- skyldu hans og er ljóst var hvert stefndi fór Ford að sofa áður en úrslit voru kunn og án þess að gefa nokkra yfirlýsingu. Greini- legt var að fjölskyldan átti í miklum erfiðleikum með til- finningar sinar á blaðamanna- fundinum í dag og forsetinn þurrkaði tár úr augum sínum, er kona hans las yfirlýsinguna fyrir fréttamenn. Carter hélt nú í kvöld blaða- mannafund, þar sem hann þakk- aði Ford forseta heillaóskirnar og sagði að Ford hefði hringt í sig fyrr um daginn en vegna radd- leysis varð hann að láta yfirmann starfsliós Hvíta hússins lesa orð- sendinguna fyrir sig. Carter fékk sömu yfirlýsingu siðan senda i skeyti. Hann sagðist þakka hlý- hug og einlægni forsetans, boð hans um aðstoð, sem hann þægi með þökkum, og sagði að starfslið sitt hefði þegar hafið undir- búning að stjórnarskiptunum. Hann sagðist að lokum hlakka til samstarfsins við Ford og menn hans. STERKUR MEIRIHLUTI DEMÓKRATA A ÞINGI Litlar breytingar urðu á skipun þingmanna í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni og mun Carter hafa þar sterkan meirihluta til að vinna með þegar hann sver embættiseið sinn þann 20. janúar. Þau úrslit, sem mesta athygli vöktu, voru kjör Patricks Monyi- hans í New York og S. H. Hawakava sem sigraði John Tunney í Kaliforníu. Hawakava er sjötugur að aldri. Monyihan sigraði repúblikann og íhalds- manninn James Buckley. Ljós fyrir gangandi í Firðinum Umferðarljós hafa verið sett upp í Hafnarfirði og eru þau á mótum Hafnarfjarðarvegar, Lyngáss og Lækjarfitjar. Að undanförnu hafa konur stjórnað umferðinni á þessum gatnamótum, en ljósin hafa nú verið tekin I notkun og geta vegfarendur stjórnað þeim með þvl að þrýsta á hnapp. Ráðuneytis- stjóri tekur við starfi á ný FRA 1. nóvember hefur Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri tekið að nýju við starfi slnu I fjármála- ráðuneytinu eftir tveggja ára leyfi frá störfum. Höskuldur Jónsson, sem verið hefur settur ráðuneytisstjóri, mun taka að nýju við starfi skrif- stofustjóra frá og með næstu ár<»- mótum. Hefur Höskuldi Jónssyni verið falið sérstaklega að starfa að gerð kjarasamninga á næsta ári. Þá hefur Þorsteini Geirssyni iögfræðingi, sem verið hefur deildarstjóri tekjudeildar og sett- ur skrifstofustjóri, verið falin for- staða tolladeildar ráðuneytisins i stað Þorsteins Ölafssonar, sem nýverið tók við starfi fram- kvæmdastjóra Kísiliðjunnar h.f. Þorsteinn Geirsson mun gegna starfi skrifstofustjóra til 1. janúar n.k. Loks hefur Arni Kolbeinsson lögfræðingur verið settur deildar- stjóri í ráðuneytinu og falin for- staða tekjudeildar ráðuneytisins. Arni Kolbeinsson er fæddur 17.7. 1947. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum- I Reykjavfk 1967 og embættisprófi I lögfræði 1973. Hann stundaði framhalds- nám í skattarétti við Óslóarhá- skóla á árunum 1974 og 1975. Árni hóf störf á ráðuneytinu 1973. Hann er kvæntur Sigríði Thorlacius. Hitaveita Suðumesja 1 gagnið í Grindavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.