Morgunblaðið - 05.07.1979, Síða 34

Morgunblaðið - 05.07.1979, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979 Pólland: Þjóðernis- hyggja og Jóhannes Páll páfi veifar til mannfjöldans í heimabæ sínum Wadowice. Mynd sem þessa fyrirskipuðu Pólland sjálfstæðast austantjaldsríkja Fréttamenn og blaðamenn hvaðanæva að fylgdu páfa í heim- sókn hans til Póllands. Einn þeirra, brezki dálkahöfundurinn Mark Frankland, skrifaði m.a. að henni lokinni: „Erlendir ferðalangar hrífast af Póllandi frekar en öðrum austan- tjaldslöndum. Það eru þjóðar- einkenni Pólverja, sem endur- speglast í nútímaleikhúsi þeirra, kímnigáfa, glæsimennska og skáldleg tilhneiging. Harmsaga þjóðarinnar s.l. tvö hundruð ár hefur haft sterk mótunaráhrif á siðmenningu Pólverja." sinni upplifað sjálfstæði. Það var á árunum milli stríða. Fáar þjóðir áttu um eins sárt að binda í síðari heimsstyrjöld og hún. Þá lét fimmti hver Pólverji lífið. Alþýðu- lýðveldi var stofnað 1944 og landið yfirlýst „sósíalískt" ríki 1947. Eftir það var landinu stjórnað með harðri hendi. Eitthvað linað- ist þó takið eftir dauða Stalíns 1953. Til uppreisnar kom árið 1956. Kom Gomúlka þá aftur til valda og reyndi hann ásamt nýrri stjórn sinni að halda Kremlverj- um í skefjum. Um tíma réðu Pólverjar her sínum sjálfir, örygg- islögreglan varð valdaminni og samyrkjubúskapur var afnuminn um tíma. Baráttan fyrir frelsi var hafin. kirkja... Á 18. öld var Póllandi ógnað af þremur valdamiklum nágrönnum. Pólska þjóðin hefur aðeins einu Verkamannaóeirðir urðu 1970 vegna verðlagshækkana og al- mennrar óánægju með efnahags- mál. Gomulka var vikið frá og við tók ný stjórn með Edward Gierek í fararbroddi. Aftur kom til upp- þota sumarið 1976 og síðan þá hafa stjórnvöld hert tökin jafnt og þétt. Ein stofnun hefur þó gert það að verkum að stórir hópar andófsmanna þrífast í Póllandi og það er kirkjan. Engu að síður er Pólland sjálf- stæðast austantjaldsríkja að frá- taldri kannski Júgóslavíu Títós. Skýringar eru margvíslegar en eiga þó flestar rætur sínar að rekja í þjóðareðlinu. Pólverjar eru hugrakkir og þeir hafa og munu áfram berjast fyrir frelsi sínu. Það er aðeins tímaspursmál hven- ær næsta uppreisn verður eða með hvaða hætti. Fá nútímastjórnkerfi hafa átt eins erfitt uppdráttar og það pólska. Pólska þjóðin komst fyrst á spjöld sögunnar árið 963 með kynnum þýzks riddara og Mieczyslaws prins 1. Forfeðrum Prins þessa hafði tekist að sam- eina marga ættbálka sem bjuggu á þessu stóra landssvæði og þar var til staðar þróað pólitískt samfélag þjóðar sem byggði afkomu sína á akuryrkju. Pólverjar höfðu þá hvorki grætt né tapað á samskiptum við háþró- uð menningarríki í vestri og suðri. Þjóðerniskenndinni hefur engum tekizt að hnekkja Síðustu tvær aldir hefur Pól- land verið bitbein nærliggjandi stórvelda sem keppzt hafa um að Frá Varsjá. ná yfirráðum þar. Landinu var skipt milli Rússa, Prússa og Aust- urríkismanna 1772. Aftur skipt á milli Rússa og Prússa 1793 og enn einu sinni milli þeirra tveggja og Austurríkismanna 1795. í upphafi síðari heimsstyrjaldar hertóku Þjóðverjar landið úr einni átt og Rússar úr annarri og skiptu síðan bróðurlega á milli sín. Þrátt fyrir brambolt yfirvöðslu- samra nágranna með landið og að tilvist þess sem ríkis hafi hrein- lega verið máð út á 17. og 18. öld hefur samfélag Pólverja alltaf verið við lýði. Þjóðerniskennd þeirra og samstöðu hefur engum né engu tekizt að hnekkja. Kirkjan hefur verið framvörður þeirrar þjóðernishyggju, þ.e. þeirrar kenndar sem skapað hefur sam- stöðu en ekki valdið átökum. Þjóðernishyggja tekur á sig margar myndir. Hún getur verið í því fólgin að viðhalda og rækta samstöðu með þjóðinni. Á hinn bóginn að auka áhrif hennar út á við. Síðarnefnda mynd hennar er undirrót átaka og styrjalda. Þann þátt þjóðernishyggjunnar aðyllt- ist Pilsudski marskálkur leiðtogi Póllands á millistríðsárunum. Svokallaðan „Hegemonisma" eða yfirdrottnunarstefnu, sem Kín- verjar til dæmis ásaka Rússa fyrir í dag. Gagnkvæmar væntingar milli ríkis og kirkju í Póllandi gera það að verkum að Pólland er sjálfstæðast af austantjaldsríkjum. Þótt róm- versk-kaþólska kirkjan í Póllandi sé ekki löglega viðurkennd af yfirvöldum og hafi ekki frjálsan aðgang að fjölmiðlum sem í flestum nútímastjórn- kerfum er eini tengiliður slíkra stofnana við almenning (sbr. að íslenzka þjóðkirkjan hefur nú skipað sérlegan fréttafulltrúa), þá er kirkjan í Póllandi eina einingartákn pólsku þjóðarinnar og hefur verið síðastliðnar aldir. Hún er hornsteinn siðmenningar þeirra og hefur átt stærstan þátt í því að halda þessari slavnesku þjóð saman þegar á hana hefur verið herjað úr mörgum áttum. Samt vænta stjórnvöld þess að kirkjan taki þátt í félagsmálum og velferðarmálum. Kosning pólsks kardínála í páfastól mun hafa afgerandi áhrif á stöðu kirkju og samband hennar við yfirvöld í Póllandi, ef ekki víðar en það á eftir að koma í ljós. Þegar Jóhannes Páll II. heimsótti föðurland sitt fyrr í þessum mánuði var hann hylltur sem þjóðhetja af milljónum samlanda sinna. Þessi hispurslausi og hreinskilni maður sem talar af slíkri mannúð og viti hefur beint sjónum heimsins að því hver staða kirkjunnar er í raun í þeim stjórnkerfum sem kenna sig við kommúnisma en eru alræðisríki — þar sem stjórnvöld miða markvisst að því að gera kirkjuna að líkneski án vilja eða markmiðs, en ekki að lifandi afli sem hún þó enn er ... Námuverkamenn í Katowice

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.