Morgunblaðið - 17.06.1980, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1980
Samband ungra sjálfstæðismanna 50 ára:
Torfi Hjartarson flytur ávarp, en aðrir á mvndinni eru f.v.: Anna Jónsdóttir, Erna Finnsdóttir, Geir
Hallgrimsson o« Jón Maiínússon.
Afmælishátíð á Þingvöllum
Fjórir af stofnendum S.U.S., f.v.: Stefán Jónsson, Pálmi Jónsson, dr. Gunnar Thoroddsen og Torfi
Hjartarson.
FYRIR tæpum fimmtiu árum
var stofnað Samband ungra
sjáifstæðismanna i Reykjavik.
nánar tiltekið 27. júní 1930.
Þessara merku tímamóta var
minnst á afmælishátið sam-
bandsins sl. lauuardaK, sem
haldin var í Valholl á Þingvöil-
um. Fjöldi nesta sótti hátíðina,
sem fór mjöi? vel fram, ok meðal
þeirra voru fjórir þeirra manna
sem sóttu stofnfund S.U.S. fyrir
50 árum, en þeir voru Torfi
Hjartarson. fyrrv. sáttasemjari
og fyrsti formaður S.U.S., Stefán
Jónsson, forseti bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar, Pálmi Jónsson,
fv. skrifstofustjóri i Kveldúlfi
hf. og dr. Gunnar Thoroddsen.
varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins.
Hátíðin á laugardag hófst með
þvi að lagður var blómsveigur á
minnisvarða Bjarna Benedikts-
sonar. fyrrverandi forsætisráð-
herra. konu hans og dótturson-
ar, en að þvi loknu var móttaka i
boði stjórnar S.U.S. i nýja bak-
garðinum í Hótel Valhöll. Hátið-
inni var siðan fram haldið með
kvöldverði og ræðuhöldum, en
meðal þeirra sem töluðu voru
þeir Jón Magnússon, formaður
S.U.S. og Geir Hallgrímsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins.
Þá tók einnig til máls Torfi
Hjartarson, fyrsti formaður
S.U.S., og lýsti hann m.a. að-
dragandanum að stofnun sam-
bandsins, en gerði siðan að
umtalsefni ástand þjóðmála.
Nefndi hann þann mikla ójöfnuð
sem er á atkvæðavægi milli
landshluta, en það kom siðar
fram i máli varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins dr. Gunnars
Thoroddsen, að leiðrétting á
kjördæmamálinu yrði fram-
kvæmd fyrir næstu alþingis-
kosningar. Aðrir sem tóku til
máls voru Þór Vilhjálmsson,
Magnús Kristinsson, Kjartan
Rafnsson. Árni Grétar Finnsson
og Pétur Rafnsson.
Sambandið fékk margar góð-
ar gjafir á afmælinu og fjöldi
skeyta og heillaóska bárust.
Stjórn Sambands ungra sjálf-
stæðismanna veitti 6 af fyrrver-
andi formönnum S.U.S., þeim
sem voru viðstaddir, gullmerki
félagsins sem nýlega var lokið við
að hanna, en fyrrverandi for-
menn félagsins, sem voru fjar-
staddir, munu fá merkið afhent
nú á næstunni.
Afmælishátíðinni að Þingvöll-
um lauk síðan með fjöldasöng,
sem Stefán Jónsson stjórnaði.
Um þessar mundir koma út tvö
rit á vegum Sambands ungra
sjálfstæðismanna í tilefni afmæl-
isins. Greinasafn eftir Birgi
Kjaran og afmælisrit sem inni-
heldur greinar af ýmsu tagi eftir
unga sjálfstæðismenn, sem fæstir
hafa skrifað mikið áður.
Frá borðhaldinu I Hótel Valhöll
Maria Gisladóttir
Loksins fæ ég tæki-
færi til að dansa
hér heima. Ég er búin
að bíða eftir þessari
stundu í mörg ár,
„sagði María Gísladótt-
ir ballettdansari við
Wiesbaden óperuna í
spjalli við Mbl. í gær,
en í gærkvöldi dansaði
hún á listdanssýningu í
Þjóðleikhúsinu á veg-
um Listahátíðar.
Dansaði María, sem
nýlega hefur verið ráðin
aðal kvendansari við
óperuna í Wiesbaden
í Vestur-Þýzkalandi,
atriði úr Þyrnirósu
ásamt Roberto Dimitr-
ievich frá Argentínu,
en hann er helzti
karldansari óperunnar
í Wiesbaden. Þau
María og Roberto
dansa einnig í Þjóð-
leikhúsinu á morgun,
miðvikudag, og munu
þá að auki dansa ball-
ett sem saminn er við
kafla úr 5. sinfóníu
Mahlers, en höfundur
ballettsins er Rob-
erto.
„Það er búið að bjóða mér
hingað nokkrum sinnum, en
það er ekki fyrr en nú að ég get
þegið boðið. Það er erfitt að fá
Þóra Einarsdóttir:
Albert Guðmundsson
Fyrir utan umfangsmikil störf í
þágu ríkis og borgar er Albert
Guðmundsson alþingism. virkur
aðili og áhugamaður um lausn
félagslegra vandamála, sem
hvorki verða leyst með húsnæðis-
né atvinnumálum. Hann gefur sér
tíma til að hlusta. Hlusta á innstu
og viðkvæmustu æðaslög samfé-
lagsins, sem svo sannarlega ekki
virðist öllum gefið, — og sem
gefur honum tækifæri til að
kanna dýpri mið — að leit hinna
raunverulegu vandamála. Albert
Guðmundsson er maður fjöldans
— vinur smælingjans. Ófáir eru
þeir einstæðingar, sem leita til
Alberts Guðmundssonar um hjálp
og aðstoð. Oft ver hann dýrmæt-
um tíma sínum til hjálpar þeim,
þótt hljóðlega sé um gengið — og
ekki talið til ágætis né frama.
Þetta skiftir þó í raun höfuðmáli
í samskiptum manna.
„Góður maður, er vill öðrum
mönnum vel í orði og verki — er
einn vitur maður“.
Það skiptir ekki meginmáli fyrir
forseta fámennrar þjóðar að vera
kunnugur samkvæmisleikjum né
sýndarmennsku. — En það er
nauðsynlegt að þekkja þjóð sína —
veg hennar og vanda — kosti og
takmarkanir. Sá sem er hlutlaus
Albert Guðmundsson og Þóra Elnar«íiA**!- ' •
síðastliðin jól. ___..uir 1 jólafagnaði Varðar
skortir þekkingu. Albert Guð-
mundsson verður aldrei hlutlaus
áhorfandi. Hann hefur augun opin
fyrir vandamálum, sem oft fara
fyrir ofan garð og neðan hjá
flestum í ofurkappi lífsgæðakapp-
hlaups. Albert Guðmundsson hef-
ur til að bera þá reynslu og
þekkingu, sem nauðsynleg er —
svo saman megi fara virðing fyrir
einstaklingnum — og farsælt for-
ustuhlutverk.
Á helgustu nótt ársins jólanótt-
inni, þegar flestir njóta hvíldar og
friðar í skjóli fjölskyldu gleymir
Albert Guðmundsson ekki skyld-
um sínum og samúð — sem
kristinn maður, við einstæAi-—
Og ÓPæf””— ' —^mga
0_.umenn. Mörg undanfarin
ár hefur Albert Guðmundsson
m.a. heimsótt jólafagnað Verndar,
sem haldinn er fyrir einstæðinga á