Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 Einni DC-8 þotu Flugleiða var fyrir skemmstu breytt á þann veg. að hægt er að nota hana jöfnum höndum til farþegaflutninKa og til fraktflutninga. Vélin fór sína fyrstu ferð eftir breytinKarnar nýlega og smellti Ijós- myndari Mbl. RAX þá þessari mynd af. Jón ísberg: Blönduvirkjun og Páll Pétursson Páll Pétursson alþingismaður ritar grein um Biönduvirkjun í Tímann 5. þ.m. Þessi grein er ágætt dæmi um hvernig fámennir þrýsti- hópar vinna að því að fá sitt fram, þ.e. hafa nógu hátt og reyna að gera málstað mótaðilans, hins þögia meirihluta, hlægilegan með því að nota stóryrði og háðsyrði. í greininni er nokkuð frjálslega farið með staðreyndir t.d. á ríkið sjálft virkjunarréttinn á Auðkúlu- heiði, undir virkjunar-mannvirkin og vatn fara 56 ferkílómetra lands- svæði af grónu landi er ekki 60 ferk.metrar. Talið hefur verið að Blönduóshreppur eigi 10% af Auð- kúluheiði en ekki 8%. Eg ætla ekki að gera athuga- semdir við hugleiðingar um að veita Blöndu vestur í Vatnsdal. Sú hugmynd er ekki nú til umræðu. Að slepptum öllum stóryrðum, þá fæ ég það útúr grein Páis alþingismanns, að hann býður fram tvo kosti til sátta. í fyrsta lagi að lónið yrði minnkað mikið, en aukakostnaður við það yrði sem svaraði andvirði 2ja til 3ja togara, eða a.m.k. nú um 12—14 milljarðar gamalla króna og í öðru lagi að Blönduóshreppur, sem á 10% af landi heiðarinnar, gefi eftir sinn eignarhluta í grónu landi. Þetta er Blönduóshreppur reiðubúinn að gera, að láta sín 10% í grónu landi heiðarinnar sem sárabætur til bændanna í Svínavatnshreppi vegna þessa 9% gróins lands heið- arinnar, sem undir vatn fer og hafa þá bændur engu tapað, en unnið sem svarar nokkrum ærgildum á samningsvilja Blönduósinga. Eg held mér sé óhætt að segja að við tökum framrétta hönd alþing- ismannsiris og samþykkjum þetta tilboð hans, þ.e. Blönduóshreppur tekur á sig allan skaðann. Bætur mun svo virkjunin greiða þeim með því að rækta upp „örfokaland“ en alþingismaðurinn virðist ekki hafa trú á að hægt sé að græða upp land á heiðum uppi. Aðrar bótagreiðslur koma sem uppbygging í héraðið, sem kæmi öllum að gagni ekki bara þeim sem hér búa, heldur þjóðinni allri með aukningu þjóðarfram- leiðslu. Þetta er einföld lausn og ég þakka Páli alþingismanni fyrir að hafa komið með hana. Blönduós- ingar munu einnig sætta sig við að láta fara fram ítölu í heiðina svo þeir láti ekki fara þangað fleiri skepnur en þeir eiga beit fyrir. Um þetta þyrfti ekki að hafa fleiri orð, ef Páll alþingismaður stæði við þetta tilboð sitt. Hann heldur uppi andófi og treystir því, að hávaðinn í honum kæfi allar mótbárur. Þó er rétt að líta einnig á hinn kostinn sem Páll gefur, þ.e. að minnka lónið en það kostar bara tvö-þrjú togaraverð, sem við getum áætlað eins og áður segir að séu um 12—14 milljarðar gkróna. Geta alþingismenn leyft sér að tala svona gáleysislega um fjár- kröfur á þjóðina? Gerir alþingis- maðurinn sér enga grein fyrir hvað 12—14 milljarðar eru mikil upp- hæð? Svona honum til leiðbein- ingar skal ég benda honum á að allar fjárveitingar á fjárlögum þessa árs í kjördæmi hans námu tæpum tveimur milljörðum gkr. Allt sauðfjárinnlegg 1980 til Sölu- félags Austur-Húnvetninga hér á Blönduósi nam um tveimur millj- örðum gkr. Að þessi upphæð sem hann nefnir er nærri þriðjungur alls fjármagns sem er ætlað til vegakerfis landsmanna þetta árið og fyrir þessa upphæð mætti hyggja upp og leggja varanlegu slitlagi allar stofnbrautir sem Skákþing Reykjavikur: Tvísýn lokaumferö JÓN L. Árnason vann Braga Halldórsson í síðustu umferð Skákþings Reykjavíkur og tryggði sér þannig efsta sætið og titilinn „Skákmeistari Reykjavíkur 1981“. Jón var ágætiega að sigrinum kominn þo að framan af hafi bryddað á nokkru óoryggi i taflmennsku hans. undir lokin sýndi hann aftur á móti ekkert hik og tryggði sér sigur eftir spenn- andi keppni við nastu menn með þvi að vinna þrjár siðustu skákir sínar. Elvar Guðmunds- son, 17 ára Garðbæingur, var sá er langmest kom á óvart i mótinu og hefði jafnvel getað orðið efstur ef hann hefði ekki misnotað góð tækifæri i skák sinni við Braga Ilalldórsson sem hann tapaði. Þetta er lang- bezti árangur Elvars til þessa og fróðlegt verður að fylgjast með honum á íslandsmótinu i vor þar sem vonandi verða meðai þátttakenda allir okkar sterkustu menn. Helgi Ólafsson fór vel af stað og leit jafnvel út fyrir um tíma að hann myndi krækja sér í efsta sætið tiltölulega fyrirhafnar- laust, því Jón átti mun lakari biðskák við Sævar. Á ótrúlegan hátt tókst Jóni hins vegar að vinna biðskákina og sama kvöld lék Helgi hroðalega af sér á móti Benedikt Jónassyni og tapaði. Þetta örlagakvöld þýddi tveggja vinninga sveiflu því í stað þess að hafa vinnings forskot á Jón varð Helgi nú einum vinningi á eftir honum. Eftir þetta náði Helgi sér aðeins á strik í inn- byrðis viðureign þeirra Jóns og missti jafnvel af öðru sæti með tapi í síðustu umferð. Bragi Ilalldórsson undirstrik- aði það rækilega á þessu móti að hann er fær um að vinna næst- um hvern sem er, en á einnig afar slæma daga inn á milli. Dan Hansson náði nú að lokum sóma- samlegum árangri hor á landi og getur an efa mun beiur Karl Þorsteins er aðeins 16 ára og mun áreiðanlega takast að stórbæta árangur sinn um leið og honum hefur tekist að .enji -'j af mjog ’mleiðiim timahraksovana sinum Arangur hans á mótinu var þó ágætur en hefði vegna fyrrgreinds ósóma getað verið ennþá betri. Þórir Ölafsson er var jafn Karli getur mjög vel við sinn árangur unað, enda jafnaldri Viktor Korchnois, og ætti því að vera kominn af bezta skákaldri. Nokkur ljóður á ráði hans þykir mér þó vera fullmikil virðing hans fyrir and- stæðingnum sem veldur því að Skák eftir Margeir Pétursson Þórir teflir aldrei á tvær hættur fyrr en um seinan. Óheppnin elti Sævar Bjarna- son að þessu sinni og Hilmar Karlsson snlður sér of þröngan stakk með hægfara taflmennsku sinni. Ásgeir Þ. Árnason þjáðist af æfingaleysi og tókst aldrei að finna sig þótt báðar vinnings- skákir hans væru skemmtilegar. Svipað má segja um Björgvin sem komst þó í gang en tapaði þremur síðustu skákunum, og Benedikt sem fór of illa með ágætar stöður. Bragi Halldórsson tefldi byrj- unina ónákvæmt gegn Jóni í síðustu umferð svo fljótt lenti í óefni: Svart: Bragi Halldórsson 20. Bf4! — Dd5 (Eini möguleiki svarts, því 20. — Dc6, 21. Db3 — Rd5, 22. c4 vinnur mann, svo og 20. - Dxd4, 21. Hadl) 21. Da3! - Dxh5, 22. Dxa7 (Nú getur svartur engan veginn kom- ist hjá liðstapi, t.d. 22. — Hfd8, 23. Bb7 eða 22. - Hcd8, 23. Bc7 — Hc8, 24. Bd6. Bragi ákveður að fórna manni upp á von og óvon) - Rd5, 23. Dxd7 - Hcd8. 24. Db7 - Rxf4, 25. gxf4 - IIxd4, 26. He5 - Dh4, 27. Dxb6 - Hfd8, 28. Dxc5 - Dxf4, 29. Hael og með heilan mann yfir veittist hvítum auðvelt að hrinda sóknartilraunum svarts. Mesti móðurinn rann af keppi- nautum Jóns, þeim Elvari og Helga, við þessar hrakfarir Braga. Helgi hafði verri stöðu gegn Dan Hansson alla skákina og lék sig síðan í mát í tíma- hraki. Elvar fékk góða stöðu gegn Sævari Bjarnasyni, en lék af sér. Elvari til happs urðu þó Sævari enn einu sinni á hroðaleg mistök og virðast afleikirnir seint ætla af honum að ganga í góðum stöðum. Svart: Sævar Bjarnason Hvitt: Elvar Guðmundsson 25. — Bxe5?! 26. gxf5! (þetta hafði Sævari gjörsamlega yfir- sést. Biskupinn er nú leppur fyrir peðinu á e6 og 26. — exf5 er auðvitað svarað með 27. dxe5! með vinningsstöðu) - Hd5, 27. fxe6+ - Kxe6, 28. Dg4+? (Elvar er of bráður á sér. 28. c3! er góður lítill leikur sem tryggir hvítum peð yfir og yfir- burðatafl) - Kf7, 29. Dg6+ - Kg8, 30. Hxe5 — c5 (30. — Hxd4, 31. Hxd4 — Dxd4, 32. He8+ leiðir til jafnteflis) 31. Hxd5 - Dxd5, 32. Í5 - Hd6, 33. De8+ - Kh7, 34. Hel!? - cxd4? (Beint í gildruna. 34. — Dxf5, 35. dxc5 — Hd2 gefur svörtum betra endatafl eftir 36. Dg6+. Sævar hafði hins vegar reiknað peðsendataflið, sem nú kemur upp, mjög illa í tíma- þrönginni) 35. Dg6+! - Hxg6, 36. fxg6+ - Kh8, 37. He8+ - I)g8, 38. Hxg8+ - Kxg8, 39. Kcl - Kf8. 40. Kd2 - Ke7, 11. Kd3 - Kf6. 12. Kxdl - Kg5. 13. Ke5 - Kxh5, 41. Kf5! - Khl. 15. Kefi og svartur gafst upp. Eftir 45. — h5, 46. Kf7 - Kg3, 47 Kxg7 - h4, 48. Kf7 — h3, 19. g7 - h2 kemur hvíta peðið upp rneð skák! I'm keppni og iirslii í öðrum flokkum verður fiallað sjðar. írskur karlmaður, 29 ára, með áhuga á ljósmyndum, tónlist, ferðalögum og frímerkjum, vill komast í bréfasamband við ís- lendinga. Hann segist svara öll- um bréfum: Padraig M. Dclaney, 45 Bracklone Street, Portarlington, Co. Laoise, Ireland. Austur-þýskur hagfræðistúdent óskar eftir íslenzkum pennavin- um. Hann safnar póstkortum og er 24 ára: Christian Lau, 108 Berlin, Kupfergraben 6, Tæplega 18 ára ensk stúlka, sem hefur áhuga á að kynnast fólki af ýmsu þjóðerni, lífi þess og störfum, skrifar. Hún tekur sér- staklega fram að hún hafi ímu- gust á reykingum: Karen Canning, 16 Harrow Road, Whitnash, Leamington Spa, Warwickshire, CV31 2JD, England. Brezk húsmóðir skrifar langt bréf þar sem hún lýsir þeirri ósk tveggja sona sinna að komast í bréfasamband við íslenzka jafn- aldra sína. Þau hjónin hyggjast koma í sumarleyfi til landsins í ár eða á næsta ári. í bréfinu lofar frúin kurteisi og almenni- legheit tveggja íslenzkra pilta er þau hjónin hittu í sumarleyfi sínu á Jersey, en hún segir piltana hafa verið þar við störf í sumarleyfi: M.H. Quested. 11 Surrenden Road, Cheriton Road, Folkstone, Kent. Að lokuin er hér nafn japansks pilts sem hefur mikinn áhuga á frímerkjum Hann er aðeins 11 ára en skrifar a gnðri enskir Kazuhide Shimono. 34-20 Akizuki Wakayama t'ity. 640 .lapan SkAKt>m «mwímnsi ÍSt. STIO 1 i 3 T 5' í 4 g T K 11 ii V/NN. JÓN /. 'fiRNASON, TH Wfí 7i 0 1 4 1 1 7i 1 7z 1 1 S7i BLVfiR SUbMUNbiLOH, T.R. 1210 'Á i ‘U 0 1 7z 1 7t 1 1 1 1 % UíLtl OlfiRssoN TK. 24<?r 1 'U P 0 Ö1 7i 1 1 1 1 1 0 ? 3PA 6 1 NPiL L VÓRiSON, T M. 222>0 O 1 i 7i 1 O 7i Ol O 1 1 6 T)AN HfiNSiON, TR 21hO 0, 0 1 7i O 7i 1 0 rf 1 1 (? KfiBL POfíSTÍlNS.J R UOT o 1/ u 7i Oj 1 P '’i Ti 0 i 1 ii 57i Þorir ÓLfirssoN, T.K. 2100 0 0 G 1 7i 7i h/k 7i í 7i 1 'Z1 Z7i hllLMfiR KMLSSON ,T 5 21U5 7i 7i Q 7i 0 7i 7í P| "l 7z O 1 t7i SÆ VfiR CsJfiRNfisON, T. R 2210 0H 0 0 1 1 1 0 7i íé'. O 7i 7i V'/z ' 'fíSUÍIR P 'fífiNfiVJtV, TR zlos 7i 0 O 1 O 0 7i 7z í P Q 7i y T’.TÓPRVIN v'lfiiUN'bS'ON S M 22*0 O /V 0 O 0 0 n \j 7, 1 1 3/4 /5 Í/VÍ ZIVT JONfiSSON. T R HbS O 0\1 0 6 Æ 0 7i 7i 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.