Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 Loftmynd af DAS-heimilinu i Reykjavik. Pétur Sigurðsson: sögn sýndi að viðkomandi ætti rétt til eftirgjafar á gjöldum, sem hið opinbera leggur á innfluttar bifreiðar, vegna bæklunar eða annars sjúkleika, er tilgreindur er í frumvarpinu, þá ætti sá réttur að ná til allra jafnt, ekki að vera háður skömmtun, þar sem t.a.m. tveir jafnfatlaðir menn væru sett- ir sinn á hvern básinn, annar í náðinni hinn ekki. Annað sam- ræmdist ekki sæmd Alþingis. Barnalög Frumvarp til barnalaga, sem nú er flutt í fimmta sinn á Alþingi, kom til annarrar umræðu í neðri deild Alþingis í gær. ólafur Þ. Þórðarson (F) mælti fyrir nefnd- aráliti og breytingartillögum, sem gerð hefur verið grein fyrir á þingsíðu Mbl. Nokkrar umræður urðu um málið og sagði Jóhanna Sigurðardóttir (A) og það „væri Alþingi til skammar að hafa ekki tekið þetta mál föstum tökum fyrr en nú“. Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra, sagðist von- Sérhannað húsnæði fyr- ir aldraða og öryrkja Ríkissjóður greiði 60% byggingarkostnaðar hjúkrunardeilda við dvalarheimili aldraðra ast til að frumvarpið fengi nú greiða leið gegnum þingið, enda þingmenn haft ærinn tíma til að vega og meta efnisatriði þess. Tvenn lög á fimm mínútum Fundi efri deildar Alþingis lauk í gær fimm mínútum eftir að hann hófst og hafði þingdeildin þá afgreitt tvenn lög, sem bæði vóru til þriðju umræðu í deildinni. Enginn þingmaður kvaddi sér hljóðs svo þingstörf töfðust ekki vegna málaienginga. Lögin sem samþykkt vóru fjölluðu um vél- stjóranám og söngmálastjóra og tónskóla þjóðkirkjunnar. O Fyrri lögin heimila hverjum þeim sem lokið hefur fyllsta námi frá Vélskóla íslands á hverjum tíma og hefur auk þess lokið sveinsprófi í vélvirkjun eða annari málmiðnaðargrein, samanber 14. grein laga um vélstjóranám, að kalla sig starfsheitinu vélfræðing- ur. O Síðari lögin kveða á um að þjóðkirkjan starfræki tónskóla, sem söngmálastjóri veitir for- stöðu. Hlutverk skólans er að veita verðandi og starfandi kirkju- organistum menntun í orgelleik, söngstjórn, raddþjálfun, litúrgíu, tónfræði, hljómfræði, tónheyrn og öðru því er að kirkjutónlist lýtur. Kostnaður við stofnbúnað og rekstur greiðist úr ríkissjóði. Heimilt er ráðherra að fengnum tillögum söngmálastjóra og bisk- ups að ráða menn til til aðstoðar söngmálastjóra við raddþjálfun og söngkennslu. Biskup setur þeim erindisbréf í samráði við söng- málastjóra. Sérhannað hús- næði aldraðra og öryrkja Pétur Sigurðsson (S) mælti fyrir frumvarpi sem hann flytur ALÍOTGI ásamt Matthíasi Bjarnasyni (S) og Halldóri Blöndal (S) Frum- varpið felur í sér að sérhannað húsnæði fyrir aldraða og öryrkja (hjúkrunarheimili, dvalarheimili og hjúkrunardeildir, verndaðar íbúðir, þjóriustuíbúðir og dag- heimili og daghjúkrunarheimili) skuli njóta sérstakra styrkja,- framlaga og lánafyrirgreiðslu úr Byggingarsjóði ríkisins og öðrum sjóðum sem slíkar heimildir hafa. Pétur Sigurðsson gerði í löngu og yfirgripsmiklu máli grein fyrir þeirri þróun sem orðið hefur í væru í undirbúningi eða byggingu: B-álma Borgarspítala, bygging fyrir aldraðra í Kópavogi og DAS-heimilið í Hafnarfirði, alls byggingar með um 290 rúmum. 500 bifreiðir fyrir öryrkja Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, mælti fyrir frumvarpi, þess efnis, að heimilt sé áð fella niður Sjómanna- frádráttur Sighvatur Björgvinsson (A) hefur lagt fram þingsályktunar- tillögu sem felur í sér áskorun til fjármálaráðherra „að gera þá breytingu á reglugerð nr. 310 frá 27. júní 1980, um sjómannafrá- drátt, að dagafjöldi samkvæmt 2. grein, sem sjómannafrádrátttur Hjónaíbúðir aldraðra við Jökulgrunn. aldursskiptingu og búferlaflutn- ingum þjóðarinnar sem skapað hafi nýjar aðstæður og þarfir varðandi hverskonar öldrunar- þjónustu. Margt hafi verið vel gert til að mæta þessari þörf, m.a. á vegum einstaklinga og félaga- samtaka, en þó séu óvíða á þjóð- málasviðum stærri verk óunnin en þessu. Þessvegna þurfi að virkja öll öfl sem völ sé á til að búa öldruðum og öryrkjum viðunandi framtíðaraðstöðu. Þetta frumvarp sé eitt, en aðeins eitt, af samvirk- andi aðgerðum, sem ýta þurfi úr vör. Svavar Gestsson, félagsmála- ráðherra, tók í sama streng um þá þörf sem þér væri til staðar. í máli hans kom m.a. fram að um 660 dveldu nú á vistheimilum fyrir aldraða, 945 á hjúkrunardeildum (sjúkradeildum) og 273 í sérhönn- uðum íbúðum. A sl. 10 árum hefðu um 500 rúm, eða 50 rúm á ári, bætzt vistheimilum aldraðra. Nú eða lækka gjöd af allt að 500 fólksbifreiðum árlega fyrir bækl- að fólk eða lamað svo og fólk með lungnasjúkdóma, hjartasjúkdóma og aðra hliðstæða sjúkdóma, allt á svo háu stigi að það á erfitt með að fara ferða sinna án farartækis. Lækkun gjalda af hverri bifreið má nema allt'að 12.000 nýkrónum og heildarlækkun að meðtöldu innflutningsgjaldi allt að 24.000 krónum. Þó skal heimilt að lækka af allt að 25 bifreiðum árlega allt að 24.000 krónum fyrir þá sem eru mestir öryrkjar en geta þó ekið sjálfir sérstaklega útbúinni bif- reið. Heildarlækkun má í þessum tilfellum nema allt að 48.000 krónum af hverri bifreið sam- kvæmt þessari málsgrein laganna. Albert Guðmundsson (S) sagði þetta frumvarp miða í rétta átt. Rangt væri hinsvegar að miða þennan afslátt við ákveðna tölu bifreiða. Ef læknisfræðileg um- er heimilaður fyrir, samanber 1. grein, verði ákveðinn með hliðsjón af ráðningartíma í stað lögskrán- ingardaga". í greinargerð segir að hér sé um cinfalda leiðréttingu að ræða, sem sjómenn hafi óskað eftir að gerð verði, m.a. við báðar fjárhagsnefndir þingdeilda í þess- um mánuði. Nýr þingmaður Sveinn Jónsson, fyrsti vara- þingmaður Alþýðubandalagsins í Austfjarðakjördæmi, hefur tekið sæti Helga F. Seljan, forseta efri deildar Alþingis, í veikindafjar- veru hans. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S), sem er fyrsti varaforseti þingdeildarinnar, stýrir nú fundum hennar, m.a. þeim tveggja laga og fimm mín- útna fundi, sem frá var sagt í upphafi þessarar þingsyrpu. Rætt um að varð- veita skuli byggð- ina í Grjótaþorpi Frá fundi Ibúasamtaka Vesturbæjar og Torfusamtakanna TORFUSAMTÖKIN og íbúa- samtök Vesturbæjar efndu sl. sunnudag til almenns fundar um skipulag Grjótaþorps. Lágu á fundinum frammi tillögur, uppdrættir og skýringarmynd- ir, en starfsmenn borgarskipu- lags aðstoðuðu við undirbúning fundarins og Hjörleifur Stef- ánsson arkitekt kynnti tillögur sem fyrir liggja. Á fundinum urðu umræður hinar fjörugustu og tók fjöldi manna til máls. Komu fram ýmsar ábendingar og fyrir- spurnir og voru menn sammála um að byggð skyldi varðveitt, segir m.a. í frétt um fundinn. Það sem einkum bar á góma var viðhorf borgarstjórnar til tillagnanna, hvernig mætti standa að framkvæmd þeirra, gætt yrði hagsmuna bæði eig- enda og íbúa, rætt var um brunavarnir, flutning húsa á auðar lóðir og bygging nýrra, verndun fornminja o.fl. Af hálfu tillögu höfunda var sér- staklega tekið fram, að stefnt væri að því að hér yrði um að ræða blandaða byggð, þ.e. at- vinnu og íbúðarhúsnæði, segir einnig í frétt af fundinum. Isaveðrátta í Skagafirði Bæ. Höfdaxtrönd, 16. febrúar. EKKI er hægt annað að segja en að ísaveðrátta sé hér óg segja má að svo hafi verið frá áramótum. Fram úr hófi óstillt. froskhörkur töluverðar, svellalög á jöfðu undir nokk- urri fönn, sem er yfir öllu héraðinu, og töluvert mikil fönn er og í útsveitum. Hrossajörð er ekki góð og er gefið út þeim sem eru ekki á húsi. Taldar eru víst nægar heybirgðir. Mjólkurframleiðsl- an ér ennþá í lágmarki, þó munu búin hafa frekar stækkað frá síðasta hausti vegna mikilla heyja og er því von á meiri mjólkurfræmleiðslu þegar líður á vorið. Árshátíðir og þorrablót eru nú haldin í hverri viku víða um héraðið. Taldist mér til að milli 10 og 20 átveislur hafi verið haldnar síðan þorri byrj- aði. Má því segja að fólk sé ekki illa haldið. Vanheilsa fólks er þó töluverð í héraðinu og marg- ir hafa orðið illa úti vegna fylgikvilla. Laugardaginn 14. þm. var jarðsett frá Hofóskirkju frú Guðrún Vilhjálmsdóttir prests- frú á staðnum. Var þar mikið fjölmenni enda var hún valin- kunn sómakona, sem naut hylli allra sem henni kynntust. Að undanförnu hafa allir togarar Skagfirðinga verið á veiðum vegna verkfalls og hefur því uppihald verið á vinnu við frystihúsin. Vegir eru flestir færir, en eru hálir og hafa þá slys orðið annað slagið. Snjó- mokstur hefur verið óvenju mikill þennan vetur miðað við fyrravetur. Björn Fljóðatríó hef- ur áður starfað RANGHERMT var í viðtali Mbl. við Ragnhildi Gísladóttur söngkonu, að hljómsveitin sem hún hyggst stofna sé fyrsta kvennahljómsveitin. Hið rétta er að á árunum 1969—’74 starf- aði tríó, sem eingöngu var skipað konum, þeim Benediktu Benediktsdóttur og Maríu og Sigurborgu Einarsdætrum. Tríó þetta hért Fljóðatríóið og spil- aði víða á böllum. Aðal hvata- maður að stofnun tríósins var Ragnar Bjarnason söngvari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.