Morgunblaðið - 17.06.1980, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980
Allt í einn pakka
ALLT í EINUM PAKKA
Leikrit: Beðið eftir Godot
Leikstjóri: Oddur Björnsson
Þýðandi: Indriði G. Þorsteinsson
Lýsing: Ingvar B. Björnsson
Leikmynd og búningar: Magnús Tómasson
Leikarar: Árni Tryggvason/ Bjarni Steingrímsson/
Viðar Eggertsson Theodór Júlíusson/ Laurent Jóns-
son
Samúel Beckett er skrýtinn
fugl. Hann þykir dagfarsprúður.
Enda hefir hann komið sér
notalega fyrir í nágrenni Parísar
ásamt elskulegri konu. En verk
hins sama Beckett bera ekki
vott, borgarlegarar nægjusemi
og gárulausra sálarhylja. Öðru
nær, þar er líkt og velli og sjóði
leirhver fullur af andstyggi-
legum kykkvendum. I senn efnis-
iegum og lifandi á sálarfóðri
einu saman. Sá mismunur sem
þarna kemur fram í daglegum
háttum Beckett karlsins og þess
innri manns sem verk hans birta
— er klassískt dæmi um þá
miklu gjá sem oft er milli
listamannsins og borgarans.
Gjá sem ýmsir t.d. Salvador Dali
reyna alls ekki að brúa, en aðrir
brúa á þann hátt að aðskilja
daglegt líf og það líf sem þeir
lifa í verkum sínum. Auðvitað
eiga allir menn sinn innri heim
sem oft er ansi ólíkur hinum
ytri, en ég held að sá innri sé
oftar fyrirferðarmeiri hjá þeim
sem fást við listsköpun, einfald-
lega vegna þess að þeir hafa
framfæri sitt af því að birta
hann. Það er svo hinna að njóta
þessarar birtingar. Ef þetta er
skoðað hagfræðilega þá sést að
starf listamannsins er þjóðhags-
lega hagkvæmt. Á þann hátt að
ákveðinn afmarkaður hópur
manna þ.e. listamenn sér um að
fá sínum innra heimi þekkjan-
legt form í listaverki. Sem síðan
hinir geta notið í afmörkuðum
tíma t.d. með kvöldstund í leik-
húsi. Þess á milli geta svo hinir
þ.e. meirihlutinn sem ekki fæst
við Iistsköpun einbeitt sér að
hinum efnislega heimi, fram-
leiðslunni og öllu sem henni
fylgir- gg er hræddur um að
stjórnendum þessa lands þætti
miður ef allur almenningur tæki
að blanda saman listsköpun og
daglegu amstri. Nei þá er betra
að listame'nn séu vellaunaður
Lelkllst
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
hópur sem getur einbeitt sér að
því að uppfylla þessa þörf í
mannlegu samfélagi. Því betur
sem þessi hópur er launaður og
því meiri frið sem hann fær til
sköpunar því betra fyrir þjóðina.
Stendur ekki skrifað: maðurinn
lifir ekki á brauði einu saman.
Eitt gott dæmi um vel skipu-
lagða liststarfsemi er Listahát-
ið. Þar fær þjóðin í einum pakka
samanþjappað fóður fyrir heil-
ann sem endist langt fram á
næsta vetur. Finnst mér þetta
fyrirkomulag stórsniðugt og
mjög í ætt við þann súper-
markaðanútíma sem við lifum í
þar sem hægt er að fá hina
ólíklegustu hluti í „einum
pakka" raunar allt frá heilum
húsum oní sjónvarpsmálsverð.
Má segja að á listahátíðum sé
nýting listamanna í hámarki og
ættu þeir raunar að vera á bónus
meðan á þessari vertíð stendur. í
einu er þó listapakki ársins í ár
frábrugðinn svipuðum pökkum
fyrri ára. Nú er í fyrsta sinn
reynt að færa hinn hluta þjóðfé-
lagsins þ.e. þann sem stendur
fyrir utan listagengið, inn í
hringrásina gera hinn almenna
mann einn hluta af listahátíð-
arpakkanum ef svo má segja.
Þetta er djörf tilraun hjá for-
stöðumönnum Listahátíðar 80.
Virðingarverð tilraun og vafa-
laust þjóðhagslega hagkvæm því
hún fer fram á sumarleyfistíma
og til allrar hamingju í góðu
veðri. Það var gaman að upplifa
einn þátt þessarar tilraunar á
sýningunni Beðið eftir Godot.
Það vildi nefnilega þannig til að
LISTAHÁTÍÐ
1980
Listasafn alþýðu hefur nú
hafið starfsemi sína í nýjum
húsakynnum að Grensásvegi 16
og keyrir að fullu í tilefni
Listahátíðar með stórglæsilegri
sýningu á myndaröð spánska
snillingsins Francisco Goya.
Ríkislistasafnið í Helsingfors
lánaði myndaröðina hingað, sem
er stórmannlega gert enda í
fyrsta skipti sem frændur vorir
lána myndaröðina út fyrir
landamærin, — jafnframt er
þetta í fyrsta skipti sem Islend-
ingum gefst kostur á að sjá
þrykk eftir frumgerð meistar-
ans.
Goya er ekki mikið þekktur á
íslandi nema í þröngum hópi
myndlistarmanna og unnenda
myndlistar en nú virðist vera
farið að rofa til um kynningu á
þessum einstæða snillingi. Fyrir
rúmu ári færði Þjóðleikhúsið
upp leikverkið „Ef skynsemin
blundar" eftir Antonio Bureo
Vallejo í þýðingu örnólfs Árna-
sonar. Þetta var eftirminnileg
leiksýning fyrir alla er þekktu til
Goya og ævi hans, leikararnir
gerðu hlutverkum sínum yfir-
leitt góð skil, leikstjórn Sveins
Einarssonar afbragð miðað við
erfitt hlutverk. Vissulega mjög
erfitt að miðla innilokuðum
löndum sínum umbúðalausum
tjákrafti og funheitum suðræn-
um ástríðum, — líkast því að
dansa Marzúrka við símastaur
Leikritið sáu fáir enda var það
tiltölulega fljótt tekið af fjölun-
um en væntanlega verða það
fleiri er skoða myndaröðina
„Hörmungar stríðsins", — „los
Desastres de la Guerra", og nota
sér þar með einstakt tækifæri til
að kynnast magnaðri list eins af
fremstu myndlistarmönnum
sögunnar.
Mig langar til að kynna lista-
manninn að baki verkanna í
stuttu yfirliti og styðst þá við
pistil er ég reit í leikskrá Þjóð-
leikhússins og sem ég hafði
mikið fyrir að berja saman enda
heimildir margs konar og sumar
reikular, en ég breyti textanum
og heimfæri á sýningu mynda-
raðarinnar.
„Hverfum 234 ár aftur í tím-
ann og lítum yfir sviðið, þar sem
spánski snillingurinn og áhrifa-
valdurinn Francisco Goya var
borinn. Litla þorpið Fuendeto-
dos stendur á aragónísku há-
sléttunni ekki iangt frá Sara-
gossa (Zaragoza), höfuðborg
hins forna konungdæmis Ara-
góníu, á Norður-Spáni. Út frá
þröngri og bugðóttri þorpsgöt-
unni greinist byggðin, sem sam-
anstendur af nokkrum gráum og
óhrjálegum húsum, en yfir þeim
gnæfir svo þorpskirkjan, sem
einna helzt svipar til kastala
með sínum ströngu og köldu
múrum.
Landið er hrjóstrugt og lífs-
kjörin hörð, íbúarnir, sem nefn-
ast „Baturros", bera svip að
aðstæðunum — jafnvel viður-
nefnið Baturros, hefur yfir sér
harðan og ósveigjanlegan hljóm.
Á þessum slóðum rignir sjald-
an, hér finnast engin lækjarföll
«
„Hér gerir Goya að mcginatriði myndarinnar hetjuiund konunnar".
GOYA
Ránfuglinn.
'r'rr .'.áJSC
né vatnadrög og einungis eitt og
eitt tré á stangli — líkast
einbúum í auðninni. Fimm mán-
uði ársins tekur landslagið á sig
grænan lit, en aðra mánuði er
það gult og brúnt.
í einu af hinum gráu, fátæk-
legu húsum í miðju þorpinu búa
hjónin José Goya og kona hans
Gracia Lucientes og nefnast líkt
og aðrir íbúar þropsins „Labra-
dores", en það útleggst jarð-
yrkjufólk. Menn yrkja hér jörð-
ina, en eiga hana ekki, því að
greifinn af Fuentes, af hinni
auðugu og nafnkenndu ætt
Pignatelli, á allar jarðir í hérað-
inu.
Hér gerðist það, að þeim
hjónum fæðist sveinbarn, og
mun það með furðulegri ráðstöf-
unum forsjónarinnar, að einn
fjölhæfasti og litríkasti mynd-
listarmaður síðari alda skildi
vera borinn inn í jafn eintóna
umhverfi og snautt af myndræn-
um andstæðum, — þótt ekki
skuli hér fortekið, að þorpið
sjálft og umhverfi lumi á
myndrænu samhengi.
— Húsið, sem Goya fæddist í,
stendur enn uppi eftir öll þessi
ár, og engar heimildir eru til um
það, hve lengi það hefur staðið
uppi þar áður. Á veggnum, er
snýr að þorpsgötunni, hefur ver-
ið komið fyrir steintöflu og á
henni stendur, að hér hafi
FRANCISCO JOSÉ GOYA Y
LUCIENTES fæðst hinn 30.
marz árið 1746.“
Það má með sterkum líkum
>