Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 29 Söguleg fískverðsákvörðun á laugardag: Stjórnin fellst loks á málamiðlun seljenda SÖGULEGRI fiskverðsákvörðun lauk á lauKardagskvöldið með því að myndaður var meirihluti oddamanns yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins með fulltrúum seljenda og var al- mennt fiskverð hækkað frá og með 1. janúar siðastliðinn um 18% og siðan hækkar verðið hinn 1. marz um 6%. Gildir verðið til 1. júni næstkomandi. Áður en þessi meirihluti var myndaður i yfir- ncfndinni, hafði tekizt að fá stuðning við þessa meirihluta- myndun i þingflokkum Fram- sóknarf lokksins og Alþýðu- bandalagsins. Sjálfstæðismenn- irnir, sem aðild eiga að ríkis- stjórninni munu siðastir hafa fallizt á þessa fiskverðshækkun. Hagsmunaaðilar áttu fund með Gunnari Thoroddsen forsætisráð- herra og Steingrími Hermanns- syni sjávarútvegssráðherra um hádegisbil á laugardag. Þar ræddi forsætisráðherra um það, hvort unnt yrði að finna málamiðlun í þessari erfiðu fiskverðsákvörðun og nefndu þá seljendafulltrúar 18% og 6% 1. marz. Við það mun brúnin hafa þyngzt allverulega á ráðherranum og ræddi hann m.a. um að möguleiki væri á að odda- maður ákveddi einn fiskverðs- hækkunina. Samkvæmd heimild- um Morgunblaðsins lýsti Ólafur Davíðsson, forstjóri Þjóðhags- stæröarflokkum og veröhlutföllum milli einstakra sem ákveÖnar voru var vísaÖ til yfirnefndar. yfirlýsing ríkisstjórnarinnar þess efnis aÖ hún muni beita sér fyrir ráöstöfunum til þess aö frystideild Veröjöfnunarsjóös staÖiÖ viÖ skuldbindingu um viömiöunarverö, fiskiönaöarins er sé 5 % yfir núverandi markaösverÖi. VerÖiÖ var ákveÖiÖ af oddamanni nefndarinnar, ölafi DavíÖssyni og fulltrúum fiskseljenda, þeim Ingólfi Ingélfssyni og Kristjáni Ragnarssyni, gegn atkvæÖum fulltrúa fiskkaupenda, Eyjólfs Isfelds Eyjólfssonar og FriÖriks Pálssonar. Reykjavaýk, 14. febrúar 1981 Verölagsraösjávarútvegsins Matthías Bjarnason: Hækkunin síst of mikil fyrir sjómenn og útgerðarmenn - en stjórnvaldsákvarðanir verða að koma í veg fyrir samdrátt í fískverkuninni „Ég tel að óeðlilega lengi haíi drcgist að ákveða fiskverð og þar mcð verið tafið fyrir samningum, en með því verði sem ákveðið hefur verið er ekki gengið lengra en óg tel sjómenn og útgerðar- menn eiga kröfu til,“ sagði Matt- hias Bjarnason alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra í samtali við Morgunblaðið i gær er hann var spurður álits á nýákveðnu fiskverði. Matthías sagði, að fiskverðið væri alls ekki óeðlilega hátt miðað við launabreytingar í landinu, í október hefðu flestir launþegar fengið 10 til 11% kauphækkun, og síðan hefði komið 9,4% verðbætur á laun hinn 1. desember. Samtals væri þar því um að ræða um 21% launahækkun, og væru sjómenn því nokkuð undir meðaltalshækk- uninni, en þeir hækki síðan 1. mars eins og aðrir launþegar. „Staða útgerðar, bæði togara og báta án loðnu er mjög slæm,“ sagði Matthías ennfremur, „og raun- verulega er þessi fiskverðshækkun í það lægsta fyrir útgerðina. Allir vita um afkomu loðnuflotans, en þar er verðákvörðun ekki komin ennþá. Hvað varðar olíugjaldið er það hins vegar að segja, að stjórn- völd hafa lofað að það verði hið sama, en sjávarútvegsráðherra hefur marglýst því yfir að hann telji þetta fyrirkomulag á olíu- gjaldinu ótækt og vitlaust og veldur því vonbrigðum að ekki skuli nein breyting vera fyrirhug- uð þar á, en svo virðist ekki vera. En hvað varðar málið í heild er mjög óeðlilegt að ekki skulu hafa verið haft meira sarpráð við þá aðila er málið snerti, en þótt málið hafi tekið svo langan tíma, hefur ríkisstjórnin frekar spillt fyrir en hitt og tafið fyrir lausn. Það var ekki fyrr en séð var að allur flotinn myndi sigla til hafnar og langvinnt og illvígt verkfall virtist í uppsigl- ingu, að ríkisstjórnin lét undan, og fiskverðshækkunin færi ekki fram úr samtals 21,5%. Ætlunin var að taka ákvörðun með fiskkaupend- um, á móti atkvæðum fiskseljenda, en slík ákvörðun hefði leitt til ófriðar í þjóðfélaginu og stofnað til stórfellds atvinnuleysis vegna taf- arlausrar stöðvunar atvinnufyrir- tækjanna. Þegar á heildina er litið, tel ég sjómenn og útgerðarmenn hafa sýnt mjög mikla sanngirni í sínum kröfum, og að þeir hafi gengið óvenjulangt til að ná samkomu- lagi. Það hefur enn ekkert verið sagt um þessi mál á Alþingi, annað en það að frumvörp verða þar lögð fram í kjölfar þessa samkomulags. En eftir því sem ég hef heyrt á að fara að hrófla við útflutnings- gjaldinu. Vil ég fyrir mitt leyti segja að ég er alfarið á móti því að færa á milli greina. Ein fram- leiðslugrein skarar nú fram úr, skreiðarverkunin. Hver grein á sína sérstöku deild innan verðjöfn- unarsjóðs sjávarútvegsins og vit- askuld á skreiðin að greiða þangað meira, til að geta tekið við áföllum er þau verða. En að færa þarna á milli deilda er hreint og beint óráð að gera og raskar algjörlega þeim tilgangi er verðjöfnunarsjóðurinn á að þjóna. Að lokum um fiskvinnsluna. Því er ekki að leyna, að fiskvinnslan, og þá sérstaklega frystingin, stendur einkar illa undir því að taka þessa fiskverðshækkun á sig nema með sérstökum stjórnvalds- ákvörðunum og aðgerðum. Ég vil ekki tala út í þeim efnum, fyrr en séð verður hvað þar verður gert, hvað stjórnvöld ætla að gera, til að koma í veg fyrir vaxandi samdrátt í fiskvinnslu," sagði Matthías Bjarnason að lokum. stofnunar, því þá yfir á fundinum, að hann stæði ekki að slíkri aðgerð. Er menn fóru af fundi ráðherranna, var rætt um nýjan fiskverðsfund á mánudag. Skömmu síðar mun sjávarút- vegsráðherra, Steingrímur Her- mannsson hafa kallað saman þingflokksfund í Framsóknar- flokknum, þar sem hann fékk samþykkt 18% + 6% 1. marz og um svipað leyti hóf Ólafur Ragnar Grímsson hringingar í þingmenn Alþýðubandalagsins og um síma tókst honum að fá þingflokkinn til þess að samþykkja 18 + 6%. Voru menn svo í símum fram eftir degi og klukkan 17,30 var boðaður fundur í yfirnefnd og var gengið frá fiskverðsákvörðun á skömm- um tíma. Þegar hagsmunaaðilar ræddu þessi mál, hafði alltaf verið rætt um að viðmiðunarverð Verðjöfn- unarsjóðs sjávarútvegsins yrðu ákveðin 6% yfir markaðsverði, en þegar þessi meirihluti hafði verið myndaður, komu boð um að við- miðunarverðin yrði aðeins 5% yfir markaðsverði. Kom þetta mjög flatt upp á alla, sem að málinu höfðu staðið. Hins vegar hefur nú hafizt mjög hratt gengissig, sem hefur áhrif á þessi mál, þar sem viðmiðunarverðin eru bundin í dollurum. Hefur því staða íisk- vinnslunnar styrkzt mjög við þetta hraða gengisfall, sem hafið er. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu yrðu þeir Stein- grímur Hermannsson og Svavar Gestsson undir í ríkisstjórninni á föstudagsmorgun, er þeir einir vildu samþykkja 19% fiskverðs- hækkun að viðbættri 5,5% hækk- un 1. marz. Hinir átta ráðherrarn- ir vildu mynda meirihluta með kaupendum 16% + 5% 1. marz. Á þeim ríkisstjórnarfundi lét Steingrímur Hermannsson bóka að eina raunhæfa lausnin á fisk- verðsvandanum með tilliti til samningamála sjómanna, væri 19% + 5,5% 1. marz. Fiskverð hefur aldrei fyrr verið svo seint á ferðinni. Kristján Ragnarsson: Þröng rekstrarskil- yrði útgerðarinnar ÚTGERÐINNI eru ætluð þröng rekstrarskilyrði með þessu fisk- verði, en miðað við aðstæður hef ég sætt mig við þessa ákvörðun fiskverðs, sagði Kristján Ragn- arsson, formaður LÍÚ og annar fulltrúi seljenda i yfirnefnd verð- lagsráðsins i gær. — Forsenda fyrir þessu fiskverði er að olíu- gjaldið verði endurnýjað 7,5% eins og það var i lok siðasta árs og ég vænti þess að frumvarp þess efnis komi fram á Alþingi á næstunni. — Staðan er þannig, að meðal- talið í rekstri útgerðarinnar er nánast á núlli. Þá eru bátarnir með 2—3% hagnað miðað við tölur Þjóðhagsstofnunar, rekstur minni togaranna í járnum, en stóru togararnir með 7% halla. Staða þeirra er sérstaklega erfið og aukinn styrkur dollarans kann að leiða til aukinnar olíuhækkun- ar umfram það sem gert var ráð fyrir við þessa ákvörðun fiskverðs. Stóru togararnir eru með hærra hlutfall af svartolíu en aðrir togarar og nú hækkar svartolían meira en annað, þannig að staða þeirra versnar meira en annarra vegna þessa, sagði Kristján Ragn- arsson. Kjartan Jóhannsson: Ríkisstjórnin ótrúlega ringluð og stefnulaus „VIÐ þessa fiskverðsákvörðun hefur átt sér stað misþyrming á verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins“ sagði Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins og fyrrum sjávarútvegsráðherra í samtali við blaðamann Morgun- hlaðsins i gær, er hann var inntur eftir áliti hans á hinu nýkomna fiskverði. „Sjóðurinn á að vera til þess að jafna sveiflur" sagi Kjartan ennfremur, „en ekki skálkasjól til að prenta peninga. Sú leið er í rauninni farin, að gefa út inni- stæðulausa ávísun á sjóðinn. Ein- Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson: Staða frystingar gæti orðið viðun- andi styrkist dollarinn enn meir HALDI dollarinn áfram að styrkjast, eins og sumir halda að hann geri, gæti staða frystingar- innar orðið viðunandi, sagði Eyj- óifur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og annar fuiltrúi kaupenda i yfirnefnd verðlagsráðs sjávar- útvegsins i samtali við Mbl. i gær. — Eftir þetta fiskverð er frystingin rekin með halla, en mér sýnist að við gætum verið á sléttu ef doliarinn kemst i 6,80, sagði Eyjólfur. Hann sagði, að vegna tilfærslna í verði t.d. milli stærðarflokka, gæðaflokka og kassafisks, kæmi fiskverðshækkunin ekki jafnt niður á vinnslugreinarnar. Hann sagðist ætla að miðað við 1. marz þýddi fiskverðshækkunin rösk- lega 25% hækkun hráefnis fyrir herzluna, rétt rúmlega 25% á saltfisk, en á að gizka 23,5% fyrir frystinguna. Áður hefði komið fram, að samkvæmt áætlun kostaði hvert stig til hækkunar fiskverðs frystinguna 850 milljón- ir gkróna, söltunina 380 milljónir og herzluna 170 milljónir. Fiskverðshækkunin þýðir því samkvæmt þessu hráefnishækkun sem nemur samtals 33,5 milljörð- um gkróna miðað við 1. marz. Fyrir frystinguna er þessi upp- hæð tæplega 20 milljarðar, salt- fiskverkunina 9,5 milljarðar og 4,2 fyrir skreiðarvinnsluna. staklingar fá sekt fyrir að gefa út innistæðulausar ávísanir, samt gerir ríkisstjórnin það. Mikið er talað um að greiðslu- afgangur hjá ríkissjóði hamli gegn verðbólgu. Slíkur hugsan- legur afgangur hjá ríkissjóði verð- ur lítils virði ef aðrir hlutir kerfisins prenta peninga með þssum hætti. Talsmenn ríkis- stjórnarinnar hafa talað um að þetta fé muni sjávarútrvegurinn endurgreiða síðar. Það verður auðvitað ekki skilið öðru vísi en tilvísun á gengisfellingu seinna. Þótt mönnum hafi nú létt við að fá loksins fiskverðið, fylgja þessari ákvörðun mjög dökkar hliðar. Áhrifin á iðnaðinn í landinu eiga einnig eftir að sýna sig, þegar gengið er skráð ranglega of hátt, líklega sem nemur 3 til 5%. Kúvending ríkisstjórnarinnar í þessum málum um helgina, úr 19% í 16% og í 18% segja náttúrulega sína sögu um hvernig á þessum málum hefur verið t haldið. Fáum hefur líklega dottið í hug að einum og hálfum mánuði eftir að fiskverðið átti að liggja fyrir væri ríkisstjórnin enn svo ringluð og stefnulaus eins og þessi uppákoma ber vitni um. Hvað þá heldur að flokksformennirnir Steingrímur Hermannsson og Svavar Gestsson þyrftu að kalla saman þingflokksfundi til að fá meðráðherra sína úr eigin flokk- um til að taka mark á sér í svona máli“ sagði Kjartan að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.