Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 dýptar, eins og kom fram í fangakórnum, en í hann vantaði alla alvöru og túlkun á því augnabliki, sem það er innilok- uðum mönnum að koma úr myrkri og ánauð út í bjartan daginn sem er tákn vonar og frelsis. Söngur Söngsveitarinnar var hreinn, en grunnur og hljómlít- ill. I fangakórnum sungu Einar Guðmundsson og Hreiðar Pálmason smástrófu og flutti Hreiðar sína strófu mjög lag- lega. Hljómsveitin undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat átti góða spretti, en einnig erfið augna- blik, einkum þar sem ekkert má út af bera, eins og í upphafi forleiksins. Flutningur Fidelio er tölu- verður viðburður og í því sam- bandi mætti vel lyfta undir þá hugmynd, að gerð yrði gangskör að því að flytja t.d. helstu óperur Mozarts næsta vetur og gefa islenskum söngvurum tækifæri til að keppa til þátttöku, en auðvitað fá einnig til landsins góða söngkrafta, til að gefa tilstandinu stærri svip. Fidelio Það er blátt áfram stórkost- legt hversu mikið er að ske á listasviðinu hér í höfuðborginni og á tónlistarsviðinu er fram- boðið með ólíkindum. Að flytja óperur á tónleikum hefur um árabil verið tíðkað og fyrir okkur íslendinga er sú aðferð ef til vill grundvöllurinn að blómlegum óperuflutningi hér á landi. Með tiltölulega litlum tilkostnaði má færa upp óperur, sem illmögu- legt er að setja upp í leikhúsum okkar og þannig skapa lista- mönnum tækifæri til að þroska sig í átökum við erfið viðfangs- efni og gefa hlustendum kost á að upplifa þessa list í lifandi flutningi. Það er augljóst, þegar svo viðamikið verk eins og Fidel- io er tekið til flutnings, að nauðsynlegt er að gera efni verksins betur skii en gert var nú í þetta sinn í efnisskránni. Það sæmir ekki forstöðumönn- um sveitarinnar að bjóða upp á lestrarefni í yfirlætisfullum skætingartóni í stað þess að gera almennilega grein fyrir kafla- skipan verksins og innihaldi hvers atriðis, sem eru um það bil 16 að tölu. Það hefði vel mátt bjóða upp á lauslega úttekt á textanum, án mikils tilkostnað- ar, og oft hefur meiru verið til kostað af minna tilefni. Allir sem koma til íslands eru heims- frægir. Það skiptir jú nokkru máli hver orðstír manna er, en meginmálið er þó, hver frammi- staða þeirra er hverju sinni. Til samstarfs við flutninginn á Fid- elio voru fengnir erlendir lista- menn, allt heimsfrægir að sögn. Astrid Schirmer söng Leonoru af reisn, en ekki virtist hún í essinu sínu, enda er hlutverkið erfitt og oft óþjált til söngs. Tenorsöngvarinn Ludovico Spi- ess söng Florestan og verður það að segjast eins og er, að sumt af því sem frá honum kom í formi hljóða, er tæplega er hægt að kalla söng. Bengt Norup söng Don Pizarro. í það hlutverk vantar sviðsmyndina og mögu- leika til leikrænnar túlkunar, svo að varla verður sagt hvernig Bengt Norup getur skilað þessu sérstæða hlutverki, en söngur hans var ágætur. Manfred Schenk söng Rocco og á þann hátt sem við íslendingar viljum heyra sönggesti syngja, þ.e.a.s. með miklum glæsibrag. Þar var öllu skilað á greinagóðan máta, í takti og tónaröðum og túlkunin var falleg og mannleg, laus við þann rembing og átök, sem því miður heyrast oft hjá söngvur- um, sem eru að uppskera af- rakstur af margra ára erfiðu starfi. Islensku söngvararnir voru Elín Sigurvinsdóttir, er söng Marzellinu, Sigurður Björnsson í hlutverki Jaquino og Kristinn Hallsson sem Don Fernando. Það hattaði ekki svo fyrir mikl- Lelkllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON um mun í samsöng þeirra með gestunum. Elín Sigurvinsdóttir stóð sig mjög vel án þess þó að skapa hlutverkinu sérstakan „karakter". Kórarnir, Karlakór Reykjavíkur og Söngsveitin Fíi- harmonía, tóku þátt í hópsenun- um og kom það greinilega fram, eins og reyndar hjá Elínu Sigur- vinsdóttur, að raddmótunar- tækni okkar Islendinga er mikið til án allrar dýptar í hljómgun tónsins. Söngurinn verður hreinn og bjartur, en án allrar „Upplyftíng á þorra“ Tveir kumpánar, sem kenndir eru við flest annað en stórumsvif á vettvangi myndlistarsýninga, hafa tekið sig saman um furðulega uppákomu í sýningarsalnum Djúpinu við Hafnarstræti. Þetta eru þeir Einar Þorsteinn Ás- geirsson menntaður sem húsa- meistari, þótt hann nefni sig einfaldlega hönnuð, svo og Hauk- ur Halldórsson, teiknari, sem jafnframt er þekktur sem höfund- ur ýmiss konar skemmtispila fyrir unga sem aldna, t.d. Útvegsspils- ins. Einar Þorsteinn og Haukur hafa þó áður komið við sögu á myndlistarvettvangi og þá í sam- bandi við ýmsar samsýningar svo sem Haustsýningu FIM og á samsýningu að Kjarvalsstöðum vegna Listahátíðar 1976. Þá hefur Einar Þorsteinn einnig sýnt að Kjarvals3töðum í boði Listiðnað- ar. , Myndverkin í Djúpinu eru æði Einar Þorsteinn Ásgeirsson og Haukur Halldórsson á sýningu sinni. fjölbreytileg og samanstanda af teikningum, málverkum, skúlptúr og konsept, alls 30 verkum. Þetta er ærið undarleg blanda, fljótt á litið hrærigrautur, en allt mun þetta þó gert af ásettu ráði, vísast til að storka hinum hefð- bundna ramma, og þó er ekki gengið svo langt, að ekki megi finna reglu í ruglingnum. Ef vel er að gáð, eru margar myndanna vel upp byggðar, á markvissan og skipulegan hátt og hér sjást myndir, sem ótvírætt myndu sóma sér í sölum Listasafns íslands vegna ferskrar hugmyndaauðgi og undirfurðulegs skops. Lítum ein- ungis á myndverk svo sem „Niður- soðnar minningar", „Hjónaband", „Kosmísk hlutföll" og „Reglulegar hægðir". Nýlistasafnið ætti og ekki að missa af strætisvagninum t.d. vegna súkkulaðikexköku- skúlptúrsins, sem stöðugt breytir um svip, eftir því sem fleiri narta í kexkökurnar. Hér er upplagt listaverk í geymsluhirzlur safns- ins og hefði reyndar mátt lenda þar fyrir sýninguna, því að hún fel£ir ekki allskostar inn í sýn- ingarheildina. Hér hefði hákarls- hrúga hentað betur til að erta enn Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON frekar skynfærin. Óneitanlega blasir við í kexkökuhrúgunni viða- mikið verkefni fyrir galvaska listsagnfræðinga til íhygli og um- svifa á fjölmiðlavettvangi. Heila- bú mitt er því miður of grunnrist fyrir slíka myndspeki, en ég bragðaði á kexköku og þótti hún bærileg, þó að hún væri aðeins farin að eldast allnokkuð. En þetta er liður í þróuninni að matur eldist og aldrei of seint að upp- götva ný lögmál, líkt og maðurinn sagði, er fann upp heita vatnið og rigninguna ... Að öllu gamni slepptu þá er sýningin vel þess virði að skoðast gaumgæfilega, þetta er myndræn gamansemi á þorra, árás á þurr- truntur og stertimennsku-stefn- unnar innan myndlistarinnar. Dregið saman í hnotskurn, er hér margt um gilda myndlist að ræða innan um, þótt uppsetningin sé fullmikið í ætt við sprell og spé. Fo í Versló Markólfa, höfundur Dario Fo. Leikstjóri: Jón Júlíusson. Þýðing: Signý Pálsdóttir. Hönnun ieikmyndar: Ágúst Baldursson. Dario Fo virðist orðinn eins- konar eftirlætis leikritaskáld hér á landi. Varla að maður kunni að nefna ailar þær sýn- Lelkllst eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON ingar sem eru nú í gangi á verkum hans. Ástæðan er vafa- laust sú að Fo er með afbrigðum skemmtilegur höfundur. Minn- ist undirritaður þess ekki að honum hafi leiðst á Fo-sýningu. En Fo er ekki bara skemmtileg- ur, í flestum síðari verka hans er nöpur ádeila á þessa bansettu borgarastétt, sem er víst svo vond að ekki tekur nokkru tali. Þeir sem telja sig ekki tilheyra þeirri stétt og þar með vera af hinu góða geta þannig slegið tvær flugur í einu höggi með því að hampa Fo. Skemmt borgara- stéttinni en um leið ráðist á hana. Verslunarskólr íslands er víst skilgetið afkvæmi borgarastétt- arinnar, svo það kemur vel á vondan að þar skuli nú sýnt verk eftir Fo. Fyrir valinu varð Markólfa sem telst meðal hrein- ræktuðustu gamanleikja Fo. En þar byggir hann mjög á ítalskri og franskri kímileikjahefð bæði hvað varðar leikbrögð og hreyfi- munstur. Leikstjóri Markólfu Versló, Jón Júlíusson, reynir greinilega að fylgja þessari hefð. Eins og éðlilegt er með óþjálfaða leikara verður árang- urinn æði misjafn. Hreyfingar missa marks svo og er raddbeit- ing ónákvæm. Þó sker einn leikarinn sig úr, sá heitir Helgi Jóhannesson og leikur Mark- greifann. Helgi nær býsna vel tökum á þessari yfirstéttar- skepnu sem virðist ekki hafa vit á við tudda. Það sem á skortir tækni hjá öðrum leikurum bæta þeir að vissu marki upp með einlægri leikgleði. Það verður gaman, krakkar, þegar þið eruð farin að aka barnavagni og spila á tölvur, að geta rifjað upp er þið lékuð í Markólfu. Þá verður myndaalbúmið opnað og börn- unum yljar við að sjá myndina af mömmu og pabba. Vafalaust var slíkt ekki markmiðið hjá Fo þegar hann samdi leikinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.