Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 + Faöir okkar og tengdafaöir, KRISTÓFER KRISTÓFERSSON, Leifsgötu 8, lést í Hafnarbúöum, laugardaginn 14. febrúar. Börn og tengdabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, MARGRÉT KETILSDOTTIR, Mávahliö 45, andaöist í Borgarspítalanum sunnudaginn 15. febrúar. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, Jóhann T. Ingjaldsson, Siguróur K. Gunnarsson, Sigríóur Th. Guómundsdóttír, börn og barnabörn. + Móöir mín, PÁLÍNA SIGURDARDÓTTIR, Garöaflöt 1, Garðabæ, lést í Borgarspítalanum 16. febrúar. Jarðarförin auglýst síöar. Sigurdís Erlendsdóttir. + Hjartkær systir okkar, ANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, lést 14. febrúar aö heimíli sínu, Kleppsvegi 120. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Jónína Einarsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Guóbjörg Einarsdóttir, Hrafna Einarsdóttir. + Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir amma og langamma, LOVÍSA ELÍFASDÓTTIR, andaöist á Hrafnistu 14. þ.m. Einar Helgason, Ólafur J. Einarsson, Hildur S. Hilmarsdóttir, Finnbogi Finnbogason, Friögeróur Danielsdóttir, Elín R. Finnbogadóttir, Kristján Guömundsson. barnabörn og barnabarnabörn. Bróöir okkar, ÁSMUNDUR JÓNSSON, trésmiöur, Sólvallagötu 56, andaöist aö heimili sínu 29. janúar sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Blindrafélagiö. Vilborg Jónsdóttir, Þuríóur Jónsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, GUÐNI GRÉTAR GUDMUNDSSON, Suöurhólum 6, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 18. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd aöstandenda. Þóra Pétursdóttir, og börn. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, MARGRÉT R. HALLDÓRSDÓTTIR, Þórsgötu 5, veröur jarösett miövikudaginn 18. febrúar fré kirkju Óháöa safnaðarins kl. 3 sd. Blóm afþökkuö, en þeir sem vildu minnast hennar láti kirkju Óháöa safnaöarins njóta þess. Fyrir hönd aöstandenda. Guörún D. Úlfarsdóttir, Sigurjón Úlfarsson, Úlfar Skæringsson. + Eiginmaöur minn, SKÚLI LÍNBERG FRIÐRIKSSON, húsasmíöameistari, Mosgeröi 16, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 18. febrúar kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Svanfríöur Hjartardóttir. Minning - Guömund'■ ur Kristmundsson framkvæmdastjóri Fæddur 8. mars 1914. Dáinn 8. febrúar 1981. Guðmundur Kristmundsson framkvæmdastjóri, Hólmgarði 2 lést að morgni 8. þ.m. Guðmundur var innfæddur Reykvíkingur, sonur Ingibjargar Gamalíelsdóttur og Kristmundar Guðmundssonar. Guðmundur stundaði öll sín unglings- og uppvaxtarár algenga verkamannavinnu og var allt til stríðsbyrjunar á síldveiðum að sumri til. Hugur Guðmundar stefndi ótvírætt til lengri skóla- göngu en skyldunámið bauð og hafði hann sest í 4. bekk Mennta- skólans í Reykjavík, þegar aðsteðjandi erfiðleikar komu í veg fyrir frekari skólagöngu. Það voru honum örugglega mikil vonbrigði, því hvort tveggja var, að löngun hans til frekara náms var ótvíræð og góðir námshæfileikar fyrir hendi. Árið 1940 gekk Guðmundur að eiga eftiriifandi konu sína, Guð- rúnu Sigurðardóttur, útvegsbónda í Görðum við Skerjafjörð, hina mestu sæmdarkonu. Þau hjón eignuðust fjögur börn sem eru: Guðrún, gift Þorvaldi Thoroddsen, tæknifræðingi og eiga þau tvo drengi. Kristmundur, blikksmið- ur, giftur Margréti Kristjánsdótt- ur og eiga þau tvo drengi. Bryndís, gift Ottó Tynes flugmanni og eiga þau tvo drengi. Hrefna, gift Helga Agnarssyni prentm.sm. og eiga þau eina dóttur. Fyrir hjónaband átti Guðmundur eina dóttur, Esther, og á hún eina dóttur. Allt er þetta hið mesta myndar- og sómafólk. Guðmundur Kristmundsson var vel greindur maður. Hann var dulur, flíkaði ógjarnan sjálfum sér og skoðunum sínum og seildist lítt til metorða. Hann var einstakt snyrtimenni og til þess var tekið hversu háttvís og fágaður hann var í framkomu sem og í verkum sínum. Séntilmaður á íslenska vísu, fámáll en viðmótsþýður og verkmaður góður var hann. Hann var fljótur að tileinka sér hvað- eina sem honum kom að haldi í starfi sínu. Það var sama hvort Guðmundi voru falin verk til samningsgerðar eða úrvinnsla flókinna útreikninga, öll hans vinna var leyst af hendi af smekkvísi og með framúrskarandi fáguðu handbragði. Það þarf því engum að dyljast hvílíkur styrkur var að slíkum manni fyrir þau samtök sem hann helgaði störf sín blómann úr æviskeiði sínu, í nær þrjátíu ár. Árið 1948 var Guðmundur ráð- inn framkvæmdastjóri Þróttar og gegndi hann því starfi til ársins 1967, en tengdur var hann störfum fyrir samtök vörubifreiðastjóra allt til dauðadags. Guðmundur tók nokkurn þátt í félagsstörfum innan vörubíl- stjórastéttarinnar, hann var formaður Þróttar í tvö ár, og átti sæti í stjórn Landssambands vörubifreiðastjóra sem varafor- maður síðustu sex árin. Þegar Guðmundur lét af störf- um sem framkvæmdastjóri Þrótt- ar var hann gerður að heiðursfé- laga í félaginu. Guðmundur átti sæti í sambandsstjórn ASÍ síðasta kjörtímabil. Þau störf eru til sem láta lítið yfir sér, krefjast vandvirkni frem- ur en hörku, þrautseigju fremur en snerpu, vanþakklát oftast, en þó grundvöllur alls hins, sem meira er eftir tekið. Oft er það einnig svo að það eru aðeins þeir sem næstir standa sem gera sér skýra grein fyrir mikil- vægi slíkra starfa og meta að verðleikum þá þrautseigju og þol- inmæði sem þar er að baki. Er það einmæli, að allt sem frá Guðmundi kom, hafi borið merki þeirrar vandvirkni sem honum var eiginleg. Mér býður svo í grun að stétt vörubifreiðastjóra muni seint geta metið störf Guðmundar Krist- mundssonar að verðleikum og að enn sannist hið fornkveðna: að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég flyt þessum ágæta félaga okkar kveðju frá heildarsamtök- unum, með þakklæti fyrir ómetan- lega liðveislu á langri og á stund- um strangri göngu. Að lokum, hinsta kveðja til ágæts vinar frá okkur hjónum og fjölskyldu okkar. Fjölskyldu Guðmundar flytjum við innilegar samúðarkveðjur. Einar Ögmundsson Minning: Marin Elísabet Jónsdóttir Fædd 17. febrúar 1897. Dáin 7. febrúar 1981. Þann 7. þessa mánaðar lést á Landspítalanum amma okkar, Marín E. Jónsdóttir. Langur og oft á tíðum erilssamur ævidagur er að kveldi kominn. Okkur dótturbörn- unum Iangar að minnast hennar og þakka með örfáum orðum. Hún var fædd 17. febrúar 1897 að Njálsstöðum í A-Húnavatns- sýslu og var ein af 13 börnum hjónanna Guðnýjar Pálsdóttur og Jóns Sigurðssonar, sem upp kom- ust. Ung að árum var hún, er hún fór fyrst að heiman til að vinna og má segja að hún hafi unnið meira og minna utan heimilis, hart nær áttræðu. Fyrst við alls kyns hús- hjálp, en síðan um 40 ára skeið hjá Garðari Gíslasyni, Iengst af við ullarþvott. Amma giftist Bjarna G. Guð- mundssyni og eignuðust þau tvö börn, Árna og Margréti. Þau slitu samvistum eftir stutta sambúð og kom hún börnum sínum upp með þeim dugnaði sem henni var lagið. Þegar foreldrar okkar fóru að búa, var hún í heimili hjá þeim og alla tíð síðan, allt þar til hún fór á Landspítalann á liðnu hausti. Það er margt sem kemur upp í hugann að leiðarlokum, en efst í huga okkar er gjafmildi hennar. Hún safnaði aldrei veraldlegum auði, því allt sem aflögu var, fór til þess að gleðja aðra. Hún var mikið með okkur systkinunum alla tíð og erum við ríkari fyrir að hafa notið samvistum við hana í okkar uppeldi og síðar. Bestu þakkir færum við henni fyrir hennar handleiðslu og fyrirbænir, ekki síst þegar hún í veikindum móður okkar, hélt fyrir okkur heimili og veitti okkur skjól. Lækkar lifdaaa sól, löna er orðin min ferð. Fauk i faranda skjól, ff'KÍnn hvlldinni verð. GuA minn. xefAu þinn friA, KÍeddu ok blesaaAu þá sem aA lrtlfAu mér liA. LjósiA kveiktu mér hjá. (Sálmur H.A.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og Dótturbörn Móöir okkar, + ÓLAFÍA AUDUNSDÓTTIR frá Minni-Vatnsleysu, veröur jarösungln frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 17. febrúar, kl. 15. Börn hinnar látnu. + Útför móöur minnar, BRYNHILDAR SIGURDARDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 18. febrúar kl. 13.30. Fyrir mfna hönd og annarra vandamanna, Svava Bförgom. + Innilega þökkum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför mannsins míns, fööur, tengdaföð- ur, afa og langafa, BJÖRGVINS JÚLÍUSSONAR, Helgamagrastrœti 19, Akurayri. Sérstakar þakkir viljum viö færa læknum og starfsliöi lyfjadeildar Fjóröungssjúkrahúss Akureyrar. Gréta Júlíusdóttir, Reynir Björgvinsson, Freyja Sigurvinsdóttir, Júlíus Björgvinsson, Kristín Sveinsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Edda Stefánsdóttir, Berghildur Björgvinsdóttir, Jóhannes Sigfússon, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.