Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
39. tbl. fi9. árg._________ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981_______Prentsmiðja Morgunhlaðsins.
Miklar skemmdir í f árviðrínu í gærkvöldi og nótt:
Tveggja skipverja saknað
er Heimaey VE 1 rak á land
TVEGGJA skipverja af Heimaey VE 1 er saknað, en þeir
féllu fyrir borð, er bátinn hrakti stjórnlaust undan
ofsaveðrinu í gærkvöldi upp í fiöru, skammt vestan við
Hólsárós á Þykkvabæjarfjöru. í nótt klukkan hálf tvö
voru björgunarsveitarmenn frá Hvolsvelli komnir á
strandstað og var ætlunin að taka þá níu skipverja, sem
voru um borð í Heimaey, í land. Heimaey stóð rétt á
strandstað og voru mennirnir um borð ekki taldir í
hættu. Skipverjarnir tveir munu hafa fallið fyrir borð
um það bil, er skipið rak inn í brimgarðinn.
Heimaey var að draga net vest-
an við Eyjar í gær og um klukkan
18 fékk skipið net i skrúfuna,
þannig að það varð stiórnlaust.
Nokkru seinna kom Ólduljónið
VE til aðstoðar og var komið
dráttartaug yfir i Heimaey, en
hún slitnaði á toginu. Siðan voru
gerðar ítrekaðar tilraunir til að
koma taug yfir í Heimaey og
einnig kom togarinn Sindri til
hjálpar. Bjórgunartilraunirnar
mistókust og Heimaey hrakti stöð-
ugt í átt til lands undan veðrinu
unz skipið strandaði um miðnætt-
ið.
Björgunarsveitarmenn úr
Landeyjum og Þykkbæingar, auk
flugbjörgunarsveitarmanna á
Hellu, fóru til strandar austan við
Hólsárós og voru þegar gengnar
fjörur i nótt og skipulega leit átti
að hefja i birtingu.
Varðskip og togarinn Sindri
voru fyrir utan strandstaðinn i
nótt.
Heilu þökin sviptust af
FÁRVIÐRI gekk yfir landið í
gærkvöldi og nótt og olli miklum
skemmdum á mannvirkjum og far-
artækjum, en ekki var kunnugt um
alvarleg slys á fólki í landi. Mbl.
hafði samband við fréttaritara og
lögreglu um allt land og víðast
hvar fengust fréttir af því að
járnplötur og jafnvel heilu þökin
sviptust af húsum og feyktust um í
veðurofsanum og mörg dæmi voru
þess að járnplötur fykju inn um
glugga og yllu meiðslum á fólki og
miklu tjóni. Björgunarsveitir og
hjálparsveitir voru víðast kvaddar
út til aðstoðar lögreglunni.
Almannavarnir ríkisins sendu út
aðvörun eftir að Veðurstofa ís-
lands spáði fárviðrinu í veðurspá
klukkan 18:55 í gærkvöldi.
Rafmagnslaust varð víðast hvar
um landið meira og minna í
gærkvöldi og fram á nótt. Sjón-
varpsútsendingar stöðvuðust
skömmu eftir fréttir, en útvarpað
var til kukkan hálf þrjú í nótt.
Meðal þeirra skemmda er Morg-
unblaðið hafði spurnir af í nótt var
að flugvélar skemmdust á Reykja-
víkurflugvelli, fólksflutningabif-
reið fauk þar sem hún stóð á stæði
í Reykjavík, plötur og jafnvel heil
þök fuku í Breiðholtshverfi í
Reykjavík og á Ártúnshöfða, bif-
reiðir á bílastæðum fuku hver á
aðra og svo mætti lengi telja.
Sem fyrr segir var í nótt ekki
vitað um manntjón eða alvarleg
slys á mönnum í landi, en margir
höfðu þó hlotíð skrámur og annríki
var á Slysavarðstofunni í Reykja-
vík. Þeir fréttaritarar Morgun-
blaðsins úti um land, sem rætt var
við í nótt, og þeir lögreglumenn
sem náðist til, höfðu svipaða sögu
að segja og menn í Reykjavík: Fólk
var varað við að vera á ferli, þök og
laust dót fauk um, en ekki var
kunnugt um stórslys.
Um miðnætti tók að draga úr
veðrinu sunnanlands, en þá átti
það enn eftir að herða norðanlands
og austan. Veðurhæðin var um 12
stig að meðaltali, en enn harðari í
hryðjum. Regn fylgdi veðurhamn-
um, og jafnvel búist við snjókomu
nú með morgninum. Engin óhöpp
urðu í lofti í gær, en þó var
eftirlitsþota Varnarliðsins á flugi
framundir klukkan 22 í gærkvöldi.
Nær allur floti landsmanna var á
miðum úti er ofsaveðrið skall á, og
þau skipin sem ekki komust í höfn,
reyndu að halda sjó og slóuðu, og
margir togarar létu reka við Garð-
skaga.
Heimaey VE 1 Ljósm. Sigurgeir
Hluti af þaki á fæðingardeild Landspítalans fauk í veðurofsanum og var myndin
tekin laust eftir miðnætti. ua»"> k.ö.e.
Pólland:
Stúdentar
ókyrrir
Varsjá — 16. febrúar. — AP.
STÚDENTAR I Lodz hafa sett
frest til miðnættis, en hafi stjórn-
völd þá ekki orðið við kröfu þeirra
um sjálfstætt hagsmunafélag ætla
þeir að skora á stúdenta i öllu
landinu að leggja niður vinnu.
Stúdentar í Jagiellonian-háskól-
anum í Kraká tóku undir þessar
kröfur með því að fara í samúðar-
verkfall i dag, og sama er að segja
um félaga þeirra í Poznan.
Viðtal við einn helzta leiðtoga
Samstöðu, Karol Modzelewski, sem
birtist á forsíðu hins ríkisrekna
dagblaðs, Zucie Warszawy, í dag,
hefur vakið mikla athygli. Er það
mat manna að birtingin sé til
vitnis um vilja valdhafa í landinu
að setja niður deilur og koma til
móts við þá sem krefjast bættra
kjara og nýrra stjórnarhátta. Mo-
dzelewski er opinskár, og lýsir því
m.a. yfir að óháðu verkalýðsfélögin
vilji halda áfram samningaviðræð-
um við stjórnina, án þess að hafa í
verkfallshótunum. Frá því að hinn
nýi forsætisráðherra landsins, Jar-
uzelski, bað Samstöðu að tryggja
þriggja mánaða vinnufrið í landinu
til að efnahagur þess færi ekki í
kalda kol, hefur ekki komið til
nýrra verkfalla.
Lech Walesa er farinn til fundar
í Rzeszow í suðausturhluta lands-
ins, þar sem hann ætlar að freista
þess ásamt fulltrúum stjórnarinn-
ar að ná samningum við bændur,
sem þar hafa á valdi sínu stjórnar-
byggingu.
Rússar ætluðu að kló-
hernaðarráðgjafann
WashinKton — Moskvu —
16. febrúar — AP.
SOVÉTMENN gerðu í síðasta
mánuði misheppnaða tilraun til
að neyða bandariskan hernaðar-
fulltrúa til samstarfs, en full-
trúinn sem starfaði við banda-
riska sendiráðið i Moskvu er einn
fjögurra manna, sem koma til
greina i starf hernaðarráðgjafa
Bush varaforseta. Það er The
Washington Post, sem segir frá
þessu i dag, en ónafngreindir
heimildarmenn i Mosvku stað-
festu frétt þessa siðdegis.
Hernaðarfulltrúinn, James R.
Holbrokk að nafni, fór í skyndingu
frá Sovétríkjunum í janúar eftir að
dularfullt atvik átti sér stað í
Rovno, bæ sem er í námunda við
póslku landamærin. Ekki er Ijóst
með hvaða hætti útsendarar Sovét-
stjórnarinnar reyndu að kúga Hol-
brook til hlýðni, en The Washingt-
on Post segir ástæðu til að ætla að
Holbrook og öðrum hernaðar-
fulltrúa, sem var með honum í för,
hafi verið byrlað lyf. Mikil leynd
hefur hvílt yfir þessu mali þar til
nú, en Holbrook sem kominn er til
Bandaríkjanna vill ekkert um það
segja að svo stöddu. Bandaríska
utanríkisráðuneytið og sendiráðið í
Moskvu verjast allra frétta, en
getum er að því leitt að Sovét-
stjórnin hafi komizt á snoðið um að
Holbrook yrði líklega skipaður
hernaðarráðgjafi varaforsetans og
aetlað að koma sér upp mikilvægri
upplýsingalind.
plí>i£pmMn&!fo
ÚTKOMII Morgunblaðsins
seinkaði vegna rafmagnstrufl-
ana og rafmagnsleysis i gær-
kvöldi og nótt, sem töfðu vinnslu
blaðsins.