Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981
25
OLYMPÍUMEISTURUNUM
íslenska liðsins sáust slæm mis-
tök. Sér í lagi hjá Sigurði Sveins-
syni og Páli Olafssyni. Of oft lögðu
þeir ekki rétt mat á skot sín og
gegnumbrot. Þá gerðu þeir sig
seka um slæm varnarmistök.
I stuttu máli: Landsleikur í
Laugardalshöll, ísland —
A-Þýskaland 18—15, (12—7).
Mörk íslands: Páll Björgvinsson
6, Bjarni Guðmundsson 4, Sigurð-
ur Sveinsson 2, Páll Ólafsson 2,
Stefán Halldórsson 1, Ólafur H.
Jónsson 1, Axel Axelsson 1 og
Steindór Gunnarsson 1.
Markahæstur í liði Þjóðverja
var Dreibrot með 7 mörk, 3 v.,
Wahl 3, Pester 3, Rost 1 og Schimt
1.
Island fékk ekkert vítakast í
leiknum, Þjóðverjar 5. Skoruðu úr
þremur en tvívegis í síðari hálfleik
skutu þeir yfir markið.
Brottvísanir af leikvelli: Þor-
bergur, Páll, Steindór og Ólafur
H., allir í 2 mín. Doering og Wahl
í 2 mín,— þr.
Einar markvörður sýndi stórkostlegan leik. Hér ver hann eitt af 12 skotum sem hann varði i leiknum.
Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari. gefur sínum mönnum skipanir. Gunnsteinn liðsstjóri. lengst til vinstri.
beirra biður erfitt verkefni i B-keppninni. i.jósm. Rax.
Sagt eftir leikinn:
„íslenskir áhorfendur eru
þeir bestu í heiminum"
— segir Páll Björgvinsson
ÞAÐ RÍKTI mikil gleði í bún-
ingsklefa islenska landsliðsins í
handknattleik eftir hinn stór-
glæsilega sigur gegn Austur-
bjóðverjum. Fyrstur á vegi
okkar varð landsliðsþjálfarinn
og einvaldurinn Hilmar Björns-
son. Ilann var niðursokkinn i að
fara yfir leikinn i tölum. Þessi
átti þetta mörg skot, misheppn-
aðar sendingar og svo framvegis.
Hilmar sagði um leikinn:
— Svona leikir eru stórkost-
legir. En það ber nú að hafa það
hugfast, að við vorum i vináttu-
landsleik. í erfiðri keppni. þar
sem stig hefðu talið, hefði verið
skemmtilegra að vinna svona
sigur. En hvað um það, þetta var
stórgóður sigur. Ég vona bara, að
minir menn ofmetnist ekki af
honum. bað yrði ekki gott, svona
rétt fyrir B-keppnina. Þeir verða
að halda sér á jörðinni.
Sifjurður Sveinsson:
— Ég var klaufi í þessum
tveimur leikjum, ég fann mig ekki
nægilega vel. Þeir leika að vísu
mjög sterka vörn. Og hana mjög
framarlega. Það gerði mér erfitt
fyrir.
Einar Þorvarðarson
markvörður:
— Þetta er minn 2. landsleikur,
sem ég leik allan leikinn án
hvíldar. Þetta var stórkostlegur
sigur. Vörnin fyrir framan mig
var ofsalega sterk. Strákarnir
börðust svo vel. Þá fann ég mig
mjög vel, var í miklu stuði. Ég er
ekkert þreyttur, bara yfir mig
ánægður. Svona þarf samspilið á
milli varnar og markvörslu að
vera. Vonandi verður það í
B-keppninni.
Bjarni Guðmundsson:
— Þetta var skemmtilegt.
Stemmningin í áhorfendum var
stórkostleg út allan leikinn. Þeir
hjálpuðu okkur mikið. Það er
sögulegt að sigra OL-meistarana
örugglega. Við náðum góðri for-
ystu og héldum henni út leikinn.
Enginn slæmur kafli eins og svo
oft. En ég er svolítið hræddur við
að þetta sé ekki alveg nægilega
gott veganesti í B-heimsmeistara-
keppnina. Við verðum að leggja
okkur alla fram þar. Þessi leikur
er enginn mælikvarði á að þar
muni okkur ganga vel. Það var góð
stemmning í Ieikmönnum fyrir
leikinn. Og allir lögðu sitt í
leikinn.
Ólaíur II. Jónsson:
— Þetta er einn albesti lands-
leikur, sem ég tel að íslenskt
landslið hafi leikið fyrr og síðar.
Allavega síðan ég hóf að leika með
landsliðinu. Við komum þeim í
opna skjöldu með mikilli baráttu í
leiknum. Þeir brotnuðu. En þetta
er hættulegur sigur. Við gætum
ofmetnast. Við megum ekki vera
of bjartsýnir á að okkur komi til
með að ganga of vel í B-keppninni.
Páll Björjfvinsson:
— Þetta var einn besti lands-
leikur sem ég hef leikið. Hann
minnir mig á leikinn úti í Júgó-
slavíu þegar ég meiddist. Þá lær-
brotnaði ég og varð að hætta
handknattleik um nokkurt skeið.
Við lékum skynsamlega í kvöld.
Agaðan leik. Héldum boltanum
vel og það varð til þess, að við
misstum ekki niður forskot okkar.
Þá var markvarsla Einars frábær.
Ég er ekkert þreyttur. Maður er
það sjaldan þegar svona vel geng-
ur. Ég tel það vera einstakt,
hversu vel og dyggilega áhorfend-
ur studdu við bakið á okkur allan
leikinn. Sá stuðningur var okkur
mikils virði. íslenskir áhorfendur
eru þeir bestu í heiminum.
- ÞR