Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 17 Sigurður Þorbjarnar, Geitaskarði: Bamsfæðing Hér verður sögð saga. írá siðastliðnum vetri, ai íæðingu barns. Sagan er ótrúleg og ljót, en sönn eigi að siður, og sögð nú, eftir vandlega íhugun, til að vekja athygli á því, að i okkar þjóðfélagi velfarnaðar og réttlæt- is, virðast vera til afkimar, þar sem réttur hins veika og van- megnuga er ekki hátt virtur. rekist hann á metnað og eða hagsmuni manna. sem i skjóli aðstöðu sinnar sýnast geta firrt sig þeirri sjálfsögðu, borgaralegu skyldu að vera ábyrgir verka sinna, hversu örlagarikar og hörmulegar sem afleiðingar þeirra kunna að verða. f sögulok verða látnar fylgja nokkrar hugleiðingar um það tilefni, sem frásögnin gefur. Ung barnshafandi kona kom úr læknislausu sjávarplássi norðan- lands til dvalar hjá tengdaforeldr- um sínum. Þau búa í þorpi, þar sem er gott sjúkrahús og örugg læknisþjónusta. Þar bíður hún þess að ala þetta fyrsta barn sitt. Fæðingar velkom- ins barns er ætíð beðið með eftirvæntingu og tilhlökkun, ekki síst þegar um frumburð er að ræða. Henni eru tengdar vonir um andlegt og líkamlegt atgjörvi, heil- brigði og rétta sköpun, vonir um að barnið megi vaxa til eðlilegs þroska, og geti orðið þeim sam- stiga, sem þátt eiga í því, að gera samfélag manna betra og bjartara. Þessar vonir vöktu í brjóstum foreldra barnsins, sem beðið var eftir, og allar forsendur voru til staðar, að þær gætu ræst. Þar kom, að konan tók léttasótt og var flutt á sjúkrahús. Eftir hálfs annars sólarhrings dvöl þar, án þess að nokkuð gengi með fæðinguna, þótti sýnt að ekki væri allt með felldu, og yfirlæknir- inn ákvað að hún skyldi send á fæðingardeild Landspítalans. Þar voru hálærðir sérfræðingar til að sjá um velfarnað sængur- kvennanna, studdir fullkomnustu tækjum og tækni, sem völ er á hérlendis. Flugvél sótti konuna um nótt, og fargi var í svip af þeim létt sem kvíðnir höfðu horft á árangurs- lausar þjáningar hennar. Þeir töldu að nú væru öllu borgið, fullkomin sérfræði og fullkomin tækni mundi sjá um það. Víst var talið, að keisaraskurðurinn, þessi líftrygging kvenna í barnsnauð, mundi verða þrautaráðið — og það var sofið rólega það sem eftir lifði nætur, í trú á það að vaknað yrði til fréttar um að barn væri í heiminn komið og allt hefði farið vel. En þegar hringt var um morgun- inn og spurst fyrir um hvað gerst hefði, var tregða á svörum. Upp fékkst þó, að lokum, að ekkert hefði gerst. Konan lá enn á sínum þjáningabeði, og svo skyldi vera þar til hún yrði léttari. M.ö.o., henni var gert, samkvæmt úr- skurði sérfræðings, að ala barn sitt eðlilega — eins og það var orðað, og áhyggjur og illur grunur lagðist á ný á aðstandendur. Spurningar knúðu á, en svör fengust engin. Hvað hafði gerst, og hvað var að gerast? Gat skeð, að læknirinn sem sendi konuna frá sér, hefði metið ástand hennar skakkt, gat hún þrátt fyrir allt, sem á undan var gengið, alið barn sitt eðlilega? Hafði hún ekkert í hendur sérfræðinganna að gera? Eða gat svo ólíklega til viljað, að þeir (sérfr.) hefðu vanmetið — eða kannski ekkert metið hættuástand móður og barns, metið marklausar meira en þriggja dægra þján- ingar? Sagði það þessum mönnum ekki neitt, að glöggur og gætinn læknir sendi konuna frá sér vegna þess að honum leist ekki á framvindu fæðingarinnar, og taldi þörf sér- hæfðra aðgerða? Svo virtist ekki vera, því ákvörð- unin um eðlilega fæðingu stóð óhögguð — var aldrei endurskoðuð allan tímann ( um tíu klst.), þar til barnið var fætt, jafnvel þó sýnt virtist, að í voða væri stefnt, og sú varð raunin. Svo óhugnanlegur var þessi at- burður, að iækni þeim er trúlega má teljast höfundur hans, brást geta og kjarkur til að horfast einn í augu við afleiðingar verka sinna, og annar læknir var til kvaddur, sem mun hafa bjar’gað því sem bjargað varð, úr því sem komið var. Meðan á fæðingunni stóð, var hinn verðandi faðir algjörlega hundsaður af lækninum lánlausa. Hann fékk ekki að fylgjast með hvað var að gerast, og hann fékk ekki svör þó hann spyrði. Það var ekki fyrr en afleiðingar þess getuleysis og vanhæfni, sem einkenndu alla meðhöndlun kon- unnar, blöstu við, að hann fékk dregið út úr skelfdum læknanema, sem viðstaddur var, að ekki væri allt í lagi með móður og barn. Þessum sorglega atburði er lýst í fáum dráttum og grófum í bréfi dags. 10/3 '80, sem tengdafaðir konunnar skrifaði yfirmönnum fæðingardeildarinnar, þeim Sig- urði prófessor Magnússyni, Gunn- laugi yfirlækni Snædal og land- lækni, og fer síðari hluti þess hér á eftir: < „... Þegar ég tala um hörmuleg og vítaverð mistök, þá á ég við það, að svo virðist sem ákvörðunartaka um meðhöndlun konunnar hafi verið gerð af lítilli nákvæmni, lítilli yfirvegun, lítilli þekkingu eða kunnáttu og af lítilli virðingu fyrir tilfinningum þeirra sem nán- asteru tengdir þessari barnsfæð- ingu. Hvort sem þetta álit mitt er rétt eða rangt, þá blasa við hræðilegar afleiðingar þeirrar meðhöndlunar, sem konan hlaut: hún sjálf slösuð, barnið margbeinbrotið, með löskuð innri líffæri, e.t.v. heilaskemmdir v/súrefnisskorts og lömun í hand- legg v/taugaskemmda. Ég fer ekki nánar nú inn á einstök atriði þessa skelfilega at- burðar, en ítreka þá eindregnu ósk mína, að rannsókn verði á því gerð, hver eða hverjir eigi þarna sök, og óska jafnframt, vinsamlegast, eft- ir, að mér verði gerð niðurstaðan kunn.“ Með tilvitnuninni í þetta bréf ætti henni að vera lokið, þessari ljótu sögu, sem gerðist á fæðingar- deild Landspítalans hinn 7. mars sl. Sögulok ættu að vera þau, að jafn augljós mistök, með jafn hörmuiegum afleiðingum, hefðu verið viðurkennd og málalok í samræmi við það. En raunin varð önnur og því verður rakið áfram það, sem síðan hefir gerst. Fáum dögum eftir að bréfið var skrifað, var sá er það gerði staddur í Reykjavík. Ræddi hann þá (í síma) við próf. Sigurð Magnússon um efni þess og fékk þau svör við óskinni um rannsókn, að prófess- orinn hefði þegar framkvæmt hana og niðurstaðan var að „engin læknisfræðileg mistök, þau er sjá mátti fyrir, hefðu orðið“. Sama dag var talað við fulltrúa landlæknis (í síma) og óskað eftir formlegri rannsókn, sem fullvissað var um að fram yrði látin fara. Nú líða tveir mánuðir í þögn. Landlækni er enn skrifað, rann- sóknarbeiðnin ítrekuð og óskin um að fá að vita ijiðurstöðu. Svar barst fljótlega, þar sem boðað var til viðræðna á skrifstofu landlækn- is. Ogerlegt var að þiggja þetta boð á þeim tíma er til var tekinn og var frá því skýrt í svarbréfi og ein- dregið óskað eftir að fá skriflega gerða grein fyrir, hvort margnefnd rannsókn hefði farið fram, og væri svo þá hver niðurstaða hefði orðið. Mjög fljótlega eftir að bréf þetta var sent, hringdi landlæknir og taldi viðræður nauðsynlegar, svo margt væri í þessu máli sem þyrfti skýringar við. Bréfritari hélt sig við óskir um skriflegt svar og taldi viðræður þá fyrst þjóna tilgangi, er það lægi fyrir. Oskaði landllæknir nú eftir að mega nefna til fulltrúa fyrir sig til viðræðna og útskýringa, og var það samþykkt, enda væri þá til staðar margumbeðið skriflegt svar, sem nú var sagt til reiðu. Skömmu síðar barst bréf, dags. 20. júní. Segir þar, að eftir könnun á fæðingarsögu konunnar hafi hann (landlæknir) „komist að þeirri niðurstöðu, að ekki hafi verið um læknisfra'ðileg mistök að ræða við fæðingu barns hennar“. Auk þessa úrskurðar, var í bréfinu tilnefndur maður til við- ræðu og útskýringa, ef þurfa þætti. Og nauðsyn þótti á frekari skýringum. Af viðræðum við full- trúann gat þó ekki orðið, fyrr en 24. ágúst. Hann hafði undir hönd- um skýrslu um málið, unna af próf. Sigurði Magnússyni, og var hún yfirfarin og skýrð eins og hún var þar skráð. Er skemmst þar af að segja, að ályktunarorð hennar voru þessi: „.. að vel athuguðu máli. get ég ekki fundið. að læknisfræðileg mistök hafi verið gerð af þeim. sem ábyrgir voru íyrir fæðing- unni“, eða efnislega alveg sam- hljóða þeim úrskurði, sem sami maður kvað upp örfáum dögum eftir að óheillaatburðurinn skeði, og til er vitnað hér að framan. Þótti konunni og hennar að- standendum nú sýnt að hér væri við stóran að deila, og örðugt mundi að hnika þessu máli til réttlætisáttar. Ekki var samt öll von talin úti enn, og landlækni skrifað bréf 25. ág. sem þannig endar: „Ég vil ekki trúa því, fyrr en ég tek á, að jafn augljósri vanhæfni með jafn hörmulegum afleiðingum og hér um ræðir, verði skotið undir stéttarlegan vernd- arvæng, og örkuml og andleg sárindi, sem af þeim leiða, bæði fyrir barnið, ef það nær að vaxa til skilnings á bágindum sínum, og aðstandendur, verði lægra metin heldur en mistök þau og glöp er þeim olli. Því endurtek ég þá kröfu mína, að mál þetta verði rannsakað í samræmi við alvöru þess og þunga." Nú leið liðlega mánuður án svars, og 20. sept. var hringt í landlækni og spurt hvað væri að gerast. Hann kvaðst vera að bíða. Viðbrögð hans við kröfu bréfritara urðu þau að biðja nokkra sérfróða lækna um álit þeirra og nú var svaranna beðið. Þetta vakti og hlúði að vonum, að einhverjum þeirra sérfræðinga sem til var leitað, kynni að finnast meira eða minna eyðilögð framtíð barns þyngri á metunum en það að styðja við bakið á „kollega", og biðin varð blandin eftirvæntingu. En hér lá ekkert á lausu, svo 3. des., þá staddur í Reykjavík, hringdi afi raunabarnsins í land- lækni og spurði hvað liði svörum sérfróðra. Landlæknir óskaði ein- dregið eftir viðræðum á skrifstofu sinni og fóru þær fram daginn eftir. Þær leiddu eftirfarandi í ljós m.a.: Sérfræðingarnir, sem fengu málið til umsagnar, luku allir upp einum munni um það, að ekki væri sök að finna hjá lækni þeim, sem ábyrgð bar á fæðingunni. Land- læknir benti á að hérléndis væri ungbarnadauði hvað minnstur í heimi, og segði það sína sögu í þessu sambandi, þó viðmælanda hans þætti það ekkert laga, af því sem gerst hafði, og teldi, með sjálfum sér, það mikið ólán móður- inni ungu, að hafa ekki lent í höndum einhvers heimsmethaf- ans, í stað þess að verða fyrir barði hrokafullrar vanhæfni. Margt fleira bar á góma í þessu spjalli, þó ekki verði fram talið hér, en niðurstaða þess var sú, að meira yrði ekki gert af hálfu landlæknis í þessu máli, og árang- ur þess, er gert hafði verið, var: Álits tíu sérfra*ðing hafði verið Kjarnfóðrið skammtað eftir sérstökum reglum í FRAMHALDI af þeirri ákvörð- un stjórnvalda að setja 200% skatt á fóðurbæti i júni á siðasta ári var ákveðið að hver búgrein fengi ákveðið magn af fóðurba'ti miðað við einingu með 33,3% gjaldi. Framleiðsluráð landbún- aðarins hefur með höndum út- gáfu á sérstökum fóðurbætis- kortum og eru þau gefin út til bienda. sem eru með mjólkur-, nautakjöts-. sauðfjár-. svína- kjöts- og alifuglaframleiðslu. Einnig eru gefin út fóðurbætis- kort til þeirra sem eru með hross á gjöf hvort heldur þar er um hamdur að ra“ða eða þá. sem eru með hross sér til skemmtun- ar einvörðungu. Aðeins loðdýra- ræktendur og þeir, sem eru með fiskirækt eru undanþegnir kjarnfóðurgjaldinu. Fóðurkortin eru afhent sam- kvæmt ákveðinni viðmiðun og fá t.d. þeir, sem eru með mjólkur- framleiðslu kort upp á 225 grömm af kjarnfóðri fyrir hvern framleiddan mjólkurlíter sam- kvæmt kvóta. Fyrir hvert fram- leitt kíló af kindakjöti fást kort fyrir 500 grömm af kjarnfóðri samkvæmt kvóta, 650 grömm fyrir hvert framleitt kíló af nautakjöti, 6 kíló fyrir hvert framleitt kíló af svínakjöti, 4 kíló fyrir hvert framleitt kíló af kjúklingakjöti og fyrir hverja varphænu fást fóðurkort upp á 10 kíló ársfjórðungslega, en í því tilviki er auk þess tekið sérstakt tillit til ungauppeldis. Þeir sem eru með hesta á gjöf fá 125 kíló fyrir hvern hest ef sótt er um í gegnum hestamannafé- lag. Ef einstaklingur sækir hins vegar um samkvæmt forðagæzlu- skýrslu fær hann 50 kíló fyrir hvern hest 4ra vetra og eldri, tryppi eða folald, en hins vegar eru slík kort ekki gefin út vegna hryssa. Sérstök ákvæði eru vegna tamningastöðva, kynbótastöðva og útungunarstöðva. leitað um þessa barnsfæðingu. Umsagnir þeirra voru allar á einn veg. þann, að sá sem var ábyrgur fyrir henni. varð ekki sekur fundinn um neitt. Ekki verður sagt að þessi mála- lok kæmu verulega á óvart. Þau höfðu gert boð á undan sér, eins og sjá má af framanrituðu. En þau virtust skjóta alltraustum stoðum undir þá skoðun, sem talin er margra og sögð byggð á biturri reynslu, að starfsglöp læknis, framin við sjúkrabeð eða skurðar- borð séu friðhelg, að lögin, sem venjulegur borgari verður að- beygja sig fyrir, nái ekki til mannanna í hvítu kyrtlunum, rek- ist þar á vegg stéttarlegrar sam- stöðu og samábyrgðar, sem sé réttlætinu illkleifur. Það virðist afstætt, að stétt sem hefir þann tilgang og markmið að lina þjáningu og bjarga lífi, stétt, sem vegna góðra verka sinna mun eiga gildan sjóð þakklætis og virðingar landsmanna, skuli liggja undir grun um slíka óhæfu og hér er orðuð. En barnsfæðingin sem varð til- efni þessarar greinar og marghátt- uð önnur mistök lækna, bæði fyrr og síðar, sem hafa orðið að þolast bótalaust, styðja hann sterkum rökum. Spyrja má, hvernig á því stend- ur, að læknar virðast hafa þá sérstöðu að komast hjá sakfellingu fyrir dómi og jafnvel að komast hjá málshöfðun. Ekki verður um það fullyrt hér, en áleitin verður spurningin um það, hver semur skýrslur um atburði, þar sem glöp eru gerð, gæti verið áð glæpamað- urinn sjálfur hefði þar hönd í bagga? Og eru það ekki slíkar skýrslur, sem lagðar eru til grundvallar í réttarfarslegri með- höndlun þessara mála. Á hverju skyldi skýrslan um lemstrunina á barninu, sem hér er sagt frá, vera reist? Og á hverju byggðu sérfræð- ingarnir tíu sínar niðurstöður? Leitað hefir verið álits nokkurra lögfræðinga um líkur fyrir því að vinna málið, höfðað af þessu til- efni. Allir töldu þeir líkurnar mjög litlar, og sumir að vonlaust væri um árangur, af ástæðum, sem ekki verða eftir hafðar hér. Það eru sem sagt til afkimar í velferðarríkinu. þar sem réttladið á örðugt uppdráttar. Því er sú krafa fram sett nú, að löggjafinn, alþingi, gefi þessu máli gaum, og sjái til þess, að hér verði allir jafnir fyrir lögum. Að því er áður vikið, að læknar eru virt stétt, enda mun hún, að mestum hluta, skipuð fólki með ríka ábyrgðar- og sómatilfinningu. En í þeirri stétt, eins og öllum öðrum, finnastt illa gerðir undir- málsmenn, hvað sem lærdóms- gráðum líður, menn sem eiga sæmdarheitið læknir ekki skilið. Það væri þessari virtu stétt aukinn sómi, að uppræta þann orðróm, að haldið sé verndarhendi yfir van- hæfum fúskurum. Það á ekki að geta átt sér stað, að slíkir menn séu samtíð sinni hætta í skjóli stéttarverndar. Hinn almenni borgari á að geta verið viss um að eiga jafn greiða leið að réttlátri, lagalegri meðhöndlun manns, sem kallaður er læknir, og hverjum öðrum í samfélaginu, sem brotlegur gerist, um það ber lög- gjafanum að sjá. I hefðbundnu búgreinunum gilda kjarnfóðurkortin verðlags- árið, þ.e. frá 1. september til 31. ágúst. Endanleg kort í þessum greinum verða gefin út þegar búmarksútreikningi lýkur, en það verður væntanlega á næstunni. Kort fyrir hross er verið að afgreiða þessa dagana eftir því sem upplýsingar berast Fram- leiðsluráðinu. Búið er að senda út nær öll kort til svína- og alifugla- bænda, sem sent hafa upplýs- ingar. Bændur, sem eru með innan við 20 hænsni fá árskort, en þeir sem eru með stærri hænsnabú fá enn afgreidd kort á þriggja mánaða fresti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.