Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 47 Danmörk: Iðnframleiðslan ekki verið minni síðan í árslok ’73 Kaupmannahöfn, 16. febrúar. Frá fréttaritara Mbl. DANIR munu komast hjá stórátökum á vinnumarkaðin- um eítir að stærstu verkalýðssamböndin samþykktu samningana við atvinnurekendur en hætta er á að til minni háttar árekstra geti komið, t.d á dagblöðunum, en þó ekki íyrr en í næsta mánuði. Samningarnir voru samþykktir í almennri atkvæðagreiðslu í stærstu félögunum en samkvæmt þeim hækka laun þeirra lægst launuðu en að öðru leyti verða breytingarnar litlar. Efnahags- ástandið í Danmörku og vaxandi atvinnuleysi hefur enda valdið því, að nú er fremur búist við, að úr kaupmætti launa dragi á næstu árum en að hann aukist. Danska hagstofan og Iðnaðar- ráðið létu nýlega frá sér fara tölur um hag iðnaðarins og samkvæmt þeim hefur orðið um 8% sam- dráttur á einu ári, frá fjórða ársfjórðungi 1979 til jafnlengdar 1980, og er nú iðnaðarframleiðslan minni en í árslok 1973. Flest þykir benda til að þessi samdráttur aukist enn. Að öðru jöfnu ættu þeir hóflegu kjarasamningar, sem nú hafa ver- ið gerðir, að bæta samkeppnis- Veður víða um heim Akureyri 1 alskýjaó Amsterdam 3 heióskírt Aþena 8 heióskírt Berltn 1 skýjaó BrUssel 2 skýjaö Chicago 7 skýjað Feneyjar 5 heióskírt Frankfurt 3 heióskírt Færeyjar 5 skýjað Genl 0 heiðskírt Helsinki -8 heiöskírt Jerúsalem 15 skýjaó Jóhannesarb. 25 heiöskírt Kaupmannahöfn 2 skýjaö Las Palmas 19 hálfskýjaó Lissabon 14 heiöskírt London 7 heiðskírt Los Angeles 28 heiöskírt Madrid 12 heiðskírt Malaga 14 alskýjaó Mallorca 11 alskýjaö Miami 22 skýjaó Moskva -3 skýjað New York 7 skýjaó Osló -1 skýjaó París 6 heiöskírt Reykjavík 3 úrkoma í grennd Ríó de Janeiro 37 heiöskírt Rómaborg 10 skýjað Stokkhólmur 3 skýjað Tel Aviv 18 skýjaó Tókýó 17 heiðskírt Vancouver 10 rigning Vínarborg 12 skýjaó stöðu Dana á alþjóðamarkaði en hins vegar sjást þess mörg merki, að samkeppnisþjóðir Dana séu einnig að draga úr tilkostnaðin- um. Ekki hefur enn verið samið við ríkisstarfsmenn en liklegt þyk- ir, að samningarnir við þá muni draga dám af þeim, sem gerðir hafa verið á hinum almenna vinnumarkaði. Hins vegar hafa viðræður prentara og blaðamanna við vinnuveitendur sína farið út um þúfur og óvíst hvort unnt verður að koma í veg fyrir verk- föll. Stjórnmálamennirnir draga andann nú ögn léttara yfir því að þurfa ekki að grípa inn í kjara- samningana en síðustu sex árin hefur það reynst nauðsynlegt til að komast hjá stórátökum á vinnumarkaðinum. Aftur á móti verður það í þeirra verkahring að auka atvinnuna í landinu og á þingi hefur nú verið lögð fram áætlun um að 80.000 manns verði útveguð atvinna eða frekari menntun. Þetta er einkum gert með unga fólkið í huga og þá, sem lengi hafa verið atvinnulausir. Þeim síðarnefndu skal nú sjá fyrir vinnu ef þeir hafa verið atvinnu- lausir í eitt ár eða lengur. Hermenn hollir stjórninni i Salisbury i Zimbabwe sjást hér koma sér fyrir á Luveve-vegi fyrir vestan Bulawayo, næst stærstu borg í Zimbabwe, til að koma i veg fyrir að uppreisnargjarnir, fyrrverandi skæruliðar komist inn í borgina. AP-sinuunynd. Zimbabwe: Skæruliðar afvopnaðir Bulawayo, Zimbabwe, 16. febrúar. — AP. ÚTVARPIÐ í Zimbabwe skýrði frá þvi i dag. að skæruliðarnir, sem tekið hefðu þátt i ættflokka- stríðinu i siðustu viku, sem kostaði 300 manns lifið, hefðu gefist upp í dag og afhent vopn sin. Hermenn hollir stjórninni höfðu umkringt skæruliðana, um 1000—2000 fylgismenn Joshua Nkomos, og eftir að hafa þráast við í fjóra daga gáfust þeir upp, afhentu vopnin og var síðan farið með þá til herbúða suðvestur af Bulawayo. Þessar lyktir mála urðu eftir að Nkomo hafði átt fund með sínum mönnum í morgun og hvatt þá til að fara að fyrirmælum stjórnar- innar, sem annars hefði látið til skarar skríða gegn þeim. Joshua Nkomo og Robert Mug- abe, forsætisráðherra, sórust í fóstbræðralag að loknu sjö ára stríði gegn hvíta minnihlutanum í Rhódesíu en jafnan hefur verið grunnt á því góða með þeim enda hvor úr sínum ættflokknum. Ætt- flokkur Mubages er miklu fjöl- mennari í landinu og fer með töglin og hagldirnar í stjórn landsins. Eldsvoðinn í Dyflinni: Eldsupptökin hugsan- lega af völdum íkveikju Dyflinni, 16. febrúar. — AP. ÞJÖÐARSORG var lýst yfir á íriandi í dag vegna eidsvoðans í Stardust-næturklúbbnum í Dyflinni aðfaranótt laugardags. Þá biðu 48 ungmenni bana og 130 slösuðust. Þar af eru níu ungmenni í lifshættu. Mörg líkanna eru illa brennd og hefur ekki tekist að bera kennsl á 24 þeirra. Lögreglan vinnur nú að rann- sókn á eldsupptökum. 90 lögreglu- menn vinna að rannsókn málsins og munu þeir yfirheyra alla þá, sem komust lífs úr næturklúbbn- um. Orðrómur um íkveikju komst á kreik þegar á laugardag og hefur sá grunur styrkst, að svo sé málum háttað. Að sögn John Fitzsimmons, sem starfaði í næt- urklúbbnum, sá hann tvö víng- menni bera eld að stólum. Þá hefur stúlka skýrt frá því að hafa séð ungmenni hlaupa í burtu frá svæðinu, þar sem eldurinn kom upp, skömmu eftir að eldsupptaka varð vart. Eldurinn kom upp í stólum, sem var staflað saman skammt frá sviði næturklúbbsins. Þegar elds- ins varð vart hlupu 12 til 15 starfsmenn klúbbsins að með slökkvitæki og reyndu að ráða niðurlögum eldsins. En við ekkert varð ráðið. Eldurinn læstist utan í sviðstjöld, barst upp í gerviþak yfir danssölum og á örskammri stundu varð næturklúbburinn al- elda. Fyrir fimm árum var lagt fram frumvarp í írska þinginu um eldvarnir. Þau lög voru aldrei samþykkt og hafa stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir það. „Þessi elds- voði kemur mér ekki á óvart. Slökkviliðsmenn hafa um árabil varað við hættunni. Við höfum lagt áherzlu á, að brunavarnir þurfi að efla, en ekki hlotið hljómgrunn," sagði Michael MacGuire, formaður slökkviliðs- manna, í viðtali. 17. fórnar- lamb barna- morðingj- ans í Atlanta fundið Atlanta, Georgiu. 16. febrúar. — AP. LÍK 17. fórnarlambs barna- morðingjans í Georgíu í Banda- ríkjunum fannst .síðastliðinn föstudag. Læknar rannsökuðu líkið og staðfestu að það væri af Lamar Mathis, en hann hvarf fyrir tæpu ári siðan. í öllum tilvikum hafa blökkubörn orðið fórnarlömb barnamorðingjans i Atlanta og hafa þessi morð vakið mikinn óhug meðal fólks í Bandaríkjunum. Lík Lamar Mathis fannst að- eins klukkustund áður en lík Patrick Baltazars, 11 ára gamals drengs, fannst. Baltazar fannst í úthverfi Atlanta og á þéttbyggðu svæði en hingað til hafa lík barnanna fundist á berangri. Á því svæði sem lík Lamars fannst hafa fundist 6 lík. Á síðustu sex vikum hafa lík sex barna fundist í Atlanta. Hundruð sjálfboðaliða hafa tekið þátt í leit að hugsan- legum sönnunargögnum en án árangurs. ERLENT Belgfarar hætta við hnattreisuna Nýju Delhi, 16. febrúar. — AP. BANDARISKU blöðrungarnir Maxie Anderson og Don Ida fylgdust með þvi i dag þegar indversk herþyrla flutti farar- tæki þeirra, sem allur vindur var úr, til flugvallar i Nýju- Delhi en þeir hyggja nú á heimferð með allt sitt hafur- task. Þeir félagarnir lögðu upp frá Egyptalandi sl. fimmtudag í belgnum sínum, sem þeir kalla „Jules Verne“, og ætluðu að láta berast fyrir vindum loftsins umhverfis jörðu á átta éða tíu dögum. Þeim gekk þó illa að komast nógu hátt og til að forðast það að eiga fund með Himalaya-fjöllum létu þeir sig síga til jarðar á Norður- Indlandi sl. laugardag. Báðir kveðast þeir Maxie og Don hafa áhuga á að reyna aftur en að á því yrði þó nokkur bið. Hvorttveggja væri, að veður gerðust nú mjög válynd og nokkurn tíma tæki að öngla saman fyrir annarri ferð. Ítalía: Fleiri missa heimili sín Napóli. 16. febrúar. — AP. UM EITT þúsund manns misstu heimili sin i jarðskjálfta á suður ítaliu sl. laugardag. Skjálftinn mældist 4,8 stig á Richters- kvarða. Áður höfðu um 260.000 manns misst heimili sin i jarð- skjálftanum mikla sem varð á þessum slóðum í nóvember sl. Að sögn yfirvalda létust 12 manns af völdum skjálftans sl. laugardag, þar af átta úr hjartaáfaíli sem rekja má til ótta við jarðskjálft- ann. Enginn starfsmaður var við jarðvísindastöðina við Vesúsíus sl. laugardag. Telja yfirvöld björgun- arstarfsins að hægt hefði verið að komast hjá svo mikilli ringulreið meðal fólksins og raun varð á ef þar hefði verið starfsfólk sem sagði fyrir um skjálftann. Segja þeir að tæki stöðvarinar gefi til kynna er óeðlilega mikil spenna er í jörðinni. Á sunnudág urðu um 16 minni háttar jarðskjálftar, þó mældust 5 þeirra yfir 3 stig á Richters- kvarða. Engin slys urðu á mönnum og engar verulegar skemmdir á húsum. Hundruð manna sem eru heim- ilislausir eftir jarðskjálftana í nóvember stöðvuðu umferð í Nap- ólí í dag og kröfðust húsnæðis. Sumir helltu úr ruslatunnum á göturnar og kveiktu í. „Við viljum þar yfir höfuðið en ekki orð,“ hrópaði fólkið í fjalla- þorpinu Avelliono er fulltrúar ríkisstjórnarinnar komu til að kanna skemmdirnar eftir jarð- skjálftann sl. laugardag. Um hundrað heimilislausir lögðu undir sig skóla í Napólí á sunnudag en voru reknir út í dag. Mótmæltu þeir því á götum úti með því að stöðva umferð í um 10 mínútur. Um 200 konur létu einnig til sín taka með mótmælum í dag og stöðvuðu umferð í hálftíma. Lögreglan segir að ekki hafi komið til neinna átaka en verslunareig- endur lokuðu búðum sínum í öryggisskyni. París: Eldflaugaárás á sendiráð S-Jemen Parls, 16. febrúar. — AP. IIÓPIJR manna. sem segist vera að hefna sprengjuárás- ar á samkunduhús Gyðinj?a í París fyrir fjórum mánuðum. sajíðist í dag bera á'byrgð á eldflauKaárás- inni á sendiráð Suður-Jemen Miklar skemmdir urðu á sendi- ráðsbyggingunni við árásina en engin slys urðu á fólki. Eldflaug- unum var skotið með sjálfvirkum ræsibúnaði árla í morgun þegar fáir eða engir voru í húsinu. Engar handtökur hafa enn farið fram. Lögreglumenn fundu lítinn miða á staðnum, þaðan sem eldflaugunum var skotið, og á honum stóð „Munið Copernic", en þar í borg í morgun. 3. október sl. sprakk sprengja fyrir utan samkunduhús Gyð- inga í Copernic-götu í París með þeim afleiðingum, að fjórir biðu bana og 20 særðust. Samtök Araba í París og fulltrúar PLO, frelsishreyfingar Palestínumanna, hafa fordæmt árásina og bent jafnframt á, að árásir á félaga í PLO-samtökun- um í Frakklandi hafa aukist mjög að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.