Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 Páll V. Daníelsson: Galeiðufjötrarnir Grípið þjófinn! Og hæst hrópaði strákurinn, sem hnuplað hafði. Er það ekki eitthvað svipað með verðbólguna? Stjórnvöld hrópa þar hæst á öllum tímum. En á nokkurt afl í þjóðfélaginu meiri sök á verðbólgunni en einmitt stjórnvöldin? Þau setja þjóðfé- la>{ið meira og minna á skjön. Þau eru að basla við að stjórna eftir svo flóknum leiðum að fólk á þess engan kost að fylgjast með. Og járntjald myndast á milli gervi- þjóðfélags stjórnvalda og þess þjóðfélags, sem fólk almennt lifir og hrærist í. Og að láta sér detta í hug að segja fólki hvað sé sann- leikur í efnahagsmálum, þegar það getur hvorki þreifað á né að sá sannleikur sé í samræmi við eigin lífsafkomu þess er nánast út í hött. Efnahagsráðstafanir, til þess að ráða niðurlögum verðbólgu og ekki leggja byrðar á fólk almennt hafa ekki verið fundnar upp enn- þá. Þær geta eigi að síður átt rétt á sér, boði þær betri tíð. En til þess að svo geti orðið þarf að nýta orku, þekkingu og hugkvæmni einstaklingsins, þess vegna þarf að auka svigrúm hans með því að hann geti haldið og ráðstafað sjálfsaflafé sinu i auknum mæli. Vantraust á fólkið Hin sígildu efnahagsráð stjórn- valda eru þau, að draga völdin æ meira til sín og vantreysta hinum almenna borgara að sama skapi. Fé hans er tekið í sköttum í vaxandi mæli svo að umráðafé hans verður stöðugt minna. Og ekki er nóg með það, heldur er beitt öðrum aðferðum til þess að hefta svigrúm einstaklingsins og ein sú örlagaríkasta er nú í undirbúningi en það er stað- greiðsla skatta, sem virka mun sem helfjötrar, einkum gagnvart launafólki. Bundið á klafa Þegar stjórnvöldin hafa svo náð bróðurpartinum af launatekjum fólks með auknum sköttum og tekist að binda það á klafa eftir öðrum leiðum, þá byrjar skömmt- unin. Og þannig er búið að fara með efnahagslega möguleika fólks að skömmtun félagsmálapakka er að verða mörgum nauðsyn til þess að geta lifað. En þá er fólk um leið orðið háð valdhöfunum. Það verð- ur að fara að lifa eftir þeim reglugerðum, sem skammtað er eftir. Jafnvel er það beitt fjár- hagslegum þvingunum til að senda frá sér ómálga börn í umónnun annarra. Frelsið hefur verið skert og fólk getur ekki lengur tekið virkan þátt í því að byggja upp og treysta frjálst þjóðfélag. Það er fjötrað við sitt sæti 'með galeiðuhlekkjum félags- málapakkanna. Skrifstofa Norrænu Ráðherranefndarinnar Á skrifstofu Norrænu Ráöherranefndarinnar á aö ráöa í eftirfarandi stööur: 1. Ráðunaut, sem hefji störf sem fyrst. 2. Deildarstjóra, sem tekur viö stöóunni 1. maí næstkomandi. 3. Húsvörð, sem hefur störf þann 1. ágúst næstkom- andi. 4. Framkvæmdastjóra, sem hefur störf þann 1. ágúst næstkomandl. 5. Ráðunaut, sem hefur störf 1. ágúst næstkomandi. Norræna Ráöherranefndin er samstarfsvettvangur norrænu ríkisstjórnanna og var sett á stofn 1971. Samstarfiö tekur til flestra sviöa þjóófélagsins, m.a. lagasetninga, iónaóar- og orkumála, náttúruverndar, vinnumarkaösmála og vinnuumhverfis, félagsmála- stefnu, sveitarstjórnarmála, neytendamála, flutninga og hjálparstarfs Noröurlanda vió Þróunarlöndin. Skrifstofa Ráöherranefndarinnar, sem er í Osló, sér um daglega framkvæmdastjórn samstarfs sem fellur undir starfsvettvang Ráðherranefndarinnar og ann- ast skýrslugeró, undirbúning og framkvæmd Ráö- herranefndarinnar og stofnana þeirra sem undir hana heyra. Ráöið er í allar stööurnar meö samningi til 3—4 ára meö hugsanlegum möguleika á framlengingu. Ríkis- starfsmenn eiga rétt á allt aö 4 ára leyfi frá störfum. Skrifstofan býöur góö laun og starfsskilyröi á skrifstofum sem eru miösvæöis í Osló. i stöóum 1, 2, 4 og 5 þurfa menn aö hafa góöa hæfileika til aó tjá sig greinilega í ræöu og riti á einu af starfsmálum skrifstofunnar, dönsku, norsku eöa sænsku. Störfunum fylgja nokkur feröalög á Noröur- löndum. Starf 1 — ráðunautur (samræmingarmél) Hlutaóeigandi á í samvinnu við annan ráðunaut aó fjalla um eftirfarandi: Ritarastörf fyrir Norræna samstarfsráöherra og embættismannanefndir þeirra, almenna meöferö mála, samband viö stofnanir, deildir Noröurlanda- ráös og aöilja vinnumarkaðarins, Norræna samvinnu um aöstoð viö Þróunarlöndin og einnig heyra lögfræöileg málefni undir þetta starfssvið. Starfió hentar lögfræöingi meö víótæk áhugamál og reynslu af opinberri stjórnsýslu. Lögó veröur áhersla á aö hlutaóeigandi hafi góöa stjórnunarhæfileika og geti unniö sjálfstætt. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar gefur avdelingssjef Sverre Frogn- er, konsulent Jette Kiersgaard eöa administrasjons- sjef Per M. Lien. Starf 2 — deildarstjóri Deildarstjóri á aö stjórna fagdeild 2 sem ber ábyrgö á samhæfingu og skipulagi á norrænu samstarfi á sviöi félagsmála, umhverfisverndar, vinnumarkaös- mála, vinnuumhverfis, jafnréttis- og neytendamála. Deildarstjórinn á aö hafa langa reynslu af stjórnsýslu- störfum, þar af nokkur ár í stjórnunarstöóu. Reynsla af meiriháttar opinberri stjórnsýslu er mikill kostur. Góöir samstarfs- og sambandshæfileikar eru nauö- synlegir. Reynsla af norrænu eöa ööru alþjóölegu samstarfi er til bóta. Ef jafnhæfir menn sækja um starfiö veröur Finni fyrir valinu. Ástæöan er sú, aö óskaó er eftir því, aó stjórnunarstööur skiptist milli Noröurlandanna. Umsóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar gefur avdelingssjef Osmo Kaipainen eöa administrasjonssjef Per M. Lien. Staða 3 — húsvörður Störfin eru margvísleg, en aöalstarfiö er þó póstaf- greiösla og dreifing (innanhúss og utan). Einnig aö sjá um fjölritun og prentun (offset) og húsvaröarstörf. Æskilegt er, aö umsækjandi hafi reynslu af einhverju því sem hér hefur veriö nefnt. Hlutaóeigandi veröur aö vera snar í snúningum, nákvæmur, starfsfús og samvinnuþýður. Á vissum tímum getur þurft aö vinna fram yfir venjulegan vinnutíma. Einnig er æskilegt, aó hlutaóeigandi gæti haft bifreiö til umráöa. Akstur veróur endurgreiddur í samræmi viö ríkistaxta. Umsóknarfrestur er til 15. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar gefa sekretær Solveig Johansson eða administrasjonssjef Per M. Lien. Staða 4 — framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóri ber ábyrgó á stjórnun skrifstof- unnar. Undir starfiö fellur starfsmannastjórn, stjórn- unarfjárhagsáætlun, launa- og skattamál og inn- kaupaþjónusta. Auk þess er hlutaöeigandi ábyrgur fyrir málsmeöferö launa- og starfsmannamálefna. Framkvæmdastjórinn á aö hafa langa reynslu af stjórnunarstörfum, þar af nokkra sem yfirboöari. Reynsla af meiriháttar opinberri stjórnsýslu er mikill kostur. Góöir samstarfs- og sambandshæfileikar eru nauösynlegir. Ef jafnhæfir menn sækja um, veröur Norömaöur ráöinn til starfa. Ástæðan er sú, aó starfiö felur í sér margháttuö sambönd viö norsk yfirvöld, þar sem málefni er varöa starfsmannahald og stjórnun þess fylgja aö miklu leyti norskum ákvæóum. Umsóknarfrestur er til 15. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar gefur avdelingssjef Sverre Frogn- er eöa administrasjonssjef Per M. Lien. Staða5 — ráöunautur (vinnuumhverfismál) Ráöunauturinn mun aðallega starfa aö vinnuum- hverfismálum, en hlutaóeigandi verður einnig aö geta tekiö aö sér verkefni á öðrum fagsviðum. Starf ráöunautarins er m.a. að annast ritarastörf fyrir Ráöherranefndina og embættismannanefndir hennar á þessu sviöi, fylgjast með ýmsum stofnunum, áætlunum og starfshópum/nefndum innan síns verkahrings og vera ábyrgur fyrir framkvæmd áætlana og aö þeim sé fylgt eftir. Umsækjendur eiga aö hafa hæfilega menntun fyrir starfið og reynslu af opinberri stjórnsýslu. Hlutaöeig- andi á aö hafa góöa stjórnunarhæfileika, samstarfs- hæfni og verður að geta unnið sjálfstætt. Umsóknarfrestur er til 15. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar gefur avdelingssjef Osmo Kaipa- inen, konsulent Terje Syndby eöa administrasjons- sjef Per M. Lien. Upplýsingar um allar stööurnar eru veittar í síma (02) 11 10 52 Skriflegar umsóknir sendist: Nordisk Ministerráds generalsekretær Postboks 6753, St. Olavs Plass OSLO 1. Páll V. Danielsson Þurfum við að búa við fátækt? Við tölum oft um að við höfum það gott. En hvers vegna þá allt það fólk, sem býr við lök kjör og litla möguleika til úrbóta? Að vísu eigum við við böl að búa vegna margs konar ógæfu eins og áfeng- isneyslu og sjúkdóma. En fleira kemur til. Stjórnvöld eru búin að missa trúna á það, að fólk geti lifað hér á landi mannsæmandi lífi þótt fullvinnandi sé. Ofur- kappið, sem lagt er á svokallaðan félagslegan grundvöll mála sýnir það vel. T.d. er ekki ætlast til þess að fólk hafi þau laun eða það umráðafé, að það geti eignast þak yfir höfuðið öðruvísi en að opinber aðstoð komi til. Og þessi opinbera aðstoð kostar það að réttindalega verður fólk að búa við önnur kjör, hvað snertir umráð og ráðstöfun á íbúð sinni. Stjórnvöldin valda þannig lakari lífskjörum og hafa svo ekki önnur ráð til að reyna að bæta úr en nýja skattheimtu, nýja félagsmálapakka og aukið ófrelsi þar til að málum er svo komið að fáir, nema spillt yfirstétt valdhafa geta séð fótum sínum forráð. Fólkið ráði fjármagni sínu Ég hefi ótakmarkaða trú á fólkinu sjálfu. Og það á 'sinn lýðræðislega rétt til ráða sér og málum í umhverfi sínu innan þeirra marka, sem almenn löggjöf setur. Mér finnst að það hljóti að sjá betur, hvernig það getur leyst viðfangsefni sín, heldur en opin- bert skrifstofubákn. Þess vegna hefi ég lagt til að fólk fengi að halda sjálfsaflafé sínu. Það getur tryggt samhjálp sína með eigin gegnumstreymislifeyrissjóði. Og þá getur fólkið orðið virkt og frjálst í þjóðfélaginu. Verðbólgan kemur til með að hjaðna, þegar mesti vindurinn fer úr opinbera bákninu. Þá gæti fallið niður svo og svo mikið af rangri verðskrán- ingu í landinu. Og þegar fólkið þekkir kostnaðinn aðlagar það sig þeim hlutum og vinnur sjálft gegn verðbólgunni. Fólkið sjálft er þannig eina aflið, sem varanlega getur haft hemil á verðbólgunni. Litlir hlutir, sem auðleystir eru á staðnum geta valdið stórum og dýrum mistökum, þegar búið er að safna þeim á einn stað til ákvörð- unar miðstýringarvalds. MORGUNBLAÐIÐMORGI MORGUNBLAÐIÐMOR MORGUf^LAÐIÐMQS5: MORGU morg/-^ MORC/ Blað- burðar- fólk óskast Austurbær Samtún Miðtún Leifsgata Ármúli Síöumúli Vesturbær Vesturgata, Tjarnargata, Suöurgata MO/^ MC/ %n MORGUh MORGUNBlk— MORGUNBLAbtv'^//5^^Br MORGUNBLAÐIÐbfcv^/NBLAÐIÐMt MORGUNBLAÐIÐMORGUNBLAÐIÐMORGUNBLAÐIÐ Hringiö í síma 35408 LAÐIÐMORGUNBLAÐIÐ ^MORGUNBLAÐIÐ y/- —^&RGUNBLAÐIÐ INBLAÐIÐ IBLAÐIÐ JBLAÐIÐ LISLAÐIÐ -\.AÐIÐ IAÐIO \\ÐIÐ \ÐIÐ ÍÖLAÐIÐ yLAÐIÐ AÐIÐ )IÐ /AÐIÐ )IÐ /ÐIÐ ÍÐIÐ Lðið Lðið -AÐIÐ \D\D \AÐIÐ VÐIÐ \Ð|D ^TumOIÐ f-BLADIO ^LAÐIÐ ftBLAÐIÐ /ONBLAÐIÐ /iUNBLAÐIÐ /ÍGUNBLAÐIÐ IGUNBLAÐIÐ Nýlendugata, Breytt símanúmer á afgreiöslu Morgunblaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.