Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1981 45 í l h.|-l f * • !! ! ’dméxmimévá VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS i\íf \/jsurstKmUhJ'u ir Það eru tak- mörk fyrir öllu standa undir hinum gífurlegu ríkisútgjöldum virðist, þótt ótrú- legt sé, af hinu illa. Enda er stórvirkustu útflutningsfyrirtækj- um okkar lokað með sýnilegri ánægju. Svo er nú komið að meir en helmingur launatekna þjóðarinn- ar hverfur með ýmsu móti í hina botnlausu ríkishít, og þó vantar mikið á að það dugi. Sífellt er verið að finna upp nýja skatt- stofna, sannkallað skattarán, en þó vantar alltaf stórfé í hítina, og því verður að knékrjúpa fyrir erlendu bankavaldi biðjandi um stöðugt vaxandi lánsfé. Af bens- ínnotkun landsmanna eru teknir 40 milljarðar gkr. í ríkissjóð og líklega annað eins af olíu. Meðan þeir hafa öll völd í sinni hendi Núverandi ríkisstjórn hefir al- gerlega svikist um að iðn- og orkuvæða þjóðina, og þar með að gera hana matvinnung, óháða erlendu auðvaldi, en það er lág- marksundirstaða þess að þjóðin geti lifað við „mannsæmandi “ kjör, bæði efnalega og andlega. Sextíu prósent þjóðartekna Pól- verja fara nú til þess að standa undir afborgunum erlendra skulda. Hér er talan nú 20 prósent og fer eflaust ört vaxandi, meðan trúbræður austantjaldsvaldhafa hafa hér öll völd í sinni hendi. Mín einlæg ósk og von er sú að helstefna skrifstofubáknsins megi í báðum umgetnum löndum víkja fyrir heilbrigðri atvinnuuppbygg- ingu, sem ein getur leyst þjóðirnar af núverandi skuldaklafa. Að lokum tilfæri ég hér pólskt ljóð, þýtt af Stgr. Th., sem getur ! vel átt við um bæði Pólland og ísland: Gu«. þú nem vorri ættjrtrú skýldir áður. Alvaldur Ifuð. sem vilt að hún sig reisi, Lít þú í náð til lýðsins sem er hrjáður. Lagður I fjrttra. jaínt í borg sem hreysi. Guð heyr vor úp er grættir þig vér biðjum. Gef 088 vort land ovr frelsa það úr viðjum.“ Megum við fá meira að heyra? Lesandi hringdi og kvaðst vilja færa Baldri Hermanns- syni þakkir fyrir athyglis- verða grein í Morgunblaðinu á laugardag, Litli Kínverjinn og bokkinn. Eg ætla ekki að fara að rekja efni greinar hans, menn verða að lesa hana sjálfir, en mig langar hins vegar að fara fram á það við Morgunblaðið, að það geri nánari grein fyrir bók, sem Baldur nefnir í grein sinni, „Kommunikationskritisk an- alyse af 22-radioavisen“, eftir Frands Mortensen, þar sem hann kveður rakin og sund- urgreind dæmi um hlutleysis- brot í fréttum íslenska út- varpsins. Megum við fá meira að heyra? María skrifar: „Velvakandi! „Með lögum skal land byggja." Hljómar þetta ekki fallega í eyrum? Það hefur mér ætíð fundist. Og svo þegar ný króna kom um áramótin, ja, þá var nú gaman að lifa. Ég tala nú ekki um, þegar hæstvirt rík- isstjórn okkar tilkynnti há- tíðlega með pomp og prakt, að nú yrði gott að búa á íslandi, því að héðan í frá væri bannað að hækka kaup eða vöruverð, „nema með sérstöku leyfi ríkisstjórnar- innar". Þá mundi ég hlæja En viti menn. Hvað gerist svo? Blekið er varla þornað á stóru orðunum, þegar byrjað er að brjúta þessi lög, og allra fyrst í þágu hinna hæst launuðu, ráðherra, þing- manna, háskólamanna og opinberra starfmanna ann- arra. Ég spyr: Hvað er að gerast í þessu dásamlega landi? Er nokkur furða, þótt „litli maðurinn", sá sem puð- ar í sveita síns andlitis til þess að hafa í sig og á, vilji líka fá dálítið meira í um- slagið sitt á föstudögum? Og ekki stendur á því hjá háu herrunum að nefna þessar launahækkanir sínar alls konar nöfnum. Ég segi alveg eins og er: Ef þetta væri ekki grátlegt, þá mundi ég hlæja, hlæja hástöfum að aðförum þeirra. Þeir ganga jafnvel svo langt að þeir hækka hálaunin sín marga mánuði aftur í tímann. Eða hvað segið þið um þetta, gott fólk? Ekki bara sumir En það virðist gilda einu, hver hæst trónar, hvort hann er til vinstri, hægri eða þar á milli. Allir virðast hugsa um það sama, budduna sína. Ég er mest hissa á því, hvað þessir karlar eru kjarkaðir að koma fram fyrir almenn- ing, sem þeir gera án þess svo mikið sem roðna eða sýna á annan hátt að þeir skammist sín. Ég hef ekkert á móti því að ráðherrarnir okkar og þingmenn hafi við- unanleg laun, en það eru takmörk fyrir öllu, og því verða allir að hlíta, ekki bara sumir. Vita við hvað er átt Einu langar mig til að varpa hér fram svona í leiðinni: Getur það verið, að það fólk finnist hér á meðal okkar, og þá á ég við vel menntað fólk, sem veit ekki hvað það er og hvaða skyldur fylgja því að vera útnefndur varaformaður? Ég veit að ég þarf ekki að nefna nein nöfn í þessu sambandi, allir sem fylgjast með því sem er að gerast í kringum okkur vita við hvað er átt. Hvað mundi þetta sama fólk segja? Þá er það eitt sem mér liggur þungt á hjarta. Ég er bóndakona á „Stór-Reykja- víkursvæðinu", eins og það er kallað. Með sömu þróun og nú á sér stað, veit ég ekki hverslu lengi ég verð það héðan í frá. Mig langar til að biðja einhvern um að upp- lýsa mig um það, hvers vegna fólk kennir börnum sínum ekki að virða eigur annarra, t.d. lóðir og landsvæði. Það hefur það jafnvel fyrir börn- um sínum að arka beint af augum yfir annarra manna land, einungis til þess að stytta sér ofurlítið leið, án þess að fá til þess leyfi, ryðst yfir girðingar og hvað sem fyrir verður og treður niður tún. Hvað mundi þetta sama fólk segja, ef ég kæmi og arkaði yfir blómabeðin í garðinum heima hjá því? í Guðs friði." Eigum hauk í horni þar sem Bæjarleiðir eru E.K. skrifar: „Þess skal getið sem vel er gert. Því langar mig, Velvak- andi góður, að koma því á framfæri með þinni hjálp, hvað Bæjarleiða-menn sýndu okkur vaktavinnufólki hér inni í Langholti mikla til- litssemi, þegar samgöngu- kerfi borgarinnar var meira og minna lamað á mánu- dagsmorguninn í síðastlið- inni viku. Aðeins fáum mín- útum of seint Það var auðvitað engan bíl að hafa þegar ég hringdi snemma um morguninn, en stöðvarstjórinn kvaðst mundu gera það sem í sínu valdi stæði til þess að leysa vandann. Svo sem 10—15 mín. síðar hringdi hann til mín og bað mig um að ferðbúast, það kæmi öflugur ferðabíll að sækja mig innan stundar, svo og fleira vakta- vinnufólk. Það stóð líka heima. Við vorum fjórar, hver frá sínum vinnustaðn- um, sem Bæjarleiða-menn létu sækja og koma í áfanga- stað og við munum hafa mætt aðeins fáeinum mínút- um of seint miðað við eðli- legar aðstæður. Svona þjónústu ber að segja frá. Við teljum okkur vissulega eiga hauk í horni, þegar í harðbakkann slær, þar sem Bæjarleiðir eru.“ Takið forskot w a Sólariumlamparnir hjá okkur hjálpa ykkur að fá fallegan hörundslit og slaka vel á fyrir vorið — því þaö er á næsta leiti. Hjá okkur kostar 10 tíma kúr aöeins kr. 250 og innfalið er: sápa, shampoo, body- lotion og deodorant eftir Ijósaböðin. Einnig bjóðum viö vaxmeöferð, hand-, fót- og andlitsmeðferð hverskonar og úrval snyrtivara. Komið og reynið viðskiptin. Helga Þóra Jónsdóttír, fótaaógeróa- og snyrtifrnóingur, Dúfnahólum 4. Sími 72226. Frá Portúgal til Islands MS. RISNES lestar vörur til íslands frá Lissabon 16. MARS NK. Allar vörusendingar afgreiöir umboös- maður okkar í Lissabon: Keller Maritima Lda., Praca D. Luis, 9-3°, P.B. 2665 Lisbon 2, PORTUGAL Telex: 12817 Tel.: 669156-9 Hafóu samband EIMSKIP SÍMI 27100 * Baldur Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.