Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 Seiðin velgdu þeim stóru undir uggum - 1. deildarliðin héldu þó flest velli Liverpool enn við sama heygarðshornið SMÆLINGJARNIR stóðu vel fyrir sínu, en 5. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu fór fram á Iaugardaginn. En þeir urðu þó aliir að lúta í lægra haldi áður en yfir lauk í flestum tilvikum, þó ekki fyrr en eftir frækilega baráttu. Aðeins Exeter úr 3. deild heldur velli. Hin 7 liðin sem eftir standa eru öll úr 1. deild. En Exeter hefur enn ekki tryggt sér sæti sitt i 8-liða úrslitunum, liðið vann orrustu gegn Newcastle, striðið sjálft er eftir. En Exeter er erfitt lið heim að sækja og hefur svo verið lengi vel. í aðeins tveimur viðureignum áttust 1. deildarlið við innbyrðis ok aukaleikur þarf að fara fram i glfmu tveggja þeirra, Southampton og Everton. Fari Everton með sigur af hólmi má segja að liðið eigi velgengni í keppninni skilið, áður hefur liðið slegið Arsenal og Liverpool úr keppninni. En úrslit leikja urðu sem hér segir: Bikarkeppnin: Ipswich — Charlton 2—0 Middlesbr. — Barnsley 2—1 Newcastle — Exeter 1—1 Nott. Forest — Bristol City 2—1 Peterbrough — Manch. City 0—1 Southampton — Everton 0—0 Tottenham — Coventry 3—1 Wolves — Wrexham 3—1 1. deild: Leeds — Stoke 1—3 Liverpool — Birmingham 2—2 Norwich — WBA 0—2 Sunderland — Leicester 1—0 Iletjuleg barátta Charlton Charlton stóð lengi vel í efsta lið 1. deildar, Ipswich, og munaði þar mestu, að miðvörður liðsins, Les Berry, lék frábærlega vel og hélt saman sterkum varnarvegg. En hann varð fyrir því óláni að nefbrotna undir lok fyrri hálf- leiks og fóru þá veilur að sýna sig hjá Charlton. Ipswich skor- aði ekki fyrr en á 57. mínútu, Eric Gates átti þá hörkuskot að marki, en Nicki Johns varði glæsilega. Hann hélt þó ekki knettinum sem hrökk til John Wark og hann skoraði auðvitað. Leikmenn Charlton lögðu allt í sóknina þear hér var komið sögu og freistaði liðið þess að jafna og kría þannig út aukaleik. En 1. DEILD 28 16 10 2 54 24 42 I Aston Vllla 29 18 6 5 50 25 42 I Llverpool 30 12 13 5 50 35 37 1 WBA 29 14 9 6 39 26 37 I South.pton 29 14 7 8 58 41 35 1 Arsenal 29 11 12 6 42 34 34 I Tottenham 29 12 9 8 55 48 33 I N. Forest 28 12 8 8 42 30 32 1 Manch. UtdM 8 15 6 37 27 31 | StokcCity 29 8 13 8 34 41 29 | Middlcsbr. 28 12 4 12 40 39 28 I M.City 29 10 8 11 41 41 28 I Kvprton 28 10 7 11 40 37 27 | Hirmintíh. 30 9 9 12 36 46 27 | Lccds Utd 30 10 7 13 25 41 27 I Sunderland30 10 6 14 39 38 26 Coventry 29 9 8 12 35 44 26 Wolves 29 9 8 12 30 39 26 BrÍKhton 29 8 4 17 33 51 20 Norwich 30 7 6 17 32 56 20 LeíceKter 30 8 2 20 21 47 18 Cr. Palace 29 5 5 19 36 59 15 2. DEILD I Wcst Hara 30 19 7 4 56 23 45 | Notts C. 29 12 13 4 34 28 37 | Chelsea 30 13 9 8 44 29 35 I Blackhurn 29 12 10 7 32 24 34 1 DerbyC. 30 12 10 8 45 40 34 I Grirasby 30 11 11 8 33 26 33 I Swannea 29 11 10 8 43 34 32 | Luton 29 12 8 9 44 36 32 1 Shell.Wed.28 13 6 9 38 30 32 | Cambridfte 29 14 4 11 33 36 32 QPR 30 11 9 10 40 28 31 Orlent 30 11 8 11 40 38 30 Neweastle 28 10 9 9 21 34 29 Watlord 30 9 9 12 32 34 27 Bolton 30 10 6 14 48 48 26 Oidhant 29 8 9 12 25 33 25 Wrexham 28 8 8 12 23 30 21 Preaton 29 6 12 11 27 45 24 Cardlll 28 8 7 13 32 44 23 Shrewnbr. 30 5 12 13 25 34 22 1 Brlstol City29 5 12 12 1» 34 22 1 Bristol 8. 30 2 11 17 24 50 15 vörnin gleymdist og Paul Marin- er refsaði grimmilega fyrir gleymskuna rétt fyrir leikslok. Markvörðurinn bjargaði Boro Middlesbrough hóf þegar stór- sókn gegn Barnsley og Mark Proctor skoraði fyrsta mark leiksins áður en leikurinn gat talist gamall. Nánar tiltekið skoraði hann á 10. mínútu. Júgóslavinn Bosco Jankowic bætti öðru marki við á 24. mínútu. Þegar hér var komið • Alan Shoulder ... mark hans nægði Newcastle ekki. sögu, höfðu bæði Bill Ashcroft og Craig Johnstone átt stang- arskot og í stuttu máli hafði verið um algera einsfefnu og yfirburði að ræða. En aðeins fjórum mínútum eftir síðara mark Boro, minnkaði Mike Lest- er muninn með stórkostlegu marki, þrumuskot af 25 metra færi. Eftir það átti Boro í vök að verjast, sérstaklega í síðari hálf- leik, er Jim Platt í markinu fékk nóg að gera. Fellur Newcastle út? Það gekk hvorki né rak hjá leikmönnum Newcastle gegn 3. deildar liði Exeter fyrr en að Alan Shoulder kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Hann skoraði fljótlega fyrir Newcastle en Lee Roberts jafn- aði fyrir Exeter á 84. fnínútu. Voru úrslitin mjög sanngjörn og fær Newcastle nú það erfiða hlutverk að sækja Exeter heim, en í síðustu umferð kom Leicest- er, sá og tapaði! Sigur Forest á elleftu stundu Forest sótti meira gegn Brist- ol City, en 2. deildar liðið varðist með kjafti og klóm. Gekk hvorki né rak hjá framherjum Forest og á 43. mínútu fengu áhangendur liðsins síðan blaut- an hanska í andlitið, er Kevin Mabbutt skoraði fallegt mark fyrir BC eftir snjallan undirbún- ing Clive Whitehead. Leikmenn Forest sóttu með vaxandi ör- væntingu í síðari hálfleik og sannarlega leit út fyir tap For- est, er staðan var óbreytt á 83. mínútu. En þá var Colin Walsh felldur inn í vítateig Bristol og John Robertson jafnaði úr vít- inu. Og tveimur mínútum fyrir leikslok skoraði Walsh síðan sigurmarkið. Naumara gat það varla verið. Gátu sjálfum sér um kennt Leikmenn Peterbrough geta sjálfum sér um kennt, er lið þeirra var slegið út úr bikar- keppninni af Manchester City. 4. deildarliðið sótti látlaust framan af leiknum og Robbie Cooke klúðraði tvívegis gullnum marktækifærum. Leikmenn City áttu eftir að refsa fyrir það, er iiðið færðist smám saman í aukana. A 45. mínútu fékk lið Peterbrough reiðarslagið, Paul Power átti hörkuskot að marki liðsins, knötturinn hrökk af varnarmanni fyrir lappirnar á Tommy Booth og hann afgreiddi knöttinn í netið. Þetta reyndist vera sigurmarkið, því City heppnaðist að halda hreinu gegn ákafri sókn Peterbrough í síðari hálfleik. • Tony Evans (í miðjunni) skoraði bæði mörk Birmingham gegn Liverpool. • David Cross, miðherji West Ham, fagnar einu af mörgum mörkum sínum á þessu keppnistímabili. „Bjallan44 bjargaði Norman Bell bjargaði andliti Wolverhamptonliðsins, er það fékk Wrexham úr 2. deild í heimsókn. Steve Fox skoraði snemma leiks fyrir Wrexham og það var ekki fyrr en seint í leiknum, að Úlfarnir létu heyra í sér gól. Norman Bell kom þá inn á sem varamaður og skoraði umsvifalaust tvívegis á fjórum mínútum, nánar tiltekið á 69. og 73. mínútunni. Var mótstaða Wrexham þar með brotin á bak aftur og John Richards bætti þriðja markinu við undir lokin. Ekkert skorað í Southampton Flestir reiknuðu með að leikur Southampton og Everton myndi vera stórskemmtileg knatt- spyrnusýning. Því fór víðs fjarri. Þess í stað var þetta hörkuleik- ur, þar sem menn máttu hafa sig alla við að verja, fæturnar. Spenna var mikil og þegar á leikinn lið færðist sókn heima- liðsins mjög í aukana. Kom þá til kasta Jim McDonagh markvarð- ar Everton, sem varði tvivegis snilldarlega, í annað skiptið skot Charlie George og hitt skiptið hörkuskalla frá Dave Watson. Þá varði pilturinn einnig meist- aralega aukaspyrnu frá Malcolm Waldron. Létt hjá Tottenham Tottenham lék mjög vel gegn unglingaliðinu frá Coventry og náði liðið tveggja marka forystu áður en að gestirnir rumskuðu og fóru að svara fyrir sig. Osvaldo Ardiles skoraði fyrsta markið á 16. mínútu og náði þá lélegri sendingu aftur til mark- varðar og skoraði auðveldlega. Steve Archibald bætti öðru marki við á 33. mínútu. 23. mark hans á þessu keppnistímabili. Rétt fyrir leikhlé tókst Tom English að minnka muninn, en lokaorðið átti bakvörðurinn Chris Houghton, er hann skoraði þriðja mark Tottenham eftir góðan undirbúning Glenn Hod- dle. Fallnir meistarar Það er ekki heil brú í leik Liverpool þessar vikurnar og á laugardaginn lék liðið enn einn leikinn á plani meðalmennsk- unnar. Reyndar lék Liverpool ágætlega fyrsta hálftímann og náði þá tveggja marka forystu. Dave Johnson skoraði fyrst á 25. mínútu og Phil Neal bætti öðru marki við átta mínútum síðar. En nokkru síðar varð Terry McDermott að hverfa af leikvelli vegna meiðsla og hvarf þá allur glansinn af Liverpool með kapp- anum. Tony Evans skaliaði í net Liverpool á 45. mínútu og undir lok leiksins bætti hann um betur og jafnaði leikinn með öðru skallamarki. Víðar í 1. deild Norwich sá af dýrmætum stig- um á laugardaginn, er WBA kom í heimsókn. Norwich, sem lék án Justin Fashanu og Phil Hoadley, átti aldrei möguleika, en mörk WBA skoruðu Cirel Regis og Garry Owen. Sunderland vann dýrmætan sigur gegn Leicester og lyfti liðið sér þar með af mesta hættu- svæðinu í deildinni. Stan Cumm- ins skoraði sigurmark Sunder- land snemma í leiknum. Lee Chapman, miðherji Stoke, var heldur betur í sviðsljósinu um helgina, en hann skoraði öll mörk Stoke í 3—1 sigri liðsins gegn Leeds. Leeds nægði ekki að ná forystunni í leiknum, en Brian Flynn skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu. 2. deild: Blackburn 1 (Brotherstone) — Derby 0 Bristol Rov. 2 (Randall 2) — Bolton 1 (Gowling) Cambridge 1 (Reilly) — Preston 0 Grimsby 2 (Waters 2 víti) — Orient 0 QPR 1 (Howe) — Notts County 1 (McCulloch) Sheffield Wed. 3 (Curran 2, McCulloch) — Oldham 0 Watford 1 (Bolton) — Shrews- bury 0 West Ham 4 (Brooking 2, Cross, Devonshire) — Chelsea 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.