Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 Þórhallur SÍKurðsson leikstjóri. Margrét Guðmunds- Hákon Waajfe sem dóttir í hiutverki Biíf. Lindu. Andri örn Clausen Biff, lengst til hægri, reynir aö útskýra málin fyrir föður sinum, en sem Happy. Willy vill ekki hlusta. Happy fylgist með. Ljó«m. Mbi. rax Linda stendur með Willy í blíðu og stríðu. Hún hughreystir og ýtir um leið „Þú getur ekki hent mér eins og einhverju „Það sækja að mér undarlegar hugsan- undir falska drauma. úrhraki.“ Willy ræðir við forstjórann, sem Jón S. ir.“ Sðlumaðurinn, sem Gunnar Eyj- Gunnarsson leikur. ólfsson leikur, snýr heim eftir mis- heppnaða sðluferð. l.jóHm. Mbl. RAX. „Solumaður deyru í Þjóðleikhúsinu: „Ekkert í lífinu er „næst“ heldur allt til samans og samtimis i okkur“ - sagði Arthur Miller m.a. um hugmynd sína að verkinu Þjóðleikhúsið frumsýnir nk. laugardag. 21. fehrúar. hið þekkta leikrit Arthur Millers, Solumaður deyr, í þýðingu dr. Jónasar Kristjánssonar. Þórhallur Sigurðsson er leikstjóri og með aðalhlutverk fara Gunnar Eyjólfsson, sem leikur solumanninn Willy Loman, Margrét Guðmundsdóttir leikur Lindu konu hans og Hákon Waage og Andri Örn Clausen leika syni þeirra hjóna. Biff og Ifappy. Sðlumaður deyr var eitt af fyrstu verkum Þjóðleikhússins eftir stofnun þess 1950. en það var frumsýnt þar í aprflmánuði 1951. Verkið var fyrst frumsýnt í New York árið 1949. Arthur Miller þarf vart að kynna fyrir lesendum, því hann er islenzkum leikhúsgestum vel kunnur. Þjóðleikhúsið hefur sýnt mörg verka hans og nægir að nefna „Horft af brúnni“, „Gjaldið“ og „Eftir syndafallið“. A þeim rösku 30 árum sem liðin eru frá fyrstu frumsýningu verksins hefur það verið sviðsett og sýnt margoft um allan heim. Við litum inn á æfingu á Sölumanninum i síðustu viku og ræddum við leikstjóra og leikara. Fyrstan hittum við að máli leikstjórann, Þórhall Sigurðsson. Hann sagði, að Þjóðleikhúsinu hefði fundist við hæfi að kynna þetta víðfræga verk fyrir nýrri kynslóð, þar sem liðin væru 30 ár frá fyrstu sýningu þess hérlendis og að æfingar hefðu hafist 1. des. sl. Um uppfærsluna sagði hann: „Við nálgumst ekki leikritið eins og safngrip. Við höfum reynt að uppgötva allt út frá texta Millers. Eftir að leikritíð kom fyrst fyrir sjónir manna, geystust fram á sjónarsviðið alls konar fræðingar, sem reyndu að draga það í ákveð- inn dilk. Miller hefur síðan marg- sinnis sýnt fram á í skrifum sínum, að það er alls ekki svo einfalt. Þetta er sú kveikja sem við byggjum á, hún er öll frá Miller sjálfum." Þórhallur sagðist að- spurður ekki hafa séð verkið á sviði áður, og gæti því ekki dæmt um, hvort þessi uppfærsla líktist öðrum. Arthur Miller hefur m.a. sagt um verkið: „Fyrsta hugmyndin sem ég fékk fyrir leikritið Sölu- maður deyr var að láta risavaxið höfuð, sem væri jafnhátt sviðsop- inu, birtast og opnast síðan þann- ig, að við sæjum inn í mannshöfuð. Upprunalegi titillinn var raunar „The inside of his head“. Hug- myndin var hálfgert grín, því inni í höfði mannsins eru eintómar mótsagnir. — Hugmyndin að Sölumaður deyr var frá upphafi órjúfanlega tengd þessari afstöðu minni, að ekkert í lifinu sé „næst“ heldur sé allt til samans og samtímis í okkur; að ekki sé til nein fortíð sem hægt sé að „grafa upp“ í einni persónu, heldur sé sú persóna sjálf sín eigin fortíð og að nútíðin sé einungis það sem fortíð- in megni að taka eftir, þefa uppi og bregðast við.“ „Meira virði dauð- ur en lifandi“ „Sölumaður deyr“ fjallar í stuttu máli um Willy Loman, sem verið hefur farandsali allt sitt líf, konu hans Lindu og syni þeirra, Biff og Happy. — Willy er kominn á efri ár og hann er í sporum þeirra fjölmörgu, sem uppgötva, að þjóðfélagið hefur ekki lengur not af þeim og tilgangsleysi lífs- baráttunnar blasir við. — „Meira virði dauður en lifandi," segir hann eitt sinn. Willy rifjar upp vonir sínar og drauma, sem hon- um finnst að hafi brugðist — að hann hafi brugðist. Skilin milli fortíðarinnar og nútíðar verða óljós og fortíðin herjar á hugar- heim hans og hann er þreyttur, óendanlega þreyttur. í því tilefni falla þessi orð: „Lítill maður getur orðið alveg eins þreyttur og mikill maður." Lindu konu Willys lýsir Arthur Miller svo: „Hún er glaðlynd og opinská, en hefur með járnaga bælt niður andúð sína á háttalagi bónda síns, hún elskar hann og dáir og viðkvæmni hans og bráð- lyndi, háfleygir draumar og mein- lítil ónot eru henni sem orðin um þá voldugu þrá sem hann ber í brjósti, þrá sem hún elur einnig, en megnar ekki að láta í ljós eða fylgja út á yztu nöf.“ Margrét Guðmundsdóttir leikur Lindu, hún segir: „Lindu er bezt lýst með orðum Millers. Hún hefur alltaf fylgt Willy og trúað á hann, en það kemur einnig í ljós, að hún kýs öryggið fremur en ævintýra- mennskuna." Þá sagði Margrét að hlutverkið væri erfitt, en skemmtilegt og spennandi. — „Þetta leikrit er eitt af því albezta sem skrifað hefur verið og efni þess á ekkert síður við í dag en á þeim tíma sem það er skrifað. Það er mjög mannlegt og við höfum öll séð þennan sölumann í svo mörg- um í kringum okkur. — Þessi draumur um að allt verði gott og síðan eiiíf vonbrigði." Draumar hundnir í framtíð sonanna Draumar og vonir Willys eru — að hætti margra feðra — bundnar í framtíð sonanna tveggja, og þá sér í lagi eldri sonarins, Biff. Samskipti þeirra mótast af brostnum vonum. Hákon Waage leikur Biff og segir um hann: „Það má segja, að hann lifi samkvæmt hinni frægu setningu: „Þeim var ég verst er ég unni mest.“ Það er undir niðri mikil væntumþykja og ást milli feðganna. Biff hefur í raun ekki fengið að vera hann sjálfur. Líf hans mótast af þeim kröfum sem Willy gerir til hans.“ Allt virðist hafa gengið á afturfót- unum hjá Biff allar götur frá því hann féll í stærðfræði á stúd- entsprófi, en Hákon segir: „Það má þó segja, að Biff komi heil- steyptari út úr þessu en bróðirinn Happy, því Happy tekur upp merki Willys. Mér þykir óskaplega vænt um Biff. Það er svo ótal margt í fari hans og fjölskyldu hans sem ég þekki og ég veit að við komum öll til með að þekkja." „Hvers vegna þurfa allir að leggja undir sig heiminn?" er spurt í leikritinu og yngri sonur- inn, Happy, metur skemmtanir, fagrar konur og lífsins lystisemdir meira en svo, að hann nenni að standa í að reyna eitthvað slíkt. Andri Örn Clausen leikur Happy og er hér í fyrsta stóra sjálfstæða hlutverki sínu í Þjóðleikhúsinu eftir að hann kom frá námi í Webber Douglas Academy í Lon- don á sl. sumri. Andri segir um Happy: „Miller segir að hann sé 32 ára. Hann er nokkuð áttavilltur ungur maður, búinn að fá vinnu, kominn inn í kerfið, en hefur ekki náð neinum frama. I Bandaríkjun- um á þeim tíma, sem Miller skrifar verkið fyrir 30 árum, þótti ekki maður með mönnum, sem ekki hafði náð festu fyrir þrítugs- aldurinn. Happy er tíðrætt um deildarstjórann sinn, völd hans og ríkidæmi." Happy segir nokkrum sinnum sannfærandi við foreldra sína þegar hann vill leggja eitt- hvað af mörkum: „Ég ætla að gifta mig“ og lætur einnig í það skína, að hann vilji og muni ná langt í lífsgæðakapphlaupinu." „Réttur maður á rétt- um tíma og stað“ Við spurðum Andra Örn, hvort hann hefði vænst þess að fá þetta stóra hlutverk í upphafi ferils síns. „Það eina sem ég get sagt um það er, að ég er svo heppinn að vera réttur maður á réttum tíma og stað, en ég er mjög ánægður að fá þetta tækifæri. Þetta er eitt bezt skrifaða leiksviðsverk sem til er.“ — Frumsýningarskrekkur? „Alla vega ekki enn þá, hvað sem verður," svaraði hann. Andri Örn leikur einnig þessa dagana stórt hlutverk í söngleiknum Gretti. Við spurðum hann hvort ekki væri erfitt að samræma þessi stóru hlutverk. Hann sagði það nokkuð strembið, t.d. hefði hann reiknað út, að 15 mínútur yrðu að nægja honum til að komast í Austurbæj- arbíó eftir frumsýningu á Sölu- manninum nk. laugardagskvöld, en þar verður þá miðnætursýning á Gretti. „Maður lætur sig hafa það, enda þess virði meðan maður er ungur og getur þetta.“ Hann sagði í lokin, að sér líkaði mjög vel í Þjóðleikhúsinu. Þórhallur leik- stjóri hefði verið sér mjög þolin- móður og gott væri að starfa með leikurunum. Ekki tókst að ná sambandi við aðalsöguhetjuna, Willy Loman, sem Gunnar Eyjólfsson leikur, en með önnur stór hlutverk í leiknum fara: Randver Þorláksson, Bryndís Pétursdóttir, Árni Tryggvason og Róbert Arnfinnsson. Önnur hlut- verk eru í höndum Jóns S. Gunn- arssonar, Þórunnar Magneu Magnúsdóttur, Bessa Bjarnason- ar, Sigríðar Þorvaldsdóttur og Eddu Þórarinsdóttur. Það er sem fyrr segir Jónas Kristjánsson sem þýðir leikritið, leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson, búninga sér Dóra Einarsdóttir um og Kristinn Daníelsson annast lýsingu. Frumsýning er sem áður segir nk. laugardag kl. 20 og önnur sýning sunnudaginn 22. febrúar kl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.