Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1981 Pálmi Jónsson við setningu landbúnaðar- þings: Árið 1980 var landbúnaðinum hagstætt á marga lund. Árferði var með afbrigðum meginhluta ársins eða allt til septemberloka, en með október brá til óvenjulegra kulda og síðar umhleypinga, sem stóðu allt til ársloka. Heyafli var með mesta móti að vöxtum, en fóðurgildi minna en búast hefði mátt við, líklega vegna mikillar sprettu. Upp- skera garðávaxta var í hámarki, einkum kartaflna, og framleiðsla graskögglaverksmiðja var einnig meiri en nokkru sinni fyrr. Árið var þó ekki áfallalaust frá náttúrunnar hálfu, því 17. ágúst braust út þriðja Heklugosið á aldarþriðjungi. Gos- inu fylgdi mikið öskufall, sem spillti afréttum og gróðurlendi, allt norður í efstu byggðir Skagafjarð- ar. Nausðynlegt reyndist að smala fé af afréttum og reka til byggða, og greiddi ríkisstjórnin fyrir því að unnt væri að slátra nokkru af dilkum fyrir venjulega sláturtíð. Ekki eru öll kurl til grafar komin um varaitlegar landskemmdir. Ljóst er þó, að þær eru verulegar. Einnig hefur ráðuneytinu nýlega borist skýrsla um stórkostlega mengun í heyjum nokkurra bænda í framsveitum Skagafjarðar, og er nú til athugunar á hvern hátt verði nauðsynlegt að bæta það tjón, sem þessir bændur hafa orðið fyrir. Framleiðslu- og markaðsmál settu svip sinn á alla umræðu um landbúnaðarmál á síðasta ári. Svo hafði raunar einnig verið árin á undan, enda hefur á þeim sviðum verið við að fást stærstu vandamál landbúnaðarins. Þessi mál eru svo þaulrædd, að ég tel ekki ástæðu til að flytja um þau langt mál að þessu sinni. Það er þó ljóst, að kjarnfóð- urgjaldið, sem lagt var á með bráðabirgðalögum 23. júní, hefur reynst virk leið til áhrifa á fram- leiðslu, a.m.k. mjólkur og mjólkur- afurða. Þessari leið til framleiðslu- stjórnunar, kjarnfóðurgjaldinu, var veltekið af bændastéttinni, jafnvel ótrúlega vel. Þetta sannar, að bændur sáu að hér var um óhjá- kvæmilega aðgerð að ræða, ef við áttum ekki að missa tökin á mjólkurframleiðslunni í sumar og sitja síðan áfram í sömu vandræð- unum og verið hafði með mark- aðsmálin. Þær fáu óánægjuraddir, sem heyrðust, eru nú flestar hljóðn- aðar. Á árinu 1979 var mjólkurfram- leiðslan 117 millj. lítrar. Á því ári var innanlandsneyslan ásamt fram- leiðslu á nýmjólkurdufti 100 millj. lítra. Umframframleiðsluna gátum við ekki selt til annarra landa fyrir hærra verð en sem svaraði vinnslu- kostnaði varanna, þegar best lét. Makaður, sem ekki gefur meira en þetta, er óviðunandi. Á síðasta ári varð mjólkurfram- leiðslan 107 millj. lítrar, og hafði því minnkað um 10 millj. lítra frá árinu á undan. Neysla innanlands hafði aukist í 105 millj. lítra,og rúmlega 600 þús. lítra voru notaðir í framleiðslu á mjólkurdufti, þann- ig að umframframleiðsla varð að- eins 1.200.000 lítrar eða um 1,2% af heildarframleiðslu. Sú neysluaukn- ing, sem þarna verður á milli ára, á að verulegu leyti rætur að rekja til smjörútsölunnar sem efnt var til á haustdögum. Það er ekkert vafa- mál, að kjarnfóðurgjaldið hefur haft drjúg áhrif á mjólkurfram- leiðsluna, þannig að nú stendur nálega í járnum framleiðsla og innanlandsneysla. Kindakjötsframleiðslan varð á árinu 1980 10,66% minni en árið áður, en dilkakjötsframleiðslan var þó ekki nema 2,91% minni, því þrátt fyrir mun færri dilka, sem komu í sláturhús, var fallþungi þeirra meiri og munurinn því «kki meiri en þetta. Þessi mismunur í kindakjötsframleiðslunni stafar mest af því, að á milli þessara tveggja ára varð fækkun á sauðfé í landinu um 11%. Ég hef margsinnis látið það í ljós, Pálmi Jónsson landbúnaftarráðherra flytur ræðu sína á búnaftarþingi, en það hófst i gær. Ljósm. Rax. málum bæði á sviði laxaræktar og silungsveiðivatna. Nokkur ný refabú tóku til starfa á árinu, og virðist sú grein lofa góðu. Nú liggur fyrir í ráðuneytinu mikill fjöldi umsókna um stofnun refabúa og loðdýrabúa, sem allar verða teknar til athugunar af sér- stakri nefnd, sem ég mun kveðja saman til þess að fjalla um þau mál og skila tillögum um nýjar leyfis- veitingar. Það eru miklar vonir bundnar við þessar greinar og fleiri fyrir land- búnaðinn, en það tekur allt sinn tíma að koma þessari starfsemi í gang, þannig að hún skili arði og auki verulega tekjumöguleika fólks- ins í sveitunum. Ég tel nauðsynlegt að halda nýtingu þessara búgreina sem mest hjá bændunum sjálfum, enda þótt ekki beri að útiloka, að aðrir aðilar geti átt þar hlut að. I landbúnaðinum gildir enn hið fornkveðna: „Hollt es heima hvat“. Landið sjálft er auðvitað megin- undirstaða landbúnaðarins, en við þurfum að kappkosta að nýta fjöl- þætta kosti lands okkar á sem bestan máta okkur sjálfum til Nauðsynlegu sam- dráttarskeiði landbúnaðar lokið Forðast ber sveiflur og stefna að aukinni hagkvæmni að um leið og óhjákvæmilegt var að draga saman mjólkurframleiðsl- una, þannig að hún væri litlu meiri en sem svaraði því að fullnægja innanlandsmarkaðinum, væri okkur jafnframt nauðsynlegt að halda sauðfjárframleiðslunni í svipuðu horfi og verið hefur. Við höfum sett okkur það markmið að halda byggð í landinu líkt því sem nú er. Við höfum einnig sett okkur það mark, að félagsleg og efnaleg kjör bænda og sveitafólks verði sem næst í samræmi við kjör annarra stétta þjóðfélagsins. Ef þess væri krafist, að fram- leiðsla beggja höfuðbúgreina land- búnaðarins væri aðeins við hæfi innlenda markaðarins, þá gætum við ekki náð þessum markmiðum okkar. Hvort tveggja myndi ske, byggðin myndi grisjast, hún myndi sums staðar hrynja og bændur og sveitafólk gætu ekki náð þeim kjörum, sem við stefnum að. Til þess að mögulegt sé, að þessi markmið náist, verðum við í ljósi þess samdráttar, sem óhjákvæmi- legur var í mjólkurframleiðslunni, að halda uppi sauðfjárframleiðsl- unni þannig, að þar verði ekki einnig um stjórkostJegan samdrátt að ræða. Þetta verður að gerast þrátt fyrir það, þó að nokkru fé þurfi að kosta til útflutningsbóta. Það mun samt vera þjóðfélaginu í heild hagstætt, Ef sveitirnar gisna, til að mynda vegna 20—30% sam- dráttar í sauðfjárframleiðslu, mun verða dregin stór burst úr nefi útflutningsiðnaðarins. Þá mun verða mikill samdráttur hjá þjón- ustuaðilum og þá verður mikill samdráttur í þjónustuiðnaði um allt land. Vegna þess samdráttar, sem þegar er orðinn, ber nokkuð á erfiðleikum hjá byggingariðnaði og þjónustuaðilum víðs vegar um land. Hvað mundi þá, ef frekar yrði að gert Markaður erlendis að þrengjast Til þess að halda þessari fram- leiðslu, þarf auðvitað mjög gaum- gæfilega að sinna markaðsmálum fyrir sauðfjárafurðir. Um þessar mundir veldur það áhyggjum, að besti markaður okkar erlendis fyrir kindakjöt virðist vera að þrengjast. Samhliða því sem Norðmenn hafa smám saman verið að stefna að því að verða sjálfum sér nógir um dilkakjötsframleiðslu, þá greip norska stjórnin til þess ráðs á öndverðum vetri að stórlækka niðurgreiðslur á þeirri vöru. Þetta hefur leitt til verðhækkunar á kindakjöti þar i landi, sem jafn- framt kemur okkur íslendingum til góða, en talið er, að það muni draga úr neyslunni, þannig að verulega þrengist um okkar hlut á þessum besta dilkjakjötsmarkaði okkar. Þessi mál eru nú til sérstakrar athugunar í ráðuneytinu og verður reynt að ná samningum, helst til frambúðar við Norðmenn um þessi mál. Markaðsmál fyrir allar grein- ar landbúnaðarframleiðslunnar eru stórmál, sem þarf að sinna af kostgæfni, en þó er innlendi mark- aðurinn þýðingarmestur, og þarf að freista þess eftir föngum að mæta þörfum hans í hvívetna. Skipuð hefur verið nefnd til þess að athuga neyslu á mjólkurvörum og öðrum landbúnaðarvörum í skól- um og mötuneytum opinberra stofnana, og er ætlast til, að sú nefnd skili tillögum um úrbætur, komi hún auga á leiðir. Jafnframt er á döfinni að auka starfssvið markaðsnefndar ðlandbúnaðarins. Nýjar búgreinar Til þess að mæta þeim erfiðleik- um, sem samdrætti mjólkurfram- leiðslunnar eru samfara, er nú lögð aukin áhersla á aðrar búgreinar og nýjar tekjuöflunarleiðir í áveitum. Má þar ekki síst nefna eflingu fiskiræktar, nýtingu hlunninda og loðdýrarækt. Mörgum fleiri þáttum landbúnaðarframleiðslunnar er þó ekki gleymt. Miklar framkvæmdir hafa verið á sviði fiskræktarmála á síðasta ári. Þannig var byggð og tekin í notkun ný fiskeldisstöð að Hólum í Hjalta- dal og önnur við Húsavík. Stofnað hefur verið útibú frá Veiðimála- stofnuninni á Austurlandi, og reynt hefur verið að styðja við ýmis konar tilraunir og auka ræktun í veiði- hagsbóta, þannig að aðföng land- búnaðarins séu sem mest af inn- lendum toga. Á þessu sviði eru möguleikar okkar hvergi nærri full- nýttir. Þetta var ein af þeim röksemdum, sem lágu til þess að lagt var gjald á innflutt kjarnfóður, og það hefur sýnt sig að á síðasta ári minnkaði innflutningur á kjarn- fóðri um nálega 16 þús. tonn og varð sá samdráttur nær einvörð- ungu á síðari hluta ársins. A síðasta Búnaðarþingi var gerð ályktun um uppbyggingu fóðuriðn- aðar, verðjöfnun á graskögglum o.fl. Verðjöfnun á flutningskostnaði grasköggla kom til framkvæmda sl. sumar og skipaðar voru nefndir til þess að undirbúa uppbyggingu grænfóðurverksmiðjanna í Skaga- firði og í Saltvík í Suður-Þingeyjar- sýslu. Á fjárlögum síðasta árs var varið 40 millj. kr. til undirbúnings og framkvæmda við þessar verk- smiðjur, sem í rauninni var tekin ákvörðun um að byggja árið 1972. Á þessu ári eru fjárveitingar og lánsfé til þessara verksmiðja 150 millj. gkr. til hvorrar um sig og liggur nú fyrir að taka ákvarðanir um áfangaskil i framkvæmdum og fjár- magnsútvegun með það að mark- miði, að þær geti tekið til starfa á árinu 1983. Rétt er að taka fram að stefnt hefur verið að því og það hlotið góðar undirtektir, að heima- menn leggi fram nokkurt fé til þess að koma þessum verksmiðjum upp. Ég tel að uppbygging fóðuriðnaðar- ins sé ákaflega þýðingarmikið mál fyrir landbúnaðinn. Enn verður eigi séð fyrir með vissu, hversu mikið fé vantar til þess að fullt verð fáist fyrir fram- leiðslu verðlagsársins 1979 — 80. Talið er samkvæmt áætlun að til þess vanti um 4,3 milljarða gamalla króna. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um það að mæta þessu að hluta, með því að leggja fram á lánsfjáráætlun 1700 millj. gkróna umfram útflutningsbætur ársins. Ekki liggja enn fyrir að fullu ákvarðanir um það, hversu mikið af því fé, sem innkemur vegna kjarn- fóðurgjaldsins, fari til þess að mæta þessum halla, en gert hefur þó verið ráð fyrir því að til þess gangi a.m.k. milljarður gkróna. Á þessu verðlagsári ætti þessi vandi að vera verulega minni vegna mjög minnkandi útflutnings mjólkuraf- urða, enda er nauðsynlegt, að þegar mjólkurframleiðslan er sem næst því við hæfi innlenda markaðarins, fái mjólkurframleiðendur fullt verð fyrir sínar afurðir. Tekist á um fjármagn 1 þjóðfélaginu er auðvitað tekist á um fjármagn. Það er mikils virði, að fjármagnið berist sem fyrst til réttra aðila. Svo er það með út- flutningsbætur. í janúarmánuði voru greiddir 3,3 milljarðar gkr. af útflutningsbótafé, en það er á fjárlögum 12 milljarðar. Fyrir ára- mót höfðu bændur fengið greitt af því, sem tilheyrir þessu fjárlagaári 2,565 m. gkr. og veitti Seðlabankinn nauðsynlega fyrirgreiðslu, svo það væri mögulegt. Með lögum nr. 43 frá 1978 var jarðræktarlögum breytt, þannig að skerðing varð á framlögum vegna ýmissa jarðræktarframkvæmda bænda, en jafnframt voru jarð- ræktarframlögin gerð að föstum stofni í fjárlögum, sem ætlast er til að haldi verðgildi sínu. Því fé, sem þannig sparaðist, skyldi varið að höfðu samráði við stjórn Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins til ým- issa þróunarverkefna, nýrra bú- greina og nýrra tekjuöflunarleiða í sveitum landsins. Á síðasta ári var úthlutað til þessara viðfangsefna af umframfé jarðræktarlaga 504,5 millj. gkróna. Þetta fé hefur að vísu ekki að fullu verið. notað ennþá, en það skiptist sem hér segir. Til fiskræktar og veiðimála, þar með taldir námsstyrkir 93 millj. gkr. Til loðnudýraræktar, þar með taldir námsstyrkir 108 millj. gkr. Til að stuðla að bættri heyverkun 50 millj. gkr. Til kartöfluræktar og til loft- ræstikerfa í garðávaxtageymslum, og til að styrkja framleiðslu á svokölluðum frönskum karföflum 85 millj. gkr. Til einstakra tilrauna og hagræð- ingar 23,5 millj. gkr. Til búnaðarsambandanna 15 millj. gkr. Til Stofnlánadeildar landbúnað- arins, m.a. vegna jarðakaupa 80 millj. gkr. Til markaðsmála 50 millj. gkr. Óhætt er að fullyrða að þetta fé hefur komið að miklum og góðum notum. Verkefnin eru ærin á þess- um sviðum og liggja nú fyrir umsóknir um mjög fjölbreytt við- fangsefni og þó einkum á sviði loðdýraræktar og fiskiræktar. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 720 millj. gamalla króna í þessu skyni. Endurreisn Hólaskóla Á vegum landbúnaðarráðuneytis- ins starfa nú aðeins tveir skólar, Garðyrkjuskólinn á Reykjum og Bændaskólinn á Hvanneyri. Báðir þessir skólar eru reknir af miklum myndarskap, enda þótt ýmsar framkvæmdir seú nauðsynlegar á næstu árum. Á hinn bóginn hefur fallið niður regluiegt skólastarf á Bændaskólanum á Hólum. í marsmánuði sl. tók ríkisstjórnin ákvörðun um það að endurbyggja og endurriesa Bændaskólann á Hól- um og haga uppbyggingarstarfinu sem næst í samræmi við tillögur, sem borist höfðu frá Hólanefnd og skólanefnd Hólaskóla. Hér var um stefnumarkandi ákvörðun að ræða. Á grundvelli þessarar ákvörðun- ar hafa miklar framkvæmdir verið í gangi á Hólum og í tengslum við Hólastað á síðasta ári. Þar ber hæst stofnun fiskibús, sem áður er að vikið og lagningu hitaveitu, sem Ijúka þarf við á þessu ári. Hesthús er í byggingu, unnið hefur verið að viðhaldi skólahússins og endurbót- um að utan, og ræktunarfram- kvæmdir hafa verið í gangi segja má að öll þau áform, sem stefnt var að á síðasta ári, hafi tekist. Er vonandi að það spái góðu um framhald á uppbyggingu þessa fornfræga menntaseturs. Það er ásetningur ráðuneytisins að stefna að því að reglulegt skólastarf geti hafist á hausti komanda, og hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.