Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 Rætt við Þorstein Baldursson, framkvæmdastjóra: Vonin í Varsjá — í tíu ár hef ég átt erindi að reka i Póllandi. Þar til nú hefur dapurleiki og hryggð ávallt verið eins og skuggi yfir hinu gráa pólska þjóðlífi. sagði Þorsteinn lialdursson. fram- kvæmdastjóri. sem nýlega kom úr ferðalagi til Póllands. — Nú ríkti miklu meiri glað- værð yfir þeim mönnum, sem ég hitti. Þeir voru reiðubúnir að ræða um vanda þjóðar sinnar. Hingað til hafa þeir aldrei viljað segja neitt um þjóðfélagsástand- ið. A sínum tíma ræddu menn um vorið í Prag, þegar Tékkó- slóvakar gerðu tilraun til að draga úr ófrelsinu hjá sér. Mér finnst nú unnt að tala um vonina í Varsjá. — A þeim tíu árum, serii ég hef átt viðskipti við Pólverja, hef ég eignast þar marga góða kunn- ingja úr öllum þjóðfélagsstétt- um. Það, sem snerti mig mest í viðtölum við þá alla að þessu sinni, var breytingin á viðhorfi þeirra til eigin vandamála. Aður vildu þeir ekki bera sorgir sínar á torg, nú horfa þeir með bjartsýni fram á veginn. — Þú spyrð um innrásarótta. Ég ræddi það við alla, sem ég hitti, hvort þeir væru ekki hræddir um að Rússar myndu ráðast með her inn í landið. Svörin voru á annan veg en við Vesturlandabúar ímyndum okkur flestir. Hver einasti við- mælandi minn var þeirrar skoð- unar, að Rússar myndu ekki senda óvígan her inn í Pólland. Þeir segja, að Rússar viti, að það verði tekið á móti þeim. Þegar ég lagði mig fram um að sannfæra þá um réttmæti skoðana okkar á Vesturlöndum um þetta og minnti þá á innrásina í Tékkó- slóvakíu 1968. Sögðu þeir, að nú væri árið 1981 og í Tékkóslóv- akíu hefði fámennur hópur menntamanna staðið að upp- reisninni gegn Rússum. I Pól- landl væri það fólkið, sem berð- ist fyrir frelsi sínu, verkamenn- irnir, sem mynduðu samfylkingu og sæktu fram án ofbeldis. Þeir spurðu mig, hvort ég héldi, að Rússar gætu ráðist gegn óbreyttu verkafólki eftir allt hjal sitt um ást sína á því. — Jú, rétt er það, að miklir efnahagsörðugleikar eru í Pól- landi. En fólkið hefur ekki áhyggjur af þeim. Við mig var sagt: Ef við fáum frelsi til að breyta þjóðfélaginu að okkar skapi, er minnsti vandinn að Þorsteinn Baldursson greiða úr efnahagsöngþveitinu. Hjá hverjum einasta manni kemur fram óbifanlegur eldmóð- ur. Pólverjar eru sannfærðir um, að fái þeir frelsi muni allur vandi þeirra leysast. Minnumst þess, að lítil afköst og léleg vinnubrögð hafa til þessa verið merki um ættjarðarást. Menn hafa ekki lagt sig alla fram, af því að þeir vita að sovéska heimsveldið hefur arðrænt þá. — Eitt kvöldið var mér sem oftar boðið til kvöldverðar á hóteli í Varsjá. I matsalnum sat 30vésk sendinefnd, karlar og konur, að snæðingi. Þetta þótti pólskum gestgjöfum mínum góðs viti. Þeir sögðu við mig: Þarna sérðu, þetta er óræk sönnun þess, að Rússar eru ekki að undirbúa innrás í land okkar. — Þeim var mikið kappsmál að sannfæra mig. — Þjóðlífið allt ber svip af baráttu verkalýðshreyfingarinn- ar Samstöðu. Mér þótti ótækt að kynnast ekki starfsemi samtak- anna. Ég fór því til skrifstofu þeirra, sem er í heldur óhrjálegu bakhúsi númer 5 við Spítalagötu í Varsjá. Ég gekk þar upp brakandi tréstiga að dyrum á þriðju hæð. Eftir að ég hafði barið var opnað í hálfa gátt og spurt, hver væri þar. Ég sagðist vera staddur í bænum kominn frá íslandi til að kaupa Ursus- traktora, sem félagsmenn þeirra framleiddu. Mig langaði til að kynnast félagsskap þeirra. Að vísu sagðist ég gera ráð fyrir því, að íslendingar gætu lítið hjálpað þeim, en þeir mættu vita, að þeir ættu samúð alls almennings á íslandi. — Við þessi orð voru dyrnar snögglega opnaðar upp á gátt. Ég var boðinn hjartanlega vel- kominn og á borð voru bornar rússneskar sígarettur og annað góðgæti. Þarna inni var margt fólk. Það stóð í smáhópum og ræddi saman og var greinilega í baráttuhug. Ég var þarna ein- mitt á þeim degi, þegar pólskir bændur efndu til mótmæla fyrir fram hús Hæstaréttar í Varsjá. Af þeim sökum hitti ég ekki Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu. Ég ræddi við þessa vonglöðu baráttumenn góða stund. Þeir leystu mig síðan út með gjöf, sem mér þótti mikið til koma, en það var barmmerki samtaka þeirra. Merkið bera fjölmargir og það er tákn frelsisbaráttunn- ar. Fannst mér ég meiri maður, eftir að hafa fengið merkið góða að gjöf. Þarna voru minjagripir um baráttu verkamannanna til sölu og keypti ég meðal annars af þeim almanak með myndum úr baráttunni á síðasta ári. — Að lokum vil ég segja þetta: A þessum tíu árum hefur mér lærst að þykja vænt um það góða og óspillta fólk, sem í Póllandi býr. Enginn getur heimsótt Pól- land oft án þess að verða hlýtt til landsins og þess blessaða fólks, sem það byggir. En það sem Pólverjum finnst furðulegast í fari okkar íslendinga er þetta: Þeir spyrja oft, hvernig í ósköp- unum frjálst fólk í frjálsu landi geti verið kommúnistar. Þeir skilja ekki, að menn geti skipað sér í flokk kommúnista, ef þeir eru ekki nauðbeygðir til þess vegna atvinnu sinnar eða ann- arra sérstakra aðstæðna. Bj.Bj. Aðalskoðun bifreiða hafin í Reykjavík Hann hlaut skoðun þessi! — Bifreiðaeftirlitsmaður limir skoðunar- merki 1981 á bilrúðuna. Ljteni. mm. rax. AÐALSKOÐUN bifreiða í Reykjavík hófst í gær- morgun og mun standa fram í nóvember. I gær Guðni Karlsson voru skoðuð ökutæki, sem bera númer frá .1 til 500. Bifreiðaeftirlit ríkisins skoðar samt bifreiðir allan ársins hring og hafði skoð- að 2883 bifreiðir frá ára- mótum til gærdagsins, að aðalskoðunin hófst. Bifreiðaeftirlitsmenn voru nýkomnir til vinnu sinnar er Morgunblaðs- menn heimsóttu þá í gær- morgun. Þeir voru mjög óhressir með vinnuaðstöðu sína, en bílar eru nú jafnan skoðaðir utandyra. Þeir töldu aðferðirnar við bif- reiðaskoðun lítið hafa breyst, frá því byrjað var að skoða bíla af opinberum aðilum hérlendis í kringum 1930. „Aðstaðan er vægast sagt fyrir neðan allar hell- ur,“ sagði Guðni Karlsson, forstöðumaður Bifreiðaeft- irlitsins í spjalli við Mbl.: „Við fáum ekki ennþá sam- þykki fyrir lagfæringu á húsnæði til skoðunar inn- andyra, þar sem hægt er að koma við þeim tækjum sem nauðsynleg eru til góðrar skoðunar, en bílar eru orðnir svo margrar og ólíkrar gerðar í seinni tíð. í Reykjavík eru um 30 manns fastráðnir hjá Bif- reiðaeftirlitinu þar af yfir- leitt 10 menn í skoðun. Ja, við höfum nú reynt það, að hafa skoðunartímann lengri — fram á kvöld. Fyrir nokkrum árum vor- um við með opið til klukkan sjö á fimmtudagskvöldum, en reynslan var sú að fólk notfærði sér ekki þá þjón- ustu. Og meðal okkar er meiri áhugi fyrir því að fólki verði mögulegt að panta sér tíma — en til að svo verði, þarf aðstaðan að batna allverulega. Skoðun byrjaði fyrir nokkrum, dögum í Kópa- vogi, og við munum byrja útum landið eftir því sem mögulegt er; samt ekki að ráði fyrr en kemur fram í aprílmánuð," sagði Guðni Karlsson. Þórbergslundur í Morgunblaðinu laugardaginn 14. þ.m. segir varðandi tillögu í borgar- ráði um Þórbergslund við Hring- braut, að á fundi borgarráðs hafi verið „lagt fram bréf Ibúasamtaka Vesturbæjar varðandi málið, en þar koma m.a. fram meðmæli með hug- myndinni, en þar sem hér sé um að ræða svæði utan við eiginlegt starfssvæöi þeirra láti þau það ekki til sín taka.“ Hér er um misskilning að ræða. Samtökin mæla að sjálf- sögðu ekki með því sem þau láta ekki til sín taka og lýsa þá ekki heldur andstöðu við það, hvorki í áður- greindu bréfi né annars. Samtökin hafa gert það eitt í málinu að biðja í bréfi til borgarráðs um afrit af fundargerð varðandi tillöguna, þar sem samtakanna var getið í henni. Fyrir hönd íbúasamtaka Vestur- bæjar, Björn S. Stefánsson (stjórnarformaður). 65 ára afmæli Kristinn Hóseason sóknarprestur í Heydölum í Breiðdal er 65 ára í dag, 17. febrúar. — Kona hans er Anna Þorsteinsdóttir frá Óseyri í Stöðv arfirði. Sr. Kristinn hefur nú verið prestur í Heydölum síðan árið 1947.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.