Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 41 Ekki mann- rœningi + Þetta er hinn frægi kvik- myndaleikari Robert De Niro. Myndin er tekin við komu hans til Milanó á Ítalíu. Þar lenti hann heldur en ekki í ævintýr- um. — Síðla þann sama dag, er hann var þar á ferð í leigubíl, var lögregla borgarinnr önn- um kafin í leit að liðsmönnum mannræningja- og manndráp- arasamtaka. Stöðvaði löggan alla bíla og kippti farþegunum út. Sumir „grunsamlegir“ voru teknir niður á stöð. Var leikar- inn meðal þeirra, sem færðir voru á stöðina. — Það tók sinn tíma að fá þann misskilning leiðréttan, að hér væri ekki á ferðinni mannræningi. — Og allt fór vel að lokum. Vel gert hjá Redford + Mynd Robert Redford „Ordinary People" hlaut öll helstu verðlaunin á Golden Globe kvikmyndahátíðinni í Ameríku. Myndin fékk alls fimm verðlaun, þar af fékk Mary Tyler Moore verðlaun fyrir besta kvenaðalhlutverkið. Þykir þetta vel gert hjá Rób- erti Redford vegna þess að þetta er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir. Robert De Niro var á þessari kvikmynda- hátíð kjörinn besti karlleikar- inn fyrir hlutverk sitt í mynd- inni „Raging Bull“, en þar leikur han boxarann Jack La Motta. Mynd Roman Polanskis „Tess“ var valin besta erlenda myndin. Góðkunningi hér- lenskra, Kenny Rogers, vann til fjögurra verðlauna og Diana Ross fékk tvenn. Gamli rokk- kóngurinn Chuck Berry fékk sérstök heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til bandarísks skemmtiiðnaðar. Handtekinn + Hagur hryðjuverkamanna þrengist stöðugt suður á Ítalíu. Lögreglan þar hefur að undanförnu verið mjög dugleg við að hafa hendur í hári helstu forsprakka hryðjuverkmanna. Fyrir skömmu handtók lögreglan Maurice Bignami, hinn fræga foringja samtakanna „Prima Linea“ (víglínan). Hann náðist eftir skotbardaga við sveitir lögreglunnar, við innbrotsþjófnað í skartgripaverslun í Tóríno. Bros og list + Þeir eru eins og litlir strákar á sumardegi, svo mjög er gleði þeirra laus við alla uppgerð. Þessir ham- ingjusömu menn eru Karl Bretaprins til hægri og ameríski milljónamæringurinn Dr. Armand Hammer. Myndin var tekin í Konunglegu listaaka- demíunni í London. Prinsinn var þar mættur til að líta á sýningu sem Armand Hammer stofnunin efnir til þar í borg á verkum listmálarans Daumier. fclk í fréttum HLJÖMTÆKJADEILD lltii) KARNABÆR I Al mAVFGil fifi RÍMI Utsolustaðir Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæslbæ — Fataval Keflavík Portið Akranesi — Epliö Isafiröi — Álfhóll Siglufiröi — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafirði—MM h/f Selfossi LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999 - Ey1abærVes.mann«yjum SLOTTSLISTEN Látið okkur þétta fyrir yður opnanlega glugga og hurðir með SLOTTSLISTEN-innfræstum þéttilistum og lækkiö með því hitakostnað. 4 Olaíur Kr. Sigurðsson hf. Tranavogi 1, sími 83618 — 83499 r jazzBaLL©CUskóLi búpu ’ Suðurveri Stigahlíð 45, sími 83730. Bolholti 6, sími 36645. Nýtt námskeið hefst 23. febrúar. ★ Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar. ★ Tímar tvisvar og fjórum sinnum í viku. ★ Sérstakur matarkúr fyrir þær sem eru í megrun. ★ Lausir tímar fyrir vaktavinnufólk. ★ Sturtur — sauna — tæki — Ijós. ★ Hjá okkur skín sólin allan daginn — alla daga. ■ nýja sólin er í Bolholti. ★ Kennsla fer fram á báöum stööum. ★ Upplýsingar og innritun í símum 83730 Suður- ver og 36654, Bolholt. k njpg np>iQq3Qinogzzor ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.