Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 23 Meistaramótið í frjálsum íþróttum: Hreinn vann besta afrekið - jöfn og spennandi keppni í mörgum greinum ÞÓTT UNNIN haíi verið fá virkiiega góð afrek á Meistaramóti íslands i frjálsíþróttum innanhúss um helgina var jöfn og spennandi keppni i mörgum greinum. bá náðu margir af yngri keppnismönnum sinum langhezta árangri, og ljóst að frjálsiþróttafólkið hefur þvi æft af kostgæfni i vetur, margt hvert að minnsta kosti. Með sama áframhaldi ætti að vera hægt að búast við meiri framförum frjálsiþróttafólksins i sumar, en árangur og breidd í flestum greinum hefur verið stöðugt að batna síðustu tíu árin. Alls voru skráðir keppendur um 120, þar af lögðu margir landsbyggðarmenn leið sina til Reykjavíkur, en eins og oft vill verða, þvi miður, þá urðu einhver forföll í svo til öllum greinum, og það alltof mikil i sumum greinanna. brátt fyrir hina miklu þátttöku vantaði „mörg nöfn“ i mótið, sem að einhverju leyti skýrist á þvi, að tæpir tveir tugir frjálsiþróttamanna dveljast við nám og æfingar i útlöndum. Reykjavíkurfélögin þrjú hlutu 13 af 16 íslandsmeistaratitlum sem keppt var um á mótinu, þar af hlaut IR sjö, eða nærri helming meistaratitlanna. KR fékk þrjá meistara í karlaflokki og Ármann þrjá i kvennaflokki. Það var skarð fyrir skildi hjá KR að Helga Halldórsdóttir gat ekki keppt vegna meiðsla, en hún hefði líkleg- ast blandað sér í baráttuna í þremur greinum. Hæst bar á mótinu árangur þeirra Hreins Halldórssonar KR og Óskars Jakobssonar ÍR í kúlu- varpinu, þar sem um jafna keppni var að ræða. Hreinn átti um 20 metra köst, sem urðu hárfínt ógild. Á sunnudaginn kemur keppa þeir Hreinn og Óskar á Evrópumeistaramótinu innan- húss, sem háð verður í Grenoble í Frakklandi, og verður fróðlegt að fylgjast með þeim þar. Skemmtileg keppni var lengi vel í 800 metra hlaupum karla og kvenna. Gunnar Páll Jóakimsson ÍR seig þó örugglega fram úr í karlahlaupinu á síðustu tveimur hringjunum og náði talsvert betri tíma en hann hefur áður náð innanhúss, og þeim bezta sem náðst hefur í Laugardalshöllinni. Thelma Björnsdóttir Á hafði lengi vel dágóða forystu í 800 metra hlaupi kvenna, en undir lokin yljaði Guðrún Karlsdóttir UBK henni heldur betur undir uggum. Jöfn og spennandi keppni í kvennahlaupinu tryggði góðan ár- angur, allar náðu stúlkurnar sín- um langbezta tíma innanhúss, Thelma hljóp á bezta tíma sem náðst hefur í Laugardalshöllinni og Guðrún gerði betur en hún hefur gert utanhúss. Þá var hörð og spennandi keppni í 50 metra hlaupi karla, ekki sízt í milliriðlum og undan- úrslitum, svo ekki sé talað um sjálf úrslitin. Hjörtur Gíslason KR var vel að sigri sínum kominn, var áberandi sterkastur. Guðni Tómasson Á veitti honum þó harða keppni í úrslitunum og Jóhann Jóhannsson ÍR í milliriðl- um. I 50 metra hlaupi kvenna hlupu stöllurnar Geirlaug Geirlaugs- dóttir og Jóna B. Grétarsdóttir úr Ármanni afar skemmtilega, voru í sérflokki ef svo má segja. Jón Oddsson náði einstaklega athyglisverðum árangri í lang- stökki, stökk 7,27 metra, sem er betra en gildandi íslandsmet. Ár- angur hans fæst þó ekki staðfest- ur, þar sem hann er ekki enn löglegur með sínu nýja félagi, KR. En lítum þá nánar á úrslitin: Úr8lit: Karlar: 50 in hlaup sck. 1. Iljörtur (iialaaonKR 5,8 2. GuAni Tömasson Á 5,8 3. SigurAur T. SÍKurAss. KR 5,9 4. Gunnar LúAvikason Á 6,1 1 rlAlum: Gunnar LúAvikaaon Á 6,0 Jóhann Jóhannsson ÍR 6.0 ok nokkrir hlupu á 6,1 sek. 800 m hlaup min. 1. Gunnar P. Jóakimsson ÍR 2:01,7 2. GuAmundur SinurAsson IIMSG 2:03.6 3. Egill EiAsson UÍA 24)6.0 4. SÍRurAur Haraldsson FH ' 2:10,7 5. Óskar GuAmundsson FH 2:12,8 15 m hlaup 1. Áitúst ÁsKelrsson ÍR 4:12,8 2. MaKnús Haraldsson FH 4:22,0 3. óskar GuAmundsson FH 4:28,2 4. SÍKUrAur Haraldsson FH 4:42.6 5. InRvi K. Jónsson HSK 4:49.8 6. Víkkó Þórisson FH . 4:51,3 7. Eyvindur Jónsson HSK 4:52,8 50 m xrindahlaup 1. Hjörtur Gislason KR 6,9 2. Elias Sveinson Á 6,9 3. Valbjðrn Þorláksson KR 7,0 4. Steíán Þ. Steiánsson ÍR 7,3 4x3 hrineir boAhlaup 1. Sveit IR 3:26.1 2. Sveit FH 3:26,1 Hástökk 1. Stefán Þ. Stefánsson ÍR 1.93 2. Hafsteinn Jóhannesson UBK 1,90 3. HafliAi MaKKason ÍR 1.85 4. Kristján SÍKurAsson UMSE 1.80 LanKstökk 1. Stefán Þ. Stefánsson ÍR 6.87 2. Kristján HarAarson UBK 6,76 3. Kári Jónsson HSK 6,64 4. GuAmundur SÍKurósson UMSE 6.30 5. GuAmundur Nikulásson HSK 6,17 Þristökk 1. GuAmundur Nikulásson HSK 13.97 2. Kári Jónsson HSK 13.88 3. Stefán Þ. Stefánsson ÍR 12,63 Kúluvarp 1. Hreinn Halldórsson KR 19,68 2. Óskar Jakobsson ÍR 19,60 3. GuAni Halldórsson KR 17.41 StanKarstökk fer fram siAar. Konur 50 m hlaup 1. GeirlauK GeirlauKsdóttir Á 6,4 2. Jóna B. Grétarsdóttir Á 6,6 3. SÍKriAur Kjartansdóttir KA 6,7 4. Oddný Árnadóttir ÍR 6,7 i riAlum: Jóna B. Grétarsd. 6,4 800 metra hlaup 1. Thelma Björnsdóttir Á 2:20,6 2. GuArún Karlsdóttir UBK 2:20,8 3. Ilrönn GuAmundsdóttir UBK 2:24,8 4. SÍKurhjorK Karlsdóttir UMSE 2:28,5 5. Elin Blöndal UMSB 2:31.9 50 m Krindahlaup 1. KristbjörK HelKadóttir Á 7,8 2. Elin ViAarsdóttir KR 7.9 4x3 hrinKlr boAhlaup 1. Sveit KA 3:49.4 2. Sveit UBK 3:53,2 3. Sveit lR 3:56.2 4. Sveit FH 4:12,8 Hástökk 1. SÍKríður VaÍKeirsdóttir ÍR 1,60 2. Guðrún Sveinsdóttir UMFA 1,55 3.-4. Nanna S. Gisladóttir HSK 1.50 3.-4. KristbjörK HelKadóttir Á 1,50 5. GuArún Hfmkuldsdóttir UMSE 1,50 6. iris Jónsdóttir UBK 1.50 LanKstökk 1. Bryndts Hólm ÍR 5,53 2. Svafa Grönfcldt UMSB 5,31 3. SÍKriður Kjartansd. KA 5,30 4. Thelma Björnsdóttir Á 5,25 5. KristbjörK HelKad. Á 5,23 6. Guðrún HarAardóttir ÍR 5,16 7. HelKa D. Árnadóttir UBK 5,13 8. Oddný Árnadóttir ÍR 5,10 23 stúlkur kepptu i lanKstökki. Kúluvarp 1. íris Grönfeldt UMSB 10,68 2. Soffía Gestsdóttir USAH 10,12 3. Jóhanna Konráðsdóttir UMSB 8,69 4. Mararét Óskarsdóttir ÍR 8,69 Einkunnagjðfin KR: Garðar Jóhannsson Eirikur Jóhannesson 6 Stefán Jóhannsson 5 Sigurður Vilhjálmsson 4 Guðjón Kristjánsson 4 Einar Bollason 5 Ásgeir Hallgrimsson 5 Gunnar Jóakimsson 7 ÁRMANN: Bogi Franzson 4 Hörður Arnarson 5 Valdimar Guðlaugsson 7 Ingvar Ingvarsson 4 Davið Arnar 4 Guðmundur Sigurðsson 5 Atli Arason 6 Jón Björgvinsson 5 Ilannes B. Hjálmarsson 4 Tryggvi borsteinsson 4 Lið Ármanns: Guðmundur Sigurðsson 4 Jón Björgvinsson 4 Valdemar Guðlaugsson 5 Kristján Rafnsson 3 Davið Arnar 3 Hannes Hjálmarsson 4 Bogi Franzson 3 Hörður Arnarson 3 Lið Vals: Pétur Guðmundsson 7 Jóhannes Magnússon 6 Jón Steingrimsson 5 Torfi Magnússon 4 Sigurður Hjörleifsson 3 Bjartmar Bjarnason 4 Kristján Ágústsson 5 Rikharður Hrafnkelsson 6 Lið UMFN: Guðsteinn Ingimarsson 6 Gunnar borvarðarson 8 Valur Ingimundarson 6 Jónas Jóhannesson 7 Jón Viðar Matthiasson 7 Júlíus Valgeirsson 6 Árni Lárusson 6 borsteinn Bjarnason 5 Brynjar Sigmundsson 5 Lið ÍS: Árni Guðmundsson 6 Bjarni Gunnar Sveinsson 6 Gisli Gislason 7 Ingi Stefánsson 6 Albert Guðmundsson 4 Jón óskarsson 4 bórarinn Sveinsson 4 r, • Hreinn Halldórsson KR keppir um næstu helgi ásamt Óskari Jakobssyni, á Evrópumeistaramótinu i frjálsum iþróttum innanhúss. Hreinn kastaði kúlunni 19,68 metra um helgina. Lið Atla Dortmund gerði jafntefli Horst Hrubesch innsiglaði sigur HSV um helgina með góðu marki. Lið ÍR: Kristinn Jörundsson 6 óskar Baldursson 5 Iljörtur Oddsson 5 Kristján Oddsson 6 Jón Jörundsson 7 Benedikt Ingþórsson 4 Sigmar Karlsson 4 Björn Leosson 4 Björn Jónsson 5 Lið Ármanns: Davíð Arnar 5 Bogi Franzson 3 Hörður Arnarson 3 Hannes Iljálmarsson 3 Atli Arason 6 Jón Björgvinsson 3 Guðmundur Sigurðsson 5 IIAMBURGER SV náði hreinni forystu á nýjan leik í vestur- þýsku deildarkeppninni í knattspyrnu. er liðið sigraði FC Köln 2—0 á heimavelli sínum á laugardaginn. Á sama tima varð Bayern að sjá al öðru stiginu i viðureign gegn Schalke 04. 70.000 manns tróðu sér inn á leikvöll Schalke i Krefeld og allt ætlaði vitlaust að verða. er Klaus Fischer náði forystunni fyrir Schalke. Fischer leikur nú með liði sinu á nýjan leik eftir lang- varandi meiðsl. Norbert Janzon og Karl Heinz Rumenigge skor- uðu fyrir Bayern snemma í siðari hálfleik, en heimaliðið átti síð- asta orðið og Ulrich Bittcher skoraði jöfnunarmarkið rétt fyrir leikslok. Bayern hefur ekki tekist að sigra Schalke i heilan áratug.Úrslit leikja urðu annars sem hér segir: Bayer Leverk. — Bor. Mönch. 1—5 Stuttgart — Frankfurt 1—1 1860 Munchen — Kaisersl. 1—1 Bochum — Núrnberg 4—0 Karlsruhe — Duisburg 2—0 Dússeldorf — Bor. Dortmund 2—2 Arm. Biel. — B. Uerdingen 3—1 Hamburger SV — FC Köln 2—0 Schalke 04 — Bayern 2—2 Snjór og ís þakti víða knatt- spyrnuvelli og gerði Ieikmönnum erfitt fyrir. Verst var ástandið í norðurhéruðunum og viðureign HSV og Kölnar gat allt eins verið íshokkíleikur. Köln sótti, en HSV skoraði, þannig gekk leikurinn fyrir sig í mjög stuttu máli. Urslitin þóttu ákaflega ósann- gjörn. Willy Hartwig og Horst Hrubesch skoruðu mörk HSV. Leikmenn Stuttgart voru afar óheppnir framan af, áttu þrjú stangarskot í fyrri hálfleik og síðan skoraði Frankfurt úr einu skikkanlegu sóknarlotu sinni í hálfleiknum. Karl Allgower var þar á ferðinni. Lotterman jafnaði snemma i síðari hálfleik, en þá var komið að Stuttgart að hafa heppn- ina með sér, Kóreumaðurinn Cha Bum klúðraði dauðafæri á ótrú- legan hátt á síðustu mínútu ieiks- ins. HSV hefur nú 33 stig, hefur leikið 21 leik. Bayern er í öðru sæti með aðeins einu stigi minna, 32 stig, að jafn mörgum leikjum loknum. Stuttgart er í þriðja sætinu með „aðeins" 26 stig. Kais- erslautern og Frankfurt hafa 25 stig hvort félag, en fyrrnefnda liðið hefur aðeins leikið 20 leiki. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.