Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 13 Vigdís Kristjáns- dóttir kvödd Vefarinn mikli er horfinn. Vigdís Kristjánsdóttir var, að ég held, eini gobelinvefari íslands. Var hún mikils metin bæði í Noregi og Danmörku. Einnig fékk hún góða dóma í Frakklandi. Jurtalitun hennar og öll meðferð á garni og íslenzku ullinni var frábær. Mér hefur lengi fundist sorg- legt, hve þessari miklu og merki- legu kunnáttu hennar var lítið sinnt og ekki nægilega nýtt fyrir land og þjóð. Með henni hafa horfið stórkostleg verðmæti, sem að mínu mati átti að hlúa miklu betur að. Eg hef oft minnst á þetta fyrr, þar sem ég áleit að það gæti borið árangur. Því miður kunnu of fáir listafélagar hennar heima að meta hana sem félaga. Hún var dul en e.t.v. skemmtilegri, greindari og yngri í anda en við öll hin. Vigdís barðist, vel fullorðin, til mennta, fyrst í Þýzkalandi, við hljómlistarnám. Seinna lauk hún teiknikennaraprófi frá Handíða- og myndlistarskólanum í Reykja- vík. Síðan er hún fimm ár við Listaháskólann í Kaupmannahöfn og stundar þar málaralist. Fer þess á milli margar námsferðir um Evrópu og stundar vefnaðar- nám í nokkur ár í Oslo. Hún var því mjög vel menntuð á listasvið- inu. Við vorum samtímis í Lista- háskólanum í Höfn en kynntumst fyrst vel á ferðum háskólans um Grikkland og víðar. Ég var að koma frá langri námsdvöl í Egyptalandi. Sigldi frá Alex- andríu til Píreus. Lentum í ofsa- veðri á þessari leið (ótrúlegt að komast lifandi úr þeim veðraham, verandi dekkplássfarþegi!!). Þá var ógleymanlegt að hitta Vigdísi með sitt stóra hjarta; í Aþenu. Allir erfiðleikar gleymdust og ævintýrið okkar gríska byrjaði. Þar reyndist hún mörgum vinur í raun. Peningaleysi hrjáði mannskapinn og sumir völdu Vig- dísi til þess að gæta „aleigunnar". Hún þótti öruggust. Vigdís var stórkostlegur ferðafélagi. Spaug og alvara fléttuðust svo notalega saman í skapgerð hennar. Hún hlaut nafnið „Mor Island" hjá mörgum útlendum skólasystkin- um sínum, enda trúðu mörg þeirra henni fyrir leyndarmálum sínum og báðu hana að geyma „gullin sín“. Þegar ég minnist þessa trygga vinar míns hrannast upp minn- ingar frá liðnum glöðum árum. Þar fléttast inn í ýmsir aðrir listamenn, vinir okkar beggja. Ég veit að þau munu einnig harma hana með mér, þótt við séum nú tvístruð víða um heim og leiðir okkar lengi ekki legið saman. Vigdís bar ekki tilfinningar sínar á torg, en var óhrædd við að láta skoðanir sínar í ljós ef svo bar undir. Hún hafði heldur ekki neitt að fela, var stálgreind, hafði óvenju mikinn orðaforða og ríka kímnigáfu. Hún vissi vel hverjir voru vinir hennar og hverjir ekki. Aðdáendahópur hennar var stór. En því miður mætti hún einnig óverðskuldaðri öfund, sem átti þátt í að skapa henni erfiðleika. Hún gafst þó aldrei upp, enda vissi hún vel yfir hvaða listrænum krafti og eldi hún bjó, sem ekki varð grandað af smáborgaralegu naggi. Hún elti enga „isma“, var alltaf hún sjálf í listsköpun sinni. Ég kunni ekki jafnvel að meta öll hennar verk. En lengst fannst mér hún ná þegar henni tókst að hefja sig yfir nákvæmnisverkin, svo sem í blágráa skýjafarstepp- inu og sumum sauðalituðu verkun- um. Ein lítil ofin Maríumynd stendur mér fyrir hugskotsjónum. Var hún í eigu frú Sigríðar Magnússon. Sú merkiskona mat Vigdísi og reyndist henni vinur. Reykjavíkurborg er sómi að því að eiga eitt af stærstu verkum frú Vigdísar Kristjánsdóttur og hafa þar í fundarsal sínum. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig úr fjarlægð, Vigdís mín kær. Lundúnum. 14. febrúar 1981. ólöf Pálsdóttir. Vigdís Kristjánsdóttir listvefari og listmálari andaðist í Borgar- sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni 11. þ.m. eftir stutta legu. Hún verður jarðsett að Lágafelli í dag. Það er ekki vandalaust að minn- ast Vigdísar látinnar svo að vel sé, en nokkrum minningabrotum, og þá mest persónulegum, vil ég koma á framfæri, nú þegar hún verður lögð til hinstu hvíldar. Vigdís Kristjánsdóttir var grein af sterkum stofni. Það verður ekki rakið hér, en nægir að nefna, að Rannveig, langamma hennar, var systir Bjarna Skálds Thorarensen. Ekki þurfti langa viðkynningu af Vigdísi til að átta sig á, að þar fór óvenjusterkur persónuleiki og óvenjugóður íslendingur, sem átti djúpar rætur í íslenskri menn- ingu. Vigdís missti móður sína Rann- veigu Þórðardóttur tveggja ára gömul gg föður sinn Kristján Magnússon skömmu eftir ferm- ingu, og taldi hún sig hafa beðið óbætanlegt tjón við missi þeirra. Hún var tekin í fóstur af móður- systur sinni Sigríði Þórðardóttur, sem var greind og merk kona, og mun hún fljótt hafa komið auga á þá hæfileika, sem Vigdís bjó yfir. Veitti hún henni það besta upp- eldi, sem völ var á. Vigdís fór ung í myndlistarnám til bestu kennara þeirrar tíðar hér á landi, s.s. Guðmundar Thorsteinssonar, Stefáns Eiríkssonar og Ríkharðs Jónssonar. Síðar stundaði hún nám við Handíða- og myndlista- skólann og lauk þaðan prófi sem teiknikennari. Ekki mun hafa ver- ið auður í búi Sigríðar fóstru Vigdísar, en mikill menningar- hugur. Vigdís varð því að gera hlé á listnámi um skeið og afla sér tekna. Stundaði hún þá ýmis störf, m.a. kennslu við Kvennaskólann og víðar. Þá stundaði hún einnig tónlistarnám bæði hér í Tónlist- arskólanum og í Þýzkalandi. Tón- listarhæfileikar Vigdísar voru miklir, og lék hún mjög vel á píanó, en eftir að hún snéri sér að fullu að myndlistarnámi, mátti segja, að sú listgrein ætti hug hennar allan, einkum listvefnað- ur. Tónlistarnám hennar var henni þó mjög mikils virði, og naut hún þess alla ævi. Hugur Vigdísar mun frá upphafi hafa staðið mjög í átt til áframhald- andi náms í myndlist, en eins og hjá flest öllum listamönnum okkar á þeim tímum, þá var mjög á brattann að sækja, og liðu allmörg ár, þar til draumur Vig- dísar varð að veruleika, en það var mjög fjarri skapgerð hennar að gefast upp. Og draumurinn rætt- ist. Nám í listmálun stundaði Vigdís í fimm ár við Listaháskól- ann í Kaupmannahöfn, og í tvö ár stundaði hún nám í listvefnaði við Statens Kvindelige Industriskole í Osló með frábærum árangri, eins og verk hennar best sýna, en þau eru þjóðkunn. Árið 1937 þann 9. janúar giftist Vigdís Árna kaup- manni Einarssyni, sem var virtur og þekktur borgari hér í Reykja- vík, og var hann þá ekkjumaður. Vigdís minntist oft á, hversu mikinn skilning eiginmaður henn- ar sýndi henni sem listakonu, hvatti hana og studdi til dáða á alla lund. Átti Vigdís kærar minn- ingar um dvöl þeirra hjóna erlend- is, en Árni fylgdi henni eins oft og hann gat því við komið á náms- ferðum hennar. Mann sinn missti Vigdís árið 1957. Þau voru barn- laus og bjó Vigdís ein með list sinni eftir fráfall hans. Eins og ég minntist fyrr á þessum línum, þá tel ég Vigdísi Kristjánsdóttur hafa verið mikil- hæfa og merka konu, sem íslenska þjóðin á mikið að þakka, enda sýndu íslendingar það oft og mörgum sinnum, að þeir kunna að meta verk hennar. Sérstaklega kom þetta glöggt fram við hinar mörgu og fjölsóttu sýningar, sem hún hélt, ýmist sem einstaklingur eða í hópi sinna félaga. Þá tel ég, að persónulegir vinir Vigdísar eigi henni mikið að þakka. Hún var mjög vinföst kona, greind, fróð og orðheppin og kunni frá mörgu að segja. Það var því ávinningnr að því að eiga með henni samveru- stund. Þótt oft blési í fangið, einkum hin síðari ár, þegar heilsan tók að bila, þá kveinkaði Vigdís sér lítt, hún kaus fremur með sínum skemmtilega frásagnarmáta, að gera vini sína að þátttakendum í einhverju stóru og minnisverðu, sem hún hafði upplifað. Við fráfall Vigdísar leitar hugur okkar vina hennar mjög til Þorsteins bróður hennar, svo sterkur þáttur voru þau systkin hvort í annars lífi. Systkinin voru tvö auk Vigdísar: Kristín, sem látin er fyrir nokkr- um árum, og Þorsteinn, sem nú kveður ástkæra systur. Þótt örlög- in meinuðu þeim systkinum að alast upp saman, þá var óvenju- traust og gott systkinasamband þeirra í milli alla ævi. Er því söknuður Þorsteins mikill, svo að orð eru léttvæg. Ég læt nú þessum hugleiðingum í minningu Vigdísar vinkonu minnar lokið, en gleðst hennar vegna við þá staðreynd, að hún var í þeim fámenna hópi einstaklinga, sem þessi tilvitnun á við um: „Merkið stendur þótt maðurinn falli“. 17. febrúar 1981. Áslaug Siggeirsdóttir. Fyrirlestur um sköpun og framþróun Fimmtudaginn 19. febrú- ar og mánudaginn 23. febrúar mun Albert Wat- son, kennari við Newbold College, Englandi, halda fyrirlestra um sköpun og framþróun. Dr. Árni Hólm mun annast þýðingu. Fyrirlestrarnir verða fluttir að Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans, stofu 101 og eru allir vel- komnir. Albert Watson hefur stundað rannsóknir á þessu sviði náttúruvísinda í 18 ár, og er hann með háskólapróf frá bæði Kalíforníuháskóla og Lundúnaháskóla. Hann hefur haldið fyrirlestra um þessi efni m.a. á Norður- löndum, Hollandi og í heimalandi sínu. VR VINNUR FYRIR ÞIG Kristín Magnúsdóttir, qfgreiðslumabur í blámabúð. Hratnkell Stefánason, layermabur. Margrét Sigurjónsdóttir, afgreiðslumaður í kvenfataverzlun. Frtðrik Eytjöfð, Htgreiðslumaður i lt ðureðruverzlun. VR cr leiðandi afl í launþegamálum og innan þess er fólk úr meira en 70 starfsgreinum Halla Olafsdóttir afgrexönlu mahu r hjá (hiyhlafa ' \ itKki} )ii &\U/JlU il Xjpf Þau eru í hópi 10 þusund félaga 1891-1981 í stærsta launþegafélagi landsins, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.