Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981
Blaðamannaverkfall
skollið á í Svíþjóð
Stokkhólmi 16. febr. Frá fréttaritara Mbl. Guófinnu RaKnarsdóttur.
í DAG skall á blaAamannaverkfall i Svíþjóð og nær það til fjögurra
kvöldhlaða og þriggja morgunblaða. Á kvöldblöðunum Expressen,
Aftonhladet, Göteborgs-posten og Kvallsposten eru aðeins vissir hópar
i verkfalli, um 100 manns, en það eru þeir, sem hanna síðurnar og
setja fyrirsagnir. Til að byrja með munu þessi blöð koma út með færri
síður.
Víðtæk verkföll
í Baskahéruðunum
Þrjú morgunblöð, Eskilstuna-
kuriren, Nya Vermlandstidningen
og Arbetarbladet, munu alls ekki
koma út enda eru þar allir
blaðamenn í verkfalli. Samninga-
viðræður hafa staðið undanfarna
Astarfundur
pandabjarna
London, 16. febrúar. — AP.
NÚ HEFUR verið ákveðið að
fara með Chia-Chia, breska
pandabjörninn, sem átt hefur í
erfiðleikum með að finna sér
maka. til Washington til fund-
ar við Ling-Ling, kvenpöndu,
sem eins er ástatt fyrir.
Fundur þeirra Chia-chia og
Ling-Ling gæti orðið sögulegur
því að ef þau gagnast hvort
öðru vonast menn til að það
verði í fyrsta sinn, sem unnt
reynist að ala upp pandahún
utan Kína, þar sem þeir eiga
ætt sína og óðul. I fyrra sá
pandahúnn dagsins ljós í Mex-
ikó en honum varð fárra líf-
daga auðið.
I dýragörðum á Vesturlönd-
um eru nú aðeins 12 panda-
birnir en ef ástir takast með
þeim Chia-Chia og Ling-Ling er
ekki loku fyrir það skotið, að
hilla taki undir endalok einok-
unar Kínverja á pandabjörn-
um.
daga og nætur með aðstoð sátta-
nefndar, sem í dag lagði fram
lokatillögu sína. Blaðaútgefendur
vildu ganga að henni en Blaða-
mannafélagið sagði nei.
Deilurnar hafa einkum snúist
um betri og lengri frí fyrir þá, sem
vinna á kvöldin og nóttunni og
bættan höfundarrétt blaðamanna
á greinum sínum. Verkfallið kem-
ur harðast niður á kvöldblöðunum
Aftonbladet og Expressen, sem
ekki hafa neina fasta áskrifendur
og seljast aðeins í lausasölu. Tapið
er talið verða um ein milljón
sænskra króna á dag hjá þessum
blöðum. Hagur Aftonbladets er nú
þegar mjög slæmur og var tapið á
síðasta ári um 10—15 millj. skr.
Aftur á móti var Expressen rekið
með hagnaði á sl. ári.
Yfirvinnubannið sem skall á 9.
febrúar, er einnig í gildi og mjög
mörg blöð koma nú út með auðar
síður og fátt er hægt að segja af
því sem gerist á kvöldin. Yfir-
vinnubannið nær til 5000 blaða-
manna en verkfallið til 400. Blaða-
útgefendur hafa enn ekki gripið til
mótaðgerða en búist er við að þeir
svari fljótlega með verkbanni.
Sænskir blaðaútgefendur telja
að kröfur blaðamanna hafi í för
með sér 4—500 nýjar stöður og
aukningu útgjalda um 50—70
milljón kr. á ári, en Blaðamanna-
félagið telur, að með betra vinnu-
skipulagi sé hægt að losna við
mikið af kvöldvinnunni.
Bilbao, 16. febrúar. — AP.
ALLT atvinnulif lamaðist i dag i
Baskahéruðum Spánar en til
verkfalla var boðað til að mót-
mæla dauða Jose Arregui, sem
fyrir helgi lézt í vörzlu lögregl-
unnar i Madríd. Likskoðun leiddi
i ljós, að Arregui lézt af völdum
lungnabólgu en lík hans bar
merki likamsmeiðinga og voru
fætur hans illa brunnir. Árregui
var grunaður um aðild að ETA.
aðskilnaðarsamtökum Baska.
Útför Arregui fór fram í heima-
bæ hans, Cizurquil, og fylgdu yfir
10 þúsund manns honum til graf-
ar. Margir hropuðu slagorð gegn
stjórninni í Madríd.
Víða kom til átaka í Baskahér-
uðunum um helgina. Til mótmæla-
aðgerða kom í helztu borgum
héraðanna, Bilbao, San Sebastian,
Vitoria og Pamplona. Innanríkis-
ráðuneytið og dómsmála-
ráðuneytið tóku í dag yfir rann-
sókn á dauða Arregui. Fimm
lögreglumenn, sem yfirheyrðu
Arregui, voru settir í varðhald,
svo og yfirmaður þeirra og læknir,
sem skoðaði líkið.
Devlin hyggst taka
upp merkið að nýju
Dyflinni. 16. febrúar. AP.
BERNADETTE Devlin Mcaliskey.
morðárás í síðasta mánuði, lýsti þvi
upp þráðinn þar sem frá var horfið
fengi að fara af spitalanum.
„Ég er allt of þrá til að láta
segjast," sagði hún í viðtali við
dagblað í Dyflinni, „en ég veit að ég
má þakka guði fyrir að ég er á lífi.“
Devlin, sem býst við að fara heim
eftir hálfan mánuð, sagðist mundu
hefja aftur baráttu fyrir því, að
skæruliðar IRA í Maze-fangelsi í
sem særð var mörgum sárum í
yfir i gær, að hún ætlaði sér að taka
í pólitiskum afskiptum strax og hún
Belfast nytu réttinda pólitískra
fanga.
Leiðtogar IRA á Norður-írlandi
hafa tilkynnt að fyrirhugað sé að
efna til nýs hungurverkfalls 1.
mars nk. Sl. laugardag kom til
átaka milli stuðningsmanna IRA í
Glasgow og métmælenda en þar í
borg eru írar allfjölmennir.
Lék rússneska rúllettu og dó
Chica^o, 15. febr. — AP.
NÍU ARA GAMALL drengur i Chicago, Sean Shields, beið bana um
helgina þegar hann hafði verið að leika „rússneska rúlettu“ með
þremur öðrum drengjum. Fjórtán ára piltur hefur verið ákærður
fyrir að myrða Shields.
Fjórtán ára pilturinn bauð
Shields og tveimur 11 ára drengj-
um heim til sín til að ganga í
klúbb, sem elzti drengurinn ætlaði
að stofna. Fjórtán ára drengurinn
raðaði hinum drengjunum þremur
upp að vegg, dró fram 38 kal.
skammbyssu og tæmdi öll skot úr
henni nema eitt.
Hann miðaði byssunni á hina
drengina til skiptis og tók í
gikkinn, en skotið reið ekki af fyrr
en hann miðaði á Shields. Faðir
fjórtán ára piltsins átti byssuna.
Konstantín, fyrrum Grikkjakonungur, sést hér kyssa krossinn á gröf föður sins, Páls konungs, en
móðir hans, Friðrika drottning, var lögð til hinstu hvildar við hlið manns sins sl. fimmtudag. Næst
Konstantin stendur systir hans, Sofia drottning á Spáni. og þá eiginkona hans, Anne-Marie, systir
Margrétar Danadrottningar. AP-stmamynd.
THE OBSERVER
Iranir og Irakar
heyja
vopnakapphlaup
STRÍÐ írana og íraka geisar enn og svo virðist sem þrátefli sé
nú. Hvorugur aðilinn virðist hafa bolmagn til að knýja fram
afgerandi sókn. Ríkin skortir vopn til að fylla skarð þeirra sem
eyðilögð hafa vérið og einnig varahluti til að halda vopnum við.
Því hefur æðisgengið kapphlaup átt sér stað siðustu vikurnar og
sendimenn stjórnanna í Bagdad og Teheran hafa ferðast víða til
að afla vopna.
írakar hafa vinninginn í þessu
kapphlaupi eins og stendur.
Fyrir skömmu fengu þeir Mirage
F1 orrustuþotur frá Frakklandi
og sovéska skriðdreka. Þá hefur
spurst, að írakar hafi fest kaup á
Roland-eldflaugum til að granda
flugvélum. Framleiðandi þess-
ara eldflauga er Euromissile,
samsteypa Aerospatiale í
Frakklandi og Messerschmitt-
Bolkow-Blohm, i V-Þýzkalandi.
Stjórnvöld í Teheran bjóða nú
háar upphæðir fyrir þau vopn,
sem þeim tekst að komast yfir og
greiðast er innt af hendi við
afgreiðslu. Þá segja fréttir að
íranir beiti fyrir sig olíuvopninu.
Þeir sem selja vilja vopn til
Irans fá í stað loforð um olíu.
í byrjun mánaðarins var ír-
anskur diplómat í París. Hann
fór raunar víðar, kom til margra
Mikið magn vigvéla hefur eyðilagst í striðinu.
helstu höfuðborga Evrópu í þeim
tilgangi að festa kaup á vopnum.
Vopnaseljendur víðs vegar um
heim bíða eftirvæntingarfullir
eftir samningum, sem mundu
færa þeim mikinn hagnað, allt
að tífaldan miðað við markaðs-
verð vopna.
Sam Cummings, einn helsti
vopnaseljandi heims, skýrði frá
því í byrjun mánaðarins að
honum hefði borist beiðni frá
írönum um kaup á 50 þúsund
G3-riffIum. Beiðnin kom í gegn
um viðskiptajöfur í Miðaustur-
löndum. Áætlað söluverð er 30
milljónir dollara.
Þá segja heimildir á Ítalíu, að
Agusta Bell í Mílanó muni að
líkindum selja þyrlur og vara-
hluti í þyrlur til írans. Þá er
talið að Austurríki selji talsvert
magn vopna til írans, einkum þó
skotfæri, en Austurríkismenn
höfnuðu alfarið að setja við-
skiptabann á íran þegar banda-
rísku sendiráðsmennirnir voru
hnepptir í prísund í íran. Þá
segja heimildir að íranir leiti nú
ljósum logum að vélum og vara-
hlutum í Chietain-skriðdreka
sína en hingað til hafi þeir ekki
haft árangur sem erfiði.
»Ég er sannfærður um, að
íranir fá það sem þeir vilja. En
þeir verða að greiða allt að tífalt
markaðsverð og efins er ég um,
að þeir fái nægilegt magn vopna
í tíma til að sigra í stríðinu,"
sagði þaulvanur vopnaseljandi
við fréttamenn Observer.