Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 drykkjarvatni: Hefur góð áhrif á taraiheilbrigði barna og f ullorðinna — segir ástralski tannlæknirinn Graham Mount Thomas Martin, forstöðumaður Menningarstofnunar Bandaríkjanna ávarpar þátttakendur i námskeiðinu. Aðrir á myndinni, talið frá vinstri: Haukur Helííason, Stephen Klaidman, Richard Eder, Halldór Halldórsson, Kári Jónasson, formaður Blaðamannafélags íslands, og Friðrik Páll JÓnSSOn. (Ljósm. Ól. K. Maxn.) Góðir gestir hjá Menning- arstofnun Bandaríkjanna og Blaðamannafélaginu TVEIR þekktir bandarískir hlaðamenn komu hingað i síðustu viku í boði Menn- ingarstofnunar Bandaríkj- anna, þeir Richard Eder, for- stöðumaður Parísarútibús The New York Times, og Stephen Kiaidman, frétta- stjóri og leiðarahöfundur hjá International Herald Tri- bune. Þeir Eder og Klaidman áttu hér tal við ýmsa framámenn í þjóðlífinu, en á laugardaginn voru þeir fyrirlesarar á blaða- mannanámskeiði, sem menn- ingarstofnun Bandaríkjanna gekkst fyrir ásamt Blaða- mannafélagi Islands. Fyrirles- arar á námskeiðinu auk Eders og Klaidmans voru Halldór Halldórsson fréttamaður hjá Útvarpinu og Haukur Helga- son aðstoðarritstjóri Dag- blaðsins. Liðlega tuttugu ís- lenzkir blaðamenn tóku þátt í námskeiðinu, og var það mál manna að það hefði verið hinn mesti fengur að komu banda- rísku gestanna. Helmingur af íbúum jarðarinn- ar og þrír af hverjum fimm íbúum þróunarlandanna hafa ekki greið- an aðgang að hreinu drykkjar- vatni. Hjá enn fleiri eru hreinlæt- ismálin í megnasta ólestri. Þetta leiðir til mikiila mannlegra þján- inga, bæði af völdum sjúkdóma og fátæktar, sem fylgir í kjölfar þess að fólk missir vinnuþrek vegna heilsubrests. Sérfræðingar Sam- einuðu þjóðanna eru þeirrar skoð- unar, að sjúkdómar sem eiga rætur að rekja til mengaðs drykkjarvatns hafi það í för með sér að árlega deyi 25 milljónir manna, einkum börn, í þróunar- löndunum. Þetta er höfuðástæða þess, að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir, að áratugurinn 1981—1990 skuli helgaður drykkjarvatni og auknu hreinlæti. Sameinuðu þjóð- irnar hafa sett sér það markmið að á þessum áratug skuli það takast að útvega öllum jarðar- búum hreint drykkjarvatn og sómasamlega hreinlætisaðstöðu, einkum að því er salerni og frárennsli varðar. Barnadauði Rúmlega tveir milljarðar manna, — eða rúmlega helmingur íbúa jarðarinnar — búa í þróun- arlöndunum. U.þ.b. 70% þessa fólks býr til sveita og þar er mestan vanda við að etja, að því er varðar útvegun heilnæms vatns og að því er önnur hreinlætisatriði varðar. Með fáeinum tölum er auðvelt að sýna fram á við hvert ógnar- vandamál hér er að etja. Barnahjálparsjóður SÞ (UNI- CEF) telur að u.þ.b. 15 milljónir barna yngri en fimm ára deyi árlega í þróunarlöndunum. Ein meginorsök þessa gífurlega barna- dauða er skortur á hreinlæti og hreinu vatni. Ef alls staðar væri nóg af hvoru tveggja mætti þegar í stað draga úr barnadauða í veröldinni um 50%. Skv. skýrslum Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) má rekja um það bil 80% allra sjúkdóma til mengaðs vatns, eða skorts á hreinlæti. Árlega deyja t.d. 6 milljónir barna. í þróunarlöndunum, vegna þess að þau fá óstöðvandi niðurgang og sama orsök á einnig þátt í dauða 18 milljóna annarra manna. Alvarlegar afleiðingar Aðrir sjúkdómar sem berast með vatni, hafa það í för með sér að milljónir manna verða öryrkjar alla ævi að hálfu eða öllu leyti. Ef ekki fæst læknishjálp, leiða þessir sjúkdómar oft til dauða. Malaría veldur því t.d. að millj- ón börn undir 2 ára aldri deyja á ári hverju í Afríku sunnan Sahara. Augnsjúkdómurinn trachoma, sem mjög oft leiðir til blindu, er svo útbreiddur, að talið er að að minnsta kosti 500 milljónir manna þjáist af honum. Talið er að u.þ.b. helmingur allra íbúa þróunarlandanna eigi við að búa, að á þá herji sníkil- ormar -af einhverri tegund. Schystosomiasis (eða bilharzia) sem herjar m.a. á maga, þarma og lifur hefur það í för með sér, svo nefnt sé aðeins eitt dæmi um sjúkdóma af þessu tagi, að um það bil 200 milljónir manna í 70 löndum, verða alvarlega veikir á ári hverju. Mannlegar og ekki síður efna- hagslegar afleiðingar þessa eru ekki smáar í sniðum. Að því er hverja einstaka fjölskyldu varðar, þá getur sjúkdómur, sem leiðir til þess að fyrirvinnan verður óvinnufær haft í för með sér gífurlega erfiðleika. Þessi veikindi Eistlending- ar ókyrrast undir okinu Frá Tallin. — Yfir þúsund unglingar mótmæltu á knattspyrnuvelli borgarinnar. Peter Reddaway/OBSERVER I/ondon 12. janúar 1981. l>ann áttunda janúar lauk í Eistlandi pólitísk- um réttarhöldum sem einkonndust aí áköfum tilraunum sovéskra yfir- valda til þess að kveða niður vaxandi ólgu meðal þjóðernissinna í nyrstu hlutum landsins. I>á dæmdi hæstiréttur Eist- lands 46 ára gamlan kennara. Mart Niklus, til 15 ára íangelsisvistar og ævilanjírar útlegðar, ok dr. Juri Kukk, 40 ára gamlan efnafræðinjf. tH tveggja ára vistunar í vinnubúðum. Báðum mönnunum var gefið það að sök að hafa verið með andsovéskan áróður. Niklus, sem var pólitískur fangi á árunum 1958—1966, er aðalleiðtogi andspyrnumanna og vinur Andrei Sakharovs. Hins vegar var Kukk vel virtur félagi í Kommúnistaflokknum og var á árunum 1975—1976 sendur í árs rannsóknarleiðangur á vegum flokksins en yfirgaf hann síðan þneykslaður árið 1978. Fyrir dómnum héldu menn- irnir fram sakleysi sínu og til að mótmæla aðferðum réttarins þögðu þeir það sem eftir var réttarhaldanna. Báðir mennirnir voru í slæmu líkamlegu ástandi eftir langvarandi hungurverk- fall. Þremur dögum fyrir lok rétt- arhaldanna fóru lögfræðingar þeirra fram á . frestun þeirra vegna slæmrar heilsu skjólstæð- inga þeirra, en fjórir læknar, þar á meðal geðlæknir frá hinu alræmda Serbsky-geðsjúkrahúsi í Moskvu, skoðuðu þá og fullyrtu að þeir þyldu réttarhöldin. Tveim dögum síðar fram- kvæmdu læknarnir næsta furðu- lega geðrannsókn á sakborning- unum í miðjum réttarhöldum og voru báðir taldir geðheilir. Vinir hinna ákærðu sem margir höfðu komið langan veg frá Lettlandi og víðar að, voru útilokaðir frá réttarhöldunum og var borið við plássleysi. Einn af minnstu sölunum í dómshús- inu var notaður, og að frátöldum nokkrum borgaralega klæddum KGB-mönnum fengu einungis aldraðir foreldrar Niklus að vera viðstaddir ásamt konu Kukks. Síðastliðin tvö ár hafa Eist- lendingar byrjað að taka sér til fyrirmyndar hið herskáa for^ dæmi nábúa þeirra, Litháa. I Litháen hafa samtvinnaðir þættir þjóðerniskaþólskra trúar- hefða, áþekkt því sem er hjá nágrönnum þeirra Pólverjum, orsakað menningarsprengingu sem KGB hefur átt erfitt með að ráða við. Trúmál hafa ekki skipað háan sess meðal hinna 1,5 milljón íbúa Eistlands, en aftur á móti er pólitísk og efnahagsleg óánægja meira á oddinum. Mestar áhyggjur hafa sovésk yfirvöld þó af vaxandi samvinnu milli Eist- lendinga og nágranna þeirra sem æ meir hefur borið á síðastliðin misseri. Samningurinn írá '39 Áhyggjur Sovétstjórnarinnar mögnuðust 23. ágúst 1979 þegar Niklus og 45 Eistlendingar, Lettlendingar og Litháar skrif- uðu undir gætilega orðaða kröfu sem fjallaði um sjálfstæði til handa hinum þremur baltnesku lýðveldum. Á 40 ára afmæli Stalín-Hitler-samningsins (1939) sendu þeir ákall til vest- rænna stjórnvalda og Samein- uðu þjóðanna þar sem minnt var á samning þann sem Sovétmenn gerðu við Eystrasaltsríkin 1920, þar sem Böltum var hátíðlega lofað friði og ríki þeirra viður- kennd sem sjálfstæð lýðveldi sem Sovétríkin myndu „aldrei" reyna að ná völdum í. En hið leynilega uppkast að Stalin-Hitler-samkomulaginu 1939 splundraði friðarsamning- unum og lýðveldin voru hernum- in af sovéskum her. í bænaskjali frá 1949 var bent á, að þó að Munchen-sáttmálinn frá 1938 hefði verið ógildur, hefði ekki verið hróflað við samkomulagi Stalíns og Hitlers um framtíð Eystrasaltsríkjanna. í bænaskjalinu þar sem þögn heimsins um þessi mál var hörmuð, voru erlendar ríkis- stjórnir hvattar til að beita sér fyrir ógildingu samningsins og að erlendir herir yrðu kallaðir heim frá baltnesku ríkjunum. Að lokum voru Sameinuðu þjóð- irnar beðnar um hjálp þar sem þær höfðu tekið við af Þjóða- bandalaginu sem fyrrnefnd þrjú ríki höfðu verið meðlimir í. I kjölfar þessarar sameigin- legu bænaskrár fylgdu önnur mótmæli, þar á meðal fordæm- ing á innrásinni í Afganistan og sviðsetningu Ólympíuleikanna í Moskvu. í janúar 1980 voru tvö siðustu mótmælaskjölin send til Moskvu og opinberlega sýnd vestrænum blaðamönnum af Juri Kukk, en Niklus hafði skrifað undir bæði plöggin. Kukk og Niklus voru hand- teknir, ásamt fimm öðrum sem einnig höfðu ritað undir bæna- skrárnar, í marsmánuði í hreins- ununum sem fram fóru fyrir Ólympíuleikana í Moskvu. í bréfi sem laumað var út úr fangelsinu segir Niklus frá því hvernig hann hafi vísvitandi verið settur í klefa með þjófum, flökkurum, sadistum og öðru mannlegu úr- hraki sem eins og hann segir sjálfur frá „reyndi strax að ræna mig öllu því sem ég hafði á mér“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.