Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 2 1 • íslensku landsliðsmennirnir í handknattleik ásamt eiginkonum sínum. Myndin var tekin í gærkvöldi heima hjá formanni HSÍ Júlíusi Hafstein og konu hans Ernu Hauksdóttur. Þar var hópurinn við spilamennsku og naut veitinga. Landsliðsmennirnir unnu það frækilega afrek um helgina að sigra Austur-Þjóðverja 18—15 (Sjá bls. 24—25). Næstkomandi fimmtudag heldur svo landsliðshópurinn til Frakklands þar sem liðið tekur þátt í B-heimsmeistarakeppninni í handknattleik. u<»m.Kristján e. Glæsilegur árangur „ÍSLENSKA landsliðið lék mjög vel. Þeir unnu sanngjarnan sigur i þessum leik. Það gekk allt upp hjá þeim bæði í vörn og sókn. Við vorum hinsvegar mjög óheppnir. Sérstaklega i siðari hálfleikn- um “ Svo mælti þjálfari Austur- Þjóðverja eftir sigurleik íslands gegn liði hans á sunnudagskvöld- ið. Hann bætti svo við. Ef liðið leikur jafnvel og það gerði hér í kvöld í B-keppninni, þá á það eftir að ná langt. Það undirstrikar hversu glæsilegur sigur íslenska liðsins er að landslið Austur- Þjóðverja hefur ekki tapað síðani HILMAR Björnsson hefur náð góðum árangri með landsliðið að undanförnu, sigur og jafntefli gegn heimsmeisturum Vestur- Þjóðverja, sigrar gegn Frökkum og Belgum, og nú síðast en ekki síst, gegn ólympiumeisturum Austur-Þjóðverja. maí mánuði árið 1980. En þá tapaði liðiö gegn Rúmenum. Síðan hefur ávallt sigur unnist þrátt fyrir að leikið hafi verið gegn sterkustu þjóðum heims. Hér á eftir fer nýting einstakra leik- manna í leiknum. Fyrst skot þá mörk og bolta glatað. PállBj. 9 6 3 Bjarni 6 4 0 Sigurður 7 2 1 Pállól. 6 2 1 Axel 2 1 0 ÓlafurH. 3 1 1 Steindór 111 Þorbergur 101 Stefán H. 112 Standard tapaði heima STANDARD Licge tapaði mjög óvænt á heimavelli sinum i belg- isku deildarkeppninni i knatt- spyrnu um helgina. Asgcir og Meistararnir mætast í kvöld EINN leikur fer fram í úrvals- deildarkeppninni i körfuknatt- leik í kvöld. Þó að Njarðvík hafi þegar tryggt sér sigur á mótinu, er ekki hægt að segja annað en að hér sé um stórleik að ræða. Það eru Valur og Njarðvík sem mæt- ast i Laugardalshöllinni og hefst leikurinn klukkan 20.00. Það eru þvi hinir nýbökuðu íslandsmeist- arar sem mæta meisturum sið- asta árs, tvö bestu liðin nú, og því góður möguleiki á hörkuleik. félagar fengu þá Ghent í heim- sókn og sigraði Ghent með eina marki leiksins. Standard lafir þó enn i þriðja sæti. en Lokeren. Arnór Guðjohnsen og félagar, drógu á Standard með góðum útisigri gegn Lierse. Úrslit leikja urðu sem hér segir: Molenbeek — Beringen 0—1 Kortryk — FC Liege 0—1 Standard — Ghent 0—1 Beveren — Waregem 3—1 Berchem — Anderlecht 0—2 C. Brugge — Waterschei 2—3 Winterslag — FC Brugge 2—0 Lierse — Lokeren 1—2 Beerschot — Antwerp 0—1 Anderlecht hefur nú 6 stiga forystu, 38 stig, en Beveren er sem fyrr i öðru sæti með 32 stig. Standard hefur 29 stig, en Loker- en 28 stig. Enn siqrar AZ AZ '67 Alkmaar hélt áfram sigur- göngu sinni í hoilensku deildar- keppninni í knattspyrnu með 3—1 sigri gegn Excelsior. En ef litið er á úrslit leikja hér að neðan, kemur glöggt í ljós, að ekki gekk öllum toppliðunum jafn vel. Sparta — Willem 2. 3—1 FC Utrecht — Feyenoord 2—0 GAE Deventer — FC Tvente 3—0 Roda JC — Maastricht 2—5 Wageningen — Ajax 0—2 Nac Breda — Nec Nijmegen 4—0 PSV Eindh. — Pec Zwolle 0—1 Excelsior — Alkmaar 1—3 FC Groningen — Den Haag 0—1 Óvæntustu úrslitin eru án efa sigur Go Ahead Eagles gegn FC Tvente, en Deventer-liðið er meðal neðstu liða deildarinnar. En GAE náði sér vel á strik og við því áttu leikmenn Tvente ekkert svar. Jean De Graaf skoraði tvívegis og Kees Van Kooten þriðja markið. Þá verður ekki annað sagt, en að sigur Pec Zwolle á útivelli gegn Phillips Sportverein Einhoven hafi komið eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Ron Jans skoraði sigurmark Pec. Feyenoord beið sinn þriðja ósig- ur á þessu keppnistímabili, er liðið sótti Utrecht heim. Feyenoord sótti meira, en Utrecht sá hins vegar um að skora mörkin. Það fyrra skoraði maður sem heitir því óviðkunnalega nafni Jan Monster. Síðara markið skoraði Leo Van Veen, en um hálfgert sjálfsmark Rene Notten var þó að ræða. Alkmaar var aldrei í vandræð- um með Excelsior og þeir Pier Tol, Jos Jonker og Kurt Welzl skoruðu mörk liðsins. Ajax vann einnig góðan útisigur, Tcheu La Ling og Frank Arnesen skoruðu mörk liðs- ins. Hagur Alkmaar vænkaðist enn við tap Feyenoord, því Rotter- dam-liðið var langt fyrir ofan Utrecht, sem er í þriðja sæti. Alkmaar hefur nú 9 stiga forystu, 39 stig að 20 leikjum loknum. Feyenoord hefur 30 stig og Ut- recht 26 stig. Þrjú félög hafa 23 stig hvert, Ajax, Tvente og PSV Eindhoven. Ipswich mætir Forest STÓRVELDIN tvö, Ipswich og Nottingham Forest. drógust saman i 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninar i knattspyrnu. Fer leikurinn fram i Notting- ham 7. mars næstkomandi. Margir hefðu fremur kosið að sjá lið þessi mætast í úrslita- leiknum sjálfum. en veðmang- arar á Bretlandseyjum höfðu flestir tippað á lið þessi, auk Tottenham, sem sigurstrang- legustu liðin i keppninni. Tottenham mætir annað hvort Newcastle eða Wrexham á heimavelli sínum, mætir sem sagt eina liðinu sem eftir er í keppninni og tilheyrir ekki 1. deild. Everton og Southampton eiga eftir að gera upp sín á milli, en sigurvegarinn í viðureigninni fær það hlutverk að taka á móti Manchester City. Loks drógust saman Middlesbrough og Wolves og verður leikið í Middlesbrough.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.