Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 fMtagsmliffifrifr Útgefandi Framkvaemdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Nýtt fiskverð Ríkisstjórnin boðaði efnahagsaðgerðir sínar um áramótin, án þess að taka ákvörðun um fiskverð. Með aðgerðunum var ákveðið að binda gengið fast og ráðherrar gáfu til kynna, að þeir teldu 15% hækkun fiskverðs í samræmi við stjórnarstefn- una. Þegar sú tala var nefnd, var ráðherrunum ljóst, að sjómenn miðuðu kröfur sínar við 10% grunnkaupshækkun á almenna vinnumarkaðinum 27. október og 9,52% verðbótahækkun á laun 1. desember og fóru sjómenn því fram á að minnsta kosti 20% fiskverðshækkun. Útgerðarmenn tóku undir þessa kröfu sjó- manna og töldu jafnframt nauðsynlegt að gildistími lagaákvæða um 7,5% olíugjald yrði framlengdur frá og með áramótum. Fiskvinnsluaðilar, einkum þeir sem frystingu stunda, hafa fastlega haldið því fram, að afkoma þeirra leyfi ekki mikla hækkun á fiskverði og auk þess sé með öllu fráleitt að ætla að taka fé frá einni grein fiskvinnslunnar og millifæra það fyrir tilstuðlan verðjöfnunarsjóðs til annarrar. Fiskverð átti að liggja fyrir 1. janúar. Aldrei fyrr síðan 1961, þegar núverandi skipan var ákveðin, hefur ákvörðun um það dregist jafn lengi án þess að bráðabirgðaverð lægi að minnsta kosti fyrir. Ekkert fiskverð hefur verið í gildi frá áramótum, allan þann tíma hafa ráðherrar þjarkað um hækkun þess. Sú rimma staðfestir betur en flest annað, hve lítil fyrirhyggja réð ferðinni um áramótin, þegar efnahagsáætlun stjórnarinnar var samþykkt og útgefin. A föstudaginn í síðustu viku samþykkti meirihluti ríkisstjórnarinnar, að fiskverð skyldi hækka um 16% frá 1. janúar og um 5% 1. mars. í minnihluta voru formenn stjórnarflokkanna, sjávarútvegsráðherra Steingrímur Her- mannsson og félagsmálaráðherra Svavar Gestsson. Þeir vildu, að frá 1. janúar yrði hækkunin 19% og síðan 5,5% frá 1. mars. Bárust nú þau fyrirmæli til starfsmanns ríkisstjórnarinnar í verðlagsráði, oddamannsins í ráðinu, að hann skyldi greiða atkvæði með fiskkaupendum í samræmi við meirihlutavilja ráðherra. Þá var sjómönnum nóg boðið. Á laugardeginum lá fyrir, að þeir myndu sigla í land og mótmæla þessari aðför að afkomu sinni. Síðdegis á laugardag gaf ríkisstjórnin eftir og með fiskseljendum ákvað oddamaður 18% hækkun frá áramót- um og 6% frá 1. mars. Verkfalli á báta- og togaraflotanum hefur verið frestað fram í næstu viku og vafalítið tekst útgerðarmönnum og sjómönnum að ná saman á þeim tíma. Þess vegna sýnist hafa verið komið í veg fyrir, að flotinn stöðvist. Hins vegar er enn óvíst, hvernig vandi fiskvinnslunnar verður leystur og olíugjaldið á fiskiskip- unum verður ekki framlengt nema með lögum. Þrátt fyrir þessa óvissu er unnt að slá þrennu föstu: I fyrsta lagi þýðir 24% hækkun fiskverðs fráhvarf ríkisstjórn- arinnar frá þeirri stefnu, sem hún mótaði um áramótin. í öðru lagi hafði ríkisstjórnin ekki þrek til að standa við ákvörðun sína um fast gengi. Hluti fiskverðsvandans hefur verið leystur með því að lækka gengi krónunnar gagnvart dollar um rúm 4% síðan 10. febrúar. I þriðja lagi er ekki enn ljóst, hvar afla á fjár til millifærslu eða niðurgreiðslu á gengi fyrir útflutningsatvinnuvegina. Á þessu stigi er ekki unnt að slá neinu föstu um afleiðingar þessa. Eina úrræðið, sem ríkisstjórnin heldur fast við, er 7% launalækkunin 1. mars. Vafalaust verður að nýju gripið til þess að lækka launin síðar á árinu, ef verðbólgumarkmiðinu verður ekki kastað fyrir róða. Frækilegur sigur Vafasamt er, að meira ójafnræði geti ríkt milli nokkurra íþróttaliða en landsliða Austur-Þjóðverja og íslendinga í handknattleik. Austur-þýska liðið er skipað leikmönnum, sem helga sig íþróttum og engu öðru. Austur-Þjóðverjar hafa gengið einna lengst kommúnistaþjóða á þeirri braut að reyna með aðstoð íþróttanna að viðhalda metnaði sínum þrátt fyrir sovéska nýlendukúgun. Handknattleikslið þeirra hélt því mefki dyggilega á loft á Olypmíuleikunum í Moskvu sl. sumar, þegar það vann sovéska liðið í úrslitaleik. Síðan 1976 hefur sá kjarni verið í liði Austur-Þjóðverja, sem keppti hér á landi um helgina. Frá því í maí á síðasta ári hefur liðið ekki tapað neinum leik, fyrr en á sunnudaginn þegar íslenska landsliðið vann með 18 mörkum gegn 15. Austur-þýska liðið var það af bestu liðum heims, sem íslendingar höfðu aldrei sigrað. Það var engin tilviljun, að íslenska liðið vann á sunnudagskvöldið. Sigurinn átti rætur að rekja til meiri hæfni íslensku leikmannanna. Ekki eru nema fáeinar vikur síðan landslið okkar keppti við vestur-þýsku heimsmeistarana í Þýskalandi og lauk þeirri viðureign með jafntefli í öðrum leiknum og sigri okkar manna í hinum. Séð yfir salarkynni búnaðarþings, en gert er ráð fyrir að það standi út mánuðinn. Framleiðslu- og sölumál aðalmálin á búnaðarþingi BÚNAÐARÞING 1981 hóf störf í dag og er það hið 63, i röðinni. Ásgeir Bjarnason formaður Bún- aðarfélags íslands setti þingið. Minntist hann i upphafi látinna manna er starfað höfðu að mál- efnum landbúnaðarins. Þá vék hann að framleiðslu og sölumál- um og minnti á að með nýjum frá síðasta búnaðarþingi, 1980. í lok ræðunnar sagði hann m.a. „Ég ræði það ekki hér hve vandasamt það er að þræða þann meðalveg í framleiðslumálum, sem framund- an er án þess að samdráttur leiði til stórum verri kjara, án þess að það leiði til hlutfallslegrar aftur- farar, án þess að hætta skapist á byggðaröskun og byggðahruni." Kvaðst hann hafa orðið var þess miskilnings að nú þegar drægi úr framleiðslu mætti draga saman í störfum ráðunauta. Því væri ekki að heilsa, einmitt nú sæktust menn eftir leiðbeiningum og nýjar búgreinar krefðust síaukinnar að- stoðar og meiri þekkingar. Ásgeir Bjarnason formaður Búnaðarfélagsins og Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri taka á móti frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands við setningu búnaðarþings. Rax. búgreinum verði að renna styrk- ari stoðum undir íslenskan land- búnað, en þessi mál eru helstu mal þingsins. Þá flutti Pálmi Jónsson land- búnaðarráðherra ávarp og sagði m.a. að á sama hátt og nauðsyn- legt var að draga úr mjólkur- framleiðslunni til að hún yrði litlu meiri en næmi innanlandsmark- aði, væri nauðsynlegt að halda sauðfjárframleiðslu í svipuðu horfi og verið hefur. Sagði hann að ætti byggð að haldast líkt og nú væri og ef tryggja ætti bændum félagsleg og efnaleg kjör til jafns við aðrar stéttir þá mætti ekki eingöngu miða framleiðslu tveggja höfuðbúgreina lands- manna við innanlandsmarkað. Ut- flutningsiðnaðurinn mætti ekki við miklum samdrætti og hag- kvæmara væri að kosta nokkru fé til útflutningsbóta. Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri greindi í ræðu sinni er hann flutti síðdegis frá framvindu mála Athugasemd frá landlækni við grein Sigurðar Þorbjarn ar í Morgunblaðinu í dag Herra ritstjóri. Sigurður Þorbjarnar sendi landlæknisembættinu grein þá er birtist í blaði yðar í dag, þann 17. febrúar, undir fyrirsögninni „Barnsfæðing". Af því tilefni óska ég eftir að eftirfarandi athugasemd verði birt: Barnið sem fæddist og að- standendur þess eiga mína dýpstu samúð. Rangur áburður leysir ekki vandann. Samdóma álit þeirra sérfræðnga, sem til voru kvaddir í þessu máli, var eftirfarandi: 1. Ekki var unnt að sjá fyrir erfiðleika þá, er urðu við nefnda fæðingu. Röntgen- rannsóknir sýndu nægjanlega grindarvídd og aðrar rann- sóknir gáfu ekki tilefni til frekari aðgerða s.s. keisara- skurðar. 2. Þegar erfiðleikar komu í ljós við fæðinguna var að dómi sömu sérfræðinga brugðist rétt við. Seint verður komið í veg fyrir öll áföll við fæðingar og ennþá gerast atburðir, sem ekki er á mannlegu valdi að sjá fyrir. Sannast hið gamalkunna, að hin stutta ferð barns úr móðurkviði er hættulegasta ferðin í lífi manns. Ólafur ólafsson landlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.