Morgunblaðið - 17.06.1980, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.06.1980, Qupperneq 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 Sigfríd Ólafsson: Úrslit forsetakosninganna ráðast á Reykjavíkursvæðinu ALBERT Guðmundsson og Bryn- hildur Jóhannsdóttir hafa nú gert víðreist um landið og áætlað er að um eða upp úr 20. þessa mánaðar verði þau búin að heimsækja flesta, ef ekki alla, þéttbýliskjarna landsins svo og sveitir og héruð. Sá hvimleiði og ósanni áróður var lengi fluttur, að Albert væri fyrst og fremst maður þéttbýlisins og þá einkum Reykjavíkur. Nú vita hins vegar flestir landsmenn af raun, að Albert er maður fólksins, hann er maður þjóðar- innar, maður sveitarfélaganna, sýslanna, maður alls landsins — sannur Islendingur. Og þegar búið er að hrinda þessum ósanna áróðri er reynt að gera Albert tortryggilegan til forsetakjörs vegna þess, að hann sé stjórnmálamaður. Þessum barnalega, ósanna og óþroskaða áróðri er einnig búið að hrinda svo rækilega, að þar þarf engu við að bæta. Raunin er sem sagt sú, að andstæðingar Alberts geta engan blett á honum fundið og eru nú á hröðu undanhaldi, sem við stuðn- ingsfólk þeirra hjóna spáðum fyrir um og er nú að sannast. Þó að allir viti nú að Albert er maður fólksins, maður þjóðarinn- ar, maður landsins alls, þá breytir það engu í þeim efnum, að í Reykjavík, á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og Suðurnesjum búa um 60% kosningabærra íslendinga. Urslit forsetakosninganna munu því ráðast endanlega á þessu svæði. Reykvíkingar þekkja Albert Guðmundsson betur en hina fram- bjóðendurna við forsetakjörið vegna þess, að hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Menn muna drenginn á Smiðjustígnum, drenginn sem hófst af sjálfum sér frá fátækt til góðra bjargálna, drenginn sem í trúnaðarstöðum hefur rétt fleirum hjálparhönd en nokkur annar óviðkomandi, drenginn sem Reykvíkingar hafa sýnt hvað mest fylgi í kosningum. Nú hafa reykvískir kjósendur tekið duglega til starfa. Nú finn- um við öil hvernig vindurinn blæs. Albert og Brynhildur sigla nú seglum þöndum til framtíðardval- ar að Bessastöðum, og þau munu styrkja og efla æðsta valdasess þjóðarinnar til þeirrar virðingar og veldis sem forsetaembættinu ber. Þvi segjum við öll: Afram ísland. Sigfrið ólafsson Grýtubakka 20 Stefán Aðalsteinsson: Kjósum þann forseta, sem við teljum hæfastan Ég átti í vetur tal við mann um væntanlegar forsetakosningar. Þá varð mér að orði, að líklega myndi Guðlaugur vinna, en ég teldi Pétur Thorsteinsson hins vegar hæfasta frambjóðandann, að öðrum ólöst- uðum. Um leið og ég hafði sleppt orðinu, hýrnaði heldur betur yfir viðmælanda mínum, því að hann var þá nýverið búinn að taka afstöðu og studdi dyggilega kjör Péturs. Hann spurði mig óðar, hvort ég vildi þá ekki vinna að því, að Pétur næði kjöri í forsetaemb- ætti. Þá kom aftur á móti hik á mig. Ég vissi sem var, að þó að Pétur hefði gegnt mikilvægari störfum fyrir land og þjóð heldur en flestir íslendingar, þá hafði hann unnið afrek sín á bak við tjöldin vegna Stefán Aðalsteinsson Humaraflinn næstum helm- ingi meiri en á siðasta ári eðlis embætta sinna, og þjóðin þekkti hann lítið. En þegar ég velti málinu nánar fyrir mér sá ég, að seint fengjust reyndustu hæfileikamenn lands- ins í forsetaembættið, ef áratuga störf í kyrrþey að lífshagsmuna- málum þjóðarinnar útilokuðu möguleikana á nægu kjörfylgi. Eg ákvað því að stuðla að kjöri Péturs Thorsteinssonar eftir því sem mér væri unnt. í viðtölum mínum við fólk hef ég fyrirhitt fjölda manns, sem er mér sammála í því, að Pétur sé hæfasti frambjóðandinn „og gæti gengið beint inn í embættið á morgun", eins og ein kona orðaði það við mig. Ég tel brýna ástæðu til að hvetja allt það fólk, sem treystir Pétri best til embættisins að lýsa því fyrir skyldmennum sínum og kunningjum, í hverju traust þeirra á honum er fólgið. Við sem teljum Pétur hæfasta frambjóðandann hljótum að taka höndum saman um að stuðla eftir mætti að kjör hans. Annað væri ábyrgðarhluti gagnvart sjálfum okkur og landi og þjóð. í TÖLUM Fiskifélags ís- lands um áætlaðan afla í maímánuði kemur fram, að í mánuðinum bárust á land 326 tonn af humri. Er það næstum helmingi meiri humarafli en fékkst í maí í fyrra, en þá var aflinn 169 tonn. Flestir humarbátarnir róa frá Hornafirði og var fyrsta vikan sérstaklega góð hjá þeim og stór hluti afla mán- aðarins kom í þeirri einu viku. O INNLENT Mannf jölgun á land- inu 1.04% árið 1979 NÚ LIGGJA fyrir endanlegar tölur um mannfjölda hér á landi 1. desember 1979. Sam- kvæmt tölum Hagstofunnar bjuggu þá samtals á íslandi 226.724 manns og voru karlar tæpiega 2 þúsundum fleiri, eða 114.335 á móti 112.389 konum. 1 Reykjavik bjuggu þá 83.536 manns, 40.558 karlar og 42.978 konur. í öðrum kaupstöðum landsins bjuggu þá samtals 87.249 manns og er Kópavogur kaupstaðanna fjölmennastur með 13.533 íbúa, Akureyri 13.137 og Hafnarfjörður 12.158, en i öðrum kaupstöðum var íbúafjöldinn meira en helmingi minni. Samtals bjuggu i sýslum landsins 55.939 manns. Endanleg íbúatala 1. desember 1978 var 224.384 og nam fjölgun- með 29 íbúa. in á síðasta ári 1.04%, en var á árinu á undan 0.86%. Sveitarfé- lög eru alls 224, þar af 22 kaupstaðir að Reykjavíkurborg meðtalinni, og 202 hreppar. Fjölmennustu sýslurnar eru Árnessýsla með 6.599 íbúa, S.-Múlasýsla með 4.621 og Snæ- fellsnessýsla með 4.484 íbúa. Fæstir búa í Austur-Barða- strandarsýslu eða 429 manns. Fámennustu hreppsfélögin eru Múlasveit í A.-Barð., en þar eru skráðir 18 íbúar, Selvogshrepp- urí Árnessýslu með 19 íbúa, Hrófbergshreppur í Stranda- sýslu með 24 íbúa, Fjallahreppur í N-Þingeyjasýslu með 25 íbúa, Fróðárhreppur i Snæfellsnes- sýslu með 26 íbúa og Ketildala- hreppur í V-Barðastrandarsýslu Karl Ásgeirsson: Nú vegur hvert atkvæði jafnt Óðum styttist nú til kjördags, þegar íslenzka þjóðin á að ganga að kjörborðinu og velja sér fjórða forseta hins unga lýðveldis okkar. Þessi merkilegi kjördagur er á þann hátt ólíkur kjördögum til alþingiskosninga, að nú vegur hvert atkvæði jafnt, hvar sem það er greitt á landinu. Það eru því allir, háir sem lágir, jafn valda- miklir hinn 29. júní næstkomandi, til þess að kjósa forseta íslands. En gera menn sér almennt grein fyrir því, hvað kosningaréttur er dýrmætur og hvað mikið vald þeir fara með í atkvæði sínu þennan eina dag fjórða hvert ár, þegar kjósa á forseta íslands? Ég er ekki viss um það, ef dæma má eftir umsögnum, skoðunum og skrifum alls þess fjölda manna, er nú láta í sér heyra í fjölmiðlum vegna komandi forsetakosninga. Það er því vissulega tími til þess kominn að rumska við körlum og konum og vekja þau til alvarlegrar um- hugsunar í þessum efnum. Magnús Kjartansson: Minnihluti í dag - meirihluti á morgun — Skoðanakannanir ekki ábyggilegar Þegar Harry Truman var kjör- inn forseti Bandaríkjanna, gengu allar hinar frægu skoðanakannan- ir þar í landi, að meðtöldum Gallúp og Harrys — á móti Truman. En þegar hann í sjón- varpi var að því spurður, hvernig honum litist á þetta og yfirleitt ástandið í kosningabaráttunni, svaraði hann samstundis: „Skoð- anakannanir geta á stundum verið gagnlegar. En menn skyldu minn- ast þess, að minnihlutinn í dag getur orðið meirihluti á morgun:" Og Truman varð sannspár. Hann sigraði í kosningunum, hann snéri minnihlutanum í skoðanakönnun- um í meirihluta kosninganna. Það liggur við að mörgum finn- ist þær skoðanakannanir, sem enn hafa verið birtar vegna komandi forsetakosninga hafi verið gerðar ákveðnum frambjóðendum til framdráttar. Vegna hvers vaknar þessi spurning og þetta álit? Vegna þess, að þessi sömu blöð veigra sér nú við að birta úrslit minniháttar skoðanakannana. Nýjasta dæmið um það er sú skoðanakönnun, sem Flugleiðir og Tollurinn á Keflavíkurflugvelli, lét gera í Keflavík hinn 8. þessa mánaðar, en þar var sá háttur á, að gert var 100 kjósenda úrtak. Kosningin var leynileg og útkom- an varð þessi: 1 seðill auður 10 seðlar óákveðnir 12 seðlar neituðu að svara 24 kusu Albert Guðmundsson 24 kusu Guðlaug Þorvaldsson 10 kusu Pétur Thorsteinsson og 19 kusu Vigdísi Finnbogadóttur. Ef menn bera nú saman útkom- una úr þessari skoðanakönnun við niðurstöður Vísis-skoðanakönnun- arinnar hinn 2. júní, kemur í ljós, að á umræddu kosningasvæði hafa þau Guðlaugur og Vigdís stórtap- að hlutfallstölu en Albert og Pétur stórbætt aðstöðu sína. Þetta er sett hér fram í sam- bandi við hin fleygu orð Trumans Bandaríkjaforseta — minnihlut- inn í dag getur verið orðinn meirihluti á morgun — og við það má bæta hinum gömlu góðu ís- lenzku sannindum: Spyrjum að leikslokum. Við stuðningsmenn Alberts Guðmundssonar erum ekki í nein- um vafa. Við vitum í dag hvernig vidurinn blæs í seglin og við tökum undir orðin: Minnihluti í dag — meirihluti á morgun. Magnús Kjartansson. Karl Ásgeirsson. Ég vil benda kjósendum á, að þeir skulu vanda val sitt vel, hugsa vel um það, hvað þeir eru að gera, skoða vel hug sinn um það hvaða kostum og hæfileikum for- seti okkar á að vera búinn, hverjar aðstæður hann hefur og hæfileika til þess, að Bessastaðir verði í raun verðugasta og virðingar- mesta heimili landsins. Þar þurfa húsráðendur að búa yfir sérstök- um mannkostum, vera alþýðlegir höfðingjar og frábært forystufólk. Annað kemur ekki til mála. Og þess vegna verða kjósendur að bera virðingu fyrir hinum þýð- ingarmikla kosningarétti sínum og láta hann ekki af hendi fyrr en að vel yfirlögðu ráði. Lengi hefi ég hugleitt þetta mál og mín niðurstaða er orðin augljós og ákveðin. Ég er sannfærður um það, að Brynhildur Jóhannsdóttir og Albert Guðmundsson eru þeir húsbændur, siíkir alþýðlegir höfð- ingjar, persónuleikar og fyrir- menn, bæði á þjóðarvísu og al- þjóðavísu, að forsetabústaðurinn að Bessastöðum mun undir þeirra forsjá og stjórn, verða þjóð og landi til stórsóma. Þess vegna kýs ég Albert Guðmundsson og skora á alla sanna íslendinga að stuðla að kosningu hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.