Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981
35
Nokkrir leikara i myndinni um Snorra Sturluson.
Mikið kvikmyndað
Mynd um frystihúslíf
Upp úr áramótum verður byrjað
að taka kvikmyndina Frost eftir
Hrafn Gunnlaugsson og fjallar
hún um frystihúslíf. Starfsmenn
við myndina verða flestir þeir
sömu og unnu við kvikmyndina
Óðal feðranna. Kvikmynd eftir
Gerplu á að taka á næsta ári, en
allur undirbúningur fer fram í
sumar. Sagði Hrafn Gunnlaugs-
son að þeir sem fjármagna vinnslu
myndarinnar væru Viking film í
Svíþjóð.
Kvikmyndin Óðal feðranna
verður frumsýnd erlendis um
miðjan mars; í Stokkhólmi, og
heitir myndin á sænsku „Drömm-
en om ett annat liv“. Kvikmyndin
verður sýnd á Cannes kvikmynd-
ahátíðinni og í sumar verður hún
sýnd víða í Evrópu.
Kvikmyndin Vandarhögg eftir
Hrafn Gunnlaugsson hefur verið
sýnd í Danmörku og Noregi og
verður sýnd í sænska sjónvarpinu
bráðlega. Einnig á að sýna í
sænska sjónvarpinu kvikmyndina
Lilju eftir Hrafn Gunnlaugsson.
Sagan af Sámi tekin 1982
Fyrir u.þ.b. þremur árum komu
til landsins Þjóðverjar til að skoða
aðstæður til myndatöku eftir
handriti sem var samið af sænska
höfundinum Per Olav Sundman
upp úr Hrafnkelssögu, en Sund-
man setti söguna út í nútímabún-
ing og kallar hana Söguna af
Sámi. Þjóðverjar fundu tvö hepp-
ileg svæði, í Skaftafelli og á
Þingvöllum. Þeir fengu leyfi til
kvikmyndatöku í Skaftafelli en
ekki á Þingvöllum. Aætlað er að
taka myndina 1982. Leikstjórinn
er Peter Steen en umboðsmaður-
inn hér á landi er Sigrún Val-
bergsdóttir.
Mynd um Snorra
Sturluson
I samtali við Helga Gestsson
hjá Sjónvarpinu kom fram að
vetrartökur í myndinni um Snorra
Sturluson eru að verða búnar,
aðeins um 2ja daga verk eftir.
Stefnt er að því að ljúka við þær
um næstu helgi.
Útlaginn
í samtali við Ingibjörgu Briem
um kvikmyndina Útíagann, sem
gerð er eftir Gísla sögu Súrssonar,
sagði hún, að byrjað yrði að
kvikmynda um eða upp úr miðjum
mars. Útitökur verða fyrst aðal-
lega í Krísuvík og Hítardal, en
innitökur í Reykjavík. Síðan verð-
ur svo aftur kvikmyndað í Hítar-
dal, Geirþjófsfirði og Breiðafjarð-
areyjum.
Með aðalhlutverk fara: Arnar
Jónsson, sem leikur Gísla, Auði
konu hans leikur Ragnheiður
Steindórsdóttir, Þorkel Súrsson,
bróður Gísla, leikur Þráinn
Karlsson og Þórdísi, systur Gísla
leikur Tinna Gunnlaugsdóttir.
Ingibjörg sagði að myndatök-
unni ætti að ljúka í júní og
myndin frumsýnd í byrjun næsta
árs 1982.
Land og synir í Höfn
Kvikmyndin Land og synir hef-
ur verið sýnd í Færeyjum og
Noregi og verður frumsýnd í
Kaupmannahöfn 28. febrúar, þar
sem forseti Islands, Vigdís Finn-
bogadóttir, verður viðstödd. í til-
efni af því hefur dreifingarfélagið
Nordisk film boðið leikstjóra
myndarinnar, kvikmyndatöku-
manni og framkvæmdastjóra til
Hafnar.
í Finnlandi og Svíþjóð verður
kvikmyndin frumsýnd á næstunni.
Fljótlega kemur hún í sjónvarpi
í Þýskalandi, Austurríki og Sviss
og verður hún sýnd með þýsku
tali. Kvikmyndin hefur verið sýnd
á kvikmyndahátíðum í Irlandi,
Italiu og Frakklandi og einnig
hefur hún verið sýnd víða í
Bandaríkjunum. Verður hún bráð-
lega sýnd á kvikmyndahátíðinni í
Berlín.
Enskur texti
við Veiðiferðina
Um 65 þúsund manns hafa nú
séð kvikmyndina Veiðiferðina, en
FLUGLEIÐIR
Hluthafafundur
Almennur hluthafafundur veröur haldinn mánudaginn
23. febrúar 1981 í Kristalssal Hótel Loftleiöa og hefst
kl. 17.00.
Dagskrá:
Tillaga stjórnar félagsins, um breytingu á 18.
gr. samþykkta Flugleiöa hf., um stjórnarkjör,
þannig aö Ríkissjóöur íslands fái heimild til
aö tilnefna 2 menn í stjórn félagsins.
Tillagan veröur til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu
félagsins frá og meö 17. þ.m.
Aögöngumiöar og atkvæöaseölar veröa afhentir í
hlutabréfadeild félagsins á skrifstofutíma frá og meö
miövikudeginum 18. febrúar 1981.
Stjórnin
Skóla-
nemar
*
i
starfs-
kynningu
Björn Thor* kynnir þaim Hörpu og
Huldu ttarftemi tæknideildar
Morgunblaötin*.
Vífill, Sfvar Árni og Kári á riUtjórn Morgunblaösins.
FIMM nemendur í 3. bekk gagnfræðaskóla voru 9.—13. febrúar í starfskynninguá Morgunblaöinu, tvær stúlkur úr
Breiöholtsskóla: Harpa Karlsdóttir og Hulda Björg Reynisdóttir, Kári Árnason frá Gagnfræöaskóla Mosfellssveitar
og tveir Ólafsvíkingar, Sívar Árni Scheving og Vífill Karlsson.
Þau kynntu sér starfsemi Morgunblaöins, fylgdust meö blaöamönnum og skrifuöu fréttir í blaöiö, drengirnir af
sínum heimaslóöum. Þau unnu svo öll saman eftirfarandi fréttagrein.
á íslandi
hún var frumsýnd í mars í fyrra.
Nú er verið að undirbúa sýningar
erlendis og hefur verið gerður
enskur texti við myndina.
Leikstjóri og höfundur handrits
er Andrés Indriðason og með
honum stóð Gísli Gestsson að gerð
myndarinnar.
Leitin að eldinum
I viðtali við Gísla Gestsson um
það, hvort enn væri fyrirhugað að
taka hluta kvikmyndarinnar Leit-
in að eldinum hér á landi, sagði
Gísli að ákvörðun þar um yrði
tekin á næstu vikum.
Sagði Gísli, að annað hvort yrði
Deðið ■ eftir íslensku vori og þá
tekin upp þau atriði, sem best
hentaði að taka hér á landi, eða að
Islandsferð yrði sleppt og kvik-
myndin öll tekin erlendis.
Sigríður Þorvaldsdóttir i hlutverki sinu i Veiðiferðinni.
ITI
I itsjón varpstæki
litgseði
framtíðarinnar
Bræðraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengiöinn frá Vésturgötu)