Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 lílorjjunblniiiíi Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JHorjjnnblnÍiift ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1981 14% hækkun á svartolíu er framundan YFIRVOFANDI er 14% haekkun á svartolíu að því er Mbl. fékk upplýst í gser. Ástæðan er sú, að í samninKum við Sovétmenn á síð- asta ári var gert ráð fyrir að Kreiðsla vegna >?aeða svartoiiu þaðan hækaði úr 2 dollurum í 17 Pavarotti vill fá Kristján Jóhannsson sem mótsöngvara PAVAROTTI, tenórsöngvar- inn, sem kom fram á listahá- tíð í Reykjavík sl. vor, hefur tilnefnt Kristján Jóhannsson tenórsöngvara, sem nú starf- ar á Ítalíu, til að vera mót- söngvara sinn við óperuna í Fíladelfiu í Bandaríkjunum á næsta leikári. — Það er búið að þvæla mér fram og aftur og þaulreyna mig til þessa verkefnis, en það verður ekki útséð fyrr en í lok mars, hvort ég verð valinn, sagði Kristján Jóhannsson í samtali við Mbl., — og þótt svo verði þá eru enn framundan frekari prófanir í vor í Banda- ríkjunum. Þá var ég að gera samning um 2 óperur Puccinis í júní hér á Italíu, svo að segja má að allt hafi gengið nokkuð vel. Þeir hringdu víst frá Ameríkunni og leituðu mikið að mér, svo sjá má að fiskisag- an um strákinn hefur flogið nokkuð vel. Þá sagði Kristján Jóhanns- son að framundan væri hjá sér að syngja í La Boheme á Islandi og hann hefði sleppt samningi við Þjóðverja til þess að geta frekar sungið á ís- landi. — Það geri ég ánægj- unnar vegna, en líka var þar um að ræða óperur, sem hent- uðu mér illa og ég var hrædd- ur um að öskra úr mér öll hljóð og mér fannst því betri kostur að fara heim, enda þótt ég vinni mér varla meira inn þar á einum mánuði en ég fæ í Þýskalandi á einu kvöldi, sagði Kristján Jóhannsson að lok- dollara í ár. Auk þess hefur svartolía hækkað hlutfallslega meira í verði en gasolia á mörk- uðum undanfarið og einnig hafa orðið breytingar á gengi. Nú brenna 55 togarar svartolíu, þrjú nótaveiðiskip og um 10 flutn- ingaskip. Á síðasta ári var áætlað að útgerðin hefði sparað um 5 milljarða g.króna með svartolíu- notkun, en síðustu mánuði hefur verðmunur á svartolíu og gasolíu minnkað. Við ákvörðun fiskverðs mun hafa verið tekið mið af fyrrnefndri hækkun, en hún þýðir að af 18% fiskverðshækkun fara 2,3% í olíuverðshækkun. Mikið annríki var í slysadeild Borgarspítalans í gærkvöldi, en enginn hafði verið fluttur þangað alvarlega slasaður, þegar Mbl. hafði síðast fréttir í nótt. Ljósm. Kristján Örn Elíasson. Veðurofsinn í Reykjavík: Allt upp í 100 hnúta vindur í hryðjunum ÞAÐ VAR í mörgu að snúast á veðurstofunni, þegar Mbl. hafði samband við Guðmund Haf- steinsson veðurfræðing um kl. 23 í gærkvöldi. Fylgst var náið með hegðan hinnar djúpu lægðar sem var úti af Faxaflóa og stöðugt verið að gera nýjar spár. Loftvog hafði fallið ört í Reykjavík, var 961 millibar, en um 940 millibör rétt fyrir 23, og búist við að hún ætti enn eftir að lækka. Guð- mundur sagði, að sunnan eða suðaustan ofsaveður eða fárviðri væri um allt land. Draga mundi úr veðurhæðinni í nótt, en áfram yrði hvassviðri. „Við höfum mælt allt upp í 102 hnúta vind, og í sumum hryðjum hefur nálin farið upp fyrir blaðið í mælinum," sagði Guðmundur. „Vindhraðinn virðist hins vegar vera um 70 hnútar núna, þ.e. 10 mínútna meðaltalsvindhraði, en 12 vindstig jafngilda 64 hnúta vindhraða." Guðmundur sagði, að veður af því tagi sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt væri sjaldgæft á Islandi, kæmi á margra ára fresti. Sagðist Guðmundur síðast muna eftir veðurofsa í líkingu við þetta í september 1973. Þess má geta, að í 12 vindstigum eða 64 hnúta vindi, er vindhraðinn um 33 metrar á sekúndu, en í 102 hnúta vindi, eins og veðurhæðin var í kröftugustu hryðjunum, er vindhraðinn yfir 50 metrar á sekúndu. Verkfall á hluta kaup- skipaflotans 24. febrúar VERKFALL undirmanna var i gær boðað á kaupskipaflotanum, hjá þeim útgerðum, sem settu verkbann á undirmenn í verkfalli yfirmanna sumarið 1979. Á verk- fallið að koma til framkvæmda frá og með þriðjudeginum 24. febrúar. Nær það til Eimskipafé- lags íslands, Hafskips, Nesskips og Jökla. Hins vegnar nær verk- fallið ekki til Skipadeildar SÍS, Skipaútgerðar rikisins, Kyndils og Vikur, en þau félög boðuðu ekki verkbannsaðgerðir gegn undirmönnum 1979. í gær var haldinn fjórði sátta- fundur undirmanna á farskipum og útgerðar kaupskipa, en samn- ingur, sem gerður hafði verið og undirritaður 19. desember, var felldur í allsherjaratkvæða- greiðslu í upphafi þessa árs. Lítið sem ekkert hefur gerzt á þeim fjórum sáttafundum, sem haldnir hafa verið í þessari kjaradeilu á þessu ári og er verkfallið því boðað. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykja- .víkur sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að til verkfallsins sé boðað, þar sem hvorki hafi rekið né gegngið á sáttafundunum að undanförnu. Hann kvað þessa verkfallsaðgerð í raun vera speg- ilmynd þeirra aðgerða, sem at- vinnurekendur hafi staðið fyrir á árinu 1979. Skarðsbók ljósprentuð í sínum réttu litum Skarðsbók — lögbókina fögru frá Skarði á Skarðsströnd er nú verið að ljósprenta i sinum réttu litum, eftir hinni fullkomnustu nútimatækni. Skarðsbók verður fyrsta bindið i ritröðinni „ísiensk miðaldahandrit — Manuscripta Islandica Medii Aevi“. Það er stofnun Árna Magnússonar á íslandi og Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri Hins islenska bókmenntafélags, sem standa að útgáfunni, en frumkvæðið er Sverris og mun hann standa straum af öllum kostnaði við verkið. Skarðsbók þykir veglegust Jónsbókarhandrita og hefur varðveist ágætlega. — Hver ein- asta síða Skarðsbókar er lista- verk, sagði Ólafur Halldórsson á fundi með blm. í gær, þegar útgáfa þessa glæsilega handrits var kynnt. í ár, 1981, eru liðin 700 ár frá því hin forna lögbók íslendinga, Jónsbók, var lögtek- in, og hinn 21sta apríl nk. eru liðin 10 ár frá heimkomu fyrstu handritanna úr vörslu Dana: Vonir standa til að fyrstu eintök Skarðsbókar verði fullbúin 21sta apríl og þangað til verður verkið selt í áskrift á krónur 4.693 en eftir þann tíma á 5.634 krónur. Upplag getur orðið 1000 eintök. Utgáfustjórn Skarðsbókar skipa: dr. Kristján Eldjárn og Sigurður Líndal — fyrir hönd Sverris Kristinssonar, og Jón Samsonarson, dr. Ólafur Hall- dórsson og Stefán Karlsson — fyrir hönd Árnastofnunar. Aðal- ritstjóri er dr. Jónas Kristjáns- son, og Guðni Kolbeinsson hefur haft daglega umsjón með útgáf- unni. Með útgáfu Skarðsbókar, AM 350 fol. Jónsbókar, rætist gamall draumur norrænufræðinga og handritafræðinga, sem annarra þeirra er unna fornum fræðum íslenskum. Lönduðu þrátt fyrir mótmæli þýzkra sjómanna TOGARINN Karlsefni RE seldi í gærmorgun 105 lestlr af isfiski i Cuxhaven ok fenxust 610 þúsund krónur fyrir aflann, eða 5,83 krón- ur aö meðaltali á kiló. Á morgun selur Karlsefni um 140 lestir til viðbótar. Lengi vel var óvíst hvort skipið kæmist inn í höfnina í Cuxhaven til að selja vegna aðgerða þýzkra sjó- manna gegn löndunum erlendra skipa. Undanþágur fengust ekki fyrir Karlsefni, en eigi að síður var ákveðið að taka skipið inn í höfnina aðfararnótt mánudags og gekk það að óskum. Ef á hefði þurft að halda hefði verið óskað eftir lögregluvernd við löndunina í gærmorgun, en til þess kom ekki. Á morgun á Bjarni Herjólfsson að selja i Cuxhaven og í næstu viku hafa fimm íslenzk skip pantað söludag í Cuxhaven. Ekki er vitað til að aðgerðir þýzku sjómannanna hafi áhrif á sölu þeirra skipa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.