Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRIIAR 1981 19 verið auglýst eftir skólastjóra og er umsóknarfrestur úti þessa dagana. Ég bind miklar vonir við, að kraftmiklum ágætismönnum, sem marga er að finna í hópi búfræði- kandidata, finnist það heillandi viðfangsefni að taka þátt í og hafa forystu fyrir endurreisn og upp- byggingu þessa norðlenska höfuð- bóls, þessa menntaseturs landbún- aðarins. Ég hef ekki óttast að það takist ekki að fá starfslið að skólanum. Það mun hins vegar koma í ljós allra næstu daga, hvaða umsóknir um skólastjórastöðu ber- ast. Telja má fullvist, að ærin þörf sé fyrir tvo bændaskóla í landinu. Hvanneyrarskóli getur ekki tekið við öllum þeim umsóknum, sem berast og breytingar á búfræðslu- lögum gera það að verkum, að þörf er fyrir aukið skólahúsnæði við búnaðarfræðsluna. Á síðasta ári hafa nokkrir ungir menn fengið styrk til náms í fiskirækt og loðdýrarækt erlendis. Þegar eru sköpuð skilyrði til þess að unnt sé að taka upp kennslu í fiskirækt á Hólum og kennslu í loðdýrarækt þarf einnig að færa inn í landið. Hefðbundið búfræði- nám verður auðvitað meginstofn skólastarfsins á Hólum sem og í öðrum bændaskólum, en kennsla í öðrum búgreinum eða nýjum grein- um getur einnig þar orðið til verulegrar styrktar og átt þátt í því að laða nemendur að skólanum. Á siðasta ári urðu miklar umræð: ur um skattamál meðal bænda. I haust bárust undirskriftir á annað þúsund bænda, þar sem mótmælt er 59. gr. skattalaga og öðrum þeim ákvæðum laganna sem fjalla um heimild skattstjóra til að áætla mönnum í sjálfstæðum atvinnu- rekstri tekjur. Fyrir dyrum stendur að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á skattalög- um, m.a. í framhaldi af efnahagsað- gerðum ríkisstjórnarinnar frá síð- ustu áramótum. Inn í það frumvarp þarf að taka ákvæði um að fella niður heimild til tekjuáætlunar, sem fjallað er um í 59. grein. Ég hef alla stund verið andvígur þessu ákvæði og tel það ranglátt og fyrir þessari breytingu er sterkur vilji innan ríkisstjórnarinnar. Rétt er að minna á, að nýbygg- ingargjaldið, sem gerð var ályktun um á síðasta Búnaðarþingi, var fellt niður frá síðust áramótun. Meðal mikilvægustu fram- kvæmda, sem nú er unnið að fyrir landbúnaðinn, er bygging saltpét- urssýruverksmiðju við Áburðar- verksmiðjuna í Gufunesi. Skrifað var undir samninga um kaup á vélum fyrir jól, og er reiknað með, að vélarnar verði settar niður seint á þessu ári. Jafnframt er búist við, að verksmiðjan geti tekið til starfa á árinu 1982. Til þessara fram- kvæmda hefur verið tryggð láns- heimild, sem nemur 3,5 milljörðum gamalla króna. Þessi verksmiðja er talin sérlega hagkvæm og á vænt- anlega eftir að eiga þátt í því að gera áburðarframleiðsluna til muna ódýrari en ella á komandi árum. Þess er full þörf, því búist er við miklum hækkunum á áburði á þessu ári, einkum þess hluta, sem fluttur er inn. Hér að framan hef ég lítt rætt um löggjafarmálefni á sviði land- búnaðarmála. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingu á lögum um Framleiðsluráð land- búnaðarins o.fl., sem er flutt til staðfestingar bráðabirgðalögum frá 23. júní sl. Á vegum ráðuneytisins eru í undirbúningi nokkur þingmál. Má þar nefna frumvarp til laga um Framleiðsluráð landbúnaðarins, þar sem lögin verða tekin fyrir í heild. Þá er frumvarp til laga um Tilraunastöð Búnaðarsambands Suðurlands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Stóra-Ármóti, sem fjallar um lögformlegt sam- starf þessara aðila við að flytja Tilraunastöð Búnaðarsambands Suðurlands frá Laugardælum að Stóra-Ármóti. Til athugunar er frumvarp til laga um breytingar á ábúðarlögum og jarðalögum, og er þar m.a. um að ræða hvort ekki sé rétt að slaka á ákvæðum um byggingarskyldu. á jörðum, sem teknar hafa verið undir sumarbústaðahverfi eða orlofsheimili launþegasamtaka. Þá er í undirbúningi frumvarp til laga um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum. Unnið að stefn- umörkun Verið er að vinna að tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun í landbúnaði. Sú nefnd, sem að því máli starfar, hefur tvívegis skilað bráðabirgðaáliti en síðan drögum að tillögu, sem nú er í athugun og frekari vinnslu. Verður þessi tillaga væntanlega lögð fyrir Alþingi innan skamms. Nefndin gerði nokk- urt hlé á starfi sínu, meðan hún dokaði eftir því, hvort ekki fengist niðurstaða úr starfi nefndar, sem vinnur að úttekt á þjóðhagslegu gildi landbúnaðarframleiðslunnar, • en starf þeirrar nefndar hefur gengið hægar heldur en skyldi og erfitt að bíða eftir niðurstöðum öllu lengur. I nóvember sl. skilaði samstarfs- nefnd um landgræðsluáætlun nýrri tillögu um landgræðsluáætlun 1981—85. Ráðuneytið sendi þessa tillögu þingflokkunum til athugun- ar og þarf að taka ákvörðun um það hið fyrsta, hvort mál þetta verði lagt fyrir Alþingi af hálfu þing- flokkanna eða á vegum ráðuneytis- ins. Hér er um ákaflega þýðingar- mikið mál að ræða og er væntan- lega öllum landsmönnum ljóst, hver nauðsyn er að halda áfram því starfi, sem unnið var á grundvelli ályktunar Alþingis frá hátíðafundi þess á Þingvöllum 1974. Herra forseti. Á þessu ári hefur náðst jafnvægi á milli framleiðslu á mjólk og mjólkurvörum og innan- landsneyslu. Þetta hefur tekist vegna skilnings bænda og fyrir frumkvæði þeirra sjálfra, en einnig vegna nauðsynlegra aðgerða stjórn- valda. Bændur hafa leyst offram- leiðsluvandann og tekið á sig þá erfiðleika, sem slíkum samdrætti er samfara. Fyrir þegnskap sinn og samhug eiga þeir lof skilið. Sú mikilsverða staðreynd blasir við að nauðsynlegu samdráttar- skeiði landbúnaðarframleiðslunnar er lokið. Við megum ekki missa mjólkurframleiðsluna niður.þannig að skortur verði. Og það er þjóðfél- agsleg nauðsyn að halda sauðfjár- framleiðslunni í svipuðu horfi og verið hefur. Þrátt fyrir þetta er auðvitað langt frá því, að öll vandamál séu úr sögunni. Þau eru af margvís- legum toga. Það er t.d. miklum erfiðleikum bundið að halda fram- leiðslumagni innan tiltekinna marka því um sinn er ekki svigrúm til framleiðsluauka í þessum tveim megingreinum landbúnaðarins. Breytilegt árferði og misjöfn gæði uppskerunnar hafa þar ásamt fleiru mikil áhrif á. Bændastéttin þarf fyrst um sinn að forðast stórar sveiflur í búskaparháttum. Hún þarf að halda í horfinu, ekki stefna að aukinni framleiðslu heldur fram- leiðni, aukinni hagkvæmni. Á þeim vettvangi er mikið verk óunnið. Að þvi verki þurfa bændur að beita hugkvæmni sinni, þekkingu og metnaði. Þær stjórnunaraðgerðir, sem for- ystumenn bændasamtakanna ann- ast framkvæmd á lögum sam- kvæmt, þurf að mínum dómi að þjóna þeim sjónarmiðum, sem hér hafa verið sett fram. Þau sjónarmið rúma þróunarmöguleika fyrir land- búnaðinn, sem honuin eru nauðsyn- legir, því viljinn til framfara hefur ævinlega verið sterkasta líftaugin í starfi flestra bænda. Þorri lands- manna gerir sér ábyggilega ljóst, að á þá líftaug má aldrei skera. Ég þakka forystumönnum Búnaðarfélags íslands, Stéttarsam- bands bænda og starfsfólki í stofn- unum landbúnmaðarins gbtt og ánægjulegt samstarf á liðu ári. Um leið flyt ég búnaðarþingi óskir um heilladrjúg störf, til farsældar fyrir land og þjóð. (Millifyrirsagnir eru blaðsins). Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hér á eftir fara spurninjíar og svörin við þeim, sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skattamál. Lesendaþjónusta þessi er fólgin í því að lesendur hringja spurningar inn í síma 10100 kl. 14 — 16 frá mánudegi til föstudags, síðan leitar blaðið svara hjá skattyfirvöldum og birtir spurningarnar og svörin í blaðinu. Framtalsfrestur rennur út á miðnætti annað kvöld. 18. febrúar. Tekið verður á móti síðustu spurningunum að þessu sinni í Lesendaþjón- ustu Morgunblaðsins „Spurt og svarað um skattamál“ í símatímanum í dag og í blaðinu á morgun birtist síðasti þátturinn. Framtalsskylda rík- iskuldabréfa o.fl. Sigurður H. Magnússon. Hörða- landi 22. Reykjavík: Ef nám er stundað í 9 mánuði á árinu, fæst þá meiri afsláttur en getið er um vegna 6 mánaða náms? 2. Eru ríkisskuldabréf, sem keypt eru á þeim tíma, þegar slík bréf voru ekki framtalsskyld, framtalsskyld nú? 3. Ég starfaði úti á landi yfir sumartíma. Er ferða- og fæðis- kostnaður vegna slíkrar vinnu frádráttarbær? Svör: 1. Nei, sex mánaða nám veitir rétt til hámarksfrádrátt- ar, þ. e. 725.000 kr., sé nám stundað hérlendis. 2. Flest ríkisskuldabréf eru framtalsskyld á sama hátt og sparifé, og eru því framtalsskyld skv. núgildandi lögum. Sé það hins vegar tekið fram á bréfinu að það sé undanþegið fram- talsskyldu þá gildir það, þar má t. d. nefna Hringvegshappdrætti ríkissjóðs. 3. Hluta fæðiskostnaðar má einungis færa til frádráttar að fæðispeningar eða fæðishlunn- indi séu talin til tekna. Sama gildir að mestu um fargjöld, en fyrirspyrjanda er bent á að kynna sér reglur þar að lútandi í Leiðbeiningum Ríkisskattstjóra, sem fást hjá skattstjórum. Skattstiginn . Jón Björnsson. Stigahlíð 18. Reykjavík: Tölurnar sem komið hafa fram í þættinum og gilda um skattstigann, miðast þær við sameiginlegan tekjustofn hjóna eða hvorn einstakling? Má nýta 10%-frádráttinn hjá eigin- manni, ef eiginkonan vinnur ekki fyrir launum? Svar: Tölurnar sem birtar voru hér í Spurt og svarað miðast við einstakling, en nú er lagður skattur á hvort hjóna fyrir sig, en ekki sameiginlega eins og áður var. Það má nota hvora frádráttarregluna sem maður kýs. Frádráttur vegna stofnunar heimilis o.fl. Ó.G. spyr: 1. Geta karl og kona, sem búa saman í óvígðri sambúðí og uppfylla kröfur um að gefa upp saman, nýtt sér frádrátt vegna stofnunar heimilis? 2. Karl og kona, sem ekki eru í vígðri sambúð stofna til íbúðar- kaupa saman, en gera skatt- framtal sem einhleypingar. Skiptast þá skuldir og fasteigna- mat íbúðarinnar til helminga? Báðir aðilar eru skráðir eigend- ur. 3. Ef skuldir, sem íbúðarkaupi tekur við á íbúð sem hann kaupir 1980 eru ekki yfirfærðar fyrir árslojí, telur hann þær þá fram á skattframtali sínu? Tekið skal fram að afsal hefur ekki farið fram. Svör: 1. Nei, skilyrði til frá- dráttar vegna stofnunar heimilis er að gengið hafi verið í hjúskap. . 2. Hvort um sig telur fram sinn hluta í eignum og skuldum, þ. e. helming, ef eignaraðild er jöfn. 3. Hafi yfirtaka skuldanna ekki farið fram fyrir áramót ber kaupanda ekki að telja þær skuldir, sem hann kann að taka að sér síðar. Launatekjur ellistyrksþega B.E. spyr: Er eitthvert hámark á þeim launatekjum sem elli- styrksþegi má vinna sér inn til að hann verði skattlagður? Svar: Enginn tekjuskattur greiðist af fyrstu 3.254.444 kr., ef miðað er við að 10% frádráttar- reglan sé notuð, og skiptir ekki máli hvort þessu tekjumarki er náð með launatekjum eða ellilíf- eyri, tekjutryggingu e. þ. h. Bílgeymslur og vísindastyrkir Bryndís Jóhannsdóttir. Alf- hólsvegi 20. Kópavogi: 1. Eru vextir af vaxtaaukalánum vegna byggingar bílgeymslu frádrátt- arbærir á sama hátt og vegna íbúðarhúsnæðis? 2. Eru erlendir vísindastyrkir, s.s. NATO Science fellowship, frádráttarbærir? Hvernig er það þá meðhöndlað? Svör: 1. Já. 2. Styrkir teljast til tekna í lið T6, en hugsanlega getur framteljandi átt rétt á frádrætti, hafi hann haft beinan kostnað við öflun teknanna, sbr. 3. mgr. 30. gr. skattalaganna. Líffeyristrygg- ingagjald S.J. spyr: Er lííeyristrygg- ingagjaldið frádráttarbært og hvernig á að færa það á framtal- ið? Svar: Ef ekki er notaður 10%-frádráttur heldur frádrátt- ur D og E má draga lífeyris- tryggingargjald frá tekjum. Er það fært í reit 55 í lið T8. Enn um 10%-regluna Magnús Þorsteinsson. Brim- hólabraut 33. Vestmannaeyjum: Ef framteljandi velur 10%-regl- una, þarf hann þá að fylla út báða dálkana á neðri hluta annarrar síðu framtalseyðublað- sins? Svar: Ef hann vill nota 10% frádráttinn þarf har.n ekki að fylla út dálkinn vinstra meginn, en rétt er að hafa í huga, að skattstjóri velur þá frádráttar- reglu sem framteljanda er hag- stæðari, ef.allar upplýsingar eru fyrir hendi. Menntunarkostn- aður barna eldri en 16 ára J.K. spyr: Á blaðsíðu 7 í leið- beiningunum er minnst á menntunarkostnað, ef framtelj- andi hefur veruleg útgjöld vegna menntunar ^arna sinna, 16 ára og eldri. Hv ;rnig á að telja kostnaðinn fram og hvar? Svar: Hjá skattstjórum fæst eyðublað sem nefnist „Umsókn B, skv. 66. gr.“ og ber að fylla það út og senda með framtali for- eldris. Skattstjóri veitir síðan frádrátt skv. umsókninni, eftir því sem við á. Ráðstöfunarfé skólabarna eldri en 16 ára Ó.J. spyr: Hvað er talið nægilegt ráðstöfunarfé fyrir barn eldra en 16 ára til að mæta beinum kostnaði við skólanám? Hvernig á að koma á framfæri ósk um frádrátt vegna skólanáms barns eldra en 16 ára og hvaða upplýs- ingar þurfa að koma fram? Svör: Það er ómögulegt að nefna ákveðna upphæð því fjár- þörfin er svo misjöfn, bóka- og tækjakostnaður ólíkur, dvalar- kostnaður mishár, sumir nem- endur dvelja í foreldrahúsum o.s.frv. Sjá nánar svar hér næst að ofan. Dráttarvextir af opinberum gjöldum S.B. spyr: Eru dráttarvextir vegna opinberra gjalda frádrátt- arbærir? Svar: Nei, einungis vextir sem stafa frá lánum, teknum til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota, skv. nánari skilyrðum ný- settra laga frá Alþingi. Launaseðlar frá atvinnurekendum H.I. spyr: Ég vann í 2 mánuði í Reykjavlik á s. 1. ári. Má atvinn urekandi stíla launaseðil á dval- arstað minn í Reykjavík þá, þar sem ég á og átti á sama tíma lögheimili úti á landi? Svar: Engin ákvæði eru í lögum um að launagreiðanda sé skylt að senda launþega samrit af launaseðli, þótt það sé viðtek- in venja. Verðbótaþáttur vaxtaaukalána Magnús Ríkharðsson. (íldugötu 8. Hafnarfirði: Má reikna verð- bótaþátt vaxtaaukalána á sama hátt og vexti, þ. e. til frádráttar? Svar: Með vaxtagjöldum telj ast gjaldfallnar verðbætur •. afborganir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.