Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 ’i GLÆSILEGUR SIGUR GEGN Fyrsti sigur Islands gegn A-Þjóóverjum í handknattleikslandsleik ÁFRAM ísland, áfram ísland, hljóm- aði svo kröftuglega úr börkum hinna fjöldamörgu áhorfenda sem fylltu Laugardalshöllina á sunnudagskvöld að með eindæmum var. Oft hafa íslenskir áhorfendur staðið sig vel en þeir fóru á kostum á sunnudags- kvöldið og stuðningur þeirra við íslensku landsliðsmennina í hand- knattleik var mikill. Þeir brugðust heldur ekki. Með gífurlega mikilli baráttu og dugnaði tókst liðinu að sigra Ol-meistara Austur-Þjóöverja og eitt albesta handknattleikslands- Ótrúlegar hálfleikstölur liö heims. Áhugamennirnir lögðu að velli hina þrautþjálfuðu atvinnumenn sem ekkert gera annað en að æfa og keppa. Sigur íslenska liðsins var engin tilviljun. Frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu lék landslið íslands betur og hafði lengst af þrjú til fjögur mörk í forskot. Sigur gegn stórveld- inu í handknattleik, A-Þjóðverjum, er mikill sigur fyrir íslenskan hand- knattleik og fyrir íslenskt íþróttalíf. Sigurinn var vegna sterkrar liðs- heildar sem lagði allt sitt í leikinn og fóru sumir leikmenn á kostum. Island — Austur-Þýskaland 18—15 Leikur liðanna fór frekar rólega af stað. Fyrstu tækifæri íslenska liðsins fóru forgörðum. Þjóðverjar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins. Stefán Halldórsson skoraði fyrsta mark íslands. Þjóðverjar skora, 3—1. Þá var komið að þætti Páls Björgvinssonar. Oft hefur Páll leikið vel á fjölum Laugardalshall- arinnar, en leikur hans gegn Austur-Þjóðverjum á sunnudags- kvöldið var stórkostlegur. Sann- kölluð rós í hnappagatið hjá Páli. Hann stjórnaði spili íslenska |iðs- ins mjög vel og fann sjálfur hverja smuguna af annarri í vörn Þjóð- verja. Þær nýtti hann til fulinustu og kom markverði liðsins alveg úr jafnvægi með lúmskum skotum sem hann réði ekkert við. Næstu þrjú mörk íslenska liðs- ins skoraði Páll. Staðan um miðj- an hálfleik var jöfn, 5—5. Þá kom stórkostlega góður leikkafli hjá íslenska liðinu og það náði þriggja marka forskoti, 8—5. Á þessum tíma var vörn og markvarsla mjög góð hjá íslenska liðinu. Hinir sterku leikmenn A-Þjóðverja voru stöðvaðir framarlega á veilinum og teknir föstum tökum. Ef skot ; fóru í gegn varði Einar Þorvarðar- |son þau meistaralega vel. Var greinilegt að hin mikla og kröft- uglega barátta íslensku leikmann- 'anna kom Þjóðverjum í opna skjöldu. Það var ekkert gefið eftir, stór- leikur íslensku leikmannanna hélt áfram og fimm mörk skildu liðin að er flautað var til hálflejks. Hreint ótrúlegar hálfleikstölur, 12—7. Alls átti íslenska liðið 24 sóknir í fyrri hálfleik, og skoraði 12 mörk, 50% sóknarnýting. Varn- arleikurinn í fyrri hálfleik var stórkostlega góður, svo og mark- varsla Einars. í heilar 11 mínútur síðari hluta hálfleiksins skoruðu A-Þjóðverjar aðeins 1 mark. Þoldu álagiö vel Það voru margir smeykir um að síðari hálfleikurinn myndi verða erfiður fyrir íslenska liðið. Og hann varð það. En hetjur íslands þoldu álagið vel. Þrátt fyrir að hinir sterku leikmenn Þjóðverja gerðu allt hvað þeir gátu tókst það ekki. Á köflum léku Þjóðverjar jafnvel ruddalega. Það fór mjög í skapið á þeim hversu vel íslenska liðið lék. Steindór skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks, 13—7, sex marka munur. Þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan 14—10. Þrjú mörk frá Þjóðverjum í röð og nú var farið að fara um áhorfendur sem ekki lágu á liði sínu og hvöttu landann hvað mest þeir máttu. Einmitt á þessu augnabliki i leikjum lands- liða á undanförnum árum hafa komið slæmirr kaflar. En það gerðist ekki. Mikil yfirvegun var í leik íslenska liðsins og boltanum var haldið eins lengi og kostur var. Mikil ögun í leiknum og þannig á það að vera. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 17—13. Og enn var álagið og pressan á íslenska liðinu. Þjóð- verjar lögðu sig alla fram. En allt kom fyrir ekki. Islensku ieikmenn- irnir börðust eins og ljón og komu einhverjum eftirminnilegasta sigri í íslenskri handknattleiks- sögu í höfn. Bjarni, Páll og Ein- ar fóru á kostum Fyrst og fremst var þetta sigur sterkrar liðsheildar. Bjarni Guð- mundsson lék sennilega sinn besta landsleik fyrr og síðar. Hann var inn á allan leikinn og fór á kostum. Hann var sívakandi og vinnandi í vörn og sókn. Og hvað eftir annað komst hann inn í sendingar Þjóðverjanna og náði boltanum. Kraftur hans og hraði er með ólíkindum. Þá hefur Bjarni óvenju gott auga fyrir því sem er að ske í leiknum hverju sinni. Páll Björgvinsson hefur ekki leikið jafn vel með landsliði hér heima. Hann stjórnaði spili liðsins eins og herforingi og mörk hans voru stórglæsileg, sér í lagi síð- asta mark hans í leiknum. Þá tætti hann vörn Þjóðverja í sund- ur með glæsilegu gegnumbroti. Þá hafði það mikið að segja er líða tók á leikinn hversu rólegur og • Bjarni Guðmundsson, ein af stjörnunum í íslenska landsliðinu í handknattleik, skorar úr hraðaupphlaupi. Bjarni vippar boltanum yfir markvörðinn sem hefur kom- ið út á móti Bjarna ■ Ljó*m. Rax. yfirvegaður Páll var. Ekkert óða- got og vitleysa eins og svo oft vill verða. Einar Þorvarðarson, markvörð- ur landsliðsins, sýndi og sannaði hvers hann er megnugur. Mark- varsla hans var stórkostleg. Hvað eftir annað varði hann er Þjóð- verjar voru í opnum marktæki- færum. Staðsetningar Einars voru góðar og hann var rólegur og yfirvegaður allan leikinn út í gegn. Þetta var aðeins annar landsleikur Einars þar sem hann stóð í markinu allan leikinn. Sannarlega óvænt og glæsileg frammistaða. En það voru fleiri en þessir þrír kappar sem stóðu sig vel. Fyrirliði landsliðsins, Ólafur H. Jónsson, lék inn á allan leikinn og var eins og brimbrjótur í vörninni, batt hana vel saman og stjórnaði varnaraðgerðum mjög vel. Sam- spil leikmanna í vörninni var sérlega gott. Mun betra en í fyrri leiknum. En þrátt fyrir góðan leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.